Morgunblaðið - 18.09.2009, Page 31

Morgunblaðið - 18.09.2009, Page 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 PLÖTUR Pacifica-kvartettsins með strengjakvartettum Elliots Carters eru meðal 100 bestu platna sem gefn- ar hafa verið út – platna sem enginn aðdáandi klassískrar tónlistar má vera án. Þetta er mat tónlistargagn- rýnenda breska blaðsins Daily Tele- graph en blaðið birti á vef sínum lista yfir plöturnar hundrað og stutta um- sögn um hverja og eina. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari er einn fjór- menningana í kvartettnum. Plöturnar með kvartettum Elliots Carters hafa hlotið fjölmargar viðurkenningar og verðlaun, en tónskáldið, þá hundrað ára fylgdist með upptökunum á kvart- ettunum, sem eru fimm að tölu. Í umsögn gagnrýnenda Telegraph segir: „Þessar fimm módernísku skopparakringlur, grípandi hringiður hinnar skipulögðu óreiðu og óskipu- legu reglu spanna hálfa öld af starfs- ævi tónskáldsins sem nú er 101 árs. Tilfinningaþrunginn leikur Pacifica- kvartettsins sem hljóðritaður var í fyrra, er nú þegar orðinn að nútíma klassík. Nútíma klassík Carter plötur Pacifica með þeim 100 bestu Með þeim bestu Pacifica-kvartettinn. Í VÆNTANLEGRI bók sinni, Icelanders in the Viking Age: The Lives and Times of the People of the Sagas, fjallar rit- höfundurinn dr. William R. Short um líf og aðstæður fólks- ins í Íslendingasögunum og veitir nútímalesendum þannig lykil að sögunum. Í dag kl. 12.10 verður dr. Short gestur Vísindaports Háskólaseturs Vestfjarða. Þar mun hann fjalla um efni bókarinnar með áherslu á þær upp- lýsingar sem erlendir nútímalesendur þurfa á að halda til að njóta sagnanna. Líkt og fyrr fer Vís- indaportið fram í kaffisal Háskólaseturs. Fyrir- lesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Bókmenntir Líf fólksins í Íslendingasögunum Dr. William R. Short LJÓSMYNDASÝN- INGIN Þórir SF 77 verður opnuð í gallerí Verðandi í bókabúðinni Skuld, Laugavegi 51 í dag kl. 17. Á sýningunni eru myndir Brynju Daggar Friðriksdóttur af áhöfn Þóris SF 77 sem gerður er út frá Höfn í Hornafirði. Brynja Dögg Friðriksdóttir er áhuga- ljósmyndari og hefur fengist við ljósmyndun frá unga aldri. Hún hefur unnið á fjölmiðlum síðast- liðin fjögur ár, m.a. í Kompási á Stöð 2 og frétta- stofu Stöðvar 2. Hún starfaði um tíma sem blaða- maður á DV og hefur auk þess skrifað greinar og pistla fyrir fjölmörg íslensk blöð og tímarit. Sýn- ingin stendur til 16. október. Ljósmyndir Skipverjar á Þóri SF77 á sýningu Skipverji á Þóri SF77. SIGURÐUR Örlygsson opnar myndlistarsýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, á morgun kl. 15. Á sýningunni eru fjögur ný verk unnin með akrýllitum og ein höggmynd. Þetta er fimmta sýning Sig- urðar hjá Ófeigi. Í myndefninu er stiklað á stórum atburðum frá upphafinu til dagsins í dag. Tríóið Smugan mun spila sí- gilda söngva á opnuninni, en hljómsveitina skipa Arnljótur, Gylfi og Unnur Malín Sigurðarbörn. Sigurður stundaði myndlist- arnám við Myndlista- og handíðaskólann, Lista- akademíuna í Kaupmannahöfn og Art Students League New York. Myndlist Sigurður Örlygsson sýnir hjá Ófeigi Sigurður og Landnám. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ erum bjartsýn, þótt við finnum fyrir kreppunni eins og aðrir. Það leggja allir meira á sig, og við hag- ræðum innanhúss, því það kom aldr- ei til greina að hækka miðaverðið og verð á áskriftarkortum,“ segir María Sigurðardóttir, leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar, en vetrarstarf leikhússins hefst í kvöld með sýn- ingu á leikriti Darios Fos, Við borg- um ekki, við borgum ekki, en sýn- ingin naut mikilla vinsælda á síðasta leikári. Lilja tekur á mansali Tvö ný íslensk verk verða frum- sýnd í vetur. „Annars vegar er það Lilja, sem Jón Gunnar Þórðarson semur, og fjallar um mansal. Við verðum líka með nýtt verk eftir Snæbjörn Ragnarsson úr Ljótu hálf- vitunum, en hann samdi Láp og Skráp sem við sýndum á aðventunni í fyrra. Nýja leikritið heitir Lykillinn að jólunum, og er um þann leynd- ardóm hvernig einn jólasveinn kemst yfir það að setja í alla skó á einni nóttu. Þetta er mikið ævintýri.“ Um páskana verður þriðja ís- lenska leikritið sett á svið, en það er gestasýning frá Gral-leikhúsinu í Grindavík og heitir Horn á höfði. María nefndi í upphafi að starfs- menn leikhússins legðu nú meiri vinnu á sig en fyrir kreppu, en varla er það þó ástæðan fyrir því að í leik- ritinu 39 þrepum, einni af stóru sýn- ingum vetrarins, verða fjórir leik- arar í 139 hlutverkum. „Þetta er spennu- og gaman- leikur,“ segir María og hlær, „Þetta er verk eftir breskan grínista og byggt á skáldsögunni 39 þrepum sem Hitchcock gerði mynd eftir. Leikritið hefur gengið í London í þrjú ár og er alveg ótrúlega fyndið.“ Söngleikurinn Rocky Horror fer á svið í mars og kveðst María vera komin með frábært lið í sýninguna. „Andrea Gylfadóttir verður tón- listarstjóri og leikur líka eitt hlut- verkið; Magnús Jónsson, Bryndís Ásmundsdóttir og Atli Þór og Jó- hann G. í A-J; Guðmundur Ólafsson og ung leikkona, nýútskrifuð frá Glasgow sem við höfum fastráðið í vetur, Jana María Guðmundsdóttir. Eyþór Ingi úr Bandinu hans Bubba verður líka með í sýningunni, en Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir.“ Leikfélag Akureyrar fær aðra gestasýningu norður, þegar Borg- arleikhúsið kemur með Djúpið í heimsókn. „Þetta er mögnuð sýning, sem verður hjá okkur 24. og 25. sept- ember. Íslenski dansflokkurinn kemur svo eitt kvöld í október með þrjú verk, Skekkju, Svaninn og Kvart. Eftir áramótin fáum við aðra gestasýningu úr Borgarleikhúsinu, en það eru Trúðarnir sem settu upp Dauðasyndirnar í fyrra. Núna takast þeir á við jólaguðspjallið í verki sem heitir Jesús litli.“ LA heldur upp- teknum hætti í vetur með Þjón í súp- unni, spuna, framreiddan í samvinnu við veitingahúsið Friðrik V. „Við vinnum með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands að flutningi Sögu dátans eftir Stravinskíj; verðum með ljóðakvöld í desember og leiklist- arskóla fyrir krakka.“ Fjórir leikarar í 139 hlutverkum  Leikfélag Akureyrar hefur veturinn með Dario Fo í kvöld  Tvö íslensk verk frumsýnd í vetur  Rocky Horror á svið og einnig 39 þrep, verk byggt á Hitchcock Við borgum alls ekki Þrúður Vilhjálmsdóttir og Maríanna Klara Lúthers- dóttir í hlutverkum sínum í leikriti Darios Fo. Fyrsta sýning er í kvöld. Innsetningin hans Egils tókst þá líka mjög vel upp.“ Börkur segir að mikið mark sé tekið á Carnegie-verðlaun- unum í hinum alþjóðlega listheimi og auk þess séu þau afar vegleg, en verðlaunaféð fyrir fyrsta sætið er ein milljón sænskra króna. „Sýningin fer þá um Norðurlöndin og til fleiri landa, þ.á m. til Bretlands. Þannig að kynningin er góð.“ – En af hverju Kristján? „Ég held að enginn deili um það að hann hefur verið lengi verið einn af okkar fremstu samtímamyndlist- armönnum. Ferill hans hefur ein- kennst af mikilli samkvæmni, hann er sannur í því sem hann er að gera og það er að heilla fólk úti um allan heim. Áhugi á verkum hans er landa- mæralaus.“ Börkur segir að þessi verðlaun muni klárlega hafa jákvæð áhrif á Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is CARNEGIE-verðlaunin voru fyrst veit árið 1998 og hafa Íslendingar tekið við þeim tvisvar sinnum áður. Árið 2005 fékk Eggert Pétursson önnur verðlaun og Hreinn Friðfinns- son fékk sömuleiðis önnur verðlaun árið 2000. Í ár voru 23 listamenn til- nefndir en fulltrúar Íslands voru þeir Kristján og Egill Sæbjörnsson og hlaut Kristján fyrstu verðlaun, fyrst- ur Íslendinga. Ekki hrærður, en þakklátur Í samtali við Börk Arnarson hjá i8, en bæði Kristján og Egill eru í sam- starfi við galleríið, kemur fram að at- höfnin hafi verið einkar glæsileg. „Svo er þetta sýning líka og það fer vel um verkin hans Kristjáns hérna. heim íslenskrar myndlistar en á þó ekki von á því að þetta eigi eftir að hækka verðið á verkum Kristjáns, þó að eftirspurnin eigi efalaust eftir að aukast. „Kristján fjöldaframleiðir ekki verk, og þau eru á „réttu“ verði eins og stendur,“ segir Börkur. Kristján sjálfur er þekktur fyrir staka hógværð gagnvart svona mál- um.Þegar blaðamaður spyr hvort að hann sé hrærður segir hann nei, með semingi, en gengst þó við þakklæt- inu. En þetta muni þó ekki hafa nein áhrif á hann, þannig. „Þetta breytir engu … svoleiðis. Hefur a.m.k. engin áhrif á mynd- listina mína. Ég held bara mínu striki. Þetta er svona eins og að fá fimm ára starfslaun eða eitthvað slíkt. Ég get haldið áfram að vinna, keypt efni og borgað reikningana …“ „Þetta breytir engu … svoleiðis“ Ljósmynd/Scanpix Heiður Kristján tekur í hönd Margrétar Danadrottningar. Samkoman í Kaupmannahöfn var „fjölmenn og glæsileg“ að sögn listamannsins.  Kristján Guðmundsson fékk Carnegie-verðlaunin í gær  Jákvætt fyrir íslenska myndlist segir Börkur Arnarson hjá i8 Það á vel við í dag að mati Maríu að sýna Við borgum ekki, við borgum ekki, eftir Dario Fo, en fyrsta sýning, og jafnframt fyrsta sýning vetrarins, er í kvöld í Samkomuhúsinu. „Magnea J. Matthíasdóttir þýddi verkið og staðfærði og leikhópurinn hefur bætt ýmsu inn, því það er alltaf eitthvað á seyði í samfélaginu sem passar í það. Ég er mjög spennt að geta sýnt verkið hér, og það hefur verið mikið hlegið hér í vikunni meðan á æfingum hefur stað- ið.“ Við borgum ekki við borgum ekki HLYNUR Halls- son var kosinn for- maður SÍM á auka- aðalfundi félagsins 15. september. Ás- laug Thorlacius, sem verið hefur formaður sl. 7 ár, hafði óskaði eftir því að láta af störf- um sem formaður. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem stjórnmálamenn og embætt- ismenn eru hvattir til að leita ávallt til fagaðila varðandi ákvarðanir um myndlist, hvort sem um ræðir fjár- veitingar eða heiðursvottun. Hlynur for- maður SÍM Hlynur Hallsson Þetta snýst fyrst og síðast um að fanga hugmyndir og vinna úr þeim...32 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.