Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 11
Jarðborun Verkefnið í Ungverjalandi er hið fyrsta á því sviði sem íslenskur aðili tekur að sér í alverktöku erlendis, frá rannsóknum til jarðborana. VERKFRÆÐISTOFAN Mannvit hefur með opnun skrifstofu í Búda- pest í Ungverjalandi aflað sér nokk- urra verkefna við rannsóknir á jarð- hitasvæðum í Mið-Evrópu. Stærsti viðskiptavinurinn hefur verið ung- verska orkufyrirtækið PannErgy, sem áformar framleiðslu á grænni orku til húshitunar á allt að 70 þús- und heimilum í Ungverjalandi. Hafa samningar verið gerðir við um 30 sveitarfélög um rekstur hita- veitna en einnig er stefnt að fram- leiðslu rafmagns með jarðvarma. Samkvæmt upplýsingum frá Mann- viti er heildarfjárfesting PannErgy á þessu sviði frá 350 til 500 milljónir evra, eða allt að 90 milljarðar króna. Sigurður Lárus Hólm er verkefnis- stjóri Mannvits í Búdapest, en þar starfa hátt í 20 manns á vegum fyr- irtæksins; jarðfræðingar, verkfræð- ingar, jarðeðlisfræðingar og undir- verktakar í sjálfri jarðboruninni. Hann segir PannErgy vera í hópi stærstu viðskiptavina Mannvits og að velta af verkefnum í Ungverjalandi á síðustu þremur árum hafi verið 3-4 milljónir evra, eða allt að 700 milljónir króna. Hefur Mannvit unnið í fleiri löndum, gegnum skrifstofuna í Búda- pest, eins og Þýskalandi, Rúmeníu, Grikklandi, Tyrklandi, Slóvakíu, Slóveníu og Bosníu-Hersegóvínu. Í fyrsta skipti er verið að bora nið- ur í jarðlög á 2 km dýpi í Ungverja- landi, en borað er beint niður í stórt sprungukerfi líkt og góð reynsla er komin af hér á landi. bjb@mbl.is Mannvit borar í Evrópu  Jarðhitaverkefni í Ungverjalandi hafa skilað allt að 700 milljóna tekjum síðustu þrjú árin  Verkefni víðar í gangi Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 LENDA MILLJÓNIRNAR HJÁ ÞÉR? Nú stefnir fimmfaldur Lottópottur á hraða ljóssins í 35 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó! F í t o n / S Í A F I 0 3 0 5 6 3 Á STJÓRNARFUNDI AFLs starf- greinafélags var samþykkt ályktun þar sem furðu er lýst á því að enn sé stuðst við gamlar aðferðir frjáls- hyggjunnar með því að fela einka- aðilum rekstur mötuneytis Land- spítalans og um leið sagt upp starfsfólki sem unnið hefur á spít- alanum um árabil. Á móti einkarekstri NÚ ER sá árstími sem skotveiði stendur sem hæst. Af því tilefni ætla Matís, Skotveiðifélag Íslands, Matvælastofnun og Úlfar Finn- björnsson hjá Gestgjafanum að bjóða til opins fræðslufundar um villibráð á þriðjudaginn nk. kl. 8:30- 10:00 á Hótel Nordica, Suðurlands- braut 2. Þar munu fremstu sérfræð- ingar landsins í meðferð og með- höndlun villibráðar flytja erindi um þetta áhugaverða efni. Morgunblaðið/Kristinn Fundur um villibráð Á SUNNUDAG nk. kl. 11 verður há- tíðarmessa í Langholtskirkju í tilefni af 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Svavar Knútur trúbador tekur lagið auk þess sem Kór Langholts- kirkju og Gradualekór Langholts- kirkju syngja undir stjórn Jóns Stef- ánssonar organista. Um kvöldið kl. 20 heldur svo Björn Steinar Sól- bergsson tónleika á Noack-orgel kirkjunnar og leikur þar verk eftir J.S. Bach og Mendelssohn. Morgunblaðið/Kristinn 25 ára víglsuafmæli Langholtskirkju FÉLAG áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og fólks með aðra skylda sjúkdóma er 25 ára um þessar mundir. Verður af því tilefni haldinn hátíðarfundur á sunnudag nk. kl. 13:00 á Grand Hóteli, Sigtúni 38. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Alzheimerfundur STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.