Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Næsta námskeið byrjar 23. september 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is STARFSMÖNNUM hjá Vinnu- málastofnun fækkaði um fjóra um síðustu mánaðamót þegar tíma- bundnir ráðningarsamningar þeirra runnu út. Sparnaður er ástæða þess að samningarnir voru ekki endurnýjaðir en álagið á stofn- uninni hefur tólffaldast frá banka- hruninu í október í fyrra. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, voru starfsmennirnir fjórir ráðnir sl. vet- ur þegar álagið var sem mest. „Það er svo sem enn mikið álag hérna á skrifstofunni svo þetta er alls ekki eitthvað sem við myndum vilja gera. En við erum einfaldlega eins og aðrar opinberar stofnanir að keppast við að halda okkur innan rekstrarrammans.“ Á sama tíma leitar stofnunin að tveimur nýjum starfsmönnum á greiðslustofuna á Skagaströnd auk þess sem rætt er um hvort bæta þurfi við manni á skrifstofuna í Keflavík þar sem mikið er að gera. Gissur játar því að starfsfólk Vinnumálastofnunar kvíði mán- uðunum framundan. En hvað ef fleiri dýfur verða og nýskráningum fjölgar á ný? „Þá verðum við að eiga samræður við okkar ráðu- neyti. Við erum auðvitað sérlega viðkvæm fyrir sparnaði því álagið á okkur hefur tólffaldast síðan í októ- ber í fyrra en því var ekki mætt með jafn mikilli fjölgun starfs- manna. Við höfum því djöflast í starfsfólkinu og það gekk í vetur.“ Það geti varla gengið til lengdar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sameiningu stofnunarinnar við aðrar stofnanir ríkisins. Biðstaða Fjöldi er í atvinnuleit. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Starfsfólki fækkað hjá Vinnumálastofnun Álagið hefur tólf- faldast frá banka- hruninu í fyrra RAUÐI krossinn dreifir nú í samvinnu við Eimskip, SORPU og Pósthúsið sérmerktum fatapokum um allt land til að auðvelda landsmönnum að taka til hjá sér og koma gömlum fatnaði í notkun að nýju eða í endur- vinnslu. Upplýsingar fylgja á pokunum um hverju verið er að leita eftir og er fólk hvatt til að skila fullum pok- um af fatnaði og annarri vefnaðarvöru til næstu Rauða- krossdeildar eða í næstu endurvinnslustöð SORPU. Með því að gefa fatnað styrkir fólk neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. Alls koma um 130 sjálf- boðaliðar að fataverkefninu sem starfa launalaust við söfnun, flokkun, úthlutun og sölu fatnaðarins. Úthlutun á fatnaði fyrir höf- uðborgarsvæðið fer fram frá kl. 10:00-14:00 í Rauðakrossbúðinni á Lauga- vegi 116. Gengið er inn Grettisgötumegin. Safna fatnaði í fatapoka til út- hlutunar heima og erlendis „ÞAÐ var mikið um þjófnað hér fyrr í haust og sérstaklega mikið eina vikuna, einkum í búnings- klefum karla. Þess vegna sáum við ástæðu til þess að vara við- skiptavini við og minna þá á að setja skóna sína í skápana og læsa þeim. Það gildir það sama hér og í sundlaugum,“ segir Auðbjörg Arn- grímsdóttir, kennari og skrif- stofumaður hjá World Class í Laugum. Hún segir þjófana hafa farið í töskur viðskiptavina á meðan þeir brugðu sér í sturtu og í skápa sem ekki hafi verið læst. „Það hafa horfið farsímar, skór og meira að segja síðbuxur sem kona hafði hengt á hurð skáps áð- ur en hún skellti sér í sturtuna. Fólk kærir þetta til lögreglunnar sem kemur hingað. En við getum ekki fylgst með því sem gerist inni í klefunum þar sem við erum bara með myndavél fyrir framan inn- ganginn á þeim,“ greinir Auðbjörg frá. ingibjorg@mbl.is Stálu síðbuxum, skóm og farsím- um í Laugum SKEMMDARVARGURINN – eða hópur skemmdavarga – sem kallar sig Skap ofsa gengur enn laus. Lögregla hefur yfirheyrt nokkra einstaklinga sem gætu tengst mál- inu en gefur ekki upp hvort ein- hver þeirra sé með stöðu grunaðs. Í kjölfar árása á eignir um- svifamikilla kaupsýslumanna með málningu sendir viðkomandi oftast nær ljósmyndir á fjölmiðla en með þeim vekur hann athygli á athæfi sínu. Því hafa vaknað upp spurn- ingar um hvort ekki sé hægt að rekja slóð hins ófyrirlitna Skap ofsa í gegnum tölvubréfin. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur sú leið verið skoðuð en árangur þeirrar skoðunar verður ekki gefinn upp. Þar fyrir utan var afar litlar sem engar upplýsingar að fá um framgang málsins hjá lög- reglu höfuðborgarsvæðisins. Friðrik Skúlason tölvusérfræð- ingur segir vissulega hægt að rekja tölvubréfasendingarnar en leiðin sé torfær. Að öllum líkindum þurfi að reyna að fá upplýsingar frá bandaríska tölvufyrirtækinu Google en Skap ofsi er með póst- fang þaðan, þ.e. gmail. Til þess að fá upplýsingar frá Google þarf dómsúrskurð fyrir bandarískum dómstól og því þurfi að fara í gegnum bandarísk lögreglu- yfirvöld, líklegast alríkislögregl- una, FBI. Telja má víst að það ferli geti tekið afar langan tíma þar sem skemmdarverk í Reykjavík, þó á þriðja tug eru, fari ofarlega á for- gangslista lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum. andri@mbl.is Ólíklegt að tölvu- bréfin verði rakin STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ENN hefur ekki tekist að leysa lóðamál vegna fyrirhugaðrar bygg- ingar samgöngumiðstöðvar í Vatns- mýrinni. Nú koma tveir staðir til greina á svæðinu skv. heimildum Morgunblaðsins. Á meðan bíða að- ilar vinnumarkaðarins eftir ákvörð- un um að ráðist verði í verklegar framkvæmdir, og hið sama á við um lífeyrissjóðina, sem hafa lýst sig áhugasama að fjármagna verkefnið í einkaframkvæmd. Samgönguráðherra og borgar- stjóri undirrituðu í vor minnisblað vegna undirbúnings fram- kvæmdanna. Tekið var fram í sam- komulagi borgarstjóra og ráðherra að ríki og borg myndu hafa með sér makaskipti á lóðum þannig að ríkið afhendi borginni jafn verðmætt land í eigu þess gegn lóð borg- arinnar þar sem áætlað var að samgöngumiðstöðin yrði staðsett. Allur undirbúningur á að vera það langt kominn að ráðast megi með skömmum fyrirvara í framkvæmdir, jafnvel strax á þessu ári. Unnin var sérstök viðskiptaáætl- un og litu aðilar vinnumarkaðarins svo á í sumar þegar gengið var frá stöðugleikasáttmálanum að þetta verk yrði meðal forgangs- framkvæmda. Annað hefur nú kom- ið á daginn þar sem lóðamálin eru farin að þvælast fyrir í samskiptum borgar og ríkisins. Viðræður munu þó standa yfir þessa dagana. Ávallt var við það miðað að sam- göngumiðstöðin verði staðsett við svonefndan Hlíðarfót, vegtengingu sem lögð yrði á milli Hringbrautar og Flugvallarvegar skammt norðan við Loftleiðahótelið. Sú lóð er í eigu borgarinnar. Borgin hefur nú breytt skipulaginu, ,,sem veldur því að erfiðara er að útfæra samgöngu- miðstöð á þeirri lóð og nýta hana,“ segir viðmælandi. Nú mun samgönguráðherra hafa lýst þeirri skoðun að önnur stað- setning komi til greina ef lóðin við Hlíðarfót er úr sögunni, þ.e. á svæðinu þar sem flugafgreiðsla Flugfélags Íslands er en sú lóð er í eigu ríkisins. Tölvulíkan/Þróun og ráðgjöf ehf. Enn í óvissu Ákveðið hefur verið að samgöngumiðstöðin verði reist í áföngum. Óvissa er uppi um lóð. Lóðamálin tefja Óvíst er hvort samgöngumiðstöð rís við Híðarfót á lóð borg- arinnar eða ríkislóð á flugafgreiðslusvæði á flugvellinum Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um framkvæmdir með að- komu lífeyrissjóðanna. Bygging samgöngumiðstöðvar er í bið- stöðu þar sem ríki og borg hafa ekki leyst úr lóðamálum.  1    (                        ! !" #$  2  3 +   + ' + '    ! "# Vegna efnahagskreppunnar hefur verið ákveðið að sam- göngumiðstöðin verði reist í áföngum. Umfang hennar verði nokkru minna en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Nú er stefnt að því að reisa 4.500 fermetra byggingu í stað 6.000 fer- metra. Áætlanir gera ráð fyrr að kostnaður við byggingu samgöngumiðstöðvar verði um 1,3 milljarðar kr. Við frágang stöðugleikasáttmálans í sumar var við það miðað að í ár yrði kostnaðurinn vegna fram- kvæmda hálfur milljarður og byggingunni yrði síðan lokið á næsta ári fyrir um 800 millj. kr. Áætlaður fjöldi ársverka er 26. Um einkaframkvæmd verði að ræða. Minni bygging

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.