Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. 38-56
Svartar buxur
kvart, síðar og kakí
Flauelsbuxurnar
eru komnar
Laugavegi 84 • sími 551 0756
Hæðasmára 4 • 201 Kópavogur
Sími 555 7355 • www.selena.is
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
ÚTSÖLULOK
Enn meiri verðlækkun
15% aukaafsláttur af útsöluvörum
Eddufelli 2, sími 557 1730
Opið virka daga kl. 10-18.
Allra síðustu dagar
útsölunnar í
Eddufelli
1.000 k
r.
2.000 k
r.
3.000
kr.
TVEIR FYRIR EINN
AF ÚTSÖLUVÖRUM
BARA Í DAG
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 • www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
ALMANAK HÍ
2010
Komið í verslanir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HÚSBYGGJANDI, sem ekki vill
láta nafns síns getið, þurfti að kalla
til lögreglu svo undirverktaki rifi
ekki fullgert þak af einbýlishúsi sem
húsbyggjandinn er að byggja á höf-
uðborgarsvæðinu. Húsbyggjandinn
hafði ráðið verktaka til að byggja
húsið og skila því á ákveðnu bygg-
ingarstigi. Hann kveðst hafa borgað
verktakanum samkvæmt samningi.
Verktakinn hafði hins sleppt því að
borga undirverktakanum sem gekk
frá þakinu. Sömuleiðis þurfti hús-
byggjandinn að tvíborga hluta af
gluggabúnaði hússins.
Húsbyggjandinn kvaðst hafa séð
sig tilneyddan til að rifta samn-
ingnum við verktakann. „Þegar ég
sá að hann réði ekki við að klára
þetta og allt var búið að vera stopp í
tvo mánuði rifti ég samningnum,“
sagði húsbyggjandinn. „Húsið var
ekki komið á það stig sem ég var í
raun þegar búinn að borga fyrir.“
Húsbyggjandinn fór svo út á land
með fjölskyldu sinni og meðan þau
dvöldu þar hringdi nágranni úr nýja
hverfinu.
„Hann sagði að það væri verið að
rífa þakið af húsinu okkar,“ sagði
húsbyggjandinn. Hann hringdi um-
svifalaust í lögreglu og lögfræðing
sinn. Þegar komið var á staðinn var
þar mannskapur með krana og var
byrjaður að rífa upp þakið. Á húsinu
er steinsteypt þakplata og þar ofan á
einangrun, dúkur og svo möl. Þetta
lið reyndist vera á vegum undir-
verktakans sem gekk frá þakinu.
„Undirverktakinn taldi sig vera í
fullum rétti því hann hafði samið
þannig við verktakann minn að ef
hann hefði ekki fengið greiðslu eftir
þrjá mánuði mætti hann fjarlægja
þakið. Þennan sama morgun hafði
hann hringt í verktakann minn sem
þá var farinn af verkinu. Hann sagð-
ist ekki geta greitt þakverktakanum
sem mætti bara fara og fjarlægja
þakið!“
Húsbyggjandinn sagði að þegar
þakverktakanum varð ljóst að sá
sem ekki borgaði hafði ekki verið að
byggja fyrir eigin reikning heldur
fyrir blásaklaust fólk hafi hann iðr-
ast þess að skemma þakið.
„Það voru komin um þrjátíu göt í
dúkinn. Maðurinn bætti það allt
saman og ég vona að þakið verði jafn
gott,“ sagði húsbyggjandinn.
Tvíborgaði hluta af efninu
Verktakanum var sagt upp með
bréfi og í því ítrekað að hann mætti
ekki fjarlægja efni á byggingarstað
sem ætlað væri í húsið. „Verktakinn
lét samt gluggaverksmiðjuna koma
og sækja allt efni frá þeim sem ekki
var búið að setja í. Það voru m.a.
rúður, rammar og gluggalistar,“
sagði húsbyggjandinn. „Ég fór í
verksmiðjuna og samdi um að ég
myndi kaupa af þeim allt sem hafði
verið pantað en ekki afhent, aðallega
hurðir. Ég hét því að borga fyrir það
þótt ég væri í rauninni að borga það í
annað sinn upp á að þeir myndu
skila mér öllu hinu sem hafði verið
tekið til baka. Þeir skiluðu bara því
sem hafði verið sérsniðið í húsið en
ekki gluggalistunum.“
Verktaki ætlaði að rífa
þak af nýbyggðu húsi
Húsbyggjandi þurfti að kalla til lögreglu til að stöðva
verknaðinn Undirverktakinn hafði ekki fengið borgað
Morgunblaðið/Kristinn
Nýbyggingar Verktaki sem einstaklingur réði til að byggja fyrir sig ein-
býlishús stóð ekki í skilum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
TVEIR karlmenn, ákærðir fyrir að
hafa kveikt í húsi á Kleppsvegi 102
hinn 6. júní síðastliðinn, voru í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir
til fangelsisvistar. Annar maðurinn
í 3 ár og sex mánuði og hinn í 2 ár.
Þriðji sakborningurinn var sýkn-
aður.
Jón Kristinn Ásgeirsson, 23 ára,
var dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi fyrir íkveikju og fyrir að
aka á ungan mann á Laugavegi í
janúar síðastliðnum. Jón Kristinn
var dæmdur til að greiða unga
manninum 2 milljónir króna í bætur
og einnig hátt á aðra milljón króna í
málskostnað.
Ungi maðurinn hlaut alvarlega
áverka og mun samkvæmt lækn-
isvottorði aldrei ná sér að fullu.
Jón Kristinn var að auki sviptur
ökuréttindum ævilangt en hann var
ölvaður þegar hann ók á manninn.
Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, 31
árs, var dæmdur í 2 ára fangelsi
fyrir aðild að íkveikjunni á Klepps-
vegi en þriðji maðurinn var sýkn-
aður.
Ofsaakstur og íkveikja
Eftir aðalmeðferð íkveikjumáls-
ins við Kleppsveg hinn 31. júlí síð-
astliðinn var atburðarásin orðin
ljós. Mennirnir þrír voru staddir á
skemmtistaðnum Goldfinger þegar
þeir ákváðu að koma við á Klepps-
vegi 102, en ástæða þess er ekki
ljós. Þá barst lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu tilkynning frá öku-
manni sem varð vitni að ofsaakstri
á Sæbraut. Ekið var yfir á rauðu
ljósi, ógætilega og hratt.
Lögregla ætlaði að bregðast við
en skömmu síðar barst tilkynning
frá húsráðanda á Kleppsvegi 102.
Hann bað um aðstoð lögreglu við að
fjarlægja þrjá menn úr garði sínum.
Nokkrum mínútum síðar barst
þriðja tilkynningin. Í þetta skipti
frá íbúa við Langholtsveg sem
horfði á mennina þrjá kveikja í úti-
dyrahurð hússins á Kleppsvegi 102.
Dæmdir fyrir íkveikju á Kleppsvegi
Hulinn Einn sakborninga ásamt verjanda sínum. Allir sakborningar voru
viðstaddir og tveir þeirra huldu andlit sín áður en haldið var í réttarsalinn.
Annar mannanna hlaut þriggja og
hálfs árs dóm og hinn tveggja ára dóm
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl.
og formaður Húseigendafélags-
ins, sagði að menn sem ættu
peningakröfu á hendur öðrum
ættu að fara lögformlega leið við
innheimtu hennar. Stefna og fá
dóm fyrir henni í stað þess að
fara og rífa hlutina sjálfir. Ger-
tæki sé refsivert. „Ef þú ert bú-
inn að láta einhvern fá hlut þá
áttu peningakröfu á hann og átt
að nota þau úrræði sem eru
bundin við slíka kröfu,“ sagði
Sigurður.
Hann sagði að til væru óskráð-
ar réttarreglur um viðskeytingu
og smíði og þær byggðust m.a. á
fræðikenningum og dóma-
fordæmum um hvernig um eign-
arréttinn færi. Sigurður taldi að
það væri ólöglegt ef menn færu
sjálfir á stúfana og tækju það
sem búið væri að smíða.
Hann sagði einnig að þegar
harðnaði í ári og minna yrði af
peningum gæfi augaleið að menn
reyndu að ná sínu til baka með
öllum tiltækum ráðum.
Menn eiga að fara lögformlega leið