Morgunblaðið - 18.09.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.09.2009, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Þó að sjöundi áratugurinn hafiverið tími mikilla breytingaog átaka eiga margir ljúfar minningar frá þeim tíma, ekki síst þegar litið er til tónlistarinnar, enda var það tími þjóðlagavakningar vestan hafs og austan, tónlistin átakalítil og áheyrileg og Bítlagarg- ið ekki enn komið til sögunnar. Framarlega í flokki þjóðlagasveita var söngsveitin Peter, Paul and Mary, en Mary Travers lést einmitt úr krabba um daginn.    Peter, Paul and Mary var tilbún-ingur, því umboðmaður Bob Dylans ákvað að setja saman söng- flokk og var meira að segja með formúluna á hreinu: Spaugara (Paul Stookey), hávaxna ljósku (Mary Tra- vers sálugu) og svo einn mynd- arlegan (Peter Yarrow). Á fyrstu skífunum voru svo meinlaus popplög í bland við þjóðlagablús og þekkt þjóðlög. Á þriðju plötunni, In the Wind,sem kom út 1963, var meira lagt í texta, mótmælatexta, enda virtist það líklegt til vinsælda. Bob Dylan var í aðalhlutverki, því þrjú lög eftir hann voru á skífunni, þar á meðal „Blowin’ in the Wind“ og „Don’t Think Twice, It’s All Right“. Þessi Dylan-tenging er merkileg fyrir það að lögin komu út á hans eigin plötu, The Times They Are a-Changin’, hálfu ári síðar, en sú skífa markar lok mótmælasöngvatímabils Dylans, því hann var á leiðinni innávið. Það er svo umdeilanlegt hversumikið áhrif mótmælasöngvarnir höfðu á sínum tíma, enda dró sú rót- tækni sem tók að einkenna mótmælin gegn stríðinu í Víetnam undir lok sjö- unda áratugarins og í upphafi þess áttunda stríðið á langinn. Fram til 1969 var mikil andstaða við stríðs- reksturinn meðal bandarískrar mið- stéttar, sumpart af trúarástæðum en flestir voru stríðinu andvígir vegna hins mikla kostnaðar sem fylgdi því og vegna mannfallsins (flestir bandarískir hermenn féllu á árunum 1967-69).    Eftir það fór að bera á klofningi ífriðarhreyfingunni því obbi þeirra sem andvígir voru stríðinu á þeim tíma kunni lítt að meta róttæknina sem tók að einkenna baráttuna. Myndir í fjölmiðlum af skrautlegum hippum og síðhærðum háskólanemum að berjast við lög- reglu urðu enn til að draga úr sýni- legum stuðningi við baráttuna gegn stríðinu. Tónlistin ýtti undir þennan klofning, jók kynslóðabilið ef svo má segja, en það er önnur saga; tími Peter, Paul and Mary í sviðsljósinu var liðinn þegar hér var komið sögu. Friður, ást og þjóðfélagsádeila til sölu AF LISTUM Árni Matthíasson » Formúlan var áhreinu: Spaugari (Paul Stookey), hávaxin ljóska (Mary Travers) og einn myndarlegur (Peter Yarrow). Reuters Þjóðlög Peter, Paul and Mary hættu ekki tónleikahaldi fyrr en ljóst var að Mary Travers væri að syngja sitt síðasta. FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA. HHHHH - H.G.G, Poppland/Rás 2 HHHH „Gargandi snilld allt saman bara.“ Þ.Þ – DV SÝND Í REGNBOGANUM HÖRKUSPENNANDI MYND UM METNAÐAR- FULLAN BLAÐAMANN SEM TEKUR Á SIG SÖK Í MORÐMÁLI TIL ÞESS EINS AÐ UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA SAKSÓKNARA MARTIN HUNTER(MICHEAL DOUGLAS) SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM Uppgötvaðu ískaldan sannleikann um karla og konur Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó The Ugly Truth kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára The Final Destination kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Inglorious Bastards kl. 6 - 9 750 kr B.i.16 ára Halloween 2 kl. 10:20 750 kr B.i.16 ára Beyond Reasonable Doubt kl. 5:40 - 8 750 kr B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr B.i.16 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.