Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 20
– meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 28. september. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um vinnuvélar, atvinnubíla, jeppa, pallbíla, fjölskyldubíla og fl. föstudaginn 2. október 2009. Í þessu blaði verða kynntar margar þær nýjungar sem í boði eru fyrir leika og lærða Meðal efnis verður : Vinnuvélar Námskeið um vinnuvélar. Atvinnubílar. Fjölskyldubílar. Pallbílar. Jeppar. Nýjustu græjur í bíla og vélar. Varahlutir. Dekk. Vinnufatnaður. Hreyfing og slökun atvinnubílstjóra. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Vinnuvélar og bílar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Á LANDSFUNDI Borgaraheyf- ingarinnar sl. laugardag, tókum við undirrituð, þingmenn hreyfingarinn- ar, þá ákvörðun í framhaldi af sam- þykkt fundarins á nýjum lögum, að færa okkur um set. Það gerðum við að vel ígrunduðu máli og í anda þeirr- ar margradda hugmyndafræði sem hreyfingin sprettur úr; óbundin hvers kyns miðstýringu valds og stöðnuðu fundaformi feðraveldisins. Við fórum fram til að geta rætt við þá sem vildu, án þess að trufla aðra vinnu fund- arins. Við höfðum lagt fram tillögur að samþykktum fyrir hreyfinguna sem voru í anda uppruna hennar og tilgangs til mótvægis við aðrar til- lögur að samþykktum sem umturna hreyfingunni, opna á það að gjör- breyta stefnuskránni og beinlínis gera aðild þingmanna að „flokknum“ ólöglega. Tillögur okkar voru felldar án rökstuðnings. Allflestar tilraunir okkar baklands til breytinga við hinar nýju samþykktir voru einnig felldar. Sá hópur sem nú hefur gert Borgara- hreyfinguna að sinni, hefur vafalítið ástæður til að efast um störf okkar. Kannski misskildum við hlutverk okkar þegar við ákváðum að sinna stefnumálum Borgarahreyfing- arinnar á þingi í stað þess að einbeita okkur að hugmyndafræði þessara sjálfskipuðu lykilmanna. Er það hugsanlegt að það séu okkar alvar- legustu mistök að hafa tekið þingstörf fram yfir daglegt samneyti, samræðu og karp við þetta ágæta fólk, sem þoldi bersýnilega ekki við í tómarúm- inu eftir kosningaslaginn og einhenti sér, svona frekar en ekkert, í upp- byggilegt og stranglýðræðislegt nið- urrif á störfum okkar þriggja, þess ógæfufólks hreyfingarinnar sem tek- ið hafði sæti (þeirra) á Alþingi. Allt er jú betra en aðgerðaleysið. Við að- stæður sem þessar, þar sem svo herfilega rangt er gefið að sumra mati, skiptir undarlega litlu hvernig spilað er úr stokknum, niðurstaðan verður alltaf vitlaus. Og þess vegna verður allt vitlaust – hvenær sem til- efni gefst eða jafnvel án tilefna. Þessi á því að halda áfram einhvers konar samstarfi við títtnefndan hóp manna. Í krafti bloggsins blessaða og „um- ræðunnar“ hafa of margir núverandi stjórnarmanna sært með orðum sín- um, rofið trúnað og snúið sameig- inlegum ákvörðunum á haus, til að geta talist trausts verðir. Í raun sýnt af sér meira ódrenglyndi og ábyrgð- arleysi en vænta mætti frá svörnum pólitískum andstæðingi. Kannski er það þetta sem gerist þegar menn fara að líta á sig sem væntanlega valdhafa í pólitísku valdabrölti fremur en hluta af skammlífri og þverpóltískri gras- rótarhreyfingu. Þegar þolinmæðina þrýtur gagnvart tímafrekri umræðu og hugmyndir um opna hreyfingu verða skyndilega „fullreyndar“ og ekki á vetur setjandi. Það stóð aldrei til að Borgara- hreyfingin ílentist á Alþingi. Í því felst styrkur okkar ekki síst. Við lít- um á það sem lýðræðisleg forréttindi að geta starfað á þingi án þess að binda hug okkar og hjarta við næstu kosningar. Geta fylgt sannfæringu okkar sem fulltrúar kjósenda, óháð sýndarárangri skoðanakannana og atkvæðaveiðum. Við höfum fram til þessa ekki svar- að dylgjum og meiðingum stjórn- armanna Borgarahreyfingarinnar. Þetta er okkar fyrsta og síðasta at- hugasemd af þessu tagi. Við hlökkum til að sinna áfram þeim verkefnum sem kjósendur Borgarahreyfing- arinnar fólu okkur og komu fram í stefnuskrá hreyfingarinnar fyrir kosn- ingar. Samkvæmt þeirri stefnu mun- um við vinna hér eftir sem hingað til. Eftir Birgittu Jónsdóttur, Margréti Tryggvadóttur og Þór Saari Höfundar eru þingmenn. Margrét TryggvadóttirBirgitta Jónsdóttir Borgarahreyfingin breytir sér » Sú stjórn reyndist hins vegar haldin svo mikilli sjálfseyðing- arhvöt að áður en varði hafði hún splundrað sjálfri sér með sjálf- bærum hætti … afstaða nýrra flokkseigenda, þar sem veruleikinn er jafn skakkur og raun ber vitni, elur iðulega af sér örvænt- ingarfullar tilraunir til „leiðrétt- ingar“, líkt og dæmin sanna. Boðað var til tilefnislauss aukaaðalafundar í kjölfar kosninga svo hægt væri að kjósa rétt fólk í stjórn – úr því svona illa tókst til með þingsætin. Sú stjórn reyndist hins vegar haldin svo mikilli sjálfseyðingarhvöt að áður en varði hafði hún splundrað sjálfri sér með sjálfbærum hætti; þ.e.a.s. án nokk- urrar utanaðkomandi aðstoðar. Sú dapra reynsla kemur þó ekki í veg fyrir að þetta sama fólk hefur nú ákveðið að endurtaka leikinn; boðar til landsfundar með háskalega stutt- um fyrirvara og raðar sér með post- ullegum hætti í enn eina stjórnina sem nú á að hafa þann starfa helstan að leiðrétta ákvarðanir þingmanna og nær 14.000 kjósenda. Og úr því menn voru byrjaðir munaði þá ekki um að breyta eðli og inntaki hreyfing- arinnar og stefnuskránni í leiðinni. Þeirri stefnuskrá og þeirri hreyfingu sem kjósendur gáfu atkvæði sitt í vor. Lýðræði er samræða um val, flokksræði er samráð um vald. Við tökum undir með þeim lesendum sem telja vandséð hvernig okkur sé stætt Þór Saari AGNES Bragadótt- ir hóf málsvörn sína á Bylgjunni morguninn sem fyrri grein mín birtist í Morgun- blaðinu á því að segja að ég væri ,,nefapi“. Í Morgunblaðinu sl. miðvikudag birtist svo svargrein hennar. Megininntak í svar- grein Agnesar er að ég sé leigupenni og auraapi. Þó Agnes sé í vinnu og fái greidd laun frá nýjum eigendum Árvak- urs, sem vel að merkja er samkeppn- isaðili 365 miðla ehf., þá vil ég ekki nefna hana leigupenna, jafn- vel þó að hún telji rétt að nefna mig því nafni. Í stað þess að takast á við grein mína með rökum, greina hana með mál- efnalegum hætti og svara, velur Agnes að fara aðra leið. Ljóst er að Agnes er ánægð með þá athygli sem hún fær, en skrif hennar missa marks. Fyrri grein mín var ekki annað en innlegg í umræðu, sem Agnes hóf með ósönnum staðhæfingum í síðasta sunnudagsblaði Morg- unblaðsins. Af þeim dró hún síðan ályktanir sem ekki stóðust. Ég leyfði mér að benda á þessi afglöp Agnesar. Sem notandi fjölmiðla geri ég þá kröfu að upplýsingar í þeim séu réttar, annars er mál- efnalegri umfjöllun ekki þjónað. Og enn heldur Agnes áfram með rangfærslurnar. Í svargrein sinni í Morgunblaðinu á miðviku- dag segir hún að ég hafi kosið að nefna aldrei á nöfn ,,félögin sem í upphafi tóku við af Rauðsól ehf.“ Enn er farið rangt með. Aldrei var neitt flutt á milli félaga né tóku önnur félög við Rauðsól ehf. Það stóð enda ekki til. Á tímabili stóð hins vegar til að nafnbreyta Rauðsól ehf., sem ekki var gert þar sem þau nöfn sem nefnd höfðu verið opinberlega (Sýn, Ný-Sýn), voru í eigu annarra aðila. Flókn- ara var það nú ekki. Hér var kjör- ið tækifæri fyrir vandaðan blaða- Eftir Einar Þór Sverrisson Einar Þór Sverrisson Enn af rang- færslum Agnesar MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of- arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.