Morgunblaðið - 21.09.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 21.09.2009, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 FRANCESCA er fyrstamynd leikstjórans Bob-bys Paunescus sem skrif-aði einnig handritið. Hún var frumsýnd í Feneyjum fyrir skemmstu og olli þar miklu fári. Sagan segir af Rúmenum en Ítalía hefur löngum verið fyrirheitið land í huga þeirra þó að móttökurnar sem farandverkamenn hafa fengið þar hafi verið allt annað en blíðar. Per- sónur myndarinnar lýsa Ítölum sem örgustu rasistum og þjóðþekktir einstaklingar eru rægðir svo um munar. Myndin var tekin úr sýn- ingu og Ítalir keppast nú við að knýja í gegn ritskoðanir eða stíft sýningarbann á hana. Viðbrögð hinna smánuðu Ítala eru of harkaleg og jaðra við að vera fasísk atlaga að tjáningarfrelsi. Þó að gagnrýni myndarinnar eigi örugglega rétt á sér er hún stein- geld þar sem áhorfandinn hefur litla samúð með málstað Rúmen- anna. Þeir virðast vera sjálfum sér verstir og kalla yfir sig andúð ná- grannaríkja. Paunescu benti rétti- lega á að Rúmenar kæmu jafn illa út úr myndinni og Ítalir á blaða- mannafundi fyrir skemmstu. Hann hefði fyrst og fremst viljað takast á við ímyndar- og samfélagskrísu landa sinna. Rúmenar hafa að hans mati ekki fundið sér réttan farveg hingað til en séu uppfullir af skap- andi orku og vilja til að rísa úr ösku ófrægðar. Myndin væri áhugaverðari ef áhorfendur gætu borið kennsl á þessa þætti í fari persóna. Sögu- hetjan Francesca er barnslega ein- föld og draumar hennar skýjaborg- um líkastir. Hún er til í að borga fúlgur fjár og undirselja ítalskri fjölskyldu vinnu sína, jafnvel blíðu, til að geta hugsanlega einhvern tím- ann rekið leikskóla fyrir börn rúm- enskra innflytjenda. Flestir sem hún þekkir benda henni á hversu vonlaus og órakenndur þessi draumur er en hún stendur staðföst á sínu. Myndin sem frásögnin dreg- ur upp af Rúmenum er ekki álitleg og áhorfendur langar líklega fæsta til að kynnast landi og þjóð frekar neitt sérstaklega. Það er ekki einu sinni hægt að binda vonir við að rætist úr ástandi persóna þar sem þær eru upp til hópa glæpamenn og ógæfufólk. Myndin er stríð en ekki áleitin. Hún er gerð eftir forskrift frönsku nýbylgjunnar en reynir ekkert nýtt eða frumlegt. Engin leikandi gleði með miðilinn er sjáanleg og kvik- myndafræðileg ástríða getur ekki talist mikil. Tilvistarkreppa persóna og afbygging hefða og hugmynda- fræðilegra gilda virðist sprottin upp úr þjóðernispirringi leikstjórans og því vel til þess fallin að valda stormi í vatnsglasi. Háskólabíó, RIFF 2009 Francesca  Leikstjórn og handrit: Bobby Paunescu. Aðalhlutverk: Monica Birladeanu, Doru Boguta, Teo Corban. 94 mín. Rúmenía, 2009. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYND Ofmetin „Engin leikandi gleði með miðilinn er sjáanleg ... segir m.a. í dómi um Francescu. Stormur í vatnsglasi 2 VIKUR Á TOPPNUM Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 6 45.000 manns í aðsókn! BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára Yfir 46.000 manns í aðsókn! ALLRA SÍÐUST U SÝNIN GAR! The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Karlar sem hata konur kl. 5 - 6:30 - 8 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 Lúxus Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ Inglorious Bastards kl. 5 - 8 - 10 B.i.16 ára Ísöld 3 3-D (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins Uppgötvaðu ískaldan sannleikann um karla og konur Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 10 (Powersýning) ÓTRÚLEG UPPLIFUN Í 3D SÝND Í SMÁRABÍÓI STÚLKA N SEM L ÉK SÉR AÐ ELD INUM FRUMSÝ ND 2. O KTÓBER FORSAL A Í FULL UM GAN GI Á MI DI.IS POWER SÝNIN G Á STÆ RSTA D IGITAL TJALD I LAND SINS KL. 10 :00 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó ðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM Mánudagur, 21. september Monday, September 21th Wolfgang Amadeus Mozart er almennt talinn merkasta tónskáld sögunnar, jafnvel þótt hann hafi látist aðeins 35 ára gamall. Myndin segir sögu Antonios Salieri sem var miðlungstónskáld í Vínarborg samtíða meistaranum. Q&A með leikstjóranum, Miloš Forman, kl. 19:00 Amadeus í Háskólabíó Q&A með Miloš Forman 13:00 Blygðunarlaust •Hellubíó 14:00 Barnastuttmyndir •Norræna húsið Ófræging •Hafnarhúsið 16:00 Orð í sandinn • Iðnó Garðastræti •Norræna húsið Fórnarlömb auðsins •Hafnarhúsið Kelin •Háskólabíó 3 16:40 Galopin augu •Háskólabíó 2 17:00 Vafningar •Háskólabíó 1 17:15 Er ég nægilega svartur, að þínu mati? • Iðnó 18:00 Hádegisverður um miðjan ágúst •Norræna húsið Farmiði til paradísar •Hafnarhúsið Konur í rauðum sokkum / Umoja •Hellubíó Mamma er hjá hárgreiðslumanninum •Háskólabíó 3 Allt á floti •Háskólabíó 4 18:40 Efnispiltar •Háskólabíó 2 19:00 Amadeus •Háskólabíó 1 20:00 Mánudagsmyndir Olivier Mellano tónleikar • Iðnó Dansandi skógur •Norræna húsið Árbúar •Hafnarhúsið Að deyja sem karlmenni •Háskólabíó 3 Vitringarnir þrír •Háskólabíó 4 20:40 Stingskötu-Sámur •Háskólabíó 2 21:40 Lourdes •Háskólabíó 1 22:00 Hróarskelda • Iðnó Persona non grata •Norræna húsið Betra líf •Háskólabíó 4 22:20 Á vegum tvíkynhneigðra •Hellubíó Saman •Háskólabíó 3 22:40 Íslenskar stuttmyndir 1 •Háskólabíó 2 23:20 Ískossinn •Háskólabíó 1 KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Toronto, sem er ein sú stærsta í þeim geiranum, lauk á laugardaginn. Var það myndin Precio- us: Based on the Novel Push by Sapphire sem landaði hinum eftirsóttu People’s Choice-verðlaunum á hátíðinni, en það er sjálf Oprah Winfrey sem framleiðir myndina. Gerist hún í Harlem, og er fremur ömurleg sýn á líf þéttholda unglingsstúlku sem þarf að þola kynferðis- legt ofbeldi af hendi föður síns. Myndin hefur verið lof- uð út í eitt síðan hún var frumsýnd á Sundance- hátíðinni í janúar og þessi árangur myndarinnar í To- ronto gefur henni gott veganesti inn í Óskarinn, en Slumdog Millionaire vann sömu verðlaun á Toronto fyrir ári og tók svo Óskarinn með trompi eftir það. Það sem vakti auk þess athygli á hátíðinni var að lítill hluti þeirra mynda sem var sýndur náði að tryggja sér dreifingarsamninga og hefur óð- háði kvikmyndabransinn vestra verið í hálf- gerðum lamasessi undanfarin tvö ár. Gagnrýnendur pikkuðu svo út tvær myndir sérstaklega, indversku myndina The Man Beyond the Bridge og hina frönsku Hade- wijch. Precious sigraði í Toronto Glöð Aðal- leikkonan, Gabourey „Gabby“ Si- dibe, var að vonum kát.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.