Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009
EKKERT hefur
breyst í pólitík og til-
finningum í sjö
hundruð fjörutíu og
sjö ár. Tveir öfl-
ugustu stjórn-
málamenn þjóð-
arinnar, annar uppi á
þrettándu öld, hinn
uppi á tuttugustu og
fyrstu öldinni, hugsa
eins og velja að fara
eins að til að halda völdum. Gissur
var langþreyttur á erjum og ill-
deilum við Sturlungana sem sátu
um líf hans og yfirráð í landinu.
Landið var þá vegna ófriðar að
hverfa inn í kreppu og versnandi
lífskjör. Gissur náði völdum með
því að selja Ísland Noregi á hönd.
Þar með var friður tryggður með
vopnuðu valdi konungs, ef svo bar
undir.
Gamli sáttmáli varð til og festi
Ísland í fjötra í sjö myrkar aldir.
Ég sem þetta skrifa hef fyrir löngu
fyrirgefið Gissuri frænda mínum
glópskuna þótt dýrkeypt væri.
Fræðimenn hafa líka haldið því
fram að Gamli sáttmáli hafi verið
gerður með þeim rökum að hægt
var að vefja ofan af honum og snúa
á ný til sjálfstæðis þjóðarinnar.
Jón Sigurðsson forseti fann leið-
ina og vann áfangasigra einn af
öðrum, sem lauk svo með fulln-
aðarsigri á Þingvöllum 1944. Lýð-
veldið var stofnað eftir þjóð-
aratkvæðagreiðslu sem nú má ekki
nefna þegar lýðveldið er sett á
uppboðsmarkað að þjóðinni for-
spurðri. Jóhanna Sigurðardóttir og
Samfylkingin vilja engar tafir eða
samtöl við þessa þjóð sína, lýðræð-
ið telur hún nú til bölvunar.
Steingrímur J. fellur í þá gryfju
flokksræðisins að handjárna þing-
menn sína og nauðga þeim til að
fara gegn eigin sannfæringu og
ályktunum flokksins.
Steingrímsþáttur hefst
Steingrímur Sigfússon er vel
máli farinn og ræðumaður góður
eins og Gissur Þorvaldsson. Ekki
hefur Steingrím skort hugsjónir og
baráttuþrek. Enginn trúði því að
hann gæti tekið u-beygju og sagt
allt annað í dag en í gær. Engum
datt í hug að þessi kjarnyrtasti
stjórnmálamaður samtímans gerð-
ist mildur og myndi bregða sér í
gervi klækjarefsins, til þess töldum
við flest að hann væri of heið-
arlegur og stefnufastur. Stein-
grímur var að vísu orðinn lang-
þjáður af völdum Sturlunga
samtímans, sem eru sjálfstæðis-
menn. Þeir hafa ráðið hér lögum
og lofum í hátt í átján ár með
stuðningi kratanna fyrst, svo okkar
framsóknarmanna og undir lokin
með Samfylkingunni. Hann þarf
eins og Gissur að tryggja sér póli-
tískt land og framtíðarfrið.
Samfylkingin er að hans mati
eini flokkurinn sem það getur
stærðar sinnar vegna og víða falla
skoðanir saman, þótt hyldýpisgjár
skilji þessa flokka að á mörgum
sviðum. Steingrímur metur það svo
að best sé að éta Sam-
fylkingargrautinn þótt
saltur sé og það lætur
hann sitt fólk gera.
Hann tók við Íslandi
föllnu úr þrotabúi sem
Samfylkingin sat í.
Hann reisti ekki kröf-
ur á hendur Bretum
sem lýstu Ísland
gjaldþrota og beittu
okkur lögum sem voru
sett stríðsglæpamönn-
um til höfuðs. Evrópa
öll lokaði á landið okkar, enda ann-
ar valdamesti maður heimsins,
Gordon Brown, sem sagði það
gjaldþrota. Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn er framhönd Evrópusam-
bandsins og heldur okkur í dýfing-
arskálinni.
Icesave-málið er versta mál Ís-
landssögunnar og verður dæmt
sem slíkt í framtíðinni af umheim-
inum. Þar er dvergvaxin varnar-
laus þjóð að taka á sig dráps-
klyfjar sem Evrópusambands-
löggjöfin og EES-samningurinn
skuldbundu okkur ekki til að gera.
Sjálfstæðisflokkurinn laut í gras
í þessu máli, og öll viðbrögð voru
fálmkennd og marklaus af hálfu
þáverandi ríkisstjórnar. Það verð-
ur svo hlutskipti Steingríms Sig-
fússonar og Vinstri grænna að lög-
leiða þessa nauðasamninga og
festa þar með sjö mögur ár ofan á
önnur sjö mögur ár. Hvers vegna
fellst Steingrímur Sigfússon á
þetta? Það hlýtur að liggja fiskur
undir steini.
Evrópusambandið var það
Það liggur fiskur undir steini,
Samfylkingin vill í Evrópusam-
bandið og ekkert má gera sem
veldur ófriði. Að VG selji skýra og
afdráttarlausa stefnu gegn aðild-
arumsókn og gegn aðild fyrir völd
minnir enn og aftur á Gissur Þor-
valdsson á hans Sturlungaöld.
Hver er samningsstaða Íslendinga
í Brussel nú? Að mínu mati sér-
lega bágborin vegna efnahags-
hrunsins þar og hér og sérstaklega
hvernig ESB og þess voldugustu
þjóðir hafa knésett okkur vegna
óreiðu nokkurra útrásardólga, – ég
vil ekki kalla þá víkinga sem er of
göfugt heiti yfir hetjur í sögunni.
Samningsstaðan verður reyndar
alltaf bágborin vegna þess að frelsi
er fórnað yfir dýrmætum auðlind-
um og einstökum svo og sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóðarinnar. Ís-
land ætti nú að horfa á ný í vestur,
þess vegna að skoða að taka upp
dollara sem gjaldmiðil í framtíð-
inni, opna á norðurslóðirnar og
segja Evrópusambandinu að sigla
sinn sjó. Ég trúi því að frjáls-
bornir menn í öllum flokkum sam-
eini krafta sína um framtíðarsýn,
þar sem reisn og djörfung ræður
ferðinni. Að Samfylkingu und-
irlægjuháttarins ljúki með nýrri
þjóðarsamstöðu um annað en Evr-
ópusambandið við þessar verstu
aðstæður.
Gamli Sáttmáli Gissurar var að
því leyti betri að undan honum var
hægt að komast, undan Evrópu-
sambandinu kemst enginn. Það
mun enginn í framtíðinni fyrirgefa
Steingrími að hafa fyrstur hleypt
Samfylkingunni áfram með málið
og þar með sett það á dagskrá ís-
lenskra stjórnmála.
Eftir Guðna
Ágústsson
Guðni Ágústsson
» Það mun enginn fyr-
irgefa Steingrími að
hafa fyrstur hleypt
Samfylkingunni áfram
með málið og þar með
sett það á dagskrá ís-
lenskra stjórnmála …
Höfundur er fyrrverandi alþing-
ismaður og landbúnaðarráðherra.
Gissur jarl í
Steingrímshöfði
„MAÐUR sér það
bara á honum þegar
maður talar við hann
að hann hefur ekkert í
þetta að gera, ekki
nokkurn skapaðan
hlut. Það sem meira er
– enginn samninga-
nefndarmannanna,
held ég.“ Þetta segir
Þór Saari alþing-
ismaður um mig og
samninganefnd mína í Icesave-
málinu. Fyrirsögnin er: Svavar full-
komlega vanhæfur.
Af þessu tilefni skal þetta sagt:
Ég er vanur að taka við svona kveð-
skap í gegnum langa tíð í stjórn-
málum áður en ég varð sendiherra.
Síðustu árin sem sendiherra hef ég
verið laus við svona orðaleppa en
neita því ekki að ég bjó mig undir
það er ég tók við formennsku í Ice-
save-nefndinni að ég gæti átt von á
ýmsu. Þoli það vel þótt því sé reynd-
ar ekki að neita að ég finn að skráp-
urinn er aðeins þynnri en hann var,
sérstaklega þegar reynt er að nudda
öðrum upp úr því sem ég á einn.
En hitt skal sagt: Ég
mótmæli af öllum
kröftum atlögu Þórs
Saari að samn-
inganefnd minni og
samstarfsmönnum. Þar
er hæfur maður í
hverju rúmi og enginn
þeirra hefði mátt vera
fjarri vettvangi. Hið
sama segi ég um þau
sem störfuðu næst
nefndinni allan tímann.
Þetta fólk eru nefnd-
armennirnir Indriði H.
Þorláksson, þá settur ráðuneyt-
isstjóri í fjármálaráðuneytinu, Mart-
in Eyjólfsson, sviðsstjóri í utanrík-
isráðuneytinu, Páll Þórhallsson,
lögfræðingur í forsætisráðuneytinu,
Áslaug Árnadóttir, vararáðuneyt-
isstjóri í viðskiptaráðuneytinu, og
Sturla Pálsson, yfirmaður al-
þjóðasviðs Seðlabankans. Ég nefni
líka hér til sögu lögfræðingana Sess-
elju Sigurðardóttur og Einar Gunn-
arsson og svo síðast en ekki síst
doktorsnema í vísindaheimspeki,
Hugin Frey Þorsteinsson, minn nán-
asta samstarfsmann.
Ég heiti á fólk þótt það vilji sækja
mál sitt og verja af hörku að láta
þetta öfluga lið sem ég taldi upp í
friði. Vandinn er hins vegar sá að
hálfsannleikur oftast er óhrekjandi
lygi. Það er erfitt að svara svona
áburði eins og þeim er fram kemur í
viðtali mbl.is við Þór Saari, ekki síst
þegar hann bætir við orðunum „held
ég“. Í svona máli eiga alþingismenn
nefnilega helst ekki að fullyrða það
sem þeir halda. Bara það sem þeir
vita.
Alþingismanninum virðist vera í
nöp við mig persónulega. Mér er
ekki í nöp við hann. Hann er ósam-
mála mér um Icesave-samninginn.
Sú afstaða byggist vonandi á því sem
hann veit en ekki því sem hann held-
ur. Hann boðaði ný vinnubrögð á al-
þingi. Persónulegt skítkast er ekki
beinlínis frumlegt.
Eftir Svavar
Gestsson »Ég heiti á fólk þótt
það vilji sækja mál
sitt og verja af hörku að
láta þetta öfluga lið sem
ég taldi upp í friði.
Svavar Gestsson
Höfundur var formaður
Icesave-nefndarinnar.
Ekki beinlínis frumlegt
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 40 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 15. júlí 2009, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. júlí 2009 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15.
júlí 2009, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti,
virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu,
fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi,
úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri
tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af
innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum,
skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi,
jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun og álögðum þing-
og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur
tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur,
slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og
iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar-
og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað
fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám.
Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar
eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og
kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi
þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og
þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari
fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send
verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki
áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 40 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. júlí 2009.
Tollstjóri
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli