Morgunblaðið - 16.07.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 16.07.2009, Síða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 „ÖÐRUM þeirra er búið að finna vistun á viðeigandi stað á vel búnu hjúkrunarheimili. Sem betur fer er heilsu konunnar, sem hefur komið í fréttum, þannig háttað að hún getur búið nánast hvar sem er, með réttum stuðningi og hann verður veittur og þá getur húsnæði einnig verið til staðar,“ segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Austur- lands. Einar segir rétt að það hafi staðið til að loka „Hjúkrunarstjórinn tekur hana afsíðis og segir hvernig komið er. Og það sagði enginn við þessa öldruðu konu; Svona út með þig, nú ertu heimilislaus, eins og mátti skilja á fréttum.“ Hann segir engan leggja niður svona starfsemi að gamni sínu. „En ég held það sjái hver maður að 5 starfsmenn fyrir tvo vistmenn er ansi mikið, þegar hægt er að bjóða upp á betri valkosti annars staðar.“ sigrunrosa@mbl.is Í HNOTSKURN » Heilbrigðisstofnun Aust-urlands tók við rekstri dvalarheimilisins Helgafells á Djúpavogi í ársbyrjun 2008 þegar sveitarfélagið stóð ekki lengur undir rekstri þess. Djúpivogur gat ekki tekið aft- ur við því um næstu áramót. „Hér þarf enginn að fara á götuna“ Lokun vistheimilisins Helgafells á Djúpavogi vakti athygli þegar hún var tilkynnt í byrjun ætlaðs sumarleyfis vistmanna án þess að þeim væru kynnt önnur úrræði dvalarheimilinu yfir sumartímann í sparnaðarskyni. Þegar ljóst varð á fundi í hádeginu 13. júlí sl. að sveit- arfélagið myndi ekki taka aftur við rekstri dvalar- heimilisins, hafi endanleg ákvörðun um lokun verið tekin. Starfsfólkið hafi strax verið upplýst um málið. Ákvörðunin hafi síðan verið kynnt innan við klukku- stund síðar, og dóttur konunnar sagt að ná í móður sína þar sem hún hefur dvalið. STANGVEIÐI Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is SÍÐUSTU dagar hafa verið góðir í Hofsá í Vopnafirði. Veiðifélag árinn- ar með Eddu Helgason í broddi fylkingar sendi frá sér yfirlýsingu um að á tímabilinu 4.-14. júlí væru komir 108 laxar á land. Þar af væru 76 stórlaxar, þ.e. laxar yfir 72 sentí- metra langir. Sturla Örlygsson og veiðifélagar hans luku veiðum í Hofsá þann fjórtánda. „Þetta var meiriháttar skemmtilegt. Það var fiskur svo víða,“ sagði Sturla. Hann sagði þá félaga hafa mætt í fyrstu norðaustanátt sumarsins, hitastigið hafi hrunið í kjölfarið og vatnshitinn farið niður í fjórar til fimm gráður þegar kaldast var. „Það hafði hell- ings áhrif á ána. Það varð minna um flotlínuveiði hjá okkur. Við settum aðeins á glæra sökkenda til að ná þessu niður.“ Stórlaxavonin Sturla sagði að það sem Hofsá hefði fram yfir margar aðrar ár væri stórlaxavonin og mikil dreifing á laxi um alla á. „Það eru öll svæði inni.“ Aðspurður sagði hann hollið hafa náð sextíu löxum og misst milli tuttugu og þrjátíu laxa. „Mikið af þessum fiski var grálúsugur og hann var vel haldinn. Maður er að taka 12-14 punda hrygnur. Þetta bara getur ekki verið fallegra,“ sagði Sturla með draumkenndri röddu. Síðustu sumur varð vart við mjög litla smálaxa á Norðausturlandi. Tveggja til þriggja punda laxar fengust í mörgum ám og áhyggju- raddir heyrðust um ástand ætis fyr- ir lax í hafi. Aðspurður sagði Sturla þá félaga ekki hafa orðið vara við slíka örlaxa. „Smálaxinn er mjög vel á sig kominn líka. Það komu kannski einn eða tveir hálf horaðir fjögurra til fimm pundarar en ann- ars voru þetta 65-70 sentímetra sexpundarar,“ sagði Sturla og hélt áfram. „Með fullri virðingu fyrir öll- um ám þá er þetta bara Áin með stóru á-i. Ég öfunda alla sem eiga eftir að prófa hana.“ „Þetta bara getur ekki verið fallegra“  60 laxa holl úr Hofsá í norðaustanátt og kulda  „Öfunda alla sem eiga eftir að prófa hana“  Ekkert varir við örlaxa Glæsilegur Sigurður Garðarsson með stórglæsilegan 92 sentímetra hæng sem fékkst í Þvottalækjarstreng í Hofsá. EKKI voru dónalegar kræsing- arnar sem 14 ára krakkar úr Frostaskjóli seldu á kökubasar á Lækjartorgi í gær til styrktar Fjöl- skylduhjálp Íslands. Rann heima- bakað góðgæti á borð við pönnu- kökur, kanilsnúða, skúffuköku, múffur og fleira út til vegfarenda. Hugmyndin að basarnum kviknaði þegar krakkarnir ræddu sín á milli hvað þeir gætu gert til þess að auka samfélagslega þátttöku sína. Góðgæti selt fyrir góðan málstað Morgunblaðið/Jakob Fannar Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? Stangaveiðifélag Reykjavíkur www.svfr.is – Sími 568 6050 Úrval veiðileyfa… laxveiði silungsveiði …fyrir alla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.