Morgunblaðið - 18.09.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.09.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Í lítilli frétt hér í Morgunblaðinu ígær var greint frá því að sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun MMR fer traust landsmanna á for- ystumönnum í stjórnmálum al- mennt þverrandi og þarf líklega fáa að undra.     Þar kemurfram að um og yfir helmingur segist bera lítið traust til forseta Íslands, formanns Framsóknar- flokksins, for- manns Sjálfstæðis- flokksins og for- manns þingflokks Borgarahreyfingarinnar. Í niðurstöðum könnunarinnar má sjá að það eru fleiri sem bera lítið traust en mikið til oddvita ríkis- stjórnarinnar, eða um 40% að- spurðra.     Flestir virðast treysta SteingrímiJ. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, eða 37,7%.     Traustsvísitala Jóhönnu Sigurðar-dóttur, forsætisráðherra og for- manns Samfylkingarinnar, hefur á hinn bóginn hrunið, því nú segjast 36% treysta henni, en í sambæri- legri könnun í febrúarmánuði sl. kváðust 58,5% bera mikið traust til hennar.     Hvað veldur?     Það skyldi þó ekki vera, að þaðséu ekki bara erlendir fjöl- miðlar sem kvarti undan því að ná ekki sambandi við forsætisráð- herra.     Er þetta hrun í trausti þjóðarinnartil forsætisráðherra ekki m.a. tilkomið vegna þess að Jóhanna má ekki vera að því að tala við þjóð sína og stappa í hana stálinu? Jóhanna Sigurðardóttir Traustsvísitala forsætisráðherra Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is LANDLÆKNIR segir engin merki um að fyrir- hugaðar sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum komi niður á öryggi sjúklinga eða að þjónustan verði óviðunandi. Hann fundaði með forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans í gær og var ánægður með þær útlistanir sem gefnar voru á sparnaðinum. Matthías Halldórsson landlæknir segir að fund- urinn hafi verið haldinn þar sem hann vildi fá upp- lýsingar um hvort líklegt væri að sparnaðaraðgerð- irnar framundan kæmu niður á sjúklingum eða þjónustunni. „Ég er handviss um að stjórnin leggur sig fram um að lágmarka þann skaða og spara án þess að skerða þjónustuna – eins og hægt er. Ég var mjög ánægður með þær útlistanir sem þau gáfu.“ Nýlegt dæmi um fámenni í starfsliði á deild fyrir heilabil- aða sjúklinga sýnir að öryggi sjúklinga getur verið ábótavant sé sparnaður allsráðandi. „Það er óhjákvæmilega hætta á að slíkt aukist þegar sparnaður er,“ segir Matthías. „Það er hins vegar ekki heilbrigðisstarfsfólkið sem ræður fjárveitingunum þannig að spurningin er hvort spilað sé eins vel úr þeim og mögulegt er. Ég sé ekki merki um annað en að það sé að gerast.“ Í framhaldinu mun embættið fylgjast með því hvernig þjónustunni og gæðum hennar reiðir af. „Við fylgjumst væntanlega með því hvernig sjúk- lingum líkar þjónustan og hvort ákveðnir gæðavísar haldi. Að mörgu leyti erum við með mjög góða þjón- ustu og í sumum tilfellum jafnvel betri en á Norð- urlöndunum. Aðalmálið er að hún hrapi ekki niður úr öllu valdi.“ Hann segir engar vísbendingar um að slíkt muni gerast en ef svo færi væri það embættis- ins að grípa inn í, annaðhvort innan fjárlagaramm- ans eða með viðræðum við stjórnvöld. Ánægður með útlistanir Landspítala Matthías Halldórsson Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Algarve 23 léttskýjað Bolungarvík 10 skýjað Brussel 19 heiðskírt Madríd 14 léttskýjað Akureyri 14 skýjað Dublin 13 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Egilsstaðir 13 léttskýjað Glasgow 16 skýjað Mallorca 25 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað London 17 alskýjað Róm 24 léttskýjað Nuuk 5 léttskýjað París 18 skýjað Aþena 25 skýjað Þórshöfn 12 skúrir Amsterdam 17 skýjað Winnipeg 23 léttskýjað Ósló 16 heiðskírt Hamborg 17 skýjað Montreal 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Berlín 19 skýjað New York 13 skúrir Stokkhólmur 14 heiðskírt Vín 19 skýjað Chicago 19 skýjað Helsinki 12 léttskýjað Moskva 14 skúrir Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 18. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.49 4,0 11.58 0,1 18.03 4,3 7:01 19:44 ÍSAFJÖRÐUR 1.50 0,1 7.51 2,2 14.02 0,1 19.57 2,5 7:04 19:51 SIGLUFJÖRÐUR 4.00 0,1 10.13 1,4 16.05 0,1 22.25 1,5 6:47 19:34 DJÚPIVOGUR 2.57 2,2 9.06 0,2 15.20 2,4 21.28 0,3 6:30 19:14 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Skúrir um vest- anvert landið, en annars bjart veður. Hiti 7 til 13 stig. Á sunnudag Suðaustan 10-15 m/s og rign- ing en heldur hægari, skýjað og úrkomulítið norðaustan til. Hiti breytist lítið. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag Breytileg átt með vætu í flest- um landshlutum. Svipaður hiti áfram. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur, skúrir um vest- anvert landið, en víða dálítil rigning eða súld austanlands. Hiti 7 til 13 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.