Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Mig langaði að minnast með nokkr- um orðum ömmu minnar, Hróðnýjar Einarsdóttur. Ein af mínum fyrstu minningum um ömmu er frá því að ég var u.þ.b. 5 ára gamall og foreldrar mínir fóru til útlanda. Þetta var um 1965. Ég var sendur í pössun hjá Gunnu frænku og ömmu Hróðnýju en þær áttu að hafa mig sína vikuna hvor. Þegar fyrri vikan var liðin og sú seinni að taka við þá langaði mig ekkert að yfirgefa allt fjörið sem var hjá Gunnu. Þar voru jú frænkur mínar og fullt af krökkum sem héldu uppi fjörinu. Það sem ég man var að amma var nú ekki tilbúin að draga mig nauðugan í vistina því hún var búinn að burðast með fullt af trékössum og timbri upp á 4. hæðina á Kleppsveginum. Hún vissi sem var að ég hafði gaman af því að smíða og gat dundað mér endalaust við að smíða úr kassafjölum. Einhverra hluta vegna hefur þessi minning alltaf setið í mér, Hróðný Einarsdóttir ✝ Hróðný Ein-arsdóttir fæddist á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalasýslu 12.5. 1908. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ, 6.9. sl. Útför Hróðnýjar fór fram frá Foss- vogskirkju 16. sept- ember sl. sennilega vegna þess að ég sá hversu mikið hún þurfti að hafa fyr- ir þessu, hún var öll af vilja gerð til að hafa mig ánægðan hjá sér. Þetta lýsti kannski hennar hjartalagi og gæsku. Hún sagði mér oft sögur úr Þórsmörk og lýsti þeirri fegurð sem þar er. Hún og afi voru skálaverðir í nokkur sumur þar. Það var greinilegt að Þórsmörkin og íslensk náttúra var í miklu uppáhaldi hjá henni. Ég hef oft hugsað um það eftir á hversu mikið álag var á henni þegar afi var orðinn hvað veikastur en hún stóð alltaf eins og klettur við hlið hans í öllum hans veikindum. Ég ímynda mér að ekki hafi lífs- baráttan alltaf verið auðveld hjá ömmu og afa því ekki voru tekjurn- ar alltaf reglulegar, samt er það minning mín um hana að alltaf geisl- aði lífsgleðin af henni. Eitt af því sem maður minnist þegar maður hugsar til hennar er hvað hún var mikill höfðingi heim að sækja, þegar komið var í heimsókn til hennar þá svignuðu öll borð af kræsingum. Minning mín um ömmu er hversu glaðleg og kát hún var og alltaf mik- il reisn yfir henni, alltaf með nýlagt hárið, vel til höfð og glæsileg til fara. Hún var röggsöm og ákveðin kona. Það má með sanni segja að enginn veit sína ævi fyrr en öll er því amma var á 102. aldursári þegar hún lést. Síðustu æviárin þjáðist hún af þeim skelfilega sjúkdómi Alzheimer. Það er trú mín að hún sé nú frelsinu feg- in að vera laus úr þeirri prísund sem þessi sjúkdómur er og að vera kom- in í aðrar víddir og hitta afa Jóhann- es og allt hennar samferðafólk. Lifi minningin um ömmu mína, góða konu með mikla reisn. Eggert Jónsson. ✝ Gunnar GeorgSigvaldason fæddist í Reykjavík 4. september 1949. Hann lést á líkn- ardeild LSH í Kópa- vogi 10. september sl. Foreldrar hans eru Ásdís Erla Gunn- arsdóttir Kaaber, f. 23.7. 1926, og Sig- valdi Búi Bessason trésmiður, f. 19.6. 1921, d. 8.9. 2003. Systkini Gunnars eru: Jón, f. 1943, Guðni, f. 1946, d. 2003, Pétur, f. 1948, d. 1974, Ástríður, f. 1951, Þórarinn, f. 1953, og Kristinn, f. 1957. hann fimm verðlaun af fimm mögulegum fyrir frammistöðu sína í námi. Hann vann hér heima um tíma en fluttist til Svíþjóðar og varð yfirmatreiðslumeistari á Hót- el Evrópu í Gautaborg. Eftir að hann kom heim aftur vann hann á ýmsum stöðum en rak svo eigin veitingahús t.d. Mamma Rósa, Ca- talína og Knudsen. Hann vann einnig hjá Sæferðum í Stykk- ishólmi og Hótel Valhöll á Þing- völlum. Árið 2005 rak hann veit- ingahús á Mallorka ásamt fleirum. Árið 2006 fór hann að vinna fyrir Veisluna á Seltjarnarnesi, sem honum fannst sinn allra besti vinnustaður, og þar vann hann á meðan heilsan leyfði. Gunnar lærði flug og eignaðist flugvél sem gerði honum kleift að njóta landsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða, eins og veiða, sem voru hans ástríða frá því hann var smágutti. Útför Gunnars fer fram frá Frí- kirkjunni í dag, 18. september, og hefst athöfnin kl. 15. Gunnar kvæntist hinn 1.1. 1999 Að- alheiði Ósk Sigurð- ardóttur, f. 27. apríl 1947, og lifir hún mann sinn. Gunnar gekk í Breiðagerðisskóla, Réttarholtsskóla og í gagnfræðadeild verk- náms við Lindargötu. Hann starfaði á sumrum og með skóla hjá hlaðdeild Flugfélags Íslands þar sem pabbi hans vann allan sinn starfsaldur. Hann nam matreiðslu á D’Angleterre í Kaupmannahöfn. Þar kláraði hann sveinspróf og við útskrift fékk Í dag kveð ég bróður minn Gunn- ar eftir stranga baráttu hans við erfiðan sjúkdóm sem hann tókst á við af miklu æðruleysi. Þegar hugsað er til baka er margs að minnast frá æskuárunum. Á barnmörgu heimili var margt brallað, við systkinin vorum sjö og ég eina stelpan. Sem krakkar sótt- um við mikið í vinnuna til pabba því þar var alltaf eitthvað að gerast og við þekktum alla kallana svo vel. Flugvélaflök voru í miklu uppáhaldi hjá bræðrunum og ófá ævintýrin urðu til þegar þeir „tóku á loft“ í flugvélinni. Gunnar var ástríðufullur veiði- maður frá unga aldri og ungur rölti hann með heimatilbúna veiðistöng frá Teigagerðinu að næsta polli eða læk með sigti ef ekki gæfi betur en að veiða síli. Engum sögum fer af afla. Strákarnir voru sendir í sveit á sumrin eins og tíðkaðist og það var alltaf tilhlökkun að fá þá heim að hausti í fjörið. Maður gat nú unnið sér inn smá- aur við að bursta skó og pússa lakkrísbindin hans Gunnars þegar unglingsárin tóku við. Gunnar fékk ekki þessa týpísku bíladellu, hann lét aðra bræður sína og pabba um það, hann fékk sér Trabant. Hann var ekkert að hafa áhyggjur af veraldlegu kapphlaupi. Gunnar var mjög ungur þegar hann var farinn að sýna matreiðslu áhuga. Þennan áhuga á matseld virkjaði Gunnar og nam matreiðslu við Hótel D’Angleterre í Kaup- mannahöfn og varð mjög fær mat- reiðslumeistari. Eftir sveinsprófið opnuðust margar glæsilegar dyr honum til handa og var hann kosinn í landslið matreiðslumeistara í Dan- mörku og var sæmdur margs konar viðurkenningum. Síðar var hann fenginn til að matreiða fyrir gesti á nóbelsverðlaunahátíð svo eitthvað sé nefnt. Hann var einnig yfirmat- reiðslumeistari um árabil á Hótel Evrópu í Gautaborg. Það var auðvelt að vera stolt af honum þar sem mamma hélt öllum úrklippum saman, umsögnum og greinum sem hann skrifaði um mat- argerð í blöð og tímarit í Svíþjóð. En þrátt fyrir öll tækifærin sem honum buðust víðs vegar um Evr- ópu leitaði hugurinn heim og á Ís- landi vann hann alla tíð síðan sem matreiðslumeistari. Veiði og flug voru áhugamál Gunnars og átti hann flugvél sem hann ferðaðist á um landið sem hann þekkti hvern krók og kima á. Vikurnar sem Gunnar hefur dval- ið á líknardeildinni í Kópavogi gátu þau hjónin farið út í náttúruna og notið haustilmsins með kakó, tínt ber og hreinsað fjallagrös og krydd, notið að vera saman, það skipti mestu máli. Hann var afskaplega þakklátur fyrir að fá að vera á líknardeildinni og starfsstúlkurnar þar voru allar „stelpurnar hans“. Þeim eru hér með færðar hugheilar þakkir fyrir sín frábæru störf sem þær inna af hendi af einstakri nærgætni og hlýju. Ég þakka fyrir að hafa átt samleið með Gunnari, bróður mín- um, og ég veit að pabbi, Pétur og Guðni taka á móti honum með opinn faðminn. Ástríður systir. Elsku Gunnar okkar. Við þökkum þér allar dýrmætu stundirnar sem við áttum saman. Við vorum svo lánsöm að kynnast Gunnari þegar hann hóf störf í Veislunni á Seltjarnarnesi, betri vin er ekki hægt að hugsa sér, frábær starfskraftur sem sinnti vinnu sinni af miklum áhuga og hugsaði hann um Veisluna eins og sitt eigið fyr- irtæki. Áður en Gunnar hóf störf í Veisl- unni hugsaði Bjarni með sér hvort Gunnar væri kannski orðinn of gam- all til að starfa í Veislunni þar sem þar er mikið álag og læti, en nei, það sýndi hann og sannaði mörgum sinnum að hann var hörkutól sem stjórnaði öllu með léttum leik, gaf ungu strákunum hvergi eftir; þegar líða fór á kvöldin og vinnudagurinn var langur fóru þeir ungu að kvarta en Gunnar hló þá dátt og gerði grín. Gunnar var snilldar matreiðslumað- ur og áhugasamur um fag sitt og bar mikla virðingu fyrir öllu hráefni sem hann handlék, hann útbjó ein- staklega góðan mat sem naut mik- illa vinsælda og var sérstaklega ósk- að eftir honum til að sjá um veislur og skera frammi í sal þar sem hann lék við hvern sinn fingur og skemmti gestum. Gunnar hafði sérstakt lag á fólki, hann náði til allra á öllum aldri, sölumenn, viðskiptavinir og aðrir sem áttu leið í Veisluna spurðu ávallt um Gunnar og varð hann fljótt góður vinur margra sem þang- að komu. Gunnar lagði ávallt mikla áherslu á að fólk ætti að njóta lífsins og hafa gaman af vinnunni, þar sem margir verja stórum hluta ævinnar með vinnufélögunum. Skemmti hann sér ávallt vel enda með mikinn húmor og gantaðist oft við starfsfólkið og aðra sem áttu leið í Veisluna, hann tók upp á mörgum prakkarastrikum og hrekkjum sem hefur mikið verið hlegið að og mun verða hlegið áfram. Hjálpsemi hans og hlýja var alveg einstök og fram á síðasta dag var hann að leiðbeina mörgum og styðja. Það skiptir tugum starfsfólk- ið sem Gunnar aðstoðaði með hin ýmsu mál, það var alltaf gott að leita til hans og erum við honum þakklát. Hann var mikið náttúrubarn sem vissi allt um fugla, sveppi, ber, fiska, plöntur og fleira. Gunnar fór með starfsfólkið í sveppa- og berjaferð þar sem hann leiðbeindi um tínslu, verkun og matreiðslu, en Gunnar var sérfræðingur í að vinna góm- sætan mat úr því sem náttúran gaf. Við áttum einnig ógleymanlega veiðiferð með Gunnari í Mývatns- sveitina þar sem hann leiðbeindi okkur um fluguveiði, dýralíf og nátt- úru. Fórum við oft á flug með hon- um í huganum þegar hann var með sögustund í hádegismatnum því Gunnar hefur farið víða og hafði frá mörgu skemmtilegu og ótrúlegu að segja. Alla, yndislega konan hans Gunna sem var ávallt ljósið hans, engillinn sem hann passaði vel upp á; þau elskuðu hvort annað út af lífinu, þau voru einstakir vinir sem unnu nátt- úrunni og öllu fallegu saman. Gunn- ar flaug og keyrði með Öllu sína á allar náttúruperlur Íslands og við Bjarni lítum upp til þeirra og lærum margt af þeim, lánsöm erum við að eiga Öllu að; hún er góðhjörtuð og yndisleg. Elsku Alla, Gunnar, Agnes og Erla, megi allir englar vaka yfir ykkur og vernda. Ykkar vinir, Bjarni Óli Haraldsson og Árný Davíðsdóttir. Gunnar Georg Sigvaldason  Fleiri minningargreinar um Gunnar Georg Sigvaldason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS GEIRS LÚÐVÍKSSONAR, Erluhólum 1, Reykjavík. Lúðvík Thorberg Halldórsson, Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, Guðríður Halldórsdóttir, Sveinn G. Óskarsson, Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, Gísli Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLA ANDRA HARALDSSONAR bónda, Nýjabæ 1, Árborg. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands, Selfossi, fyrir alúð og umhyggju. Helga Hermannsdóttir, Hermann Ólason, Sigrún Sigurðardóttir, Haraldur Ólason, Inga Björk Emilsdóttir, Steingrímur Ólason, Arnheiður Björg Harðardóttir, Sveinn Ólason, Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir, Anna Kristín Óladóttir, Kristján Helgi Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ALIDU OLSEN JÓNSDÓTTUR. Ómar Kjartansson, Ragnheiður Blöndal, Súsanna Kjartansdóttir, Jakob Halldórsson, Kjartan Kjartansson, Ásta Lára Sigurðardóttir, Sigríður Kjartansdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.