Morgunblaðið - 16.07.2009, Side 8

Morgunblaðið - 16.07.2009, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is SVÍNAFLENSAN hefur skotið heiminum skelk í bringu. Skortur á viðbrögðum og upplýsingum hefur þó vakið meiri ugg en pestin sjálf hjá móður ungrar stúlku sem er veik af svínaflensu. Konan sem hefur stumrað yfir fárveikri dóttur sinni síðan á laugardag, og er nú sjálf orð- in veik, segir helsta ráð lækna við spurningum um pestina vera ábend- ingu um vefslóðina influensa.is. „Það hefur komið mjög á óvart að það virðist ekki fara neitt ferli af stað í kjölfar veikindanna. Við pauf- umst bara hér um hundveikar, tök- um inn Tamiflu og verkjalyf, og líður eins og við séum einar í heiminum.“ Grímuklæddur ráðalaus læknir Tvær dætur konunnar komu til landsins á miðvikudag í síðustu viku frá Bandaríkjunum. Á föstudags- kvöld byrjaði yngri dóttirin að kenna sér meins í hálsi og var orðin veru- lega veik morguninn eftir. „ Hún var svo óskaplega veik að svínaflensan kom strax upp í huga minn. Ég hringdi á Læknavaktina og sagði frá grunsemdum mínum. Læknir kom eftir klukkustund, íklæddur græn- um sloppi og með grímu fyrir vit- unum. Mér fannst það gefa til kynna að alvarleiki málsins væri mikill. Hann skoðaði dóttur mína og tók sýni. Ég þurfti hins vegar að ganga á eftir upplýsingum um hvenær og hvernig við gætum fengið grein- inguna. Ekki vorum við heldur upp- fræddar um hvernig haga skyldi samskiptum við aðra fjölskyldu- meðlimi og hvort við ættum að vera í einangrun. Við tókum þó þann pól í hæðina að halda manni mínum og syni sem mest frá hringiðu veikind- anna. Þeir hafa því að mestu verið sviptir heimili þessa dagana,“ segir konan og reynir að hlæja máttleys- islega. Hún kveðst hafa spurt lækn- inn hvort ekki væri ráðlegt að taka sýni úr eldri dótturinni. Hann sagð- ist ekki telja ástæðu til þess þar sem hún væri einkennalaus. Hún er farin til Þýskalands og hefur ekki kennt sér meins. Konan segist einnig furða sig á að hvorki vaktlæknirinn né heimilislæknir fjölskyldunnar hafi spurt um undirliggjandi sjúkdóma. Að vísu séu þær blessunarlega hraustar en eðlilegt hefði verið að kanna málið. „Ég hef engin svör fengið við mörgum knýjandi spurningum. Er ég smitberi núna þegar ég er orðin veik eða var ég það kannski áður en einkennin létu á sér kræla? Gátu stelpurnar smitað einhvern í flug- inu? Er dóttir mín sem ekki veiktist ef til vill smitberi? Smitaði ég kannski einhvern þegar ég fór út í búð um helgina? Kærastinn fárveikur í sóttkví Spurningarnar virðast réttmætar því kærasti veiku stúlkunnar veiktist á sunnudaginn. Hann hefur smitast áður en stúlkan fékk flensueinkenni. „Hann var úti á landi þegar hann veiktist hastarlega. Fékk skelfileg uppköst, niðurgang og missti með- vitund. Hann var í skyndi lagður inn á sjúkrahús í einangrun. Hann er sem betur fer á batavegi og kominn heim til sín. Sóttvarnalæknir hefur verið í sambandi við hann en enginn hefur talað við okkur. Núna er ég að basla við að fá niðurstöðu úr minni greiningu. Ég hringdi á rannsókn- arstofuna en upplýsingar eru bara veittar læknum. Heimilislæknirinn er í fríi og nú er að finna annan lækni til að hringja í. Þetta eru mjög und- arlegar boðleiðir sem fárveikt fólk ræður illa við. Kannski er ég bara að skvetta olíu á eld og kannski ýta veikindin undir hræðslu. En mér finnst að það verði að leiðbeina læknum um hvernig beri að fræða og fylgjast með sjúklingum. Það þarf að huga að ferli áður en hugsanlegur svínaflensufaraldur brestur á.“ Fárveikar og fátt um ráð Morgunblaðið/Ómar Flensulyf Mæðgurnar, sem liggja veikar með svínaflensu, hafa fengið lyfið Tamiflu en að auki hefur kærasti dótt- urinnar sýkst. Móðirin segir lækna helst bregðast við spurningum um pestina með því að benda á influensa.is.  Móðir og dóttir sem eru báðar veikar af svínaflensu gagnrýna skort á upplýsingum og viðbrögðum frá læknum og yfirvöldum  Upplifa sig einar í heiminum  Gengur illa að fá niðurstöðu úr greiningu Í HNOTSKURN »Ísland hefur tryggt sér300 þúsund skammta af bóluefni gegn flensunni. »Bóluefnið er nýtt og því afskornum skammti. »Skilgreindir verða áhættu-hópar sem fyrst verða bólusettir. »Ekki er þörf á að bólusetjaþá sem þegar hafa smitast. »Tamiflu og Relenza eruhelstu inflúensulyfin. Staðfest tilfelli inflúensu A (H1N1), betur þekkt sem svínaflensa, eru orðin sjö á Íslandi. Konan sem seg- ir sögu sína hér bíður enn niður- stöðu. Skráð dauðsföll af völdum veikinnar eru 589 í heiminum og er dánarhlutfall svipað og í árs- tíðabundinni flensu. Fólk með und- irliggjandi sjúkdóma er í mestri hættu á alvarlegum veikindum. Þó hefur verið greint frá stöku dauðs- föllum hjá fullfrísku fólki. Oftast veldur sýkingin inflúensulíkum einkennum sem ganga yfir. Von er á bóluefni til landsins í haust sem mun duga fyrir ríflega helming þjóðarinnar. Nauðsynlegt verður að greina og bólusetja fólk í helstu áhættuhópum. Sjúkdómseinkennin Konan í viðtalinu lýsir sjúkdóms- einkennum sínum og dóttur sinnar svo: „Þetta byrjar sem særindi í hálsi og leiðir út í eyru. Fljótlega fer að bera á einkennum í öndun- arfærum og miklum þyngslum fyr- ir brjósti. Flensunni fylgja miklir beinverkir, hár hiti og gríðarlegt máttleysi. Við minnstu áreynslu eins og að standa upp eða ganga er hætta á að falla í yfirlið. Einnig fylgja uppköst og jafnvel niður- gangur.“ Staðreyndir og sjúkdómseinkenni Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is LÁNAKJÖRIN hljóðuðu upp á óverðtryggt kúlulán sem bar 14,5% vexti. Þeir greiðast á hálfsárs fresti og eru í skilum að sögn Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjár- málaráðherra. Höfuðstóllinn sem kemur til greiðslu í janúar 2016, stendur nú í 23 milljónum punda en Seðlabanki Íslands (SÍ) hefur greitt niður 7 milljónir punda af láninu. Umreiknað er lánið 5,6 milljarðar. Segir Indriði upphæðina ekki háa miðað við það sem þekkist í dag. Hann segir verðbólguþáttinn hafa haft söguleg áhrif á lánið líkt og ger- ist með Icesave, komi til endur- greiðslu á þeim. Þau verði viðráð- anlegri vegna verðbólguáhrifa þrátt fyrir vextina, þar sem lánin séu óverðtryggð og til lengri tíma. Sé þessi 30 milljóna punda lántaka skoðuð út frá vergri landsfram- leiðslu (VLF) þess tíma og svo aftur dagsins í dag eru hlutföllin allt önn- ur. Á vef Hagstofu Íslands sést að VLF árið 1984 nam 89,4 milljörðum króna á verðlagi þess árs. Þá voru 30 milljón pund á gengi þess tíma sam- kvæmt Seðlabanka 1,2 milljarðar króna. Hlutfall barnalánsins af VLF þá, var samkvæmt þessu 1,34%. Til samanburðar nema erlendar skuldir þjóðarinnar með Icesave, fari málið svo, um 200% af VLF. Lítið á móti Icesave Höfuðstóll barnalánsins nam á sínum tíma 1,3% af hreinni landsframleiðslu á móti um 200% vegna viðbótar af Icesave Morgunblaðið/Ómar Lántaka Barnalánið var kallað svo af þeim sem gagnrýndu lántökuna, þar sem það væru börn lántakenda sem þyrftu að borga það. » Höfuðstóllinn nú nemur 23 milljónum punda. » Árlegir vextir 14,5% eru í skilum. » Óverðtryggt kúlulán sem greiðist upp 2016. » Lokagreiðsla m.v. núverandi gengi er 23 millj- ónir punda eða um 5,7 milljarðar króna. Árin 1981 og 1984 tók ríkissjóður lán að upphæð 15 milljónir punda hvort í gegnum Hambros-banka í London. Þau voru síðan sam- einuð og höfuðstólinn þá orðinn 30 milljónir punda. JÚLÍTILBOÐ 54.990 VERÐ FRÁ - gott úrval kaffivélar – mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.