Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 33
SÉRSTAKUR flokkur á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem stendur frá 17.–27. september, er til- einkaður heimildarmyndum. Í Docs In Focus má finna fjölbreyttar myndir og margverðlaunaðar. Fórnarlömb auðsins eftir Kal Toure fjallar um ólöglega innflytj- endur sem ferðast yfir Gíbralt- arsund frá Marokkó til Spánar. Efnispiltar er gerð af Kimberly Reed og segir frá ferð hennar í heimabæ sinn í Bandaríkjunum til að taka þátt í útskriftarafmæli í gamla skólanum eftir 20 ár. Þá var hann stjarna í fótboltaliði skólans, en lifir nú sem kona. Kæri Zachary: Bréf til sonar um föður hans gerði Kurt Koenne um Andrew Bagby sem var myrtur af kærustu sinni sem gekk þá með barn hans. Í Börnin í eldinum skráir Rajesh S. Jala sögu sjö barna í Indlandi. Fæddur handalaus eftir Eve Nor- vind fjallar um leikarann og tónlist- armanninn José Flores, sem fæddist handalaus. Í Gleymskunni eftir Heddy Hon- igmann er sjónum beint að Perúbú- um í Lima. Bill Rose fylgir eftir há- skólaprófessor sem hefur upp á gömlum nemanda í Orð í sandinn. Persona non grata eftir Fabio Wuytack fjallar um Frans Wuytack sem var hundeltur byltingarmaður og dáður listamaður. Í Móðirin eftir Antoine Cattin og Pavel Kostomarov er sögð saga Lyubu, sem flýr undan ofbeldis- fullum eiginmanni. Gan Chao leitar svara við því hvernig hlúð er að persónuleika barna hjá kínversku íþróttahreyf- ingunni í Rauða keppnin. Í myndinni Burma VJ eftir And- ers Østergaard segir frá hóp 30 fréttamanna í Búrma sem í laumi kvikmyndar óréttlætið í landinu. Ríki bróðirinn eftir Ins Onken segir frá Ben sem hefur nýhafið feril sinn sem atvinnuboxari. Í Ófræging eftir Yoav Shamir eru birtingarmyndir gyðingahaturs nú á tímum skoðaðar. Umoja: Þorpið þar sem karlar eru bannaðir eftir Jean-Marc Sainclair og Jean Crousillac segir frá þorpi í Kenýa sem konur stofnuðu árið 1990 eftir að þeim var nauðgað af bresk- um hermönnum og afneitað af eig- inmönnum sínum í kjölfarið. Daninn Janus Metz er með tvær myndir, Ást í heimsendingu og Far- seðill til Paradísar, sem segja báðar frá konum frá Taílandi sem giftast dönskum körlum. Íslenska myndin Edie og Thea: Óralöng trúlofun eftir Grétu Ólafs- dóttur og Susan Muska segir frá 42 ára trúlofunarsambandi Edie og Thea. Í Á vegum tvíkynhneigðra at- huga Brittany Blockman og Josep- hine Decker hvaða augum landar þeirra líta tvíkynhneigð. Í Sweethearts of the prison rodeo eftir Bradely Beesley er fjallað um kvenkyns fanga sem fara á kúreka- sýningu. Sekur uns sakleysi er sann- að eftir Roberto Hernández Ruiz er saga um mann sem var rangur mað- ur á röngum stað á röngum tíma. Heimildarmyndum gert hátt undir höfði Ást í heimsendingu Segir frá taílenskum konum sem giftast Dönum. Morgunblaðið/Eggert Hjaltalín Leikur á Réttum. MIÐASALA hefst í dag kl. 12 á tón- leikaseríuna Réttir sem fer fram í Reykjavík dagana 23.-26. september í samvinnu við Reykjavik Int- ernational Film Festival (RIFF) og ýmsa þátttakendur í hinni al- þjóðlegu You Are in Control- ráðstefnu. Lögð verður áhersla á íslenska tónlist og fjölbreytni á Réttum. Með- al þeirra tónlistarmanna og hljóm- sveita sem koma munu fram eru Mugison, Hjálmar, Hjaltalín, FM Belfast, Agent Fresco, Dikta, Retro Stefson, Bloodgroup, Sykur, Bernd- sen, Sudden Weather Change og Fallegir menn. Fleiri hljómsveitir og listamenn verða kynnt til leiks á næstu dögum og vikum. Tónleikarn- ir verða á Nasa, Sódómu og Batt- eríinu. Miðasala hefst í dag og fer fram á Midi.is og í verslunum Skífunnar. 3.500 kr. kostar á alla dagskrána en miðar á stök kvöld kosta 2.000-2.900 kr. Miðasala á Réttir hefst í dag MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 60.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! STÆRSTA BÍÓOPNUN Í ÁR! YFIR 47.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! FRÁSAM RAIMI LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN MYNDANNA SEM ER Í TOPPFORMI Í SINNI BESTU KVIKMYND TIL ÞESSA! GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI: ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100 LOS ANGELES TIMES- 100/100 WALL STREET JOURNAL - 100/100 WASHINGTON POST - 100/100 FILM THREAT - 100/100 20.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJURHHHH – IN TOUCH HHH „HITTIR Í MARK.“ -S.V. MBL 30.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU HERE COMES THE BRIBE ... THE PROPOSAL BÓNORÐIÐ SANDRA BULLOCK RYAN REYNOLDS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI AKUREYRI OG KEFLAVÍK / AKUREYRI UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:40 L UP m. ensku tali kl. 8 - 10:20 L G-FORCE m. ísl. tali kl. 6 L THE PROPOSAL kl. 8 L DRAG ME TO HELL kl. 10 :20 16 / KEFLAVÍK UPP (UP) m. ísl. tali kl. 6 - 8 L FUNNY GAMES kl. 10:10 18 THE PROPOSAL kl. 8 L CROSSING OVER kl. 10:20 16 G - FORCE kl. 6 L / SELFOSSI UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 - 8 L G.I. JOE kl. 8 - 10:20 12 THE PROPOSAL kl. 5:50 L PUBLIC ENEMIES kl. 10:20 Sýnd í síðasta sinn 16 Eftir Dag Gunnarsson dagur@mbl.is HEYRST hefur að Birgir Örn Stein- arsson betur þekktur sem Biggi í Maus hafi samið texta fyrir Selfoss- popparana í Skítamóral. Þótt ótrú- legt megi virðast eru tuttugu ár síð- an hljómsveitin Skítamórall var stofnuð þó að meðlimir sveitarinnar séu rétt skriðnir yfir þrítugt. Af því tilefni efnir sveitin til tónleika sem verða teknir upp og er meiningin að gefa afraksturinn út bæði á afmæl- isgeisladiski og dvd-mynddisk. „Þetta á að verða svona jólapakka- kandídat,“ sagði Arngrímur Fannar Haraldsson, gítarleikari hljómsveit- arinnar og umboðsmaður, um þessa sjöundu skífu hljómsveitarinnar. „Við leituðum til Bigga því við telj- um hann vera mjög góðan textahöf- und, hann brá skjótt við og þetta á eftir að koma skemmtilega á óvart,“ sagði Arngrímur. Skátar leysa hnúta „Sálarflækjuskáti“ nefnist lagið og verður það eina nýja lagið sem flutt verður á tónleikunum en annars verða spiluð eldri lög í nýjum útsetn- ingum. „Textarnir hjá Skítamóral voru gjarnan svona ástarsöngvar þar sem mér og þér var látið ríma og mig langaði að semja kannski aðeins andlegri ástaróð fyrir þá,“ sagði Birgir í stuttu spjalli. „Sálarflækju- skáti“ mun vera ástaróður til æðri máttarvalda. „Það er bara svona smá gospel í þessu,“ sagði Birgir. Arngrímur Fannar sagði að tón- leikarnir yrðu haldnir 8. október í Rúbín í Öskjuhlíðinni og að miðasala hæfist nú í vikunni. Um „Sálarflækjuskátann“ sagði hann: „Þetta er nú titill sem við myndum kannski ekki nota svona alla jafna og við eigum eftir að taka endanlega ákvörðun um heitið á lag- inu en textinn fjallar um mann sem er að reyna að leysa úr ýmsum hnút- um í hans lífi og segist hann til dæm- is sjá eftir því að hafa ekki verið öfl- ugri í skátahreyfingunni á sínum yngri árum til að ná að leysa þessa hnúta.“ Þeir Skítamóralsmenn hafa und- anfarið æft stíft fyrir tónleikana ásamt hinum fjölmörgu gestum sem þar munu koma fram, Samúel oft kenndur við Jagúar mun stýra blás- arasveit og Roland Hartwell strengjasveit og Kristjana Stef- ánsdóttir djasssöngkona og Stefán Gunnlaugsson úr Buffinu munu taka undir í bakröddunum þannig að ljóst má vera að boðið verður upp á mikla Skímó-veislu í Öskjuhlíðinni. Biggi í Maus samdi ástaróð við lag Skímó Skímó Tuttugu ára hljómsveit. Einn af skemmtilegri sér- viðburðum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er „Mánu- dagsmyndir – vídeókvöld hjá leikstjórum“, en þá blása þrír þjóðþekktir og margverðlaunaðir ís- lenskir kvikmyndaleik- stjórar til vídeókvölds, hver í sínu heimahúsi. Leikstjórarnir eru þeir Friðrik Þór Friðriksson, Hilmar Oddsson og Ragnar Bragason. Mánudagskvöldið 21. september kl. 20 ætla þeir að efna til óvissusýn- ingar á bíómynd sem hver þeirra velur sjálfur en meira fæst ekki gefið upp fyrr en myndirnar hefjast sjálfar. Takmarkaður fjöldi miða er í boði. Hægt er að kaupa miða á skrif- stofu Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík og gegnum síma 411 7015. Vídeókvöld hjá leikstjórum Friðrik Þór Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.