Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009
✝ Stella Stef-ánsdóttir fæddist
í Reykjavík 20. maí
1932 og lést á Land-
spítala, Hringbraut,
á gjörgæslu, 2. júlí
2009.
Hún var dóttir
hjónanna Jónu Bjarn-
eyjar Albertsdóttur f.
12.12. 1904 og Stef-
áns Magnúsar Þor-
kelssonar f. 15.5.
1904, vörubílstjóra
hjá Þrótti. Móðurfor-
eldrar Stellu voru
Sæmundína Messíana Sæmunds-
dóttir og Albert Brynjólfsson skip-
stjóri á Ísafirði. Föðurforeldrar
Stellu voru Petrína Guðmunds-
dóttir og Þorkell Guðmundsson
meðhjálpari á Þúfum í Vatnsfirði.
Systir Stellu fædd andvana 1930.
Bræður Stellu eru: Albert stýri-
maður f. 22.9. 1934 og Pétur skrif-
stofumaður f. 18.11. 1938.
Albert er kvæntur Ásu Ottós-
dóttur og eiga þau 3 dætur, El-
ísabetu, Auði og Hafdísi Björk.
Pétur var kvæntur Erlu Karels-
dóttur og eiga þau 3 syni, Karel,
Stefán og Víði. Þau skildu.
Pétur er kvæntur Önnu R. Vign-
ir og eiga þau 2 dætur, Karitas og
Tinnu. Stella giftist Karli G. Ingi-
hennar sonum í föðurstað, Júlíusi
Þór Halldórssyni og Vilhjálmi Þór
Þórusyni. 4) Guðbjörg Edda f.
14.7. 1959 er gift Gunnari Sigurðs-
syni og eiga þau a) Árnýju Stellu
og b) Arndísi Jónu og hefur Gunn-
ar gengið c) Karli Inga Eyjólfssyni
syni Eddu í föðurstað.
Dóttir Karls og Klöru Haralds-
dóttur er 5) Sólveig Gyða Guð-
mundsdóttir 17.7. 1946 og er hún
gift Gunnari Ólafssyni og eiga þau
a) Ingu Maríu gift Heiðari Birni
Thorleifssyni og eiga þau 2 börn
og b) Gunnar Óla og hefur Gunnar
gengið c) Guðmundi Frey Magnúsi
Gunnarssyni, kvæntan Camilu
Abad, syni Sólveigar í föður stað.
Barnabarnabörnin eru 18 og tvö
væntanleg. Stella ólst upp í vest-
urbænum. Hún var fiskverk-
unarkona í 40 ár. Hún tók stúd-
entspróf frá Öldungardeild
Menntaskólans við Hamrahlíð
1980 meðfram fullri vinnu í fiski.
Hún gekk til liðs við Alþýðu-
bandalagið og liðsinnti trún-
aðarstörfum fyrir verkalýðsfélagið
Framsókn. Hún var í fyrsta ár-
ganginum sem tók próf úr Fisk-
vinnsluskólanum og var með ágæt-
iseinkunn. Hún var mjög
jafnréttissinnuð og var m.a. í
framkvæmdanefnd Kvennafrídags-
ins 1975. Hún hætti að vinna hjá
HB Granda árið 2000.
Útförin fer fram í Fossvogs-
kirkju í dag, 16. júlí, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
marssyni verkamanni
f. 20.9. 1925 þann 19.
september 1953.
Móðurforeldrar
Karls voru Jórunn
Álfsdóttir og Ingimar
K. Jónsson sjómaður.
Stella og Karl
eignuðust 4 börn: 1)
Jóna f. 11.7. 1950 var
gift Þórhalli L. Stígs-
syni látinn 2002 og
eiga þau 2 syni: a)
Stíg Vilberg kvæntur
Elvu Rós Hauks-
dóttur og eiga þau 2
börn og b) Albert Þór. Þórhallur
átti með Ingibjörgu Guðnadóttur
a) Arinbjörn, kvæntur Björgu Al-
exandersdóttur og eiga þau 2 börn
og b) Guðna Ragnar, kvæntur Júl-
íönu T. Jónsdóttur og eiga þau 3
syni. 2) Stefanía f. 25.2. 1953 gift
Jóhannesi G. Péturssyni og eiga
þau 2 syni: a) Jakob Pétur og b)
Bjarna Magnús, kvæntur Sigrúnu
Evu Grétarsdóttur 3) Stefán Þor-
kell f. 15.5. 1954 var kvæntur Haf-
dísi E. Harðadóttur og eiga þau 2
börn: a) Stefán Bjart og b) Helgu
Sonju. Þau skildu. Stefán á c) Ingi-
björgu með Björgu Jónsdóttur og
d) Davíð með Önnu Maríu Har-
aldsdóttur, e) Stefaníu K.S. með
Þóru Vilhjálmsdóttur og gengið
Elsku mamma, hetjan mín. Mér er
ljúft og skylt að minnast þín.
Nú hefur þú yfirgefið okkur hérna
megin.
Ég get þakkað Guði fyrir að hafa
fengið samleið með þér í 59 ár.
Þú ert ein af hvunndagshetjum
þessarar þjóðar. Konan sem bar
uppi heimilið, vannst úti og komst
fjórum börnum til manns, hafðir
heitan mat tvisvar á dag og bakaðir
a.m.k. einu sinni í viku.
Þú varst drengskaparmaður. Allt
sem þú sagðir stóðst þú við. Þú varst
vinnusöm, einlæg, bóngóð og höfð-
ingi heim að sækja. Vinur vina þinna.
Þú varst alin upp á Seljavegi 7 í
húsi sem afi og bróðir hans byggðu
1930 og þar sem þín fjölskylda og
hans áttu heima ásamt móður þeirra,
tveimur systrum og barni annarrar
og tveir bræður áttu líka heima þar
um tíma og börn þeirra.
Þið pabbi byrjuðuð búskap með
engum efnum en þremur börnum á
Njálsgötu, síðan í Gnoðavogi. Keypt-
uð svo íbúð ömmu á Seljavegi 7 árið
1981. Þið keyptuð ykkur svo bjarta
og fallega íbúð 2003 er ykkur leið vel
í á Engihjalla 19.
Pabbi dó svo fyrir þremur árum,
eftir að þið höfðuð fengið að vera
saman í 57 ár.
Það var þér mjög erfitt og hefur
heilsu þinni verið að hraka síðan. Þú
hefur haft svo mikla verki lengi og
enginn læknir hefur hlustað á þig.
Ég held að læknar á Íslandi haldi að
allar konur séu móðursjúkar ef þær
kvarta um verki og er það miður.
Þú varst ótrúlega vel gerð af Guði.
Vel gefin og alltaf með þeim hæstu í
barnaskóla. Þú teiknaðir, málaðir,
prjónaðir, saumaðir, heklaðir. Þú
dóst aldrei ráðalaus og gerðir oft allt
úr engu. Tókst stúdentspróf 1980.
Tókst þátt í samningagerð fyrir
verkakvennafélagið Framsókn í
mörg ár. Þú varst mjög pólitísk alla
tíð.
Þrátt fyrir allt þetta tókst þér að
vinna meira en fulla vinnu frá 1962
eða 40 ár í fiskvinnu. Þið pabbi
kynntust í Fiskiðjuveri ríkisins er þú
varst 15 ára og varð fiskvinnsla þitt
ævistarf.
En ég vil þakka þér svo margt.
Fyrir utan að vera móðir mín varstu
líka mín besta vinkona og hefur verið
í mörg ár. Er ég varð ekkja hjálpuð-
uð þú og pabbi mér ótrúlega mikið
og komuð þið til að hjálpa mér á
hverjum degi í marga mánuði.
Við áttum margar góðir stundir
saman og ferðuðumst heilmikið, s.s.
til Danmerkur, Spánar, Írlands,
Englands, Svíþjóðar og Kanada.
Auk þess fórum við yfirleitt á hverju
ári í sumarbústaðaferðir hér innan-
lands auk hausts og vetrar með
saumaklúbbnum okkar. Er mikið
tekið af þeim saumaklúbbi, því þið
eruð tvær af fjórum farnar á hálfu
ári.
Þetta ár var förinni heitið til Eng-
lands en þú treystir þér alls ekki að
fara og síðan var draumaferðin okk-
ar um Vestfirðina er ég fór fyrir okk-
ur og trúi ég því að þú hafir farið með
mér þangað. Þvílík blíða og fegurð
sem var engu líkt. Að sjá þínar rætur
þar sem þínir forfeður voru fæddir
og uppaldir – og að hitta ættingja
þína sem þar búa. En margir af þinni
kynslóð hafa verið að kveðja okkur
undanfarið, því miður.
Þú hefur ávallt reynst mínum
drengjum vel og einnig drengjunum
hans Þórhalls.
Mér finnst sárt að kveðja þig.
Þakka þér allt. Sjáumst heilar á ný.
Þín ávallt elskandi dóttir,
Jóna.
Móðir okkar Stella Stefánsdóttir
lést eftir velheppnaða hjartaskurð-
aðgerð 2. júlí, en nýrun gáfu sig.
Elsku mamma, þú vissir að hverju
stefndi og kvaddir okkur daginn áð-
ur.
Minningarnar um þig hrannast
upp. Hvað við höfum átt margar góð-
ar stundir saman.
Það var alltaf gott að leita til þín,
þú varst alltaf úrræðagóð og mikill
vinur sem stóð eins og klettur upp úr
hafinu sem jafnt ungir sem aldnir
leituðu til.
Þú varst vinamörg enda unnið á
fjölmennum vinnustað þar sem þú
eignaðist mjög marga góða vini í
gegnum tíðina, reyndar margir farn-
ir. Það var til siðs þegar við vorum
lítil að konurnar í hverfinu komu í
kaffi til þín og spjölluðu; þú áttir
margar trúnaðarvinkonur þar.
Þú varst einstaklega gestrisin og
áttir alltaf eitthvað heimabakað með
kaffinu. Við skiljum ekki hvernig þú
fórst að því að gera allt það sem þú
gerðir.
Dugnaðurinn var engu líkur og
varst alltaf mætt kl. 6.30 á hverjum
morgni og vannst mjög oft til kl. 10 á
kvöldin og ófáar helgarnar, sem
sagt, mættir fyrst af öllum og hættir
síðust. Það voru ófáir sem fengu
sumarvinnu út á þitt andlit og unn-
um við systkinin öll um tíma hjá
Bæjarútgerðinni og síðar Granda.
Hvað við vorum stolt af þér þegar
þú útskrifaðist úr Öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð, þá 48
ára, og í meira en 100% vinnu í fiski.
Þið pabbi fóruð alltaf á Blönduós
einu sinni á sumri og voruð í viku og
ferðuðust um landið og höfðuð mjög
gaman af. Þá fórum við í margar
ógleymanlegar ferðir.
Þú annaðist foreldra þína með ást
og umhyggju alla tíð og áttu þau
ávallt athvarf hjá þér.
Þú hjálpaðir líka mikið til með
barnabörnin og vildir velferð þeirra
sem mesta og tókst þátt í öllu sem
við vorum að gera, s.s. olíumálun,
teikningu, leirmálun, íkonagerð,
bókbandi, bucilla og allskonar
handavinnu.
Við þökkum Guði fyrir að hafa átt
þig fyrir móður. Þín verður sárt
saknað.
Þín elskandi börn,
Stefanía, Stefán,
Edda og Jóna.
Draumur og vaka
renna í eitt
og líkaminn verður að engu.
Þá andinn úr fjötrunum smýgur
og léttur um alheiminn líður,
hann sameinast sálum þess lifanda
heims
og tifar með tímanum fagur og hreinn
og umlykur stjörnurnar, kyssir þær
sæll;
hann er sloppinn úr lifanda lífi.
(Á.S.G.)
Amma, þar sem ég veit að þú varst
búin undir ferðina er þetta ekki eins
sárt. Samt mun ég sakna þín.
Ég mun sakna pönnukakanna
þinna og heita, himneska kakósins
sem þú bauðst upp á í öllum veislum.
Ég mun sakna þess að heyra af
nýjustu bókinni sem þú fékkst eða
nýju sögunni sem þú varst að lesa.
Ég mun sakna þrjóskunnar þinn-
ar og sjálfstæðisins; þú hefur alltaf
verið trausti kletturinn í lífi mínu.
Ég mun sakna þess skjóls sem
heimili þitt veitti mér á erfiðum tím-
um, hjálpar þinnar og leiðsagnar.
Ég veit að sama hvað ég sakna þín
mikið kemurðu aldrei aftur. Svo í
stað þess að gráta og orga af sorg
ætla ég að lifa lífinu eins og ég veit að
þú mundir vilja að ég lifði því. Ég
mun aldrei gleyma þér, heldur varð-
veita minningu þína og leita skjóls í
henni og styrks, muna orð þín og
leiðsagnir og hafa þitt stolta, styrka
og sjálfstæða sjálf að fyrirmynd í líf-
inu. Ég skal bera nafn þitt með stolti
og minnast þín í sjálfri mér.
Enn, svona stuttu eftir dauða
þinn, er minning þín hulin sársauka
og söknuði. En bráðum fennir í sorg-
ina og gleðin ein mun lýsa upp allt
það sem þú stóðst fyrir. Bráðum
munum við öll geta brosað gegnum
tárin. Þakka þér fyrir það, að hafa
gefið mér minningar til að brosa yfir
og verma mér við.
Amma, þakka þér fyrir allt.
Þín elskandi dótturdóttir,
Árný Stella Gunnarsdóttir.
Stella Stefánsdóttir
Fleiri minningargreinar um Stellu
Stefánsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR,
Birkihvammi 12,
Kópavogi,
sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut að kvöldi föstudagsins 10. júlí, verður
jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi föstu-
daginn 17. júlí kl. 13.00.
Þorkell Jónsson,
Kristín Þorkelsdóttir, Helgi Óskar Óskarsson,
Jón Gísli Þorkelsson, María Höskuldsdóttir,
Guðjón Þorkelsson, Kristín Sigurðardóttir,
Árni Þorkelsson, Jakobína Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR,
Stykkishólmi,
lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi
föstudaginn 10. júlí.
Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugar-
daginn 18. júlí kl. 14.00.
Ellert Kristinsson, Jóhanna Bjarnadóttir,
Marinó Kristinsson, Margrét Halldórsdóttir,
Friðrik S. Kristinsson, Þórdís Helgadóttir,
Jón Steinar Kristinsson
og fjölskyldur.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FLEMMING HOLM,
Hverafold 2,
Reykjavík,
er látinn.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
22. júlí kl. 13.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Jón Hólm, Gréta Jóhannsdóttir,
Jakob Hólm,
Jórunn G. Hólm,
Gunnar Hólm, Lise K. Sörensen,
Flemming Þór Hólm, Aðalheiður K. Jurado,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNAR ÞORVALDSSON
rafvirki,
Eyrarvegi 2,
Akureyri,
er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
20. júlí kl. 13.30.
Guðríður Steindórsdóttir,
Hafsteinn Þór Gunnarsson,
Andrea Gunnarsdóttir, Sturla Örlygsson,
Brynja Gunnarsdóttir, Gunnar Örn Erlingsson,
Jóhanna M. E. Matthíasdóttir, Torfi Jónasson,
Sunja Gunnarsdóttir, Áskell Geir Birgisson,
Þorvaldur Gunnarsson, Hafrún Ösp Ásgrímsdóttir,
Gunnar Þorbjörn Gunnarsson,
Þorlákur Snær Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Okkar elskulega
KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR,
Nónvörðu 10 a,
Reykjanesbæ,
lést mánudaginn 13. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
miðvikudaginn 22. júlí kl. 13.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Þórður Kristinn Magnússon,
Auður Guðlaug Magnúsdóttir.