Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Dr. Rajendra K. Pachauri, einn helsti forystumaður veraldar í umræðum um loftslagsbreytingar, heldur opinn fyrirlestur í boði forseta Íslands og í samvinnu við Háskóla Íslands, laugardaginn 19. september kl. 11:30. Fyrirlesturinn ber heitið „Can Science Determine the Politics of Climate Change“ og verður fluttur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp en Kristín Ingólfsdóttir rektor stýrir samkomunni. TB W A \R EY K JA V ÍK \ SÍ A \0 9 5 7 5 4 Dr. Pachauri er formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC. Hann tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd IPCC árið 2007, en Al Gore fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hlaut þá einnig sömu verðlaun. Dr. Pachauri er jafnframt forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi (www.teriin.org) sem fæst öðru fremur við rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Samstarfssamningur hefur verið gerður milli Háskóla Íslands og TERI. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Vísindin og loftslagsbreytingar Fyrirlestur dr. Pachauri RÍKISSTJÓRN Baracks Obama Bandaríkjafor- seta hefur ákveðið að hætta við að koma upp gagn- eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu eins og George W. Bush, fyrrverandi forseti, og stjórn hans stefndu að. Rússar, sem voru mjög andvígir uppsetningunni, fagna en ýmsir áhrifamenn í A- Evrópu taka fréttunum þunglega. Hvetja þeir til, að afstaðan til Bandaríkjanna verði endurskoðuð. Tilgangurinn með gagneldflaugakerfinu var að verjast eldflaugaárásum, einkum frá Íran, en nú er talið, að hættan á því hafi verið ofmetin þótt hún sé enn til staðar. Nú er fyrirhugað að gagneld- flaugarnar verði um borð í herskipum í Evrópu en síðar eða eftir 2015 hugað að því að koma þeim fyr- ir á landi. Obama hófst strax handa við að endurskoða málið er hann komst til valda og hafa birst um það óstaðfestar fréttir í fjölmiðlum, að hann hafi tjáð rússneskum ráðamönnum, að engin þörf væri fyr- ir gagneldflaugakerfið ef þeir legðu sitt af mörk- um við að koma í veg fyrir, að Íranar kæmu sér upp kjarnavopnum og langdrægum eldflaugum. Ekki sömu kærleikarnir Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, sagði í gær, að Pólverjar ættu að endurskoða af- stöðuna til Bandaríkjanna. Var hann meðal nokk- urra kunnra manna í Mið- og A-Evrópu, sem vör- uðu Bandaríkjastjórn við því í júlí að hætta við gagneldflaugarnar. Þá sagði Mirek Topolanek, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, að ákvörðunin væri ógn við landið. Miklir kærleikar voru með A-Evrópuríkjunum og Bandaríkjunum í tíð Bush forseta en ljóst er, að Obama nýtur ekki sömu hylli þar og í álfunni vestanverðri. svs@mbl.is Óánægja í Austur-Evrópu Rússar fagna þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hætta við gagneldflaugakerfi í A-Evrópu en þar finnst ýmsum sem öryggishagsmunir þeirra séu lítils metnir Varnarkerfi Gagneldflaugarnar áttu að vera í Póllandi en öflug ratsjármiðstöð í Tékklandi. BARNADAUÐI hélt áfram að minnka á síð- asta ári að því er fram kemur í nýjum tölum frá Unicef, Barna- hjálp Samein- uðu þjóðanna. Á árunum 1990 til 2008 hefur dauði barna innan fimm ára aldurs minnkað um 28%, farið úr 90 dauðs- föllum á 1.000 barnsfæðingar í 65. Samkvæmt því má áætla, að 8,8 milljónir barna hafi látist á síðasta ári en 12,5 millj. árið 1990. Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri Uni- cef, segir árangurinn mikinn en að sjálfsögðu sé dánartíðnin samt enn allt of mikil. svs@mbl.is Barnadauði heldur áfram að minnka Framtíðin felst í börnunum. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is SUÐUR-AFRÍSKU hlaupadrottn- ingunni Caster Semenya var fagnað eins og þjóðhetju er hún sneri heim eftir að hafa unnið gullið í 800 m hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Berlín. Nú er hún farin í felur, andlega niðurbrotin vegna fjölmiðlafársins og vanga- veltna um kynferði hennar. „Semenya er andlega niðurbrotin vegna alls þess sem sagt er og skrif- að um hana,“ segir Phiwe Mlangei- Tsholesane, talskona suður-afríska frjálsíþróttasambandsins. „Vanga- veltur um líkama hennar, hvort hún er kona eða karl eða hvort tveggja eru niðurlægjandi fyrir hana. Hún er ung að árum og á erfitt með að takast á við þetta.“ Keppir líklega ekki framar Wilfred Daniels, fyrrverandi þjálfari Semenyu, segist alveg viss um, að hún muni aldrei hlaupa fram- ar en hann hætti sem þjálfari hennar til að mótmæla þeim blekkingum, sem hann telur suður-afríska frjáls- íþróttasambandið hafa beitt. Segir hann, að Semenya hafi verið boðuð í próf, venjulegt lyfjapróf, en í raun hafi verið um kynjapróf að ræða. Síðan hafi Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandið, IAAF, sagt frá prófinu sama dag og Semenya vann gullið í Berlín. IAAF mun ekki kveða upp endan- legan úrskurð í þessu máli fyrr en 20. nóvember en þegar hefur komið fram, að Semenya hafi mælst með þrefalt magn af karlkynshormóninu testósterón, sem þó er innan lög- legra marka. Aðrar en óstaðfestar fréttir herma hins vegar, að Sem- enya hafi öll ytri líkamleg einkenni konu en sé með eistu í stað eggja- stokka. Wilfred Daniels, þjálfarinn henn- ar fyrrverandi, segir, að úr því sem komið er skipti engu hvað Alþjóða- frjálsíþróttasambandið tilkynni 20. nóvember. Sigurhlaup Semenyu í Berlín 19. ágúst hafi verið hennar síðasta hlaup. Kvaðst sátt við sjálfa sig Fréttir eru um, að IAAF muni ekki svipta Semenyu gullverðlaun- unum hver svo sem niðurstaðan verði í kynjaprófinu þar sem því er trúað, að hún hafi sjálf ekki vitað annað en að hún væri eðlileg kona. Caster Semenya hefur sjálf sagt lítið um uppákomuna í kringum hana en fyrst eftir að málið kom upp sagði hún í viðtali við s-afríska tíma- ritið You, að hún liti á það sem brandara. „Guð skapaði mig eins og ég er og ég er sátt við það,“ sagði hún. Niðurbrotin og hætt að hlaupa Reuters Þjóðhetja Múgur og margmenni fagnaði Caster Semenyu er hún kom heim til Suður-Afríku eftir að hafa unnið heimsmetið í 800 m hlaupi í Berlín. Suðurafríska hlaupastjarnan og heimsmethafinn Caster Semenya er miður sín andlega og farin í felur vegna frétta um að hún sé hvorki kona né karl, heldur kannski hvort tveggja í senn Í HNOTSKURN » Caster Semenya er 18 áraog strax sem barn vildi hún taka þátt í leikjum og íþróttum með strákum og neit- aði að klæðast kjólum. » Á síðustu tveimur árumhefur Semenya unnið hvern sigurinn á fætur öðrum og kórónaði það með sigrinum í Berlín. » Málið er mjög viðkvæmt íSuður-Afríku þar sem litið er á Semenyu sem þjóðhetju og vilja margir túlka það sem kynþáttahatur. TYRKINN Sultan Kosen er nú í London í boði Guinnes-metabókarinnar í tilefni af því, að hann er hæstur allra manna í heimi, tveir metrar og 46,5 sentimetrar. Tók hann við titlinum af Kínverjanum Bao Xishun, sem er „aðeins“ 2,36 m. Kosen segist vona, að nýtilkomin frægð hans geri honum kleift að sjá sig um í veröldinni og jafnvel að eignast bíl, sem hann komist inn í. Æðsti draumur hans er þó að finna einhverja konu, sem vill unna svona stórum manni, og eiga með honum börn. svs@mbl.is Reuters Dreymir um ferðalög og að eignast bíl og eiginkonu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.