Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 26
26 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Sudoku
Frumstig
1 9
8 4 3
2 1
3 9 5
2 1 4
4 1 7
6 3 9
5 8 6
5 4 9
2 8 9
4 7
9
1 2 8
4 2
9 3 6
2 3 6
7 3 1
5 8 7
2 3
6 4 1
1 6
2
4 5 9 1 3
3 7 1 8
8 7 2
4 6 5
5 4 7 8 2 1 9 3 6
2 8 9 4 3 6 1 5 7
3 6 1 7 5 9 8 2 4
8 3 4 5 6 7 2 1 9
1 7 5 3 9 2 6 4 8
9 2 6 1 8 4 3 7 5
7 5 2 9 1 8 4 6 3
6 9 3 2 4 5 7 8 1
4 1 8 6 7 3 5 9 2
3 4 2 9 8 6 7 5 1
9 1 5 4 7 3 6 8 2
8 7 6 1 2 5 9 3 4
2 9 7 8 4 1 3 6 5
6 8 4 3 5 2 1 7 9
5 3 1 7 6 9 4 2 8
4 5 9 2 3 7 8 1 6
1 2 3 6 9 8 5 4 7
7 6 8 5 1 4 2 9 3
3 8 6 4 9 2 5 1 7
9 1 2 6 7 5 4 8 3
7 5 4 8 3 1 9 6 2
8 6 7 3 1 4 2 5 9
2 9 1 5 6 7 8 3 4
4 3 5 2 8 9 6 7 1
6 4 3 7 2 8 1 9 5
1 2 8 9 5 3 7 4 6
5 7 9 1 4 6 3 2 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist töl-
urnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 1. september,
244. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður,
að þér elskið hver annan. Eins og ég
hef elskað yður, skuluð þér einnig
elska hver annan. (Jóh. 13, 34.)
Fáa drykki hefur Víkverji innbyrtí meiri mæli gegnum árin en
Sítrónusvala. Þessi hávandaði
drykkur er eiginlega partur af lífs-
stíl hans. Það er því verulegt
áhyggjuefni að Sítrónusvali virðist
með öllu horfinn úr hillum verslana á
höfuðborgarsvæðinu. Víkverji telur
sig hafa leitað af sér allan grun, fékk
móður sína m.a. til liðs við sig við
leitina. Hann biður framleiðandann,
Vífilfell, auðmjúklega að útskýra
þetta og rökstyðja það vandlega hafi
framleiðslu Sítrónusvala – sem er
svalastur þeirra bræðra og fer sínar
eigin leiðir – verið hætt.
x x x
Ríkissjónvarpið á stundum ótrú-lega spretti í efnisvali. Það er
t.d. alveg magnað að láta sér detta
það í hug að bjóða þjóðinni upp á sex
klukkutíma þáttaröð um opinberar
skyldur bresku konungsfjölskyld-
unnar á besta sýningartíma á mánu-
dögum. Einn þáttur um þessa
þrammandi risaeðlu hefði kannski
gengið. En sex! Til allrar hamingju
lauk þessum ósköpum í gærkvöldi.
Eflaust eru þó endursýningar yf-
irvofandi.
Síðan dettur Sjónvarpið niður á
áhugavert efni eins og heimild-
armyndina um Joe heitinn Strum-
mer, gítarleikara og söngvara pönk-
sveitarinnar goðsagnakenndu The
Clash, í síðustu viku. Hvenær er hún
þá sýnd? Milli klukkan ellefu og eitt
um nótt. Heldur Ríkissjónvarpið
virkilega að gamlir og gegnir pönk-
arar þurfi ekki að mæta til vinnu á
morgnana?
x x x
Stórkostleg frétt birtist hér íMorgunblaðinu í gær þess efnis
að hvíti maðurinn í Evrópu væri ekki
nema 5.500 ára gamall. Áður var
hann svartur. Þrátt fyrir ljósan húð-
lit hefur Víkverji alltaf haft grun um
að hann sé í raun og veru svartur og
þessi frétt, sem byggist á rannsókn
sem framkvæmd var við Óslóarhá-
skóla, rennir stoðum undir þá til-
finningu. Því verður ekki lýst með
orðum hvílíkur léttir það er að
tengja loksins við uppruna sinn.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hárskúfs, 4
efsti hluti hússtafns, 7 að
svo búnu, 8 ábreiða, 9
gagnleg, 11 dýr, 13
stampur, 14 skapvond,
15 brjóst, 17 guð, 20 lið-
inn hjá, 22 ber birtu, 23
girnd, 24 ójafnan, 25
hafni.
Lóðrétt | 1 pjatla, 2
deila í smáskömmtum, 3
bráðum, 4 gert við, 5
ræna, 6 gleðskapur, 10
sitt á hvað, 12 rekkja, 13
andvara, 15 fall, 16
skurðurinn, 18 næði, 19
ráfi, 20 klukkurnar, 21
líkamshlutinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 svipmikil, 8 sálir, 9 uglan, 10 kæn, 11 murta,
13 nærri, 15 glaða, 18 staka, 21 fet, 22 fóður, 23 ættar,
24 harðfisks.
Lóðrétt: 2 volar, 3 purka, 4 Iðunn, 5 illur, 6 ásum, 7
snúi, 12 tíð, 14 æst, 15 gufa, 16 auðga, 17 afræð, 18
stæli, 19 aftek, 20 arra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4.
Rbd2 b6 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 Bb7 7.
g3 O-O 8. Bg2 Be4 9. O-O d6 10. b4
Rbd7 11. Bb2 De7 12. Hfd1 Had8 13.
Dc3 c5 14. dxc5 bxc5 15. b5 Rb6 16.
a4 d5 17. Re5 d4 18. Db3 Bxg2 19.
Kxg2 Db7+ 20. Rc6 Hc8 21. a5
Rbd7
Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu
móti sem lauk fyrir skömmu í
Olomouc í Tékklandi. Tékkinn Voj-
tech Rojicek (2405) hafði hvítt gegn
sterkustu skákkonu Íslands, Lenku
Ptácníkovu (2258). 22. Df3! Kh8 23.
Rxd4! Re4 24. a6 Da8 25. Rc6 Rdf6
26. h4 og svartur gafst upp. Lenka
fékk 7 vinninga af 9 mögulegum og
lenti í 3.-5. sæti á mótinu. Þessi góða
frammistaða leiðir til þess að skák-
stigatalan hennar mun hækka um 28
stig.
Hvítur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Lárus lánlausi.
Norður
♠Á104
♥ÁG9
♦852
♣ÁDG9
Vestur Austur
♠D752 ♠G863
♥75 ♥62
♦ÁG93 ♦D107
♣862 ♣K753
Suður
♠K9
♥KD10843
♦K64
♣104
Suður spilar 4♥.
Margir bridshöfundar eiga í fórum
sínum einn óheppinn spilara, sem alltaf
lendir í bestu vörn og slæmri legu. Hjá
Mollo gegnir Armeninn Karapet þessu
hlutverki, en sá náungi hefur allar frá-
sagnir með spurningunni: „Trúirðu á
ill öfl?“ Frank Stewart notar „Unlucky
Louie“ í sama skyni.
Lárus lánlausi var hér í suður og
vakti á 2♥ – ekki 1♥. Sem er skyn-
samlegt hjá manni sem alltaf lendir í
slæmri legu. Makker hans lyfti í 4♥ og
útspilið var tromp.
Lárus svínaði í laufi og fékk tígul í
gegnum kónginn: einn niður. „Bæði
lykilspil vitlaus að vanda,“ stundi Lár-
us mæðulega, en auðvitað missti hann
af öruggri vinningsleið: Að spila spaða
á níuna í öðrum slag. Henda svo laufi í
♠Á og trompsvína fyrir ♣K. Þá er
sama hvernig lykilspilin liggja.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Framtakssemi þín heima fyrir
gæti hugsanlega orðið ásteytingarsteinn í
samskiptum við vin eða jafnvel einhvern
félagsskap.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Takmarkanir þínar eiga eftir að
lyfta þér á æðra plan listfengis. Best er að
láta neikvæðar hugsanir hverfa úr huga
sér.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Nú er kominn tími til athafna í
stað orða. Ef þú gerir sömu kröfur til
sjálfs þín og þú gerir til annarra kemstu
hjá vandræðum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Einhver eldri og reyndari en þú
verður á vegi þínum í dag. Hlustaðu á þá
eldri og dragðu lærdóm af því sem þeir
segja.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú þarft tvímælalaust að stunda
meiri líkamsrækt. Það sem þú þiggur get-
ur aldrei verið bara á annan veginn; sá,
sem þiggur, verður að vera tilbúinn að
gefa af sér.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Samband stendur í blóma! Þú ert
kominn yfir það að vilja einhvern annan
til að breyta til og tekur þessari mann-
eskju eins og hún er.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú nærð góðum árangri við að selja,
kenna, markaðssetja eða sannfæra aðra í
dag. Þú ert ekkert fórnarlamb en það er
gott annað veifið að láta bjarga sér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Dagurinn kemur þér á óvart.
Mundu að maður er manns gaman og ef
undirbúningurinn er ánægjulegur verður
útkoman enn betri.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Taktu þátt í samræðum um
trúarbrögð, kynþætti og heimsatburði. Ef
þú gerir það ekki, munu aðrir fylla í eyð-
urnar fyrir þig.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert í rómantískum hugleið-
ingum í dag. Ef einhver lætur þér líða illa,
er viðkomandi sennilega ekki réttur fé-
lagsskapur.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Reyndu að gefa þér tíma til að
vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag.
Afraksturinn verður góður og þú getur
reitt þig á stuðning í framtíðinni.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það er úr vöndu að ráða þegar
staðið er frammi fyrir mörgum mögu-
leikum. Kjarni allra trúarbragða er að
auka góðvild og samkennd.
Stjörnuspá
1. september 1930
Kvikmyndahúsin í Reykjavík
hófu sýningar talmynda.
Gamla bíó sýndi Hollywood-
revíuna og Nýja bíó Sonny
Boy (The Singing Fool). Í
Morgunblaðinu var sagt að
mikil eftirvænting hafi ríkt en
„fæstir hafi skilið hvað sagt
var“.
1. september 1932
Jóhann Jóns-
son skáld lést,
35 ára. Eitt
þekktasta ljóð
hans er Sökn-
uður. „Öll
hugsun hans
og líf snerist
um íslensk
efni, fyrst og síðast. Hann lifði
ekki á Íslandi, en hann lifði Ís-
land,“ sagði Kristinn E.
Andrésson.
1. september 1958
Fiskveiðilögsagan var færð úr
4 sjómílum í 12 sjómílur. Bret-
ar virtu ekki útfærsluna og
landhelgisdeilum við þá lauk
ekki fyrr en vorið 1961.
1. september 1971
Bann við hundahaldi í Reykja-
vík tók gildi. Hundahald var
leyft með skilyrðum þrettán
árum síðar.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Jóhann Jónsson
Ragnheiður
Dóróthea Árna-
dóttir, Geirlandi
v/Suðurlandsveg
íKópavogi, er
sjötug í dag, 1.
september. Hún
fagnar þessum
tímamótum með
eiginmanni sín-
um, Braga Sigurjónssyni, börnum
þeirra, tengdabörnum og barna-
börnum.
70 ára
Sjötíu og fimm ára afmælisdeginum sínum ætlar
Ketill Larsen, lífskúnstner og leikari, m.a. að eyða
í eldhúsinu við gerð Royal kakóbúðings með
barnabarni sínu, Axel sem er fimm ára. „Hann
leikur sér að svoleiðis smámunum,“ segir afinn
stoltur og bætir því við að þeir tveir séu miklir vin-
ir. „Hann ætlar að gista hjá mér í fyrsta sinn og er
óskaplega spenntur því hann hefur verið að biðja
um þetta í marga mánuði.“
Frekari veisluhöld ætlar Ketill að bíða með,
„kannski í mánuð og kannski í eitt ár,“ eins og
hann orðar það. „Þegar þar að kemur verður
veislan í heimahúsi, með kökum og fínerí. Þá verður eitthvað sungið
og slegið á létta strengi. Kannski verða vinir mínir með einhverja
leikþætti .“ Með álíka sniði var einmitt 70 ára afmæli Ketils sem hann
segir hafa verið mjög eftirminnilegt. „Þá komu nemendur úr Þjóð-
leikhússkólanum og gerðu ýmislegt sniðugt.“
Ketill viðurkennir að vera töluvert afmælisbarn inn við beinið. „Ég
er ánægður með aldurinn og heilsuna líka, þótt ég geti ekki sagt að ég
sé við hestaheilsu. Kannski frekar folaldaheilsu eða trippaheilsu,“
segir hann hlæjandi, sem getur varla verið slæmt verandi 75 ára.
Ketill Larsen leikari er 75 ára
Við folalda- eða trippaheilsu
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is