Morgunblaðið - 01.09.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2009
Verðsssprengja!
MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG
Ýsuflök m. roði 1.140,-
Ýsuflök, roðl. og beinl. 1.280,-
Þorskflök m. roði 1.140,-
Rauðsprettuflök 1.090,-
Bleikjuflök 1.490,- Raspaðir ýsubitar 1.280,-
Reykt ýsa 1.470,-
Fiskibollur 1.090,-
Plokkfiskur 1:090,-
Sigin grásleppa 1.190,-
Gellur
–nýjar og nætursaltaðar 1.340,-
Kinnar
–nýjar og nætursaltaðar 1.340,-
Marineruð löngusteik 1.090,-
Steinbítssteikur 1.190,-
– Parmesan
– Indversk
– Sinneps & grasl.
– Karrý og kókos
– Béarnaise
Ýsaísósu:1.150,-
FLÖK STEIKUR
ÝMISLEGT
HEITUR MATUR
Í HÁDEGINU
Matseðill dagsins
Soðin ýsa m. hamsatólg og kartöflum
Pönnusteikt bleikja m. kryddjurtarjóma,
hrísgrjónum og salati
Ekta plokkfiskur m. rúgbrauði og tilheyrandi
Djúpsteiktur fiskur, kartöflur, sósa og salat
Nr.1
Bjóðum kaffi og “meððí”milli kl. 16 og 19 mánud. og þriðjud.
Gildir á meðan birgðir endast!
Nr.2
Nr.3
Nr.4
Bryggjuhúsið, Höfðabakka 1, 110 Reykjavík • Opið virka daga frá 10:00 - 19:00 • Sími: 587 5070
VIÐ GULLINBRÚ
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„HLUTVERK þessa vinnuhóps er
fyrst og fremst að fara yfir löggjöf-
ina eins og hún er hjá okkur og bera
hana saman við
tilsvarandi lög-
gjöf hjá ná-
grannalöndum
okkar, t.d. Dan-
mörku og Nor-
egi,“ segir Jóns
Bjarnason sjáv-
arútvegs- og
landbún-
aðarráðherra um
skipan vinnu-
hóps, sem endurskoðar núgildandi
jarða- og ábúðarlög.
Eins og fram kom í blaðinu sl.
laugardag, hefur stjórn Lands-
samtaka landeigenda á Íslandi gagn-
rýnt skipan vinnuhópsins. Telja
landeigendur að engin ástæða sé til
þess að breyta gilandi lögum og vilja
að viðskiptafrelsi ríki áfram á mark-
aði fyrir bújarðir líkt og með fast-
eignir yfirleitt.
Jón Bjarnason segir að umræður
um fæðu- og matvælaöryggi þjóða
séu mjög í deiglunni um þessar
mundir. Bendir hann í því sambandi
á greinar í nýjasta Bændablaðinu,
sem hann hvetur alla til að lesa. Þar
sé t.d. að finna þýdda grein úr er-
lendu blaði um þá hörðu baráttu sem
er um ræktunarland víða í heim-
inum. Einnig komi þar fram að Al-
þjóða viðskiptastofnunin, WTO, telji
það forsendu nýrrar stefnu, að hvert
land hafi rétt og skyldur til að geta
brauðfætt þegna sína. Því telji hann
tímabært, einmitt núna, að láta
skoða þessi mál. Jón telur eðlilegt,
að landeigendur komi sínum sjón-
armiðum á framfæri, en áréttar að
þessi vinna sé rétt að fara af stað.
Búnaðarþing 2008 samþykkti
ályktun, þar sem sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra var hvattur til
að skipa nefnd sem fengi það hlut-
verk að finna leiðir til þess að
tryggja varðveislu góðs rækt-
unarlands til framtíðar. Einar K.
Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra,
skipaði nefnd um þetta málefni í des-
ember sl. undir forystu Þórólfs Hall-
dórssonar, sýslumanns í Keflavík.
Var hlutverk nefndarinnar „að meta
hvort þörf sé á að endurskoða
ákvæði laga í þeim tilgangi að
tryggja betur en nú er, að land sem
nýtanlegt er til matvælaframleiðslu
verði ekki tekið til annarra nota með
varanlegum hætti.“
Að sögn Jóns Bjarnasonar er von
á áliti nefndarinnar áður en langt
um líður og muni nýskipaður vinnu-
hópur hafa álitið til hliðsjónar í
störfum sínum.
Þá kom fram hjá Erni Bergssyni,
formanni Landssamtaka landeig-
enda, gagnrýni á það hverjir skipuðu
vinnuhópinn. Sagði Örn að flestir
nefndarmenn væru flokksbræður
landbúnaðarráðherrans. Jón
Bjarnason sagði að vissulega væru
tveir alþingismenn Vinstri grænna í
vinnuhópnum, þeir Atli Gíslason og
Ásmundur Einar Daðason. Sagði
Jón að enginn gæti efast um fag-
þekkingu þeirra. Atli væri virtur
lögmaður og Ásmundur Einar
bóndi. Bændasamtökin hefðu til-
nefnd þrjá fulltrúa í vinnuhópinn og
hann hafi ekkert skipt sér af því
hvar það fólk stæði í pólitík.
Ráðherra segir að matvæla-
öryggi sé mjög í deiglunni
Nefnd hefur skoðað varðveislu ræktunarlands og skilar áliti innan skamms
Morgunblaðið/RAX
Túnin slegin Baráttan um landið hefur verið í deiglunni, bæði hér heima og
erlendis. Áhersla er lögð á það að hver þjóð geti brauðfætt þegna sína.
Jón Bjarnason
Í DAG tekur gildi
reglugerð sem
kveður á um að
ferskar matjurtir
í verslunum skuli
merktar á um-
búðum með upp-
lýsingum um
upprunaland.
Sama á að
gilda um vörutegundir úr ferskum
matjurtum, þar sem þeim er bland-
að saman og/eða þær skornar nið-
ur. Þegar um er að ræða vöruteg-
und, þar sem ferskar matjurtir hafa
uppruna í fleiri en einu landi, skal
tilgreina nafn hverrar matjurtar og
upprunaland hennar á umbúðum.
Bjarni Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sambands garðyrkjubænda,
segir það fagnaðarefni að þessi
reglugerð taki nú gildi. Þetta hafi
verið baráttumál íslenskra garð-
yrkjubænda lengi. Hann segir að
allt íslenskt grænmeti sé rækilega
merkt, og þá fyrst og fremst með
fánalitunum. Hins vegar hafi verið
brögð að því að innflutt grænmeti
hafi ekki verið merkt uppruna-
landi.
Bjarni hvetur neytendur til að
fylgjast vel með því að verslanir
fari eftir hinni nýju reglugerð. „Ég
verð með þeim fyrstu í búðirnar til
að fylgjast með því að farið sé eftir
reglunum,“ segir Bjarni. sisi@mbl.is
Skylt að
merkja
matjurtir
Reglugerð um upp-
runaland tekur gildi