Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 Skemmtileg sýning á hljóðfærum í eigu nokkurra „gamalla refa“ í tón- listarbransanum í höfuðstað Norður- lands hefur verið opnuð á Glerártorgi og þar spila þeir félagar á föstudög- um og laugardögum fyrir gesti. Nán- ar um þetta síðar.    Illu er bestu aflokið: Veðrið var ótrú- lega gott á Akureyri meðan á Lands- móti UMFÍ stóð, eins og frægt er orðið. Frá því mótinu lauk hefur verið kalt og varla sést til sólar. Við hefðum átta að monta okkur meira...    Hljóðmengun í Richardshúsi á Hjalt- eyri var, í skýrslu sem fyrirtækið Hé- log á Akureyri vann fyrir Arnarnes- hrepp í vor, rakin til starfsemi Norðurorku, á staðnum. Norðurorka hefur nú mótmælt niðurstöðunni harðlega á heimasíðu fyrirtækisins.    Ekkert hefur komið fram sem sýnir fram á að hljóð þetta stafi af vatns- vinnslu Norðurorku hf., segir í yfir- lýsingu fyrirtækisins, enda hafi raf- magnið verið tekið af Hjalteyrinni og öllu nágrenni, þ. á m. dælustöðvum Norðurorku 10. júní í fyrra án þess að hljóðið hyrfi. „Þetta eitt og sér sýnir að hljóðið er ekki til komið vegna raf- áhrifa.“    Þess utan vekur það sérstaka athygli, segir í yfirlýsingu Norðurorku, „að bæði forsvarsmenn Arnarneshrepps og framkvæmdastjóri Héloga hafa beint spjótum sínum að Norðurorku hf. sem þó á ekki og rekur ekki raf- orkudreifikerfi í Arnarneshreppi og er því ekki ábyrg fyrir kerfinu sem slíku.“    „Norðurorka hf. mun ekki aðhafast frekar í þessu máli enda hefur þegar þurft að eyða allt of miklum tíma og fjármunum í að hrekja ómaklegar árásir á hendur fyrirtækinu án þess að nokkru sinni væri snefill af sönn- unum í þeim málflutningi.“    Ferðalöngum á Akureyri býðst í þessum mánuði og þeim næsta að kynnast bænum í sérstökum stræt- isvagni. Stoppað er á 12 stöðum í bænum, hver hringur tekur 45 mín- útur, og fargjaldið er 500 kall. Hægt verður að stíga frá borði og koma aft- ur uppí á hvaða stoppistöð sem er.    Verkefnið, City Bus Sightseeting, er á vegum Akureyrarstofu og einkum ætlað farþegum skemmtiferðaskipa sem koma til bæjarins. Vagninn verð- ur á ferðinni frá klukkan 9 til 1, þá daga sem skip eru í höfn.    Fönksveitin Jagúar leikur á Græna hattinum annað kvöld.    Ragnheiður Gröndal kemur svo fram ásamt þjóðlagasveit á hattinum á laugardagskvöldið. Með Ragnheiði leika Guðmundur Pétursson á gítar, Haukur Gröndal á klarínett og Birgir Baldursson á slagverk.    Starfsfólk Lundarskóla hefur beint þeim tilmælum til ráðamanna bæj- arins að leita leiða til að tryggja örugga leið gangandi og hjólandi veg- farenda, undir eða yfir Miðhúsabraut- ina norðvestan við Bónus, inn á göngustíg austan við golfvöllinn.    Nemendur og starfsfólk Lundarskóla fengu á vordögum úthlutað reit í Naustaborgum sem nota á sem úti- skólastofu á næstu árum.    Skipulagðar ferðir með bátnum Húna II yfir sumartímann njóta mikilla vin- sælda. Nú hefur Eyfirski söguhring- urinn; bæst við, fjögurra tíma ferð á fimmtudögum. Siglt er til Hjalteyrar þar sem tekið er á móti fólki með leið- sögn heimamanns. Næsta ferð er í dag kl. 16.30.    Stoppað er í klukkustund á Hjalteyri en síðan ekið áleiðis til Akureyrar og fólk frætt um athyglisverða sögustaði á leiðinni. Áð er í hálfa klukkustund á Möðruvöllum þar sem heimamenn taka á móti hópnum, sýna honum kirkjuna og fræða hann um sögu stað- arins.    Margt stendur tónlistarunnendum til boða í bænum þessa dagana eins og venjulega. Áður er minnst á Græna hattinn en vert er að geta þess að í Deiglunni verður í kvöld – á Heitum fimmtudegi – Dúó Edda Lár gít- arleikara og Andreu Gylfadóttur söngkonu.    Næsta þriðjudag kemur Guðrún Gunnarsdóttir með hljómsveit og flyt- ur lög og ljóð sænska vísnaskáldsins Cornelis Vreeswijk á Græna hatt- inum.    ÁTónlistarhlaðborði Listasumars í hádeginu á morgun verður boðið upp á þýska og franska ljóðasöngva eftir Haydn, Brahms og Mahler. Flytj- endur eru þýsku listamennirnir Claudia Kunz, sópran og píanóleik- arinn Ulrich Eisenlohr. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hávaði Richardshús á Hjalteyri Úr bæjarlífinu Reinhold Richter sendir þætt-inum kveðju: „Vinur minn Frið- þjófur Johnson er magnaður flugu- veiðimaður. Hann renndi um daginn fyrir lax en laxinn var tregur. Hins- vegar stakk sér kría á fluguna sem Friðþjófur landaði með tilþrifum og náði að sleppa óskaddaðri. Hann hafði á orði að hann hefði náð „bir- die“ sem ku vera golfaramál. Ég sagði honum að hann næði sennilega „skolla“ í næsta veiðitúr. Golfarar nota sem sagt fugl, örn, skolla og skramba yfir mismörg högg undir eða yfir svokölluðu „pari“ sem er fyrirfram áætlaður höggfjöldi golf- brautar. Uppúr okkar hugleiðingum og hlátrasköllum sem spunnust af þessari ágætu veiðisögu fæddist þessi vísa: Friðþjófur egndi Kríu krók kastaði út í skilin Skramba, Örn og Skolla tók skammt fyrir neðan hylinn.“ Stefán Friðbjarnarson sendir vísu með sumarkveðjum: Fallvölt gerast vinstri vé: Verjast kappar slyngir. Eins og hákarl ESB eðalgrænum kyngir! VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af skolla, kríu og ESB Krónan Gildir 16.-19. júlí verð nú áður mælie. verð Lambalæri, kryddað ...................... 1.189 1.798 1.189 kr. kg Grísakótilettur............................... 749 1.498 749 kr. kg Danskar grísalundir ....................... 1.299 2.598 1.299 kr. kg Laxaflök, beinhreinsuð .................. 1.398 1.798 1.398 kr. kg Krónu kjúklingabringur, magnkaup . 1.498 2.215 1.498 kr. kg Móa læri, krydduð......................... 598 865 598 kr. kg Grillborgarar með brauði, 4 stk....... 499 598 499 kr. pk. Ísl matvæli, ýsuflök með roði.......... 699 699 699 kr. kg Ch.Town Lasagne 1kg.................... 799 998 799 kr. kg Krónu appelsínusafi, ferskur .......... 199 199 199 kr. stk. Bónus Gildir 16.-19. júlí verð nú áður mælie. verð Bónus kryddl. grísalærisneiðar ....... 898 998 898 kr. kg Ali ferskt grísagúllas ...................... 898 1.298 898 kr. kg Íslandsnaut grill-nautakótilettur ...... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Myllu samlokubrauð, 770 g ........... 159 259 206 kr. kg Bónus nýbakaðir kleinuhringir ........ 198 229 99 kr. stk. Bónus kleinur, 6 stk. ..................... 298 349 50 kr. stk. Myllu vínarterta ............................. 298 0 298 kr. stk. Pepsi og Pepsi Max, 500 ml........... 69 89 138 kr. ltr Appelsín í dós, 500 ml. ................. 69 89 138 kr. ltr Bónus hamborgarabrauð, 4 stk. ..... 120 129 30 kr. stk. Fjarðarkaup Gildir 16.-18. júlí verð nú áður mælie. verð Lambalærisneiðar 1.fl (kjötborð) .... 1.545 1.798 1.545 kr. kg Svínalundir (kjötborð) ................... 1.498 2.198 1.498 kr. kg Hamborgarar 115 gr. .................... 298 398 298 kr. kg Móa kjúklingaleggir ....................... 569 949 569 kr. kg Móa kjúklingavængir ..................... 285 475 285 kr. kg SS Rauðvínslegið lambalæri .......... 1.798 2.248 1.798 kr. kg FK grill-lambalærisneiðar............... 1.897 2.476 1.897 kr. kg Ali Spare ribs................................ 1.064 1.418 1.064 kr. kg Ali jurtakryddaðar svínakótilettur .... 1.574 2.098 1.574 kr. kg Hagkaup Gildir 16.-19. júlí verð nú áður mælie. verð Kjúklingaleggir, marineraðir............ 569 949 569 kr. kg Holta kjúklingalæri m/legg, bbq..... 623 959 623 kr. kg Holta kjúklingalæri m/legg ............ 623 959 623 kr. kg Jensens svínarif, 750 g.................. 1.599 2.399 1.599 kr. stk. Ferskur kjúklingur, leggir ................ 584 898 584 kr. kg Valinn stór humar, 1kg................... 2.999 3.398 2.999 kr. pk. Frón súkkulaði, kósý, 200 g ........... 199 256 199 kr. stk. Baguette – hvítlauksosta ............... 249 419 249 kr. stk. Hnetuvínarbrauð – lítil, 4 stk. ......... 269 419 269 kr. pk. Himnest spelt, finmalað (Sollu)...... 559 669 559 kr. stk. Nóatún Gildir 16.-19. júlí verð nú áður mælie. verð Grísarifjur, Spare ribs .................... 325 649 325 kr. kg Lambafille m/fiturönd ................... 2.273 3.998 2.273 kr. kg Ungnautaborgari, 120 g. ............... 179 249 179 kr. stk. Laxaflök, krydduð.......................... 1.480 1.698 1.480 kr. kg Nóatúns þurrkr. lambalæri ............. 1.598 1.998 1.598 kr. kg Íslensk Matvæli kjúklingur, heill...... 639 989 639 kr. kg Ungnauta Rib eye ......................... 2.998 2.998 2.998 kr. kg ÍM kjúklingaleggir, Texaskryddaðir ... 659 949 659 kr. kg Toscana-brauð.............................. 249 398 249 kr. stk. Pepsi Max 2 l................................ 149 197 75 kr. l. Þín Verslun Gildir 16.-22. júlí verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingabringur, úrb. .......... 1.724 2.873 1.724 kr. kg Myllu Orkubrauð 500 g.................. 298 369 298 kr. pk. Myllu Kryddkaka ........................... 489 759 489 kr. pk. Haribo BBQ Sykurpúðar 300 g ....... 379 598 1.264 kr. kg Merrild Púðakaffi 125 g................. 529 649 4.232 kr. kg Capri Sonne djús, villiberja, 330 g.. 149 198 452 kr. kg Hunt’s BBQ grillsósa ..................... 298 425 487 kr. kg Philadelphia rjómaostur, 200 g ...... 425 498 2.125 kr. kg Helgartilboð Grísakjöt á lægra verði Hinn forni Gásakaup-staður við Hörgárósa íEyjafirði vaknar til lífs-ins um helgina þegar miðaldadagar verða haldnir þar fjórða árið í röð. Yfirskriftin er Ferð inn í fortíðina og „bæjarstjór- inn“ að Gásum, Haraldur Ingi Har- aldsson, á sér þann draum að sú fortíð lengist úr einni helgi í allt ár- ið; verði að ævarandi nútíð. Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og hvergi hérlendis eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað þess tíma. Allt sem eðlilegast Fjöldi fólks hefur lagt leið sína á staðinn á miðaldadögum undanfarin ár og á Haraldur Ingi síst von á minni umferð að þessu sinni. Nú eru dagarnir fjórir en hafa hingað til verið tveir. Opið er á laugardag og sunnudag frá kl. 11 til 17 og síð- an á mánudag og þriðjudag kl. 12 til 16. Gásir eru 11 kílómetra norðan við Akureyri. „Við erum í raun ekki að búa neitt til, hér er allt eins og það á að vera, samkvæmt fornsög- unum,“ segir Haraldur. „Passað er upp á að allt sé sem eðlilegast.“ Hann segir að kjarni þess fólks sem komi fram á miðaldadögunum sé miðaldahópurinn svokallaði; hjónin Beato Stormo og Helgi Þórs- son úr Eyjafjarðarsveit og fleiri. Miðaldahandverks- og iðn- aðarmenn verða að störfum í Gása- kaupstað og hægt verður að gera kaup við „slynga Gásakaupmenn“ eins og Haraldur orðar það. Boðið verður upp á leikþætti þar sem kastast í kekki og gestir geta tekið þátt í ýmsum atriðum; t.d. fengið að skjóta af miðaldaboga, slöngvuvað og taka þátt í knattleikum. Þá mun Gásavölva spá í framtíðina, brenni- steinn verður hreinsaður og bókfell unnið. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og gildir alla dagana. Börn 13 ára og yngri greiða 250 krónur en allir þeir sem eru minni en miðaldasverð fá frítt inn! Metnaðarfull framtíðaráform Haraldur Ingi segir framtíðar- áform um Gásakaupstað mjög metnaðarfull. „Svona staðir eru til erlendis og hafa gengið gríðarlega vel, árum saman. Við erum sann- færð um að geta komið hér upp stað þar sem fjöldi fólks getur feng- ið atvinnu og skapað gríðarleg margfeldisáhrif í Eyjafirði.“ Ein hugmyndin er sú að opna miðaldaveitingastað og einnig að gefa fólki tækifæri til þess að gista við miðaldaaðstæður. skapti@mbl.is Að Gásum Sparibúnir gestir á miðaldamarkaðnum á gamla verslunarstaðnum að Gásum við Hörgárósa í fyrra. Gásakaupstaður hinn forni vaknar til lífsins Allir sem eru minni en miðaldasverð fá frítt inn á svæðið! Í HNOTSKURN »Þátttakendur á mið-aldadögum nú koma m.a. frá Akureyri, Djúpavogi, Hafnarfirði, Akranesi, Þing- eyri, Búðardal og Danmörku. Þaðan koma 15 en Gásakaup- staður hefur átt samskipti við miðaldasetrið í Falster.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.