Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 12

Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 12
12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG HELD að okkur takist að fjölga störfum en það þarf 150.000 ný störf í hverj- um mánuði að- eins til að halda í við mann- fjölgunina. Þrátt fyrir að við séum að- eins að bæta við 50.000 störfum á mán- uði eru það mikil umskipti frá fyrstu mánuðum ársins þegar störfum fækkaði um 700.000 á mánuði,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í einum af fimm sjónvarpsviðtölunum sem hann fór í um helgina. Forsetinn varaði jafnframt við því að atvinnuleysið ykist frekar áður en dæmið tæki að snúast við, líklega á næsta ári. Herferð án fordæmis Obama átti mikið undir því að útskýra fyrirhugaðar umbætur sínar í heilbrigðismálum fyrir tor- tryggnum kjósendum áður en hann þurfti að beina kröftum sín- um að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni. Forsetinn gaf helstu sjónvarps- stöðvunum kost á viðtali að Fox News undanskilinni, vegna ein- arðrar andstöðu hennar við störf hans, en fram kemur í New York Times að slík viðtalssyrpa eigi sér ekki fordæmi hjá sitjandi forseta. Forsetinn lagði mikla áherslu á heilbrigðismálin og vísaði á bug þeim ummælum Mitch McCon- nell, leiðtoga repúblikana í öld- ungadeildinni, að repúblikanar hefðu haft betur í deilunni. Forsetinn viðurkenndi hins vegar að það hefði reynst erfiðara en hann hélt að koma málinu í gegnum þingið. Tillögurnar væru þó ekki róttækar heldur viðleitni til að finna lausn á brýnum vanda sem flokkarnir væru sammála um að væri aðkallandi að leysa. Vísar undanhaldi á bug Stjórn Obama greindi nýverið frá því að hætt hefði verið að setja upp fyrirhugað gagneldflauga- kerfi í Austur-Evrópu og hafnaði forsetinn þeirri skýringu að ákvörðunin fæli í sér eftirgjöf gagnvart Rússum sem töldu kerf- ið ögrun og ógn við öryggi sitt. Ef ákvörðunin leiddi til aukins samstarfsvilja af hálfu Rússa yrði það til að greiða götu ýmissa mála. Hvetur til þolinmæði  Bandaríkjaforseti býst við auknu atvinnuleysi þar til á næsta ári er störfum taki að fjölga umfram mannfjölgun  Hafnar eftirgjöf í gagneldflaugadeilunni » Obama fer í kynningarátak án fordæmis » Rær öllum árum að heilbrigðisumbótum » Segir repúblikana ekki hafa yfirhöndina Barack Obama PAKISTANSKA stúlkan Shumaila er stolt þegar hún sýnir fagurskreytta lófana. Til- efnið var Eid al-Fitr-hátíðin í Karachi en hún markar lok föstumánaðarins ramadan hjá múslímum. Í ramadan neita þeir sér um mat, drykk og kynlíf frá sólarupprás til sólarlags. Reuters Föstumánuði lýkur Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÚTLITIÐ er ekki bjart fyrir breska þjóðarbúið. Skuldir þess aukast stöðugt og með sama aðgerðar- leysinu í orkumálum sýnist því sem næst útilokað að raunhæft sé að Bretar verði fjölmennastir Evrópu- búa 2060 með um 77 milljónir íbúa, um 16 milljónir fleiri en í dag. Skuldir þjóðarbúsins aukast á hverri sekúndu um rúm 6.000 pund, eða sem svarar ríflega 1.200 þúsund krónum. Skuldirnar hafa rofið 800 milljarða punda múrinn en það svar- ar til um 161.000 milljarða króna. Þær hafa aldrei verið jafn miklar, að því er fram kom í úttekt Times. Skuldir sem hlutfall af vergri þjóð- arframleiðslu eru nú komnar í 57,5% og aukast hratt. Vaxtagreiðslur af skuldabagganum nema nú um 30 milljörðum punda á ári sem jafngild- ir um 500 pundum, rétt rúmlega 100.000 krónum, á mann. Til að bæta gráu ofan á svart dróg- ust skatttekjur í síðasta mánuði sam- an um 9% ef miðað er við sama mán- uð í fyrra, á sama tíma og útgjöld jukust um 3%. Til að gera illt verra er spáð að halli ríkisins á næstu ár- um verði meiri en spáð var sem þýðir að óbreyttu að skuldahalinn mun lengjast og senn nálgast 200.000 milljarða króna. Kunnugleg meðul Ekki er að undra að kallað skuli í þau systkin skuld og álagningu til að stoppa upp í gatið, en fyrir liggur að álögur á eldsneyti munu hækka sem og skattur á seldan varning. Bretar hafa aldrei verið fjölmenn- ari og þess því ef til vill að vænta að skuldamet sé sett í kjölfar hrunsins. Fjármálafárviðrið kom sérstak- lega hart niður á Bretum, enda voru tekjur af fjármálastarfsemi orðnar ein lykilstoða ríkisrekstursins. Á meðan enn harðnar á dalnum víða á Vesturlöndum færist þunga- miðjan til austurs. Virðist því blasa við að Bretar geti ekki gengið að því sem vísu að hlutur Lundúna í fjár- málastarfsemi heimsins verði um ókomna tíð sá sami og í sýndar- auðlegð bóluhagkerfisins. Munu Bretar ráða við skuldafjall og fyrirsjáanlegan orkuskort? Skuldir breska þjóðarbúsins rjúfa 800 milljarða punda múrinn í fyrsta sinn London. AFP. | Fyrir- tækið Trafigura, sem hefur m.a. milligöngu um olíusölu, hefur fall- ist á að greiða rúma sex milljarða króna í bætur til fólks sem telur sig hafa beðið heilsutjón af eitruðum efnaúrgangi sem fyrirtækið kom fyrir á 15 stöðum í kringum Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar. Talsmaður fyrirtækisins staðfesti þetta í gær en um leið gengst saksóknarinn, sem fór fyrir 31.000 meintum fórnarlömbum úrgangsins, við því að engin tengsl hafi verið á milli úrgangsins og dauðsfalla eða fósturláta, eins og fullyrt var. Sexfalt lægri en upphaflega krafan Saksóknarinn krafðist upphaflega sexfalt hærri bótagreiðslu, en upphæðin þýðir að hvert fórnarlamb fær í sinn hlut sem svarar 210.000 krónum. Fyrirtækið hafði áður greitt stjórn landsins 27,6 milljarða króna í bætur og féll málið niður með bótagreiðslunni um helgina. Sérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna taldi sterk tengsl á milli mengunarinnar og 15 dauðsfalla, m.a. af völdum olíumengunar, en málið minnir á ákærur á hendur olíurisanum Chevron vegna olíumengunar í Ekvador, þar sem vatnsbólum var spillt með óábyrgri urðun. Urðuðu eitur í nágrenni stórborgar  Tengt við dauðsföll  Svipar til máls Chevron Eitrið grafið upp. ÞÆR eru engin smásmíði ölkrúsirnar sem hífðar eru á loft í öltjöldunum í Bæjaralandi þessi dægrin. Þar fer nú í hönd hið árlega Oktoberfest en hátíðin, sem stendur yfir í 16 daga í München, dregur jafnan að sér um 6 milljónir manna. Hátíðinni lýkur á fyrsta sunnudeginum í október en ef daginn ber upp á fyrsta eða annan dag mánaðarins lengist dagskráin sem því nemur. Ölteitið var fyrst haldið 1810 og því styttist í 200 ára afmælið. Bjórgleði í Bæjaralandi Reuters Nú í sumar spáðu sérfræðingar Standard & Poor’s því að skuldir breska þjóðarbúsins kynnu að óbreyttu að fjórfaldast í 200% af vergri þjóðar- framleiðslu á næstu fjórum áratugum. Íþyngjandi ellilífeyrisgreiðslur og útgjöld til félags- og heilbrigðismála vega þar þungt en ef spáin rætist verða skuldirnar hlutfallslega jafn miklar og í síðari heimsstyrjöldinni. Við þetta bætist að olía Breta í Norðursjó er að ganga til þurrðar en eins og tímaritið The Economist benti nýlega á er útlit fyrir orkuskort í Bretlandi á næsta áratug, verði ekkert að gert. Flestum kjarnorkuverum og um helmingi kolaorkuvera verður lokað í náinni framtíð og er því ljóst að þörfin fyrir innflutt gas mun aukast. Rifjað er upp að um þriggja ára- tuga skeið sáu olíu- og gaslindirnar í Norðursjó til þess að Bretar höfðu næga orku. Þeir dagar eru liðnir. Framleiðslan náði hámarki 1999. Eins og í síðari heimsstyrjöldinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.