Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009 Jón Bjarnason sjávarútvegs-ráðherra hefur hrint í fram- kvæmd loforði forvera síns á ráð- herrastól og eigin flokksformanns, Steingríms J. Sigfússonar og ráðið Guðjón A. Kristjánsson fv. alþing- ismann til sérstakra verkefna í sjáv- arútvegsráðuneytinu.     Steingrímur J. hringdi í Guðjón A.eftir að ljóst var orðið að Guðjón var fallinn af þingi og nefndi við hann að ef hann yrði eitthvað lengur í sjávarútvegsráðuneytinu væri viðbúið að hann hóaði í hann.     Arftaki Steingríms hefur sem séhóað í Guðjón A. og ráðið hann til starfa. Á heimsíðu ráðuneytisins kemur fram að Guðjón Arnar muni einkum sinna verkefnum sem snúa að undirbúningi brýnna breytinga á fiskveiðilöggjöfinni.     Ekki sér ráðuneytið ástæðu til þessað tilgreina í hverju þær breyt- ingar eiga að vera fólgnar, enda hef- ur ráðherrann skipað vinnuhóp ólíkra hagsmunaaðila í sjávarútvegi og dagskipan hans til vinnuhópsins var sú að hópurinn skilaði einu áliti.     Á heimasíðunni segir orðrétt:„Guðjón Arnar Kristjánsson hef- ur yfirgripsmikla þekkingu á ís- lenskum sjávarútvegi og telur sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, sérstakan feng fyrir ráðuneytið að fá að njóta starfs- krafta hans og mikillar reynslu.“ Ugglaust allt satt og rétt, en tíminn á svo eftir að leiða í ljós hvaða sam- leið formaður Frjálslyndra á með núverandi ríkisstjórn. Jón Bjarnason Arftaki Steingríms hóar í Guðjón Guðjón A. Kristjánsson Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 12 léttskýjað Lúxemborg 26 heiðskírt Algarve 27 léttskýjað Bolungarvík 5 rigning Brussel 27 heiðskírt Madríd 35 léttskýjað Akureyri 7 rigning Dublin 15 skúrir Barcelona 27 skýjað Egilsstaðir 8 rigning Glasgow 18 skúrir Mallorca 28 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað London 26 heiðskírt Róm 32 léttskýjað Nuuk 5 skýjað París 30 heiðskírt Aþena 24 þrumuveður Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 25 þoka Winnipeg 18 heiðskírt Ósló 13 þoka Hamborg 24 heiðskírt Montreal 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Berlín 25 heiðskírt New York 18 heiðskírt Stokkhólmur 17 skýjað Vín 23 skýjað Chicago 19 léttskýjað Helsinki 16 léttskýjað Moskva 17 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 1. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.42 3,0 10.50 1,1 17.03 3,5 23.20 1,0 6:12 20:45 ÍSAFJÖRÐUR 0.46 0,8 6.41 1,7 12.47 0,7 18.58 2,0 6:09 20:57 SIGLUFJÖRÐUR 2.53 0,5 9.17 1,1 14.59 0,6 21.05 1,3 5:52 20:40 DJÚPIVOGUR 1.34 1,6 7.48 0,7 14.20 1,9 20.28 0,8 5:39 20:16 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Norðaustan- og austanátt, 3-8 m/s og dálítil rigning sunn- anlands, en annars skýjað og þurrt að kalla. Hiti 6 til 12 stig. Á fimmtudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en skýj- að og dálítil rigning af og til suðvestanlands. Hiti breytist lítið. Á föstudag Sunnan- og suðaustanátt og rigning sunnan- og vestanlands en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti 8 til 14 stig. Á laugardag og sunnudag Sunnanátt með vætu, en þurrt og víða bjart á Norður- og Aust- urlandi. Milt í veðri, einkum norðaustanlands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr vætu, úrkomulítið síðdegis og styttir upp norð- vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. SPÁ um veðurfar þriggja næstu mánaða, september til og með nóvember, gerir ráð fyrir því að fremur milt verði á landinu að jafnaði þennan tíma. Heldur rign- ingasamt um sunnanvert landið en úrkoma ekki fjarri meðallagi norð- antil. Þetta kemur fram í veðurpistli Einars Sveinbjörnssonar veð- urfræðings. „Ef þessi spá gengur eftir verður um að ræða ekki ólíkt veðurlag og tvö síðustu tvö haust,“ segir Einar. Tvö síðustu haust voru fremur rigningasöm sunn- anlands og vestan. Sérstaklega var september í fyrra úrkomusam- ur og var þá um metúrkomu að ræða á sumum stöðum. Í Reykja- vík rigndi 25 daga í september í fyrra og mældist úrkoman 174 millimetrar, sem var aðeins tveim- ur millimetrum undir úrkomumet- inu frá árinu 1887. Lægðagangur við landið Veðurlagsspá frá Evrópsku reiknimiðstöðinni (ECMWF) er að þessu sinni óvenju skýr og sjálfri sér samkvæm, að sögn Einars. Spáð er háþrýstifráviki yfir Bret- landseyjum og fremur lágum loft- þrýstingi suður og suðaustur af Hvarfi á Grænlandi. Slík þrýs- tifrávik séu ákveðin vísbending um lægðagang hér við land, ekki endilega syrpu djúpra lægða, en í það minnsta mun leið raka loftsins af Atlantshafi liggja nærri Íslandi. „Þá rignir vitanlega talsvert og jafnvel mikið sunnanlands samfara vindáttum á milli SA og SV, en lengst af verður úrkomulítið norð- an heiða,“ segir Einar. Það sé þó ekki að sjá að þar verði sérlega þurrt, enda sé það svo þegar lægð- ir verða nærgöngular að norðan- vindur kemur fyrir með úrkomu einnig norðanlands. Einar segir að ef þessi spá rætist séu það góð tíð- indi fyrir vatnsaflsvirkjanir í land- inu eftir frekar snautlegt úrkomu- sumar. Þá fyllist öll uppistöðulón af ríkulegum haustrigningum. „Verulegar líkur eru á því að hit- inn á landinu öllu verði yfir með- allagi tímabilsins september til nóvember,“ segir Einar. Stíga varlega til jarðar Fram kemur hjá Einari að Breska veðurstofan sé búin að gefa út sína haustspá. Í henni sé stigið mjög varlega til jarðar eftir bomm- ertu sumarsins, en góðviðrisspá fyrir júní til ágúst gekk engan veg- inn eftir. Á Bretlandi rigndi nefni- lega nær látlaust í allt sumar. Nú segir veðurstofan breska að haust- mánuðirnir verði aðeins hlýrri en í meðallagi á Bretlandseyjum og í N- Evrópu en ekkert sé hægt að segja um úrkomu. „Þriggja mánaða veðurlagsspár gefa til kynna meðalveðurlag og innan þess rúmast talsverður breytileiki eins og gefur að skilja,“ útskýrir Einar. sisi@mbl.is Úrkoma Sunnlendingar þurfa vænt- anlega að bregða regnhlífum á loft. Morgunblaðið/Jim Smart Spáir mildu hausti en votviðri syðra Ekki ólíkt veðurlag og tvö síðustu haust SKÓGRÆKT ríkisins fékk fyrir helgi afhenta þrjá viðarvagna sem nýta á til útkeyrslu á timbri í hinu mikla grisjunarátaki sem nú stend- ur yfir. Geta vagnarnir borið allt að 11 tonnum af timbri og veitir ekki af því á næstu mánuðum er áætlað að aka út um 2.000 tonnum af viði. Skógrækt ríkisins hefur í sumar þegar boðið út um tíu grisj- unarverkefni og mun það vera meira en nokkru sinni fyrr. Grisjað verður m.a. í Hallormsstað, Skorra- dal, Þórðarstaðaskógi, Haukadals- skógi, Þjórsárdal og á Stálpa- stöðum. Viðarvagnarnir voru keyptir hjá Búvélum Jötni á Selfossi og eru finnskar að gerð, Nokka. Er krani á vögnunum sem lyftir timbrinu í og af þeim. Eldri gerð af Nokka- timburvagni hefur verið til á Hall- ormsstað um árabil og reynst vel, segir á skogur.is. aij@mbl.is Viðarvagnar keyptir fyrir grisjunarátak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.