Morgunblaðið - 16.07.2009, Qupperneq 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2009
✝
Hjartans þakkir til allra ættingja og vina sem sýndu
okkur samúð og hlýju vegna andláts móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
ÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR,
Þórunnarstræti 127.
Sérstakir þakkir til yndislegu nágrannanna, þeirra
Erlu og Sigfúsar, og Þormóðs, hjálparhellunnar miklu.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Traustason,
Gunnlaugur Traustason,
Friðrik Gylfi Traustason
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu
MARGRÉTAR HELGU GÍSLADÓTTUR
frá Hornafirði,
Gullsmára 5,
Kópavogi.
Guðmundur Guðmundsson,
Gísli Eysteinn Aðalsteinsson, Jónína Aðalsteinsdóttir,
Siggerður Aðalsteinsdóttir, Ingólfur Ásgrímsson,
Aðalsteinn Aðalsteinsson, Elísabet Einarsdóttir,
Árni Guðjón Aðalsteinsson, Matthildur Kristmundsdóttir,
Ingi Már Aðalsteinsson, Kristrún Kjartansdóttir,
barnabörn og fjölskyldur.
Okkar ástkæra
ANNA JÓNSDÓTTIR,
Laufhóli,
Skagafirði,
er látin.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Steingrímur Vilhjálmsson,
Gunnlaugur Steingrímsson, Svala Jónsdóttir,
Símon R. Steingrímsson, Sigrún Höskuldsdóttir,
Vilhjálmur Steingrímsson, Ásdís Garðarsdóttir,
Halldór S. Steingrímsson, María Steingrímsdóttir,
Kristín S. Steingrímsdóttir, Sigurður Sv. Ingólfsson,
Sigurður Steingrímsson, Kristjana Friðriksdóttir,
Sigurlaug G. Steingrímsdóttir, Eyjólfur Árnason,
Anna H. Steingrímsdóttir, Hafþór Hermannsson,
Auður Steingrímsdóttir, Guðmundur Sveinsson,
Eysteinn Steingrímsson, Aldís Axelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Atli Thoroddsen,flugstjóri, fædd-
ist 29. maí 1970.
Hann lést á 11E,
krabbameinslækn-
ingadeild Landsspít-
alans, að morgni 7.
júlí.
Foreldrar hans
eru Þórunn Christi-
ansen og Björn
Thoroddsen. Systk-
ini hans eru a) Krist-
ín María, maki Stein-
arr Bragason. Börn
þeirra eru Ingi þór,
Arngrímur Bragi, Daníel Freyr
og Ásgeir Steinn. b) Hrafn, maki
Hrönn Hoe Hinriksdóttir. c)
Halla, maki Kjartan Pálmason og
dóttir þeirra er Þórunn Bríet. d)
Helga, maki James Roche. Systk-
ini samfeðra eru a) Gunnlaugur
og dóttir hans er Birta Sif. b)
Gestur og c) Þórdís. Eiginkona
Atla er Ásta Hallgrímsdóttir,
fædd í Reykjavík. Foreldrar
hennar eru Hallgrímur Jónsson
flugumsjónarmaður hjá flugfélag-
inu Atlanta 1992 og starfaði þar
til 1995. Hann kenndi einnig tals-
vert fyrir flugskólann Flugtak. Í
mars 1995 var hann ráðinn sem
flugmaður hjá Flugleiðum. Hann
fékk leyfi frá félaginu í nokkra
mánuði 2002–3 og flaug fyrir
Luxair. Atli varð flugstjóri hjá
Flugleiðum 1999 og starfaði sem
slíkur þangað til í júlí 2006 þar
sem hann þurfti frá að hverfa
vegna veikinda. Atli var mjög
virkur í einkaflugi og var einn af
stofnendum flugklúbbsins Súl-
unnar og var einnig í Flugklúbbi
Mosfellsbæjar, Flugklúbbi Þyts og
Þristavinafélaginu. Hann stund-
aði skíði og æfði sem barn með
Skíðadeild Ármanns og varð síðar
virkur í foreldrastarfi félagsins
þegar dætur hans fóru að æfa á
skíðum. Hann var einnig með-
limur í Vélhjólaíþróttaklúbbnum
VÍK. Atli var mikill tónlistarunn-
andi og var mjög fróður um tón-
list. Hann var einn af stofnendum
rokkhljómsveitarinnar Belju og
sá um sönginn í þeirri hljómsveit.
Útför Atla fer fram í Dómkirkj-
unni í dag, fimmtudaginn 16. júlí,
kl. 15.
og Guðríður Þór-
hallsdóttir. Systkini
Ástu eru a) Hrefna,
maki Örn Kjartan
Valdimarsson. Dæt-
ur þeirra eru Fríða
og Friðrika. b) Hall-
grímur Jón, maki
Una Baldvinsdóttir
og sonur Hallgríms
er Óðinn Ívar. Atli
og Ásta eignuðust
tvær dætur, Andreu
f. 7. júlí 1994 og Júl-
íönu f. 5. júní 2004.
Atli ólst upp í
Hafnarfirði og stundaði nám í
Lækjarskóla og svo seinna í Fjöl-
braut í Garðabæ þaðan sem hann
varð stúdent í desember 1991.
Hann flaug sitt fyrsta einflug að-
eins 17 ára gamall og tók einka-
flugmannspróf í júlí 1988 og lauk
atvinnuflugmannsprófi í sept-
ember 1992. Hann starfaði hjá
hlaðdeild og afgreiðslu Flugleiða
innanlands á árunum 1988-1992.
Atli hóf störf sem flugþjónn og
Elsku Atli!
Takk fyrir þau 17 ár sem við feng-
um saman. Við höfðum þekkst um
tíma og mér fannst þú algjörlega
skemmtilegasti maður sem ég hafði
kynnst. Ég gat endalaust hlegið með
þér bæði í blíðu og stríðu. Líf okkar
saman var lítið ævintýri. Í þessu æv-
intýri voru tvær fallegar prinsessur,
mikið um ferðalög, endalaus vinátta,
fljúgandi eldspúandi drekar og
ófreskja sem þurfti svo sannarlega að
berjast við. Þeim kafla er nú lokið en
ævintýrið heldur áfram og prins-
essurnar tvær taka nú við.
Andrea og Júlíana hugsa um allar
fallegu og góðu stundirnar sem þær
áttu með þér. Þú kenndir Andreu að
hjóla og skíða. Hún er svo lík þér í fasi
og hefur þessa lífsgleði sem þú hafðir.
Júlíana fékk að hafa pabba sinn
heima í þrjú ár á nóttu sem degi. Hug-
ur hennar er fullur af sögum sem þú
fékkst tækifæri til að segja henni. Úr
varð 5 ára barn með stórar spurning-
ar og ennþá stærri svör. Þær vissu
báðar að pabbi væri mikið veikur og
virtust báðar vita í hvað stefndi.
Elsku Atli, þær eru svo duglegar og
ástæðan er sú að þú kenndir þeim að
hræðast ekki, vera öruggar og að
halda alltaf áfram.
Þú spurðir svo oft í gegnum veik-
indi þín hver tilgangurinn væri með
þessu öllu saman. Í raun er ég viss um
að tilgangurinn er einfaldur og hann
er að vera til, njóta og sinna þeim sem
maður elskar og þykir vænt um. Það
gerðir þú svo vel. Þú varst þeim hæfi-
leikum gæddur að veita fólki innblást-
ur án þess að setja sjálfan þig á háan
hest. Þú varst alltaf jafningi og náðir
að hvetja fólk til að láta drauminn
rætast. Það gerðir þú einfaldlega
bara með því að vera alltaf þú sjálfur.
Draumurinn fékk alltaf að rætast
hvort sem það var að læra að fljúga og
vinna skemmtilegustu vinnu í heimi,
ferðast, þeysa um á mótorhjóli, hjóla
nokkrum sinnum yfir Ísland, fljúga
lítilli vél á sumarnóttu, skíða með okk-
ur stelpunum, listflug og svona mætti
lengi telja. Hvert verkefni var fram-
kvæmt og það var aldrei fyrirstaða.
Aldrei veggur sem ekki var hægt að
klífa. Ég sem var að upplagi frekar
skipulögð, skynsöm og þurfti mikinn
undirbúning til alls var með árunum
bara farin að fylgja með, taka þátt og
smituð af þessari endalausu lífsgleði.
Við vissum að það kæmi að þeim
degi að ég þyrfti að setjast niður og
skrifa til þín í síðasta sinn. Það kæmi
að því að við yrðum að játa okkur
sigruð. Við vissum vel að við fengjum
ekki að verða gömul saman og að
stelpurnar okkar yrðu að hafa mynd-
ir, tónlist og sögur sem þær gætu leit-
að í sér til huggunar. Hver dagur var
okkur dýrmætur og við þökkuðum
fyrir það sem við fengum að eiga sam-
an. Hins vegar vorum við aldrei tilbú-
in að gefast upp og ef ég varð þreytt
þá hvattir þú mig til að halda áfram
og ef þú varst að bugast þá var ég allt-
af tilbúin að grípa þig í fallinu. Okkur
var falið mjög vandasamt verkefni
sem við skiluðum vel í sameiningu.
Ég og stelpurnar fengum tækifæri
til að kveðja þig og það var svo gott.
Við fengum tíma til að hugsa.
Það hefur svo margt farið í gegnum
huga minn síðustu mánuði og góðar
minningar hrannast upp. Þú ert ynd-
islegur og verður alltaf í hjörtum okk-
ar. Fljúgðu frjáls, laus úr viðjum
verkja, og við horfum fram á veginn.
Þínar stelpur,
Ásta, Andrea og Júlíana.
Elsku Atli minn nú ertu kominn of-
ar skýjum þar sem þú naust þín svo
vel, laus frá öllum verkjum og veik-
indum sem heltóku líf þitt. Ég átti
mér enga aðra ósk en þá að þú fengir
lækningu og ef þetta var eina lækn-
ingin þá verð ég að sætta mig við það
að hafa þig ekki hjá okkur lengur, þó
svo það sé gríðarlega erfitt að sætta
sig við orðinn hlut. Þú varst svo sterk-
ur og barðist svo hetjulega og vegna
þess gerðir þú okkur svo sterk. Þú
hefur með þroska þínum kennt okkur
svo ótalmargt og leitt okkur svo vel
áfram og haldið vel utan um okkur.
Húmor þinn og jákvæðni sem alltaf
var til staðar alveg fram á síðustu
stundu var þitt aðalsmerki og mun
lifa með okkur svo sterkt í minning-
unni. Þú gerðir svo margt á þínum
stutta tíma sem þú fékkst með okkur
en á þeim tíma kenndir þú okkur svo
margt og þá helst það að lifa lífinu líf-
andi og verðum við öll að minnast
þess hve lífið er hverfult og getur ver-
ið svo stutt.
Nú hefur þú fengið nýja skrá, nýtt
verkefni á nýjum stað og veit ég að
þar líður þér vel. Það hjálpar okkur
svo mikið að vita af ykkar stóra vina-
hóp sem var og er eins og fjallgarður
með ykkur. Hún Ásta okkar er trú-
lega sterkasta kona sem ég hef
kynnst og munum við passa upp á
hana og stelpurnar eins og þú hefur
haldið utan um okkur öll. Án hennar
hefðu síðustu ár verið okkur erfiðari
en þau voru. Þú lagðir líf þitt í hendur
starfsfólks 11 E á Landspítalanum og
þakka ég þeim innilega fyrir þá hlýju
og þá góðu ummönnun sem þau
sýndu þér.
Elsku Atli, ég veit að nú stýrir þú
stóru fari með öllum englunum í
áhöfn þinni og vakir yfir okkur, gætir
og verndar alla tíð.
Ég kveð í bili.
Þín stóra systir,
Kristín.
Hetjur og fyrirmyndir samtímans
birtast okkur oft með mismunandi
hætti. Hetjurnar okkar eru ekki úr
bókum eða bíómyndum, heldur er það
litla fjölskyldan á fjallinu, sem síðustu
ár hefur tekist á við hverja áskor-
unina á fætur annarri með ósérhlífni,
hógværð, kærleika og ást. Einstakur
var kraftur Atla í baráttunni við veik-
indi sín sem hann nálgaðist eins og
önnur verkefni sem hann tók sér fyrir
hendur, af þrautseigju, ábyrgð og
hugrekki eins og við munum hann í
leik og starfi. Minningarnar munu
aldrei gleymast um samveru á hvítum
fjöllum, svörtum söndum og í ástvina
hópi.
Ég fagna með þeim, sem fljúga hátt.
Fagurt er loftið og draumablátt,
og hættunni hetjur gleyma.
Gefðu þeim, faðir, meiri mátt,
lát magn þitt um brjóstin streyma,
svo þeir geti flogið djarft og dátt
um draumanna undraheima.
(Davíð Stefánsson.)
Hrefna, Örn, Arnór, Fríða
og Friðrika.
Frá því að við kynntumst Atla vini
okkar fyrst þá höfum við ávallt vitað
að hann væri einstakur. Ástríða hans
á fluginu fór ekki fram hjá neinum
sem þekktu hann. Eftir að Atli þufti
að hætta að fljúga vegna veikindanna,
þá kom enn frekar í ljós hversu mikill
persónuleiki hann var og þrautseigj-
an ótrúleg. Ásta og sólargeislarnir
þeirra, sem Atli dýrkaði og var svo
stoltur af, voru hans stoð og stytta á
þessum erfiðu tímum. Þær koma
ávallt til með að minna okkur á hvaða
mann hann hafði að geyma.
Atli átti sér mörg áhugmál en það
sem tengdi okkur saman var flugið,
skíðin og börnin okkar sem við gátum
rætt um svo tímunum skipti. Þær
voru ófáar skíðaferðirnar sem við fór-
um saman í, svo og sumarbústaða-
ferðirnar og ekki má gleyma kaffi-
húsaferðunum sem voru orðnar
fastur liður hjá okkur síðastliðin ár.
Atli hafði mjög góða nærveru og
snerti hjörtu allra sem kynntust hon-
um með sinni einstöku hógværð.
Hann var mikill húmoristi og það var
alltaf gaman og mikið hlegið þar sem
Atli var. Hann var jafningi, setti sig
aldrei á háan stall gagnvart öðrum og
það eru forréttindi að hafa átt vin eins
og hann. Auk þess að vera góður
hlustandi var einstaklega gott að leita
til hans. Atli kenndi okkur hvað það
er sem skiptir máli í lífinu og hann
hvatti okkur til að flytja utan í eitt ár
þegar við fengum tækifæri til þess.
Það var einmitt einn af hans stærstu
kostum hvað hann samgladdist ávallt
öðrum. Þrátt fyrir að Atli fari héðan
allt of fljótt þá hefur hann áorkað
meira en margir sem lifa fulla ævi.
Atla verður sárt saknað en við eig-
um góðar minningar um einstakan
vin sem eru ómetanlegar og verða
aldrei frá okkur teknar. Elsku Ásta,
Andrea og Júlíana. Þið eruð hetjur og
fyrirmynd okkar allra. Hugur okkar
er hjá ykkur. Við sendum fjölskyldum
og öðrum aðstandendum Atla okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Pétur og Sigrún Stefanía.
Það sem kveikti í mér þegar ég hitti
Atla Thoroddsen fyrst var lífsgleðin,
frumlegheitin og hversu óhræddur
hann var að lifa drauma sína. Hug-
myndirnar voru margar og óneitan-
lega misgóðar. En það var einmitt
snilldin, hann fór ekki bara öruggu
leiðina eða þá pólitískt réttu. Þegar
veikindin herjuðu á hann af þunga þá
fór minn maður samt út og keypti sér
fjórhjól, batt hækjurnar fastar á hjól-
ið og þeysti um nágrennið. Þrátt fyrir
að vera sárkvalinn mætti Atli á hljóm-
sveitaræfingar, dró ekkert af sér fyrir
sviðsframkomu og drakk Jack Dani-
els af stút. Ég er ekki að segja að Atli
hafi ekki líka átt sínar stundir þar
sem hann grét af sársauka og kvíða.
Það sem ég er að segja er að þrátt fyr-
ir allar þessar þrautir þá brann ljósið
hans Atla skært. Hann elskaði lífið.
Atli elskaði flug. Hann varð ungur
flugstjóri og reis fljótt til metorða inn-
an Icelandair enda flinkur flugmaður
eins og pabbi hans. Atli var traustur
drengur og áður en langt um leið var
Atli orðinn eftirlitsflugstjóri. Aldrei
steig sú tign honum til höfuðs á nokk-
urn hátt. Fólk talaði við Atla. Það sem
ég meina er að fólk fann öryggi í ná-
lægð hans og treysti honum fyrir
ýmsum málum, bæði innan og utan
vinnu. Menn þurftu aldrei að óttast að
umræðan sem þá langaði að bera upp
væri asnaleg. Atli var opinn fyrir öllu.
Atli elskaði heimspekilegar umræð-
ur.
Atli elskaði tónlist. Þó ég hafi ekki
þekkt hann í æsku þá skilst mér að
tónlistin hafi snemma gripið hann
eins og systkini hans. Við deildum líka
þeim draumi að vera rokkarar í hluta-
starfi og saman létum við þann draum
rætast þegar við stofnuðum flug-
mannahljómsveitina Beljuna. Við
vorum svo lánsamir að fá æfingahús-
næði fjarri íbúðabyggð og gátum því
framleitt óhljóð án afskipta lögregl-
unnar. Þetta voru góðir tímar.
Atli elskaði mótorhjól. Ég vona
sannarlega að það séu mótorhjól og
krókóttir fjallvegir á þeim stað þar
sem Atli er nú. Atli elskaði líka gott
kaffi. Mest af öllu held ég þó að Atli
hafi elskað stelpurnar sínar, Andreu,
Júlíönu og Ástu. Það er satt sem sagt
er að forfeðurnir lifi áfram í börnum
sínum. Ég sé þig alltaf þegar ég sé
stelpurnar þínar, Atli minn. Við
ræddum stundum dauðann og spurn-
inguna hvort við sjáum ástvini okkar
á ný eftir að við kveðjum þetta til-
verustig. Mig verkjaði í hjartað að
ræða þessi mál við þig vitandi að fyrr
en síðar myndir þú fá svarið við þess-
um mikla leyndardómi. Ég veit að þér
leið eins þá. En ég trúi líka að þú
brosir núna þegar þú veist svarið.
Ég minnist þín sem persónu sem
spannar allt litrófið. Þú varst bæði
séntilmaður og rokkari. Bæði mjúkur
og harður. Kannski áttirðu það til að
vera harður við sjálfan þig fyrir að
vera ekki fullkominn. En þú varst
flottur einmitt svona eins og þú varst.
Óvenju stór vinahópur ber merki
þess. Þú elskaðir Pearl Jam. Ég læt
orð þeirra tala fyrir mig – þar til við
hittumst aftur, félagi.
Now the man of the hour is taking his
final bow
As the curtain comes down
I feel that this is just goodbye for now.
Þórir Kristinsson.
Atli Thoroddsen
Fleiri minningargreinar um Atla
Thoroddsen bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.