Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 29
Menning 29FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
FYRIRSÆTAN Ásdís Rán Gunnarsdóttir
hefur gefið út sitt eigið forrit fyrir
iPhone-farsíma og ber það heitið The Ice-
Queen Official App’. Ásdís Rán segir frá
því á bloggsíðu sinni, asdisran.blog.is, að í
maí sl. hafi hún byrjað að vinna að þróun
forritsins í samstarfi við þróunarfyr-
irtækið Apps N’ Ads í Danmörku og Apple
Int. Forrit þetta sé fyrir aðdáendur henn-
ar „á heimsvísu“ og með því geti aðdá-
endur nálgast upplýsingar um líf fyrirsæt-
unnar og myndir af henni.
Í fyrstu útgáfu af forritinu megi finna
sérstakt „VIP blogg“ en á því munu birt-
ast „einstakar upplýsingar um hana og
hennar dag“, eins og segir í tilkynningu á
bloggsíðunni. I-Phone-bloggið færir Ásdís
inn með Twitter og er það sagt „smækkuð
útgáfa af því sem gæti verið raunveru-
leikaþáttur“.
„Ég mun vera fyrsta súpermodelið sem
nýti mér þessa tækni frá Apple og er
reiknað með að þetta sé bara fyrsta Ice-
Queen-applicationið sem fer í loftið af
mörgum,“ bloggaði Ásdís í fyrradag og
hún segir forritið kosta 4,99 dollara hjá
iTunes-vefversluninni. Það muni fást þar
frá og með gærdeginum. Hlekk á forritið
hjá iTunes má finna á bloggi Ásdísar.
helgisnaer@mbl.is
Líf ísdrottningar skoðað í iPhone
Í iPhone Ásdísi Rán í farsímann.
Bloggarar hafa verið duglegir að
tjá sig um brunann í Laugar-
ásvídeói, m.a. sá sem kallar sig
Skagstrending. Hann spyr: „Eru að-
gerðir „aðgerðasinna“… og barátta
þeirra og áróður fyrir beinum milli-
liðalausum „aðgerðum“ farnar að
bera ávöxt?“ og bætir við: „Þetta lít-
ur bara vel út!“ Öööö … já, eða …?
Vídeóleiguíkveikja
aðgerð aðgerðasinna?
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„VIÐ fórum í fyrra, fyrir rétt rúmu
ári, ritstjórn Baggalúts ásamt eig-
inkonum, ekki til að spila heldur til
að skoða okkur um þarna á Íslend-
ingaslóðum og komumst einhvern
veginn í samband við fólkið þarna úti
og hittum þessa konu sem varð
hundrað ára nú í sumar,“ segir
Bragi Valdimar Skúlason, for-
sprakki hljómsveitarinnar Bagga-
lúts, um tilurð plötunnar Sólskinið í
Dakota, sem kom út í síðustu viku á
Íslandi. Platan er fyrsta útgáfa hinn-
ar nýstofnuðu plötuútgáfu Borgar
en henni var dreift snemmsumars á
Íslendingaslóðum í Kanada. „Hent í
alla sem báru einhver kunnugleg
ættarnöfn,“ segir Bragi um þá dreif-
ingu.
100 ára vinkona Káins
Konan sem Bragi nefnir heitir
Christine Hall og býr í bænum
Mountain í Norður-Dakóta. Hún
þekkti skáldið Káin, Kristján Níels
Jónsson (1860-1936), sem orti til
hennar nokkrar vísur þegar hann
var vinnumaður á sveitabæ fjöl-
skyldu Christine í Pembina.
Bragi segist í kjölfar þess fundar
hafa farið að grúska í kveðskap Ká-
ins og samið lög við valin kvæði eftir
hann sem á endanum urðu að 11 laga
plötu og var 100 eintökum af henni
dreift í tónleikaferð Baggalúts í vor
en þá lék sveitin á tónlistarhátíðinni
Now í Winnipeg, Gimli og Riverton,
ásamt Megasi og Senuþjófunum.
Á plötunni má finna 10 lög eftir
Braga við kvæði Káins og eitt lag við
kvæði Stephans G. Stephanssonar.
Megas syngur með Baggalúti í
þremur laganna og Gylfi Ægisson í
einu þeirra, en auk þeirra kyrja
Gamlir Fóstbræður ættjarðaróð
einn mikinn.
Ekki með í Skólaljóðum
Kvæðin eru mörg hver gamansöm
en önnur afar tilfinningaþrungin og
hjartnæm. Eru Baggalútar kannski
orðnir tilfinningaríkari en þeir áður
voru? „Við erum orðnir meyrir með
aldrinum,“ svarar Bragi og hlær og
bætir við að Baggalútur hafi „aðeins
migið utan í Vísnavini“ með þessu
verkefni. Hvað þátttöku Megasar
varðar segir Bragi hann mjög
áhugasaman um Káin. Káinn hafi
ekki fengið að vera með í Skóla-
ljóðum, sennilega ekki þótt eins fínn
og Stephan G. Stephansson, land-
nemi og ljóðskáld í Vesturheimi sem
bjó í tíu ár í N-Dakóta.
Stephan fær ekki mikið pláss á
plötunni, eitt kvæði …
„Nei, þetta átti nú fyrst að vera
eitthvert bland en svo einhvern veg-
inn varð Káinn meira krassandi,
með þessa tengingu við Mountain,“
svarar Bragi. Þeir Baggalútar hafi
hrifist mjög af þeim stað. „Að hitta
þessa karla og konur sem eru komin
á tíræðisaldurinn og tala íslensku en
hafa aldrei nokkurn tíma komið út
fyrir sveitina,“ útskýrir Bragi.
Baggalútur fagnar útgáfunni með
tónleikum í Salnum 3. sept.
Ljósmynd/Gúndi
Aðdáandi nr. 1? Magnús Ólafsson, níræður aðdáandi Baggalúts, fylgist með undirbúningi tónleika í Icelandic State
Park skammt frá Mountain í Norður-Dakóta, í maí sl. Tónleikarnir voru hluti listahátíðarinnar Now.
Meyr Baggalútur
Spéfuglarnir í Baggalúti flytja fagra tóna við kvæði
Káins og Stephans G. á plötunni Sólskinið í Dakota
Kvæðið „Ferðafélaginn“ eftir Káin
er býsna ögrandi og örlar á kyn-
þáttafordómum hjá skáldinu.
Kvæðið hefst þannig: „Ég sit hér í
klefa hjá kolsvörtum negra/hver
mundi efa, eg séð hafi fegra/og til-
veran sýnist mér svört.“
Káinn varð þekktur fyrir ljóð sín
og lausavísur í Vesturheimi, þar
sem hann settist að árið 1878, var
nefndur kímniskáld að því er fram
kemur í plötubæklingi með Sólskin-
inu í Dakota. Í kvæðinu „Free Love“
yrkir Káinn um konur, að hann gæti
elskað átta „ef engin væri stór“ og
að „eiga eina konu sé ekkert
minnsta vit“.
„Já, „Ferðafélaginn“, hann er nú
ansi krassandi,“ segir Bragi og
bætir við að kvæðið sé barn síns
tíma og Káinn hafi vissulega látið
allt flakka. Káinn var einnig maður
tilfinninganæmur og gott dæmi um
það er kvæði ort til Christine Hall,
„Stína litla“. Annað erindi hljómar
svo: „Síðan fyrst ég sá þig hér/
sólskin þarf ég minna/ gegnum líf-
ið lýsir mér/ ljósið augna þinna.“
Gæti elskað átta konur „ef engin væri stór“
Káinn Kristján Níels Jónsson.
Ný breiðskífa frá Gus Gus, 24/7,
kemur út í septembermánuði en
fyrsta lagið til að kynda undir
henni er „Add This Song“ sem hef-
ur hljómað nokkuð á öldum ljósvak-
ans að undanförnu, en það kom út í
júní. Myndband við lagið var
heimsfrumsýnt í gær á myspace og
fór það í framhaldinu inn á helstu
vefvídeósíður heims, eins og Ba-
blegum, Youtube og Daily Motion
auk þess sem það verður vistað hjá
vefritum eins og Clash Magazine,
NME.com og MixMag. Leikstjórar
voru þeir Heimir Sverrisson og Jón
Atli Helgason en aðstoðarleikstjóri
var Raffaella Brizuela. Þegar hafa
um 3.000 manns barið það augum.
Gus Gus frumsýnir nýtt
myndband á myspace
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Leikferð um landið í september og október
Fim 10/9 kl. 20:00 Fors U
Fös 11/9 kl. 20:00 Fors U
Lau 12/9 kl. 20:00 Frums U
Sun 13/9 kl. 20:00 2.kort U
Fim 17/9 kl. 20:00 3.kort U
Fös 18/9 kl. 20:00 4.kort U
Lau 19/9 kl. 20:00 5.kort U
Sun 20/9 kl. 20:00 6.kort U
Fim 24/9 kl. 20:00 7.kort U
Fös 25/9 kl. 20:00 8.kort U
Lau 26/9 kl. 20:00 9.kort U
Sun 27/9 kl. 20:00 10.kortÖ
Fim 1/10 kl. 20:0011.kort Ö
Fös 2/10 kl. 19:00 U
Fös 2/10 kl. 22:00 Ö
Lau 3/10 kl. 19:00 U
Lau 3/10 kl. 22:00
Sun 4/10 kl. 20:00
Þú ert hér - aðeins tvær sýningar laug og sunn
Djúpið (Litla sviðið)
Mið 23/9 kl. 20:00 U
Sun 27/9 kl. 16:00 Ö
Mið 30/9 kl. 20:00 Ö
Sun 4/10 kl. 16:00 Ö
Fös 4/9 kl. 19:00 U
Lau 5/9 kl. 19:00 U
Sun 6/9 kl. 19:00 U
Mið 9/9 kl. 20:00 U
Fim 10/9 kl. 19:00 U
Fös 11/9 kl. 19:00 Ö
Lau 12/9 kl. 19:00 Aukas Ö
Fös 18/9 kl. 19:00 Ö
Lau 19/9 kl. 19:00 U
Sun 20/9 kl. 14:00 U
Fös 25/9 kl. 19:00 Aukas
Lau 26/9 kl. 14:00 U
Sun 27/9 kl. 20:00 Ný aukas
Fim 1/10 kl. 19:00 Ný aukas
Fös 9/10 kl. 19:00 Ö
Flutt á ensku í tengslum við Lókal leiklistarhátíðina
Lau 5/9 kl. 13:00 Flutt á ensku
Flutt á ensku í tengslum við Lókal leiklistarhátíðina
Þú ert hér (Litla sviðið)
Lau 5/9 kl. 22:00 Aukasýn. Sun 6/9 kl. 20:00 Aukasýn.
Dauðasyndirnar (Litla sviðið)
Sýningar haustsins að fyllast - tryggðu þér miða núna
Ath. stutt sýningartímabil
UTAN GÁTTA (Kassinn)
4ra sýninga kort aðeins 9.900 kr.
KARDEMOMMUBÆRINN (Stóra sviðið)
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Sun 6/9 kl. 14:00 U
Sun 6/9 kl. 17:00 U
Sun 13/9 kl. 14:00 U
Sun 13/9 kl. 17:00 U
Sun 20/9 kl. 14:00 U
Sun 20/9 kl. 17:00 U
Sun 27/9 kl. 14:00 U
Sun 4/10 kl. 14:00 Ö
Sun 4/10 kl. 17:00 Ö
Sun 11/10 kl. 14:00 Ö
Sun 11/10 kl. 17:00 Ö
Sun 18/10 kl. 14:00
Sun 18/10 kl. 17:00
Sun 25/10 kl. 14:00
Sun 25/10 kl. 17:00
Sun 1/11 kl. 14:00
Sun 1/11 kl. 17:00
Sýningar haustsins komnar í sölu
Fös 4/9 kl. 20:00 Ö
Sun 6/9 kl. 20:00
Lau 12/9 kl. 20:00 Ö
Lau 19/9 kl. 20:00 Ö
Lau 26/9 kl. 20:00 Ö
Lau 3/10 kl. 20:00
FRIDA... viva la vida (Stóra sviðið)
Fös 11/9 kl. 20:00 Frums U
Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn Ö
Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn Ö
Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn Ö
Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn Ö
Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn Ö
Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn
Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn
Miðasala hafin á sýningar haustsins