Morgunblaðið - 18.09.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.09.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VERKTAKAR í byggingariðnaði, eða þeir sem á annað borð ætla að ráðast í nýbyggingar við núverandi efnahagsaðstæður, þurfa að leggja fram bankaábyrgð síns viðskipta- banka ef þeir ætla að fá svonefnd fokheldislán frá Íbúðalánasjóði. Voru þessar reglur hertar í febrúar á síðasta ári en það er ekki fyrr en nú að farið er að bera á óánægju bygg- ingaraðila með þetta fyrirkomulag. Á sama tíma hafa bankarnir verið að herða sínar útlánareglur og ekki auðsótt að fá bankaábyrgðir eða aðra lánafyrirgreiðslu. Tölur frá Íbúðalánasjóði sýna að lán til byggingaraðila og vegna leiguíbúða hafa snarminnkað á árinu. Á öllu síðasta ári veitti sjóð- urinn alls um eitt þúsund leiguíbúð- alán fyrir um 15,7 milljarða króna. Frá áramótum hafa aðeins 334 slík lán verið veitt, að andvirði 5,9 millj- arðar króna, og nær engin síðan í vor. Á sama tíma hafa mun fleiri lán- takar sjóðsins orðið að skuldbreyta lánum en á síðasta ári. Væri nóg að taka veð í eigninni Að sögn Jóns Bjarna Gunnarsson- ar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sendu samtökin bréf til Íbúðalánasjóðs nú síðsumars varðandi bankaábyrgðina. Þar er óskað eftir endurskoðun á reglum sjóðsins um ábyrgðina en erindinu hefur ekki verið svarað. „Við hefðum talið að það væri nóg að taka veð í eigninni sjálfri og að ekki þyrfti að fá bankaábyrgð frá þriðja aðila. Sjóðurinn sem lánveit- andi á bara að meta verkefnið. Þetta á einnig við um fjöleignarhús því þegar húsfélag tekur lán er krafist bankaábyrgðar, jafnvel þó að allt húsið sé undir,“ segir Jón Bjarni. Hann bendir einnig á aukinn kostnað samfara því að krefjast ábyrgðar frá bönkunum. Krafa um tryggingar takmarki líka svigrúm verktaka til annarrar fyrirgreiðslu „Það er líka mikið hagsmunamál fyrir alla að hámarkslán verði hækk- að því að á einn eða annan hátt snertir þetta íbúðaverð alla í land- inu.“ Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir svarbréf við erindi Samtaka iðnaðarins fara fyrir stjórn sjóðsins í næstu viku og ákvörðun verði tekin þá um hvort ástæða sé til að endurskoða eða breyta reglum um bankaábyrgðir. Guðmundur segir þessar reglur vera bæði gamlar og nýjar. Þær hafi verið í gildi á árum áður en fallið úr gildi þegar umsvif á fasteignamark- aði urðu mikil. Síðan hafi þótt ástæða til að taka þær upp aftur þeg- ar markaðurinn dróst saman og áhættan í útlánunum varð meiri. Endurskoðun á lánareglunum mun fara fram í samráði við stjórn- völd, að sögn Guðmundar, en fyllsta aðhalds hefur verið gætt í útlána- starfseminni og reglur hertar á fleiri sviðum.. Þannig hafa engin ný lán til leiguíbúða verið veitt síðan í vor en stjórn sjóðsins mun í næstu viku taka fyrir umsóknir um slík lán víða að af landinu. Kvartað und- an kröfu um bankaábyrgð Íbúðalán til verktaka hafa snarminnkað Bankar og Íbúðalánasjóður hafa hert reglur um lán til nýbygg- inga. Samtök iðnaðarins bíða eft- ir svörum frá Íbúðalánasjóði um ástæður fyrir bankaábyrgð sem skilyrði lántöku. Í HNOTSKURN »„Hingað kemur nánastenginn að biðja um lán,“ sagði einn bankastarfsmaður við blaðið sem afgreitt hefur framkvæmdalán til verktaka. »Lítið er um nýbyggingar áhöfuðborgarsvæðinu en staðan er mismunandi eftir landshlutum. »Lán út á nýbyggingu erveitt í allt að fimm ár frá því að bygging er fokheld.                           !" #" $                      „SALA bóka á íslensku það sem af er árinu hjá Eymundsson er jafnmikil og allt árið í fyrra. Áherslurnar í lestri og því sem fólk virðist vera að gera eru auk þess gjörbreyttar. Þetta eru svo jákvæð tíðindi að ég varð hálfsnortin. Þjóð- in situr ekki með hendur í skauti, heldur rækt- ar hún og framleiðir sjálf,“ segir Bryndís Lofts- dóttir, bóksali hjá Eymundsson. „Það hefur orðið 600% aukning í seldum ein- tökum hannyrðabóka miðað við sama tíma í fyrra. Fjöldi seldra eintaka af bókum um garða, gróður og ræktun er 200% meiri nú,“ greinir Bryndís frá. Veltan á matreiðslubókum á íslensku er nú í fyrsta skipti í 10 ár hærri en veltan á sjálfs- hjálparbókum, að sögn Bryndísar. „Mat- reiðslubækur hafa að vísu alltaf selst vel en það sem af er árinu er rúmlega 100% aukning í seldum eintökum miðað við sama tíma í fyrra. Útgáfa matreiðslubóka er mjög öflug núna. Það eru komnar að minnsta kosti 13 nýjar íslenskar matreiðslubækur á árinu og jólabókaflóðið er ekki byrjað.“ Minni sala á sjálfshjálparbókum Sala á sjálfshjálparbókum hefur hins vegar minnkað talsvert, að því er Bryndís greinir frá. „Fólk er farið að finna hvað það getur sjálft í stað þess að horfa á excel-tölur og munka í fjar- lægum löndum eins og í bókinni Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Ég er komin með trú á þjóðina. Við erum farin að prjóna, rækta og elda. Það verður gaman að vita hvað verður í jólapökkunum í ár. Það verður kannski mat- arboð, vettlingar eða lifandi kryddjurtir.“ Ástæðan fyrir því að Bryndís fór að skoða sölutölur eftir flokkum var gríðarleg sala á endurútgáfu bókarinnar Matur og drykkur eft- ir Helgu Sigurðardóttur. „Önnur prentun bók- arinnar er að koma á markaðinn. Þessi bók skaust strax upp á topp listans yfir söluhæstu bækurnar.“ ingibjorg@mbl.is 600% aukning í sölu hannyrðabóka Morgunblaðið/Golli Rokseljast Sala bóka á íslensku jafnmikil og allt árið í fyrra. Þjóðin er farin að prjóna og rækta og hætt að horfa á munka í fjarlægum löndum FULLORÐIÐ fólk á það til að segja með eftirsjártrega að „þetta sé ungt og leiki sér“, þegar æskan fer að ærslast og víst er að þessir piltar voru ekki þjakaðir af áhyggjum þar sem þeir léku sér við Korputorg. Skólarnir eru komnir vel af stað og vinirnir kætast við auknar samvistir. Þó að haustið sé komið á kreik með sínum köldu vindum létu strákarnir það ekki stoppa sig í að sprella úti við og háir veggir buðu upp á klifur. Morgunblaðið/Golli UNGT OG LEIKUR SÉR ÚTFÖR Helga Hóseassonar fór fram í kyrrþey í gær en hann lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 6. september sl., 89 ára að aldri. Helgi hafði mjög ákveðnar óskir varðandi útför sína og meðferð ösk- unnar. Að sögn talsmanns uppeldis- barna Helga var reynt að uppfylla þær óskir í hvívetna. Útförin var mjög látlaus rétt eins og Helgi hafði óskað eftir en Sið- mennt hafði umsjón með athöfninni sem fór fram í sal Söngskóla Maríu Bjarkar. Engir sálmar voru leiknir við útförina heldur ættjarðarlög en Helgi var afar gagnrýninn á kirkj- una og yfirvöld sem ekki vildu rifta skírnarsáttmála hans. Helgi hafði óskað eftir að ösku hans yrði dreift á bernskuslóðum hans við Höskuldsstaðasel í Breið- dal. Þar sem óheimilt er að dreifa ösku á Íslandi nema í sjó eða uppi á hálendi verður farið með öskuna inn til landsins upp frá Breiðdaln- um. „Óskir hans tóku tillit til þess og var vilji hans að öskunni yrði dreift í Breiðdal ef hægt væri, ann- ars inn til landsins. Við reynum okkar besta til að gera þetta eins og hann vildi,“ segir Hafsteinn Haf- steinsson, talsmaður uppeldisbarna Helga og konu hans Jóhönnu Jak- obsdóttur. jmv@mbl.is Útförin haldin samkvæmt ósk- um Helga Helgi Hóseasson Samráðshópur fulltrúa lántak- enda hefur óskað eftir því að hafa aðkomu að vinnu við að móta ný úrræði vegna skuldavanda heimilanna, en hópurinn hefur fundað með fulltrúum stjórnvalda og hags- munasamtökum að undanförnu. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir mun jákvæðari tón í stjórnvöldum nú varðandi almenn- ar aðgerðir til að bregðast við skuldavandanum en áður. Samráðshópinn skipa auk Gísla fulltrúar Húseigendafélagsins, Hagsmunasamtaka heimilanna, Fé- lags fasteignasala og Búseta á Norðurlandi. Í vikunni fundaði hóp- urinn með félagsmálaráðherra, þingflokkum VG og Samfylkingar, ASÍ og Neytendasamtökunum. Gísli segir vatnaskil hafa orðið á fundi Seðlabankans á dögunum þar sem Þorvarður Tjörvi Ólafsson hagfræðingur reifaði mikilvægi þess að endurskipuleggja skuldir heimila og fyrirtækja. „Það hjálpar okkur að sannfæra stjórnvöld um að það þurfi að gera eitthvað meira ekki seinna en núna.“ ben@mbl.is Vilja taka þátt í að móta skuldaúrræði Gísli Tryggvason Faxafeni 12, 108 Reykjavík Glerárgata 32, 600 Akureyri www.66north.is Freyja pollagalli Regnjakki 2.500 kr. Smekkbuxur 2.000 kr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.