Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 18
Viðvörun Thomas Devine. „Leynd er stundum nauðsynleg en þegar hún er
notuð til að varna fólki innsýn í afbrot verður hún að ófreskju.“
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
F
jármálakreppan og ekki
síst upplýsingar um
dæmalausa óvarkárni
fjölmargra banka og
annarra lánastofnana á
Vesturlöndum hefur haft þær afleið-
ingar að nú er reynt að lagfæra kerfið
í von um að hamfarirnar endurtaki
sig ekki. Í Bandaríkjunum er hugað
að löggjöf um bætt eftirlit með bönk-
um. En einnig vilja menn reyna að
tryggja betur réttarstöðu uppljóstr-
ara, þeirra sem komast að því að ver-
ið er að fela fyrir almenningi óþægi-
legar staðreyndir og jafnvel afbrot.
Málið er ekki einfalt; sumir leka
upplýsingum af annarlegum hvötum
og flokkast þá ekki undir heiðarlega
uppljóstrara. Og augljóst er að ekki
er hægt að segja að allt sem gögn eru
til um í bönkum eigi að vera uppi á
borðinu. Sumt á einfaldlega ekki
heima þar, t.d. upplýsingar um fjár-
reiður heiðarlegra einstaklinga. En
einnig verða fyrirtæki stundum að
leyna ýmsu fyrir samkeppnisaðilum
sínum, það er óhjákvæmilegt í þjóð-
félagi frjálsrar samkeppni.
Thomas Devine, sem flytur fyrir-
lestur í hádeginu í Háskólanum í
Reykjavík um upplýsingaleka, er yf-
irmaður lögfræðideildar frjálsra fé-
lagasamtaka í Bandaríkjunum er
nefnast GAP (Government Account-
ability Project) sem hafa í áratugi
unnið að því að efla samfélagslega
ábyrgð fyrirtækja og stjórnvalda.
Að láta vita í tæka tíð
Samtök hans fá enga fjárhags-
aðstoð frá opinberum aðilum, það
„gæti valdið hagsmunaárekstrum,“
að sögn Devine. Hann er nú sér-
stakur ráðgjafi Bandaríkjastjórnar
um upplýsingaleka.
En hvernig er hægt að breyta lög-
um og tryggja að bankarnir verði
ekki jafn óvarkárir og raun ber vitni?
„Þetta er sennilega stærsta verk-
efnið sem samfélag okkar stendur
frammi fyrir núna,“ svarar Devine.
„Mestu skiptir fyrir okkur að fá fólk-
ið í fyrirtækjunum til að láta vita af
því í tæka tíð að eitthvað sé að. Því
miður er ekki fyrir hendi í Bandaríkj-
unum núna nein lög sem tryggja
starfsmönnum banka algert tjáning-
arfrelsi. Ef við hugum að frama-
vonum jafngildir það sjálfsmorði að
segja sannleikann. Leynd sem nærð-
ist á ótta var ein af helstu orsökum
bæði fjármálakreppunnar og hruni
stórfyrirtækja eins og Enron og MCI
árið 2002.“
Hann segir að í svonefndum
Sarbanes-Oxley-umbótum í upphafi
aldarinnar í kjölfar endurskoðunar-
hneykslanna sem tröllriðu þá banda-
rísku samfélagi hafi grunnþátturinn
verið að heimila starfsmönnum fyr-
irtækja að tjá sig um endurskoðun-
arsvindl.
Tryggja verði að starfsmenn geti
komið upp um þá sem misnoti vald
sitt og traðki þannig á almenningi.
„Leynd er stundum nauðsynleg en
þegar hún er notuð til að varna fólki
innsýn í afbrot verður hún að
ófreskju,“ segir Devine. „Það sem að
lokum veldur síðar hamförum fær
ráðrúm til að fæðast, vaxa og verða
rótgróið þangað til allt er orðið of
seint. Þá er aðeins eftir að tína upp
brotin og benda á sökudólgana.“
Barátta gegn leynd
sem nærist á ótta
Einn af ráðgjöfum Bandaríkja-
stjórnar um málefni uppljóstrara
og eftirlit með bönkum segir að
fái almenningur strax upplýs-
ingar um misnotkun á valdi sé
oft hægt að koma í veg fyrir áföll.
Morgunblaðið/RAX
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Alþingi sam-þykkti ásíðasta
degi nýafstaðins
maraþonþings
breytingu á lög-
um um fjármál stjórnmála-
samtaka og frambjóðenda og
um upplýsingaskyldu þeirra.
Þessi lagabreyting er sprott-
in af kröfu almennings um
að stjórnmálaflokkarnir geri
upp fjármál sín í aðdraganda
hrunsins. Slíkt uppgjör er
ein af forsendum þess að
stjórnmál á Íslandi öðlist
trúverðugleika eftir þann
álitshnekki sem íslenskir
stjórnmálaflokkar – að
Vinstri grænum und-
anskildum – hafa orðið fyrir.
Kjósendur eiga heimtingu
á því að vita hvaðan flokkar
og frambjóðendur fengu pen-
inga. Kjósendur eiga kröfu á
að vita nákvæmlega hvernig
tengslum viðskiptalífs og
stjórnmálalífs var háttað á
Íslandi. Ef flokkarnir ætla
sér áfram að gera tilkall til
stuðnings almennings verða
þeir að leggja allt á borðið.
Samkvæmt lagabreyting-
unni verður flokkunum það í
sjálfsvald sett hvort þeir
opna bækurnar. Þar segir:
„Ríkisendurskoðun skal að
ósk stjórnmálasamtaka veita
viðtöku og birta upplýsingar
um öll bein fjárframlög til
þeirra sem og önnur framlög
sem metin eru að fjárhæð
200.000 kr. eða meira á ár-
unum 2002 til 2006, að báð-
um árum meðtöldum, jafnt
til landsflokkanna sem allra
eininga sem undir þá falla
eða tengjast rekstri og eign-
um flokksins, svo sem sér-
sambanda, kjördæmisráða,
eignarhaldsfélaga og
tengdra sjálfseignarstofn-
ana.“
Sennilega mun enginn
stjórnmálaflokkur
voga sér að fara
ekki fram á það
við Ríkis-
endurskoðun að
hún veiti þessum
upplýsingum viðtöku og
birti. Hins vegar býður þetta
fyrirkomulag upp á að nú
passi hver flokkur sig á að
ganga ekki lengra en hinn
flokkurinn, þótt í raun blasi
við að sá flokkur græði mest
sem sýnir mesta hreinskilni.
Frambjóðendum verður að
sama skapi í sjálfsvald sett
hvort þeir láta upplýsingar
um fjármál sín af hendi.
Þegar framlög renna til
flokks myndast ákveðin fjar-
lægð milli þeirra sem gefa
peninga og stjórnmála-
manna. Þegar framlögin eru
bein og milliliðalaus, til
dæmis vegna prófkjara, er
hins vegar ekki um neinn
slíkan stuðara að ræða og
augljóst að um er að ræða
peninga sem geta skipt
sköpum um pólitíska framtíð
viðkomandi einstaklings.
Í liðinni viku greindi
Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra frá því að
skipaður yrði starfshópur til
að kanna möguleika á að
höfða skaðabótamál á hend-
ur þeim lögaðilum og ein-
staklingum sem mögulega
hafa valdið ríkinu og al-
menningi í landinu fjárhags-
legu tjóni með athöfnum sín-
um í aðdraganda
bankahrunsins, eins og það
var orðað í Morgunblaðinu.
Pólitískar kröfur um upp-
gjör við viðskiptalífið kalla á
það að pólitíkin geri hreint
fyrir sínum dyrum. Þar dug-
ar enginn kattarþvottur.
Lagður hefur verið siðferð-
islegur prófsteinn á flokka
og stjórnmálamenn. Hvernig
munu þeir bregðast við?
Til langs tíma er
flokkunum í hag að
birta sem mest}
Peningar og pólitík
Það gerist ekkiaf sjálfu sér
að brot gegn lög-
um séu siðferði-
lega réttlætanleg,
þó að brotamenn telji sig
hafa málstað að verja og
gangist upp í hlutverkinu.
Til þess að brot séu flokk-
uð sem borgaraleg óhlýðni
eða uppljóstrun teljist sið-
ferðileg þarf að uppfylla
ákveðin skilyrði, eins og Ró-
bert H. Haraldsson, prófess-
or í heimspeki við Háskóla
Íslands, benti á í viðtali sem
Pétur Blöndal tók við hann
fyrir sunnudagsblað Morg-
unblaðsins.
Róbert segir: „Það er ein-
falt. Borgaraleg óhlýðni í
skilningi siðfræð-
inga og heimspek-
inga er einmitt
„borgaraleg“, sem
þýðir að hún felur
ekki í sér ofbeldi.“
Hann bendir þannig á að
Martin Luther King hafi
gengið fram fyrir skjöldu
með borgaralegri óhlýðni,
„en hann gerði það ekki í
skjóli nætur og hann játaðist
fúslega undir mögulega refs-
ingu. Mjög margt, sem talað
var um í vetur sem borg-
aralega óhlýðni, er það ekki í
reynd, heldur skemmd-
arverk.“
Fleiri mættu gjarnan hafa
í huga að kalla hlutina sínum
réttu nöfnum.
Borgaraleg óhlýðni
er bundin skilyrðum}Lögbrot og myrkraverk M
ótsagnakennd skilaboð frá at-
vinnulífinu skella á fólki á
hverjum degi. Fjölmiðlar gera
sitt besta til að miðla upplýs-
ingum sem þeir hafa og hið
sama má segja um netheiminn, sem býr yfir
hafsjó af upplýsingum. Vandamálið er að
greina á milli þess sem er satt, logið og þess
sem máli skiptir. Fjölmiðlar velja og staðfesta
upplýsingar og takmarka um leið upplýsinga-
flæðið. Á netinu er þessu hinsvegar öfugt farið,
upplýsingamagnið er gríðarlegt og lesandinn
þarf að spila mun stærra og virkara hlutverk til
þess að átta sig.
Ef truflun er á samskiptunum þá nýtast upp-
lýsingarnar takmarkað.
Þegar upplýsingaflæðinu er stjórnað á ein-
um stað þá er ástæðan yfirleitt sú að lítill
minnihlutahópur, sá sem býr yfir upplýsingunum, er að
nýta sér vitneskjuna til að hanna ákveðna atburðarás því
það er talin góð leið til að sveigja meirihlutann, sem býr
yfir minni upplýsingum, í tiltekna átt.
Hinn gagnrýni hlustandi
Til að gera sér grein fyrir því hvernig upplýsingar geta
litast af hagsmunum þess sem kemur þeim á framfæri
getur verið skynsamlegt að hafa nokkrar meginreglur í
samskiptum í huga.
Einn þekktasti frumkvöðull samskiptafræðanna var
Harold Lasswell (1902-1978), en hann bjó til módel sem
hjálpar fólki að gera sér grein fyrir áreiðan-
leika upplýsinga. Þannig sagði Lasswell að
meginatriðið væri að átta sig á hver segði
hvað, með hvaða hætti, til hvers upplýsing-
unum væri beint og með hvaða ætluðu áhrif-
um. Með öðrum orðum borgar sig að vera hóf-
lega gagnrýninn á útgefnar upplýsingar.
Flestir væru t.d. líklegri til að trúa óháðri
neytendakönnun um áreiðanleika ryksugu en
sölumanni verslunarinnar sem selur hana.
Annað atriði sem þarf að hafa í huga er endur-
tekning. Líkt og geislaspilari fer í sífellu yfir
tóndisk til að leiðrétta skilaboð úr lestri laser-
augans svo út komi heilsteypt tónlist, þá er
einnig hægt að festa boðskap í sessi með því að
endurtaka hann í sífellu. Verði fólk vart við
slíkt er sjálfsagt að vera gagnrýnni á skila-
boðin.
Ef það vill ennfremur svo til að sami aðili endurtekur
annarsvegar í sífellu ákveðin skilaboð á meðan hann stýrir
upplýsingaflæðinu hinsvegar, þá má telja líklegt að við-
komandi sé að stjórna upplýsingum til að viðhalda upplýs-
ingahalla með það að markmiði að stýra atburðarás. Það
er fyrsta skrefið í að átta sig á heildarmyndinni að gera
sér grein fyrir þessu, samkvæmt Lasswell.
Stóra spurningin er svo eftirfarandi; hver fær hvað,
hvenær og hvernig, eins og Lasswell orðaði það sjálfur ár-
ið 1958 þegar hann skilgreindi hvernig stjórnmál virka.
Finnist svarið við stóru spurningunni er annað skrefið
stigið í að átta sig á heildarmyndinni. ingvarorn@mbl.is
Ingvar Örn
Ingvarsson
Pistill
Að stýra atburðarás
Hvernig skilgreinir Devine raun-
verulegan uppljóstrara
[whistleblowers á e.] frá svik-
urum?
„Ég held
að þetta sé
eitt mik-
ilvægasta
verkefnið
hjá okkur í
GAP. Við er-
um lítil sam-
tök og erum að kljást við ein-
hverjar voldugustu stofnanir
samfélagsins. Eina eignin okkar
er trúverðugleiki, ef við gefum
einhvern tíma svikara grænt
ljós eyðileggjum við allt.
Lausnin er einföld. Við látum
þá vinna og ég byrja á að segja
þeim hvaða hremmingum þeir
geti lent í af hálfu andstæðing-
anna. Hvernig þeir verði svertir
opinberlega, ráðist verði á fjöl-
skyldur þeirra. Ég reyni að
rengja allt sem þeir segja til að
venja þá við þetta.
Ég legg fyrir þá próf. Og þeir
sem eru einhvers virði skila ekki
bara lausnum heldur bæta þeir
peningum í sjóðinn okkar! Svik-
ararnir hætta bara að mæta.“
„Legg fyrir þá próf“