Morgunblaðið - 18.09.2009, Page 21

Morgunblaðið - 18.09.2009, Page 21
mann að afla upplýsinga og útskýra fremur en að fyllast heil- agri vandlætingu og fara með rangfærslur. Sú tegund af blaða- manni gerir engum gagn og eykur ekki tiltrú á þeim fjölmiðli, sem hann starfar á. Sá blaðamaður sinnir ekki skyldu sinni sem er að miðla upplýsingum, heldur hafa einhverjir aðrir hagsmunir tekið völdin í störfum hans. Í nafnbreyt- ingu á fyrirtækjum, hvort sem þær ganga eftir eða ekki, getur aldrei falist ,,sýndargjörningur“, svo spurningu Agnesar frá því á miðvikudag sé svarað. Eitthvað virðist ljós rannsóknarblaðamannsins Agnesar Bragadóttur farið að dofna, þegar hún ber því við op- inberlega að afskriftir bankakerf- isins vegna Árvakurs hf. séu henni ókunnar. Agnes myndi væntanlega ekki víla fyrir sér að ganga eftir þeim upplýsingum frá öðrum fyr- irtækjum! Í fyrri grein minni fór ég yfir að salan á 365 miðlum ehf. var liður í að verja 365 hf. þroti. Því miður tókst það ekki. Agnes dregur hins vegar sínar röngu ályktanir og setur kaup Rauðsólar ehf. á 365 miðlum ehf. í samhengi við skulda- afskriftir Árvakurs hf., þrátt fyrir að henni séu þær að mestu ókunnar! Séu þessir tveir gern- ingar bornir saman má sjá að reiðuféð sem notað var við kaup Rauðsólar ehf. á 365 miðlum ehf. var u.þ.b. þrisvar til fimm sinnum meira heldur en hlutaféð sem nýir eigendur Árvakurs hf. lögðu því félagi til. Við yfirtökuna á Árvakri hf. voru afskrifaðar skuldir á fjórða milljarð króna, skuldir sem allar höfðu orðið til í fjölmiðla- rekstri Árvakurs hf. Auk þess voru afskrifaðar skuldir eigenda Árvakurs hf. vegna hlutabréfa- kaupa upp á um fimm milljarða. Við kaup Rauðsólar ehf. á 365 miðlum ehf. voru allar skuldir sem höfðu orðið til í rekstri þess félags teknar yfir og gott betur. Þar var engin afskrift. Eðlilega var því ekkert hlutafé niðurskrifað við sölu 365 miðla ehf. Þessi grein er tilraun til að koma staðreyndum á framfæri og leiðrétta rangfærslur í skrifum Agnesar Bragadóttur. Þegar orð- ræða hennar er sú helst að maður sé ýmist nefapi, auraapi, leigu- penni eða falli í flokk spunameist- ara þá þjónar engum tilgangi að halda slíkum skrifum áfram. Flestir hljóta hins vegar að sjá að annað auga Agnesar er blint. » Í stað þess að takast á við grein mína með rökum, greina hana með málefnalegum hætti og svara, velur Agnes að fara aðra leið. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 HRANNAR B. Arn- arsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðar- dóttur, forsætisráð- herra, skrifaði grein sem slegið var upp á leiðarasíðu Morg- unblaðsins á miðviku- dag. Um leið og Hrannar hældi for- sætisráðherra sínum á hvert reipi kvartaði hann sáran undan þeirri gagnrýni sem Jóhanna hefur sætt fyrir að hafa látið lítið fyrir sér fara í fjölmiðlum á þessum miklu umbrotatímum. Á slíkum tímum sætta hvorki fjölmiðlar né almenningur sig við að forsætisráð- herra þjóðarinnar hlaupi í felur líkt og Jóhanna hefur gert, heldur er þess eðlilega krafist að ráðherrann geri skýra grein fyrir því til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggst grípa til þess að leysa úr þeim vanda sem þjóðin glímir nú við. Sú gagnrýni sem Jóhanna Sigurð- ardóttir hefur sætt er ekki frá pólitískum andstæðingum hennar komin. Hún kemur frá almenningi og fjöl- miðlum, ekki síst er- lendu fjölmiðlafólki, sem hefur ítrekað lýst því opinberlega hversu erfitt sé og allt að því ómögulegt að eiga samskipti við íslenska forsætisráðherrann, m.a. vegna álitamála sem varða þjóðarhagsmuni Íslands miklu. Nægir þar að nefna Icesave-málið og aðildarumsókn Íslands að ESB. Þó svo að aðstoðarmaður for- sætisráðherra haldi því fram í grein sinni að Jóhanna Sigurð- ardóttir hafi haldið blaðamanna- fundi þá breytir það ekki því að er- lendir fjölmiðlar hafa svo mánuðum skiptir ekki náð nokkru sambandi við forsætisráðherra Íslands. Með framgöngu sinni hefur Jóhanna Sigurðardóttir, því miður, vanrækt þá skyldu sína sem forsætisráð- herra að halda fram málstað Ís- lands á erlendum vettvangi og tala máli þjóðarinnar þegar að henni er sótt. að er algengt að þeir sem vita upp á sig skömmina reyni þeir að koma sökinni yfir aðra. Í grein Hrannars segir: „Undanfarinn hálf- an mánuð hefur ekkert frést af for- mönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Á meðan er endurtekið kvartað yfir því að Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra sé ekki nógu sýnileg þótt haldnir hafi verið tveir blaða- mannafundir eftir ríkisstjórn- arfundi í sl. viku.“ Telji Hrannar B. Arnarsson að málflutningur eins og þessi geri hlut forsætisráðherrans fegurri, þá er það misskilningur. Hvorki for- maður Sjálfstæðisflokks né Framsóknarflokks gegnir embætti forsætisráðherra. Hvorugur þeirra ber ábyrgð á stjórn landsins með sama hætti og forsætisráðherrann. Hvorugur þeirra hefur jafn ríka upplýsingaskyldu gagnvart fjöl- miðlum og almenningi og Jóhanna. Hvorugur þeirra hefur vikið sér undan samskiptum við fjölmiðla. Og formenn stjórnarandstöðuflokk- anna eru ekki talsmenn ríkisstjórn- arinnar. Það hlutverk er á herðum forsætisráðherrans. Það furðulegasta í grein aðstoðarmanns forsætisráðherra er sú afbragðseinkunn sem hann gef- ur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur. „Afköst og árangur rík- isstjórnarinnar þennan tíma er án nokkurs vafa meiri en nokkurrar annarrar ríkisstjórnar í lýðveld- issögunni. Verkin hafa verið látin tala frá fyrsta degi.“ Það er auðvitað sjálfsagt og eðli- legt að aðstoðarmaðurinn standi með sínu fólki og tali máli þeirra sem best hann kann. En fyrr má nú vera. Ég leyfi mér að efast um að fólk- ið í landinu finni fyrir þessum gríðarlegu afköstum og árangri á eigin skinni sem aðstoðarmaður Jó- hönnu lýsir svo fjálglega. Það virð- ist hafa farið gjörsamlega framhjá nánasta samstarfsmanni hennar að á annan tug þúsunda Íslendinga eru nú án atvinnu. Laun annarra hafa lækkað, en skattar hafa hækk- að. Gengi krónunnar er hrunið. Vextir eru hvergi hærri. Við búum við stórskaðleg gjaldeyrishöft. Þau fyrirtæki sem ekki eru komin í þrot berjast í bökkum. Fjölskyldurnar í landinu óttast framtíðina og þurfa á öllu sínu að halda til að missa ekki heimili sín á nauðungaruppboð. Og svo mætti lengi telja. Ég vona svo sannarlega að for- sætisráðherra Íslands sé í betri tengslum við raunveruleikann en aðstoðarmaðurinn hennar bersýni- lega er. Eftir Sigurð Kára Kristjánsson »Með framgöngu sinni hefur Jóhanna Sigurðardóttir, því mið- ur, vanrækt þá skyldu sína sem forsætisráð- herra að halda fram málstað Íslands á er- lendum vettvangi … Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins. Forsætisráðherra, fjöl- miðlar og raunveruleikinn MIKIÐ væri það nú ánægjulegt ef rekja mætti raunir íslensku þjóðarinnar til þess að forsætisráðherrann hefur ekki orðið við beiðnum erlendra fréttamanna um sjón- varps- eða önnur fjöl- miðlaviðtöl. Mikið væri líka ánægjulegt ef raunir þjóðarinnar mætti leysa með því að hún skrifaði eitt lítið letters bréf til kollega sinna í útlöndum og þeir svöruðu henni með því að gefa okkur skulda- og syndaaf- lausn. Afleiðingar hrunsins verða ekki lagfærðar með almannatengsla- eða PR-fixum sem einkenndu árin fyrir hrun hvort heldur var í viðskipta- eða stjórnmálaheiminum. Við munum þurfa að takast á við afleiðingarnar á næstu árum hvort heldur okkur líkar betur eða verr. Sum hafa misst vinn- una, önnur eiga því miður eftir að missa hana. Kaupmáttur allra launa hefur minnkað. Skattar hafa hækkað og munu hækka meira. Lánin hafa hækkað hvort heldur þau eru verð- tryggð eða í myntkörfu. Það þarf að draga saman í ríkiskerfinu. Engin sjónvarpsviðtöl eða bréf til manna í útlöndum munu breyta því. Ég las einhvers staðar að samfylk- ingarfólk væri farið að ókyrrast, að því er mér skildist vegna þess að forsætis- ráðherrann er er ekki á útopnu um alla heima og geima. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að við munum ekki bera gæfu til að nota tækifærið sem hrunið gefur okkur til að hrista ærlega upp í kerfinu. Fjárlög verða lögð fram í byrjun október. Ég spái því að þau verði fyrri fjárlögum lík að öðru leyti en því að búið verður að lækka útgjöld um einhver prósent hér og aðra pró- sentutölu þar. Það er ekki nógu gott – við eigum að nota tækifærið til að gera gagngera endurskoðun á rík- iskerfinu öllu: stjórnsýslunni, skóla- kerfinu, heilbrigðiskerfinu, dóms- kerfinu og hverju nafni sem kerfin öll nefnast. Ekki síst er nauðsynlegt að finna einhverja leið út úr skuldavanda fólks og fyrirtækja. Verðtryggingin var sett á þegar lán voru minna en ódýr og minna en ókeypis. Þeir sem tóku lán borguðu minna til baka en þeir fengu að láni. Nú hefur verð- tryggingin snúist algerlega upp í andhverfu sínu. Þetta þarf að leið- rétta. Það eru til leiðir til þess. Þær leiðir eru ekki vísindi heldur pólitísk ákvörðun. Vissulega verða færðir til fjármunir, en það er einmitt stór hluti af starfi stjórnmálmanna að ákveða hvernig á að færa fjármuni frá einum þjóðfélagshópi til annars. Það er ekki mjög erfitt í góðæri, þeg- ar allt leikur í lyndi. Það getur verið erfitt við aðstæður eins og nú ríkja, það verður engu að síður ekki umflú- ið. Hvort heldur er við endurskoðun ríkiskerfisins eða lánakerfisins hljót- um við jafnaðarmenn að hafa að leið- arljósi að tryggja hag þeirra sem minnst hafa. Við þurfum að tryggja að allir geti notið menntunar og læknisþjónustu. Við þurfum að tryggja öllum mannsæmandi hús- næði og lífsviðurværi. Við þurfum líka að tryggja að hagkerfið virki og það gerir það ekki ef fólk hefur ekki peninga til annars en að greiða hús- næðisskuldir. Fólk verður einnig að að geta keypt vöru og þjónustu því annars leggjast fyrirtækin af, en þau eru þegar öllu er á botninn hvolft undirstaða velferðarinnar. Eftir Valgerði Bjarnadóttur » Afleiðingar hrunsins verða ekki lagfærð- ar með almannatengsla- eða PR-fixum sem ein- kenndu árin fyrir hrun hvort heldur var í við- skipta- eða stjórn- málaheiminum. Valgerður Bjarnadóttir Höfundur er alþingismaður. Kreppuþankar V i n n i n g a s k r á 20. útdráttur 17. september 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 6 6 7 2 5 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 5 1 4 6 2 6 6 5 3 3 4 0 3 8 7 3 8 0 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 16569 19685 23047 26449 42328 78364 18942 22173 26110 41129 50775 79204 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 4 8 4 1 0 8 9 5 2 1 5 0 4 2 8 6 6 7 3 8 3 7 4 5 3 7 0 5 6 1 1 3 3 7 1 4 5 5 1 6 1 8 1 1 9 5 1 2 2 5 2 8 2 8 7 1 1 3 9 3 6 1 5 5 1 2 4 6 2 5 9 4 7 4 1 1 5 1 6 4 9 1 2 2 5 6 2 3 0 0 9 2 9 6 1 8 3 9 5 9 6 5 5 4 8 6 6 3 5 4 0 7 4 5 2 5 2 3 9 2 1 3 7 3 5 2 3 5 4 0 2 9 7 1 0 4 0 3 7 5 5 5 5 4 7 6 4 0 5 7 7 4 7 2 5 3 0 3 3 1 5 4 6 7 2 4 8 2 4 3 1 2 2 2 4 5 3 5 1 5 5 7 5 2 6 5 3 3 5 7 4 7 7 7 3 9 4 9 1 5 7 4 9 2 5 8 1 1 3 1 8 5 5 4 6 5 9 4 5 6 6 7 2 6 5 8 4 4 7 5 3 0 0 4 1 4 0 1 6 9 0 4 2 5 8 4 4 3 5 0 5 9 4 9 1 5 9 5 6 9 3 0 6 6 2 4 5 7 5 5 5 6 5 9 1 6 1 7 0 6 6 2 6 1 8 7 3 5 1 2 1 5 1 9 1 7 5 7 1 4 0 6 7 3 1 3 7 6 9 0 7 8 0 1 2 1 7 3 3 4 2 6 5 0 2 3 5 2 1 7 5 1 9 9 8 5 7 8 3 0 6 9 2 0 3 7 7 9 6 5 8 5 3 9 1 8 2 8 9 2 6 6 6 3 3 6 5 5 6 5 2 9 9 4 5 8 1 2 3 7 0 3 3 6 9 9 3 0 1 9 7 1 7 2 6 8 0 6 3 7 3 0 8 5 3 1 3 8 5 8 5 3 9 7 0 5 4 7 9 9 6 4 1 9 8 0 3 2 6 8 8 3 3 7 7 0 3 5 3 4 1 8 6 0 0 0 9 7 0 6 7 2 1 0 0 6 5 2 1 0 8 0 2 8 4 4 6 3 7 8 2 1 5 3 5 1 1 6 0 7 8 2 7 0 8 1 8 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 1 3 0 0 1 0 1 7 7 1 8 4 9 7 2 9 2 4 1 3 9 3 3 4 5 0 7 0 9 6 0 9 8 3 7 1 6 9 4 1 8 1 6 1 0 3 1 8 1 8 8 4 5 3 0 0 2 2 4 0 3 0 2 5 0 9 4 4 6 1 4 7 0 7 1 8 9 7 3 5 8 4 1 0 5 6 9 1 9 0 3 1 3 0 2 6 1 4 0 5 4 7 5 1 2 2 0 6 1 5 4 4 7 2 0 6 5 3 8 5 2 1 1 4 8 7 1 9 3 0 3 3 0 7 7 5 4 0 7 1 5 5 1 4 5 5 6 2 0 5 1 7 2 8 2 3 4 3 8 0 1 1 5 4 7 1 9 3 3 0 3 1 1 5 4 4 0 8 1 7 5 1 9 3 3 6 2 7 1 5 7 3 9 0 3 4 4 7 9 1 1 5 6 0 1 9 8 4 4 3 1 2 3 3 4 0 8 1 9 5 2 9 9 0 6 2 8 6 9 7 3 9 6 7 4 5 9 8 1 1 5 7 3 2 0 0 7 9 3 2 1 1 9 4 1 1 8 9 5 3 5 3 5 6 2 9 0 3 7 4 0 7 9 4 8 0 7 1 2 1 7 6 2 0 2 1 7 3 2 7 7 1 4 1 3 3 7 5 4 3 4 4 6 3 4 1 9 7 4 5 4 0 4 8 6 5 1 2 6 7 8 2 0 2 4 3 3 2 9 1 7 4 2 4 3 5 5 4 3 9 2 6 3 8 5 6 7 4 7 0 2 5 0 0 8 1 2 8 4 4 2 0 6 3 5 3 3 0 1 9 4 2 8 3 3 5 4 4 0 6 6 4 0 6 3 7 5 1 9 9 5 3 6 1 1 2 8 6 0 2 1 0 0 0 3 3 4 4 2 4 2 9 2 3 5 4 4 8 0 6 4 2 7 3 7 5 6 2 9 5 4 1 5 1 3 1 3 6 2 1 1 8 0 3 3 6 8 5 4 3 4 9 4 5 4 5 9 1 6 4 3 1 9 7 6 2 2 7 5 7 0 7 1 3 2 8 8 2 1 7 7 5 3 3 9 0 4 4 4 0 5 3 5 4 6 1 6 6 4 5 0 2 7 6 8 5 9 5 7 7 7 1 3 3 9 2 2 1 8 3 8 3 3 9 8 6 4 4 2 7 6 5 5 1 5 1 6 4 6 1 0 7 7 0 4 1 6 2 8 9 1 3 8 5 7 2 2 2 4 6 3 4 2 3 7 4 4 5 1 6 5 5 4 0 0 6 5 1 2 3 7 7 1 0 9 6 3 0 6 1 4 5 4 1 2 2 6 9 2 3 4 3 5 0 4 4 6 3 8 5 5 5 8 2 6 5 5 9 5 7 7 2 9 7 6 7 7 1 1 4 9 7 1 2 3 0 5 0 3 4 9 9 5 4 4 9 9 1 5 5 6 0 0 6 5 9 6 6 7 7 7 6 1 7 0 1 8 1 5 1 3 9 2 3 4 6 8 3 5 0 6 9 4 5 3 6 8 5 6 0 9 9 6 6 1 6 5 7 7 9 7 2 7 0 6 1 1 5 3 4 3 2 3 7 1 8 3 5 5 9 7 4 5 9 1 3 5 6 4 4 8 6 6 2 7 0 7 7 9 7 3 7 2 8 3 1 5 5 1 9 2 4 0 2 5 3 5 9 5 8 4 6 3 4 0 5 6 5 1 2 6 6 3 5 6 7 8 0 5 2 7 5 3 2 1 6 5 4 8 2 4 8 4 0 3 6 0 0 8 4 6 7 6 8 5 6 6 0 7 6 6 9 1 8 7 8 2 4 6 8 0 1 3 1 6 8 2 8 2 6 3 9 0 3 6 0 8 9 4 6 8 3 0 5 7 3 7 2 6 7 1 4 6 7 9 0 5 1 8 0 4 4 1 7 1 7 5 2 6 6 4 1 3 6 6 1 7 4 6 8 9 2 5 7 5 0 8 6 7 1 9 6 7 9 1 4 3 8 1 2 2 1 7 4 8 6 2 6 8 5 0 3 6 7 7 1 4 6 9 6 2 5 7 5 7 6 6 7 4 4 1 7 9 5 6 9 8 1 6 7 1 7 5 6 5 2 7 0 3 2 3 6 8 6 0 4 7 1 1 6 5 7 6 8 1 6 7 7 3 8 7 9 5 8 6 9 0 0 6 1 7 7 6 3 2 7 0 5 7 3 6 9 4 9 4 8 1 7 0 5 7 9 4 5 6 8 3 0 9 7 9 9 2 2 9 2 3 7 1 7 8 9 5 2 7 3 2 9 3 7 1 0 2 4 8 2 5 8 5 8 0 8 3 6 8 7 5 9 9 6 1 8 1 7 9 1 0 2 7 4 0 5 3 7 5 4 1 4 8 3 1 0 5 8 9 6 4 6 8 9 0 8 9 8 3 9 1 7 9 5 0 2 7 5 5 8 3 8 5 6 4 4 8 4 2 8 5 8 9 8 5 6 8 9 5 7 9 8 8 1 1 7 9 6 2 2 8 1 9 9 3 8 7 3 2 4 8 7 1 6 5 9 2 8 8 7 0 0 8 9 9 9 6 6 1 8 2 5 3 2 8 6 5 7 3 8 9 9 6 4 8 8 2 5 5 9 3 7 4 7 0 9 0 9 1 0 0 0 4 1 8 2 7 5 2 9 1 7 0 3 9 0 7 2 5 0 3 4 9 6 0 8 1 2 7 1 3 7 7 Næstu útdrættir fara fram 24. sept & 1. okt 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.