Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 15

Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 Tvöfaldur Kópavogsbúinn og pönkhundurinn Dr. Gunni lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar safnsýningin Heilbrigð æska - Pönkið og Kópavogurinn 1978 - 1983 opnaði í Tónlistarsafni Íslands. Kristinn GRUNNHUGSUNIN að baki hinum svo kölluðu efnahagslegu fyrirvörum við ríkisábyrgð vegna Icesave er í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi er innbyggt í fyrirvar- ana að ef grunnforsendur um þróun efnahagsmála ganga ekki eftir muni greiðslubyrðin af lánum Breta og Hollendinga á tímabilinu 2016 til 2024 ekki sliga Íslendinga. Í öðru lagi að ef allt fer á versta veg þá skipta Íslendingar, Hollendingar og Bretar með sér áfallinu – Íslend- ingar verði ekki látnir sitja uppi einir með skömmina. Grunnforsendur fyrirvaranna eru þær að ef spár Seðlabankans um 3% meðalhagvöxt til ársins 2024 rætast og forsendur um 75% endurheimtur á eignum Landsbankans reynast réttar þá munu Íslendingar greiða Hollendingum og Bretum að fullu höfuðstól, vexti og vaxtavexti vegna Icesave-ósómans. Íslendingar munu þá verja 6% af árlegum hagvexti til þessa – af hverjum 100 krónum sem íslensku þjóðarbúi áskotnast munu Hol- lendingar fá tvær krónur og Bretar fjórar krónur og Íslendingar geta ráðstafað 96 krónum til annarra hluta. Ef hinsvegar forsendur bresta, sem gæti t.a.m. orðið vegna þess að hagvöxtur verði minni en áætlað er, eignir Landsbankans reynist verðminni, gengis- og verðbólguþró- un verði óhagstæð, neyðarlögunum verði hnekkt eða að eitthvað annað óvænt kemur upp á, þá borga Íslendingar ekki meira en sem nemur 6% af hagvexti að hámarki. Upphæðin sem eftir stendur 2024 fellur þá annaðhvort niður eða nýtt Alþingi tekur ákvörðun árið 2024 um að greiða eftirstöðv- arnar eftir samningaviðræður. Íslendingar deila þannig áhættunni með Bretum og Hol- lendingum. Viðsemjendur okkar eru klókir. Nú bjóða þeir ríkisstjórninni að framlengja einfald- lega lánið út í hið óendanlega ef forsendur bresta – þeir bjóða Íslendingum að breyta láninu í teygjulán. Þannig munu þeir fá hverja krónu til baka á endanum óháð því hvernig Íslandi mun farnast. Þetta er al- gjörlega óviðunandi og valdhafarnir viðast ekki hafa áttað sig á að þetta brýtur grunn- hugsun efnahagslegu fyrirvaranna sem Al- þingi hefur fest í lög. Ef forsendur bresta liggur fyrir að efnahagsleg framþróun verður afleit á Íslandi næstu árin. En það skiptir ekki máli; Icesave- skuldin bíður okkar á 5,55% vöxtum hvernig sem árar. Þetta er ekki hægt að sam- þykkja. Ef lánstíminn er lengdur fram yfir 2024 er grunnur efnahagslegu for- sendnanna brostinn og það er ekkert smámál eins og valdhafarnir virðast vilja telja þingi og þjóð trú um. Þetta er grundvallarbreyt- ing sem setur málið aftur á byrjunarreit. Það er tvennt í stöðunni núna. Að valdhaf- arnir fari að lögum og tjái Bretum og Hol- lendingum að Alþingi hafi sagt sitt síðasta orð og að þeir verði annaðhvort að sam- þykkja eða hafna fyrirvörunum. Valkost- urinn sé að setjast að nýju að samninga- borði með fyrirvara Alþingis að leiðarljósi. Það er ekki valkostur fyrir valdhafana að semja um lög sem Alþingi setti fyrir nokkr- um dögum. Munum hverjir umbjóðendur ríkisstjórnarinnar eru. Það eru Íslendingar, ekki Hollendingar og Bretar. Það eru aðrir sem hugsa um þeirra hagsmuni. Að lokum er rétt að undirstrika að það eru hrein og klár ósannindi að málið muni setja allt endurreisnarstarfið í uppnám. Við höfum sýnt alþjóðasamfélaginu með óyggj- andi hætti með ríkisábyrgðinni að við viljum semja á sanngjörnum nótum og þau skilaboð hafa komist til skila. Í versta falli seinkar þetta eitthvað afgreiðslu erlendu lánanna sem skiptir litlu sem engu máli fyrir end- urreisnina. Efnahagslegu fyrirvararnir tryggja að hámarksupphæð skuldarinnar er þekkt. Ef lánstíminn er lengdur út í hið óendanlega hafa Íslendingar ekki hugmynd um hver skuldin er í raun. Það skapar óvissu sem seinkar því mjög að traust skap- ist á Íslandi á alþjóðamörkuðum. Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Þannig munu þeir fá hverja krónu til baka á endanum óháð því hvernig Íslandi farnast. Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er prófessor í hagfræði og alþing- ismaður. Icesave breytt í teygjulán SJALDAN er góð vísa of oft kveðin. Með það í huga sting ég niður penna og í þetta sinn til að fjalla um læsi reykvískra barna og unglinga. Læsi er lykill að öllu námi og grundvöllur vel- ferðar hvers og eins. Læsi er regnbogahugtak yfir lestur, les- skilning, ritun og læsi á alla mögulega miðla og mikilvægt að rugla því ekki saman við lestur, sem er einungis einn angi læsis. Hjá Reykjavíkurborg er unnið gott starf á sviði menntamála en það er óhætt að segja að læsi barna í grunnskólum borg- arinnar hefur fengið verðskuldaða athygli – sem skilað hefur árangri. Félagsvís- indastofnun skilaði á dögunum af sér skýrslu um stöðu lestrarkennslu í íslenskum grunn- skólum. Niðurstöður skýrslunnar eru mjög í takt við mína upplifun síðan ég tók sæti í menntaráði Reykjavíkurborgar. Lítið er um formlega lestarkennslu á mið- og efsta stigi grunnskólans og námsgögn, kennsluaðferðir og matstæki vantar fyrir eldri nemendur grunnskólans. Eins telja skýrsluhöfundar að auka þurfi samstarf milli skóla, skólastjórn- enda, sérfræðinga, skólaskrifstofa og mennta- stofnana við að þróa aðferðir til lestr- arkennslu og að nauðsynlegt sé að efla skilning kennara og skólastjóra á samþætt- ingu lestrarkennslu við allar námsgreinar. Samþætting er hér enn og aftur hinn stóri galdur. Á réttri leið Við erum þó á réttri leið og sérstaklega er ég stolt af því að hafa komið á samstarfi við Háskólann á Akureyri í formannstíð minni í menntaráði borgarinnar. Það leiddi til innleið- ingar á svokölluðu „byrjendalæsi“ sem ellefu grunnskólar í Reykjavík taka nú þátt í. Færni nemenda í lestri hefur aukist í öllum skól- unum ellefu og nú þegar hafa fleiri skólar lýst yfir áhuga á að taka upp byrjendalæsið í lestrarkennslu yngstu árganganna næsta vet- ur. Eins er ég stolt af því að hafa komið á samstarfi menntasviðs Reykjavíkur og rann- sóknarstofu um mál, þroska og læsi á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Sá samningur inniber m.a. fræðslu til foreldra barna sem eru að hefja lestrarnám, námskeið um lestrarkennslu byrjenda fyrir kennara og stuðning menntasviðs við rann- sóknir á þróun máls og læsis barna og unglinga. Með samn- ingnum við rannsóknarstofuna vildi ég auka skilning, efla sam- starf og umræðu um lestur, læsi og lesskilning barna, unglinga og ungmenna. Umræðan hefur oft á tíðum einskorðast við upphaf lestrarkennslu, hvort hún eigi að hefjast við fimm eða sex ára ald- ur. Það er aukaatriði ef okkur tekst að skapa lærdómssamfélag á báðum skólastigum sem ein- kennist af skapandi náms- aðferðum þar sem börn fá stöð- uga örvun í öllum þáttum tungumálsins, hvort sem það er lestur, lesskilningur, orðaforði, málskilningur, rím, ljóð, bókmenntir, hlustun, tjáning eða skapandi skrif. Leikskólar um alla borg státa af frábærum þróunarverkefnum tengdum leik og ritmáli, þjóðsögum, rími og kveðskap og möguleikar leikskólastigsins eru óþrjótandi þegar kemur að örvun tungumáls- ins hjá ungum börnum. Góð vísa Samkvæmt mælingum PISA koma íslensk- ir nemendur ekki nægilega vel út í lesskiln- ingi, en lesskilningur er algjört lykilatriði í námi barnanna okkar og möguleikum þeirra á að tileinka sér færni í námi, lífi og leik. Fyrir utan þá staðreynd að enginn einn þáttur örv- ar hin ólíkustu skilningarvit betur en þegar við leggjum höfuðið í bleyti lesskilningsins! Markinu er ekki náð þegar barn hefur lært að lesa, áfram þarf að vinna með læsið. Læsi upplýsinga, læsi á bókmenntir, læsi og túlkun, læsi og tjáningu – bæði á rituðu sem og mæltu máli. Önnur vísa sem sjaldan er of oft kveðin; niðurstöður rannsókna benda til þess að stuðningur foreldra við lestrarnám barna sinna skipti sköpum samhliða hágæða lestr- arkennslu í skólanum. Því er brýnt að við for- eldrar lesum fyrir börnin á hverjum degi, líka þegar þau eru orðin læs og að við hvetjum þau áfram í skapandi skrifum og tjáningu. Það er besta veganestið. Og bragð er að þá barnið finnur. Besta veganestið Eftir Oddnýju Sturludóttur Oddný Sturludóttir » Læsi er lykill að öllu námi og grundvöllur velferðar hvers og eins. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.