Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009 „Að heilsast og kveðjast. Það er lífsins saga.“ Við heilsuðumst í októbermánuði árið 1957. Í veröld sem var og fáir myndu nú þekkja aftur utan við – ef okkur gæfist á því kostur, sem aldrei mun verða. Hópur ungmenna víðsvegar Guðmundur Karl Jónsson ✝ Guðmundur KarlJónsson fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1940. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans 2. júlí sl. Útför Guðmundar var gerð frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ, 13. júlí sl. að af landinu. Á vori lífs okkar. Barnæskan að baki. Unglingsárin liðin. Framundan þroskaárin. Fjarri for- eldrum og æskuheim- ili. Undir áhrifum fé- laga, jafningja – og umhverfisins, sem Menntaskólinn á Ak- ureyri hafði skapað þeim ungmennum, sem sóttu frá fjarlæg- um héruðum þangað sem jafnvel símasam- band var takmarkað. Hver og einn nú orðinn sinnar gæfu smiður – og sinna félaga. Sighvatur Björgvinsson. Meira: mbl.is/minningar ✝ Gíslína Hlíf Gísla-dóttir, (Sissa), fæddist á Eyvindar- stöðum í Blöndudal 11. október 1935. Hún lést á Dalbæ á Dalvík þann 6. júlí 2009. Foreldrar Gíslínu voru Gísli Jónsson bóndi, söngstjóri og organisti, f. 15.5. 1902, d. 7.1. 1937, og kona hans Guðlaug Karlesdóttir, f. 27.1. 1904, d. 6.4. 1982. Gíslína var næstyngst fjögurra systkina en þau eru Haukur Blön- dals Gíslason, f. 11.11. 1923, d. 21.7. 2004, Ragnheiður Elsa Gísla- dóttir, f. 6.11. 1927, d. 23.3. 2009, Svanhildur Gísladóttir, f. 22.2. 1937, búsett á Akureyri og Lilja Helgadóttir, f. 4.8. 1946, búsett í Hafnarfirði. Langömmubarn Gíslínu er eitt, Viktor Örn Ragnheiðarson. Gíslína ólst upp fyrstu ár sín á Eyvindarstöðum. Eftir lát föður hennar fluttist fjölskylda Gíslínu til Akureyrar og síðar til Skálpa- gerðis í Eyjafirði, en þar sleit hún barnsskónum. Hún lauk landsprófi og lagði síðar stund á nám í Menntaskólanum á Akureyri. Hún vann hjá Landsímanum á Akureyri í mörg ár og bjó á Dalvík og Ak- ureyri með Jóhanni fyrstu hjú- skaparárin. Árið 1974 fluttu þau hjón alfarið til Dalvíkur. Þar vann Gíslína fyrst hjá Pósti og síma, síð- ar hjá Sparisjóði Svarfdæla og loks sem fulltrúi sýslumanns Ak- ureyrar á Dalvík, þar til hún lét af störfum fyrir aldurssakir. Gíslína lét til sín taka í félagsmálum og var áhugamanneskja um stjórn- mál. Hún starfaði með Lionessum á Dalvík og var einn af stofn- félögum Golfklúbbsins Hamars í Svarfaðardal. Gíslína verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag, 16. júlí, og hefst athöfnin kl. 13.30. Gíslína giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum, Jóhanni Kristni Daníelssyni, 31. desember 1961. Jóhann er fæddur 18.11. 1927. Gíslína og Jóhann eignuðust þrjú börn, en fyrir átti Gíslína dreng: 1) Yngvi Örn Stefánsson, f. 3.4. 1956, maki Ragn- heiður Elín Ragnars- dóttir. Barn þeirra er Theódóra Ýr. Önnur börn Yngva eru Ragnheið- ur Hlíf og Atli Már. 2) Anna Guð- laug, f. 10.11. 1962. Börn hennar eru Jóhann Björn og Hlíf. 3) Gísli Már, f. 19.5. 1967. Barn hans er Mia Líf. Aðalbjörg Kristín f. 8.12. 1971, maki Rúnar Dýrmundur Bjarnason. Börn þeirra eru Bjarni Ívar, Ísold Kristín og Gísli Dan. Það er til gömul kvikmynd af fólk- inu í Svarfaðardal, annaðhvort á Þinghúsinu eða einhvers staðar. Þetta er um 1960. Þarna er Anna amma í peysufötunum sínum, og þarna er Daníel afi og allir, og svo er kona sem sýnist vera komin úr ann- arri kvikmynd. Hún virðist vera úr einhverri franskri mynd gerðri eftir skáldsögu Françoise Sagan eða jafn- vel einhverri mynd með Audrey Hepburn. Samt virðist hún eiga þarna heima. Hún Sissa. Á mótum hins gamla og nýja. Annars vegar er gamli tíminn, peysufötin, og hins vegar nýjasta tískan, og sjöundi ára- tugurinn var rétt að byrja. Mér fannst alltaf eins og Sissa til- heyrði þessum tíma. Sjöunda ára- tugnum fyrir Bítlana. Þegar bras- ilíska lagið um stúlkuna frá Ipanema var svo vinsælt. Sjötta áratugnum eftir 1955 eða þar um bil. Það var eins og andblær tímaskeiðsins hefði tekið sér bólfestu í Sissu og hún miðlaði honum svo til okkar sem ekki höfðum upplifað þennan tíma sökum æsku. Fjölskylda mín bjó lengst af í Syðra-Garðshorni í Svarf- aðardal, en Jóhann og Sissa bjuggu alltaf aðeins nær miðstöðvum heims- menningarinnar, fyrst á Dalvík og svo á Akureyri. Það tilheyrði ferðum inn á Akureyri að heimsækja Jó- hann og Sissu og börnin þeirra. Þau bjuggu lengi í Þingvallastræti, og þegar maður var búinn að fara í Am- aro með mömmu, í himnaríki sæt- indanna sem þar fengust, var farið í Þingvallastrætið. Þar settust Sissa og mamma yfir kaffibolla og ræddu um börnin, mennina sína, fjölskyld- una alla og margt fleira. Í einhverri af þessum ferðum áskotnaðist mér mikið dýrmæti: um- slag með frímerki frá Ástralíu. Sissa átti systur í Ástralíu og ég var heill- aður af frímerkinu. Mér var ráðlagt að ná því af umslaginu með því að halda því yfir gufu. Það tókst, held ég, á endanum. Þetta var upphaf frí- merkjasöfnunar bernsku minnar. Síðan fluttu þau Jóhann og Sissa úr íbúðinni við Þingvallastræti og í raðhúsið í Akurgerðinu. Ég varð að- eins eldri og áhugamálin í Akureyr- arferðunum breyttust. Ingvi sonur Sissu kynnti fyrir mér flugmódel- smíði og Uriah Heep og var að öðru leyti eins og stóri bróðir, sem ég átti ekki því ég var sjálfur stóri bróðir. Stundum var Ingvi fenginn út í Svarfaðardal til að aðstoða knatt- spyrnulið Ungmennafélagsins Þor- steins Svörfuðar í vonlitlum tilraun- um þess til að eiga í fullu tré við önnur lið Eyjafjarðarsýslu, í hrað- keppni UMSE. Ingvi færði okkur von um hríð. Ég fór í menntaskóla og svo suður á eftir foreldrum mínum, sem fluttu 1976 úr Svarfaðardal. Sambandið hélst gott. Nú í heimsóknum á Sunnubrautina á Dalvík. Sissa átti sérlega fallegt heimili, sem alltaf var opið gestum að sunnan. Síðast man ég eftir Sissu þegar við Birna kom- um norður í tilefni af 120 ára afmæli Sparisjóðs Svarfdæla. Þá var okkur boðið að gista á Sunnubrautinni og hún og Jóhann tóku afar vel á móti okkur, að venju. Þetta var 2004. Sissa var glæsileg og góður gestgjafi og við sátum fram eftir öllum morgni á spjalli. Minningin er ljúf eins og allar mínar minningar um hana. Og nú er hún farin frá okkur, á miðju sumri. Árni Daníel Júlíusson. Það var á júlíkvöldi eins og þau gerast fegurst á Íslandi, þegar kvöldkyrrðin umlykur landið og síð- degissólin litar fjallatinda gullroðn- um blæ, að mér barst andlátsfregn vinkonu minnar Gíslínu Hlífar Gísla- dóttur, eða Sissu eins og mér er tamast að kalla hana. Það hafði verið augljóst vegna veikinda hennar undanfarið að til þessarar stundar drægi en þegar að því kemur fara tilfinningarnar á flug og kalla fram minningar um liðinn tíma, sem aldrei verður endurtek- inn, en mun lifa sem fjársjóður hug- ans. Minningin um Sissu er afar góð. Þar fór glæsileg kona, sem var traustur vinur vina sinna og bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og vildi öllum vel. Kunningsskapur okkar og vinátta fjölskyldna okkar hófst fyrir rúm- lega þrjátíu árum, þegar við bjugg- um hlið við hlið í Mímisveginum. Þú heimskonan mótaðir mig unga og óreynda á marga vegu. Ósjaldan skrapp ég yfir til að fá ráð hjá þér varðandi í hverju ég ætti nú að vera við hin ýmsu tækifæri, því meiri smekkmanneskju og klassakonu þekkti ég ekki, ávallt svo glæsileg og vel til höfð. Umhyggja þín og elska í minn garð er ómetanleg, og jafnvel þegar að þú varst orðin mjög veik og við fórum í göngutúr, hnepptir þú káp- una mína upp í háls, þannig að mér yrði nú ekki kalt. Hefði sennilega átt að vera með einhvern fallegan klút! Þú varst afskaplega fróð og víð- lesin og ósjaldan var setið og mál- efnin rædd fram og aftur. Veislurn- ar þínar margrómuðu, spilakvöldin, göngutúrarnir, þetta er allt í minn- ingaflórunni ásamt svo miklu miklu fleiru. Sagt er að umhverfisaðstæður greypist í huga fólks við fréttir af ör- lagaríkum atburðum og vissulega var andlátsfregn Sissu örlagavaldur í mínu jarðneska lífi. Endalok á ein- staklega ánægjulegri samfylgd sem lifa mun í minningunni. Það er gott að tengja minningu um Sissu við þær umhverfisaðstæð- ur sem lýst var í upphafi þessara minningabrota. Minning sem er um- vafin fegurð, glæsileika og kærleika. Kallið er komið – hvíldin er fengin frá erfiðum sjúkdómi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við Valdimar sendum vini okkar Jóhanni Dan okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, svo og börnum þeirra Sissu og Jóhanns ásamt fjölskyld- um. Megi góður Guð blessa minningu Sissu minnar og styrkja aðstand- endur við fráfall hennar. Þín vinkona, Rósa. Gíslína Hlíf Gísladóttir  Fleiri minningargreinar um Gísl- ínu Hlíf Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                          ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, fimmtu- daginn 16. júlí kl. 13.00. Guðlaugur Bergmundsson, María K. Jónsdóttir, Jón Bergmundsson, Guðrún Þ. Ingimundardóttir, Hlöðver Bergmundsson, Jóhanna S. Óskarsdóttir, Ingibjörg Bergmundsdóttir, Harald B. Alfreðsson, Katrín Björk Bergmundsdóttir, Egill Grímsson, Sigrún Berglind Bergmundsdóttir, Helgi B. Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa, bróður og tengdasonar, REINHARDTS ÁGÚSTS REINHARDTSSONAR, Grenibyggð 27, Mosfellsbæ. Sigrún Linda Kvaran, Halldór Reinhardtsson, Þóranna Andrésdóttir, Linda Björk Kvaran, Höskuldur Björnsson, Kolbrún Kvaran, Tómas Þráinsson, barnabörn og barnabarnabörn, Kristján G. Reinhardtsson, Önundur Þ. Reinhardsson, Erna G. Reinhardtsdóttir, Pauline J. Karlsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVEINBORG LÁRUSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Sjafnargötu 10, lést fimmtudaginn 9. júlí. Jarðarförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 17. júlí kl. 13.00. Bjarni Sigfússon, Guðrún Á. Magnúsdóttir, Kristján Sigfússon, Guðfinna Inga Guðmundsdóttir, Ingvar A. Sigfússon, Ingibjörg Bjartmarz, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulega móðir okkar, dóttir mín, systir, mágkona og frænka, ELÍN SNORRADÓTTIR, Maríubakka 20, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 27. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guð blessi ykkur öll. Snorri Sigurbjörnsson, Sigurður Sigurbjörnsson, Magnús Sigurbjörnsson, Soffía Júlíusdóttir, Sigríður Snorradóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Eygló Einarsdóttir, Einar, Soffía og Vigdís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.