Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 SKOKKAR str. 40-50 Nýtt kortatímabil Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, Sími: 562 2862 LOKA–SALA 17.-27. september ALLT Á AÐ SELJAST HÆTTIR LISTAVERK Í FILMU á glugga og veggi eftir verkum myndlistarmannsins Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur Útsölustaðir: Akureyri: Sirka, Svartfugl og Hvítspói Reykjavík: Dúka, Epal, Kraum, Gallerí Loki Selfoss: Snúðar og snældur Vestmannaeyjum: Póley Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is MEÐ fyrirhuguðu greiðsluverkfalli er verið að yfirfæra hið klassíska verkfallsvopn í takt við tímann enda er glíman við skuldir heimilanna orðin að stærsta kjaramáli stórs hluta þjóðarinnar,“ sagði Þorvaldur Þorvaldsson, stjórnarmaður í Hags- munasamtökum heimilanna, á opn- um fundi þeirra í gærkvöldi. Þar var rætt um boðað greiðslu- verkfall dagana 1. til 15. október næstkomandi. Hótanir og hræðsluáróður Með greiðsluverkfalli er fólk hvatt til að draga greiðslur eða hætta að borga af lánum til að mót- mæla ósanngjarnri hækkun lána með verð- og gengistryggingu. Aðr- ar aðgerðir sem reifaðar hafa verið eru að taka út innistæður og segja upp greiðslukortum og -þjónustu. Þorvaldur Þorvaldsson sagði að ráðamenn þjóðarinnar hefðu ekki breytt samkvæmt breyttum for- sendum og störfuðu enn í anda árs- ins 2007. Þá virtist sem stjórnvöld neituðu að horfast í augu við veruleika laga frá 2001 sem banna bindingu fjár- skuldbindinga í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla – og treystu því ef til vill að dómarar þyrðu ekki að dæma samkvæmt lög- unum. „Greiðsluverkfall er þrauta- lending skuldugs almennings til að knýja á um kröfur sínar,“ sagði Þor- valdur. Hann bætti við að viðbrögð and- stæðinga, svo sem stjórnvalda og fjármálastofnana, væru lík því sem gerðist í öðrum verkföllum, það er hótanir og hræðsluáróður. Tillögur í smíðum Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra sat fyrir svörum. Hann sagði að vissulega yrði það talsvert áfall kæmust dómstólar að þeirri nið- urstöðu að lán íslensku bankanna í erlendri mynt væru ólögleg. Bank- arnir ættu þó að komast yfir slíkt áfall, meðal annars með þeim fjár- munum sem lagðir hafa verið á af- skiptareikninga. Gylfi sagði að stjórnvöld ynnu þessa dagana að gerð tillagna til að mæta vanda heimilanna . Þær að- gerðir myndu ekki leysa allan vanda en þó bæta margt. „Ein allsherjar nauðungarsala á eignum fólks er engum í hag og við viljum koma í veg fyrir slíkt,“ sagði ráðherra. Morgunblaðið/Heiddi Í Iðnó Margt brann á fólki á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna í Iðnó gærkvöldi sem var í senn fjölmennur og umræðurnar í alla staði málefnalegar. Skuldir heimilanna eru stóra kjaramálið  Boða greiðsluverkfall  Þrautalending skuldugra „Hvað kallast sá maður sem lánar þér í dag fyrir Hondu og rukkar þig á morgun um Hum- mer? Okrari? Og hvað kallast sá maður sem neyðir þig til að borga? Handrukkari?“ spurði Aldís Baldvinsdóttir í framsögu sinni á fundinum í gærkvöldi. Þar gagnrýndi hún Alþingi mjög harðlega og sagði þá sem þar sitja hafa sett neyðarlögin á síðasta ári í þágu innistæðueig- enda. „Við hin megum eta það sem úti frýs. Gjaldi okrarinn það sem okrarans er. Við hlýðum engum ólögum sem vega að mannrétti okkar og borgum ekki umfram það sem okkur ber.“ Fé gerir menn góða, fégirnd mennina óða, féleysi mennina illa, öllu skal í hóf stilla, sagði Aldís. „En hver er sá maður sem ekki verður bálillur þegar hon- um eru allar bjargir bannaðar. Og þó naktar í neyðinni séum við, íslensku konurnar, þá spinnum við enga brók á hór- karla fjallkonunnar. Ekki svo lengi sem í mér rennur blóð Hallgerðar langbrókar.“ Gjaldi okrarinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.