Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Mótmælt á Bessastöðum Dramatíkin lá í loftinu þegar aðstandendur kjosa.is afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, undirskrift níu þúsund Íslendinga þar sem forsetinn er hvattur til að
neita að staðfesta frumvarpið um Icesave. Enda margar staðreyndir sem hrella hugann þegar hugsunin nær alla leið til endaloka afleiðinganna af opnun Icesave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi.
Kristinn
EFTIR að hafa setið
og beðið úrlausna fyrir
hinn venjulega húsnæð-
iseiganda og lántakanda
frá því síðasta vetur er
ég við það að gefast upp
og ég vil að stjórnvöld
viti af því. Ég hef fengið
nóg af því að hlusta á
fullkomlega skilnings-
vana ráðamenn bulla í
fjölmiðlum! Ég er ein af
þeim sem stóðu á Austurvelli laug-
ardag eftir laugardag í vetur og
kröfðust nýrra stjórnvalda, ég hef
verið ánægð með margt sem gert hef-
ur verið, ég hef beðið þolinmóð eftir
úrlausn minna mála og ég er tilbúin
að leggja mitt af mörkum í end-
urreisn landsins. Ég var sammála
þegar gripið var til aðgerða og pen-
ingar settir inn í bankakerfið til að
bjarga þar sparifé fólks, þó að ég
ætti ekki krónu þar sjálf. Ég vildi
ekki að neinn tapaði sparifénu sínu,
ég vil heldur ekki að við hin sem átt-
um ekki sparifé heldur lán töpum
okkar og ég skil ekki af hverju
stjórnvöld sjá það ekki. Lántakendur,
þ.e. fólk með húsnæðislán, er líklega
að stærstum hluta fólk milli 25 og 45
ára, fólkið sem er að koma sér upp
heimili, er á fullu á vinnumarkaði, að
ala upp börnin sín … fólkið sem
greiðir skatta þessa lands og á skilið
sömu leiðréttingu og hinir!
Fjölmiðlar fjölluðu allir um ástand-
ið á heimilum landsins í vetur, en síð-
ustu vikur hefur farið minna fyrir því.
Umræðan um afnám verðtryggingar
hefur gjörsamlega gleymst eins sví-
virðilegt og það kerfi nú er. Og nú er
eins og fólkið með lánin sé að gleym-
ast líka, ég segi viljandi fólkið með
lánin en ekki skuldarar, því það erum
við ekki, eins og ég skil það orð.
Flest viðtölin sem við sáum í vetur
voru þó við fólk í mjög
slæmri stöðu. Fólk sem
hefur misst atvinnu, hús-
næði o.s.frv. Samúð mín
er öll með þeim og ég er
svo sannarlega með þeim
aðgerðum sem þarf til að
reisa við atvinnumark-
aðinn og viðhalda fé-
lagslegum úrræðum. En
ég vil að rödd okkar
hinna heyrist líka. Okkar
sem erum ekki atvinnu-
laus, okkar sem erum
ekki enn komin í
greiðsluþrot, en römbum
á barminum. Ég er ein þeirra.
Ég er enn í ágætri vinnu og mað-
urinn minn líka, við erum ekki í van-
skilum ennþá. Við höfum borgað sam-
viskulega alla reikninga og gjalddaga
í vetur þrátt fyrir himinháar vaxtatöl-
ur og ört hækkandi greiðslubyrði,
bæði á íslensku lánunum og þeim er-
lendu. Við höfum reynt að draga
saman seglin, það hefur þó ekkert
verið mikið til að spara. Við lifum
sparlega, förum svo til aldrei út að
borða og eigum hvorki flatskjá né
Bens. Við keyrum um á Skoda, búum
í íbúð með – að því er við héldum
hagstæðum lánum – en við borgum
um hver mánaðamót og það sér ekki
högg á vatni. Lánin bara hækka og
hækka, bæði hefðbundna verðtryggða
húsnæðislánið og „litla“ erlenda lánið
sem við tókum þegar við keyptum
fyrir þremur árum – eftir að hafa
þegið ráðgjöf frá bankanum. Við fór-
um einmitt í greiðslumat hjá sama
banka og komum mjög vel út, þótt-
umst eiga vel fyrir öllum afborgunum
og sumarleyfunum líka næstu árin.
Við vorum ekki að taka neina áhættu,
það stóð aldrei til. Við keyptum okk-
ur íbúð með „hagstæðum“ verð-
tryggðum lánum og fórum eftir öllum
ráðleggingum bankanna! Einmitt
þess vegna sitjum við í súpunni í dag.
Er það sanngjarnt?
Ég hef heyrt suma segja að þeir
sem eru í greiðsluerfiðleikum séu
bara vitleysingar sem hafa tekið alltof
há lán og tekið áhættu sem þeir eigi
bara að gjalda fyrir núna. Gylfi
Magnússon viðskiptaráðherra sagði
eitthvað í þessum dúr sjálfur í sjón-
varpinu í vor (4. maí), „bankarnir áttu
aldrei að veita þessi lán og fólk átti
aldrei að taka þau!“ … Það er svei
mér auðvelt að vera vitur eftir á.
Aðrar raddir segja mér að „þetta
fólk“ sem sé í vandræðum með að
borga eigi bara að leita til félags-
málayfirvalda …! Ég segi nei, ég vil
ekki þurfa að leita til félagsmála-
yfirvalda. Ég hef enga ástæðu til
þess, ég vil heldur ekki tilsjónarmann
með mínum fjármálum. Ég hef full-
komna stjórn á þeim, ég hef ekki
gert neinar óraunhæfar áætlanir. Ég
á ekki sök á því hvernig lánin mín líta
út í dag, það eru bankarnir sem þurfa
tilsjónarmanninn. Ég vil halda áfram
að vera sjálfstæð og stolt, ég ætla
ekki að láta brjóta mig niður og gera
mig að skuldara fyrir lífstíð. Ég
krefst þess einfaldlega að stjórnvöld
grípi til aðgerða því ég og allir hinir
sem eru í sömu stöðu komum okkur
ekki sjálf í þessi vandræði og það er
heila málið. Þetta eru ekki mín lán,
þau skal ég greiða með glöðu geði
eins og ég hef gert hingað til. Þessar
upphæðir sem bankinn krefur mig
um núna greiði ég ekki, einfaldlega
vegna þess að ég sá aldrei þessa pen-
inga.
Eftir Sólveigu
Sigríði
Jónasdóttur
» Þessar upphæðir sem
bankinn krefur mig
um núna greiði ég ekki,
einfaldlega vegna þess að
ég sá aldrei þessa pen-
inga.
Sólveig Sigríður
Jónasdóttir
Höfundur er mannfræðingur
og er íbúðareigandi.
Mér er nóg boðið –
opið bréf til stjórnvalda
Steypustöðin
ehf. og forverar
hennar hafa frá
árinu 2000 átt far-
sæl viðskipti við
Aalborg Portland
Íslandi ehf. Aal-
borg Portland kom
inn á íslenska
markaðinn þar
sem hafði ríkt ein-
okun um langan
tíma. Sementsverksmiðjan á
Akranesi, sem þá var í eigu ís-
lenska ríkisins, hafði þá verið
ein á íslenskum sementsmarkaði
frá stofnun hennar. Þessi nýja
samkepnni var því kærkomin
viðbót fyrir íslensk bygging-
arfyrirtæki og húsbyggjendur
almennt á Íslandi. Sementsverk-
smiðjan á Akranesi var árið
2003 seld til einkaaðila og voru
kaupendurnir Norcem í Noregi,
Björgun, Framtak fjárfesting-
arbanki og BM Vallá sem er
aðalsamkeppnisaðili Steypu-
stöðvarinnar. Það verður að
segjast eins og er að það er ekki
mjög aðlaðandi að kaupa hráefni
af samkeppnisaðila sínum og
þurfa svo að keppa við hann í
verði á steypumarkaði. Það er
þó svo að Steypustöðin hefur
leitað til Sementsverksmiðj-
unnar á Akranesi um verð á
sementi undanfarið og nú síðast
í janúar á þessu ári. Verðið sem
Sementsverksmiðjan bauð
Steypustöðinni var ekki sam-
keppnishæft við það verð sem
Aalborg Portland selur okkur
sementið á og þess vegna var
haldið áfram að versla við Aal-
borg Portland.
Einnig er rétt að benda á að
þó að íslenska sementið sé orðið
vel nothæft og búið að koma í
veg fyrir ákveðna
lesti á því með
íblöndunarefnum,
eru margir eig-
inleikar danska
sementsins
eftirsóknarverðir.
Má þar benda á að
danska sementið
hefur mjög lágt
alkalíinnihald, brot-
þolsstyrkur þess er
hærri en á því ís-
lenska, vatnsþörf er
minni, hörðnun er hraðari og
minna magn þarf per m2 til þess
að ná sömu gæðum. Þetta eru
að sjálfsögðu allt þættir sem
nauðsynlegt er að skoða þegar
ákvörðun er tekin um val á hrá-
efni í framleiðslu okkar.
Það er von okkar hjá Steypu-
stöðinni að íslenskt sement á
Akranesi komist yfir þessa
brekku, sem allir á íslenskum
byggingamarkaði þurfa að klífa
um þessar mundir. Við erum
þess fullvissir að samkeppni á
sementsmarkaði sé komin til
þess að vera og treystum á það
að eigendur Sementsverksmiðj-
unnar haldi áfram að selja sem-
ent um ókomin ár, innlent og er-
lent, eins og þeir hafa verið að
bjóða hér á markaðnum á und-
anförnum árum.
Sannleikur
um samkeppni
Eftir Hannes
Sigurgeirsson
Hannes Sigurgeirsson
»… það er ekki
mjög aðlaðandi að
kaupa hráefni af
samkeppnisaðila sín-
um og þurfa svo að
keppa við hann í verði
á steypumarkaði.
Höfundur er forstjóri
Steypustöðvarinnar ehf.