Morgunblaðið - 21.09.2009, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
9
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
T E P P I Á H E I M I L I Ð
Nýjar vörur
bolir - vesti - buxur
Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305.
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, Sími: 562 2862
LOKA–SALA
17.-27. september
ALLT Á AÐ SELJAST
HÆTTIR
– meira fyrir áskrifendur
Mannauður
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Verðmætasta auðlind allra
fyrirtækja er mannauðurinn.
Sá sem hefur besta fólkið
stendur best að vígi.
Í sérblaðinu Mannauðurinn
skoðar Viðskiptablað
Morgunblaðsins leiðir til að
bæta starfsandann og styrkja
starfsfólkið.
• Hvernig má efla hópinn á erfiðum tímum?
• Hvað þurfa stjórnendur að temja sér til að
ná því besta úr starfsfólkinu?
• Hvaða námskeið og hópeflislausnir eru í
boði?
• Hvernig getur símenntun og sjálfsstyrking
bætt mannauð fyrirtækisins?
• Hvað í vinnuumhverfi og kjörum skiptir
mestu máli?
• Hvernig má laða að - og halda í - hæfasta
fólkið?
Mannauðsmálin verða krufin til
mergjar í veglegu sérblaði 8. október.
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Auglýsingapantanir eru í síma 569 1134
eða sigridurh@mbl.is til 5. október.
FRAMKVÆMDIR hafa undanfarið
staðið yfir við gerð nýrrar akreinar
fyrir strætisvanga á Miklubraut,
milli Stakkahlíðar og Kringlumýr-
arbrautar.
Vegna framkvæmdanna hafa
orðið nokkrar tafir á umferð austur
Miklubraut og að gatnamótum
Kringlumýrarbrautar. Eru öku-
menn hvattir til að sýna aðgæslu
þegar þeir eiga leið um Miklubraut-
ina.
Loka þarf gönguleiðum tíma-
bundið á meðan unnið er á þessu
svæði og eru gangandi vegfarendur
beðnir um að nota gönguleið við
Stigahlíð á meðan. Áætluð verklok
eru 1. október næstkomandi.
Ný akrein fyrir strætó
Morgunblaðið/Ómar
SKAFLINN í
Gunnlaugsskarði
í Esjunni, sem
hefur verið
kennimark um
sólbráð og hita
vetrar og sum-
ars, er nær horf-
inn. Páll Berg-
þórsson veður-
fræðingur, sem
lengi hefur fylgst með stöðu mála í
Esjunni, segir um viku síðan skafl-
inn hvarf sjónum manna. Enn muni
þó vera svellbunkar þar efra en
þeir sjáist ekki nema í sjónauka.
Öld er síðan menn byrjuðu að fylgj-
ast með skaflinum í skarðinu. „Frá
1965 til 1997 hvarf skaflinn aldrei,
enda komu þá köld ár, til dæmis á
hafístímabilinu fyrir 1970 og kalda
tímabilinu eftir 1980. Frá sumrinu
1998 hefur snjó í skarðinu alltaf
tekið upp, að frátöldum árunum
1999 og 2000,“ segir Páll, sem telur
snjóalög í efstu brúnum Esju gefa
vísbendingar um loftslagsbreyt-
ingar. sbs@mbl.is
Skaflinn í
Esjunni er
nær horfinn
Páll Bergþórsson
VEFRITIÐ Húnahornið greinir frá
því að 34 ára gamalt veiðimet sé nú
fallið í Blöndu þar sem veiðin í sum-
ar er komin yfir 2.400 laxa. Gamla
metið er frá árinu 1975 en þá veidd-
ust 2.365 laxar. Að meðaltali hafa
veiðst í ánni um 1.100 laxar á ári en
formleg talning hófst árið 1975. Í
fyrra veiddust í henni 1.000 laxar
og nemur aukningin því 145%.
Áin hefur löngum þótt fengsæl.
Frá því að áin var virkjuð hefur
hún breyst og veiðiaðferðirnar
með. Er nú aðallega veitt á flugu og
maðk en hið landsfræga húkk heyr-
ir sögunni til.
Þá má geta þess að Svartá er að
ná 400 löxum og hafa ekki veiðst
þar fleiri laxar í rúm tíu ár. Áætla
menn að hún endi í 450 löxum þetta
árið.
Í Víðidalsá hafa veiðst 1.828 lax-
ar og er veiðin þar hin mesta í rúm
tuttugu ár.
Að endingu vill Húnahornið
koma því á framfæri að nú lítur út
fyrir að Blanda fari á yfirfall næstu
daga og því sé afar mikilvægt að
veiðimenn fari að öllu með mikilli
gát við veiðarnar.
Nýtt veiði-
met í Blöndu
Morgunblaðið/Einar Falur