Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn
Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
MAÐURINN
sem fórst í drátt-
arvélarslysi sl.
þriðjudag í Fljóts-
dalshéraði hét
Guðmundur Ei-
ríksson, til heim-
ilis í Hlíðarhúsum
í Jökulsárhlíð.
Guðmundur heit-
inn fæddist 14.
september 1956.
Hann var einhleypur og barnlaus.
Guðmundur var fæddur og uppal-
inn í Hlíðarhúsum og átti heima þar
alla tíð. Guðmundur vann við ýmis
landbúnaðarstörf.
Lést í drátt-
arvélarslysi
Guðmundur
Eiríkssson
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„VÍÐA á hálendinu hefur snjóað
undanfarið og þar eru komnar tals-
verðar fannir. Í hlýindum sem spáð
er næstu daga má hins vegar gera
ráð fyrir að þessi snjóalög taki að
miklu leyti upp því frostmarkshæðin
verður ofan hæstu fjalla,“ segir Ein-
ar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur
hjá Veðurvaktinni ehf.
Hvergi alhvít jörð
Í skeytum gærdagsins gat engin
athugunarstöðva Veðurstofunnar
um alhvíta jörð. Fyrstu daga mán-
aðarins var hins vegar víða kominn
nokkur snjór, til að mynda á Norður-
landi og Vestfjörðum svo sem al-
vanalegt er, en einnig sumstaðar á
Suðurlandi. Þannig var snjódýpt á
Kvískerjum í Öræfasveit rúmir 20
cm snemma í mánuðinum fyrir hríð-
arskotið 9. október.
Víða á norðan- og austanverðu
landinu eru talsverð snjóalög eins og
sést á gervitunglamynd frá í fyrra-
dag. Einnig sjást snjólausar tungur
skera sig inn í landið; svo sem Jökul-
dalur eystra, Bárðardalur og
Austurdalur í Skagafirði.
„Núna eru hlýindi í sjónum fyrir
sunnan land og áhrifa þeirra gætir
nú, þegar spáð er rigningu og hlýind-
um. Allt er þetta til marks um hve
veðrátta haustsins getur verið blæ-
brigðarík; snjókoma, rigning og hlý-
indi sumarveðurs í sama mánuðin-
um,“ segir Einar.
Frostmark ofan fjalla
Snjó á hálendi að taka upp í hlýindum Dalir nyrðra og eystra snjólausir
Sjórinn er hlýr og áhrifa þess gætir Veðrátta haustsins blæbrigðarík
Ljósmynd / Modis
Loftmynd Hálendið og hæstu fjöll eru með hvítan koll sem nú má vænta að
víki enda eru hlýindi og úrkoma í kortum veðurfræðinga fyrir næstu daga.
LANDINN ætlar að kveðja McDonald’s-hamborg-
arann með stæl en veitingastaðnum verður lokað
fyrir fullt og allt á laugardagskvöld. „Við höfum
mátt hafa okkur öll við. Meðaltal í sölu hjá okkur
er 4.000 hamborgarar á dag en síðustu daga hefur
salan verið minnst helmingi meiri,“ segir fram-
kvæmdastjórinn, Jón Garðar Ögmundsson, sem
telur þetta sýna hve ríka hlutdeild þessi alþjóð-
lega hamborgarakeðja á í þjóðarsálinni.
ALLT BRJÁLAÐ AÐ GERA HJÁ MCDONALD’S
Morgunblaðið/Kristinn
AÐALSTEINN Á. Baldursson, formaður Framsýnar,
segir að með aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær stað-
festi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að bannað sé að
hafa aðrar skoðanir á kjaramálum en hann og hans fáu
stuðningsmenn. „Þrátt fyrir að Gylfi sé aðeins búinn að
sitja í stól forseta ASÍ í eitt ár er hann væntanlega þegar
orðinn óvinsælasti forseti sem setið hefur á þeim stalli, í
sögu Alþýðusambands Íslands, sem er afrek út af fyrir
sig,“ segir Aðalsteinn í pistli á vef Framsýnar.
Hann neitar því að hafa misst tiltrú og kveður 96% fé-
lagsmanna í Framsýn ánægð með störf félagsins. Hins
vegar hafi hann tapað tiltrú Gylfa og stuðningsmanna
hans fyrir að hafa eigin skoðanir. „Og fyrir það skal ég fá
að gjalda með einum eða öðrum hætti. Hvorki Gylfa né
hans hirð mun takast að kæfa niður mínar eða skoðanir
félagsmanna Framsýnar og þeirra stéttarfélaga sem
hafa aðra sýn á kjaramál en rúmast
innan ákveðins hóps hjá ASÍ,“ segir
Aðalsteinn.
Í grein sinni sagði Gylfi að Aðal-
steinn hefði alfarið af eigin rammleik
misst trúnað sinna félaga til að gegna
forystu fyrir matvælasvið Starfs-
greinasambandsins með málflutningi
sínum að undanförnu.
Aðspurður segir Gylfi að þessi orð
sín hafi verið svar við þeim orðum
Aðalsteins að aðför hafi verið gerð að
honum á þingi SGS fyrir skemmstu og honum velt úr
sessi. Aðalsteinn hafi einfaldlega ekki „endurspeglað
sjónarmið innan síns sambands“ í umræðunni að undan-
förnu. Því hafi farið sem fór með stöðu hans hjá SGS.
Hvað gagnrýnina á sig varðar segist Gylfi ekki vera í
neinni vinsældakeppni. Hann reyni að vera raunsær, en
kjarabarátta snúist ekki bara um að setja fram kröfur,
heldur líka að finna raunhæfar leiðir til að ná þeim fram.
Segir að ólíkar skoðanir
séu bannaðar innan ASÍ
Gylfi: Hann endurspeglaði
ekki sjónarmið innan SGS
Aðalsteinn Á.
Baldursson
ÖSSUR Skarp-
héðinsson utan-
ríkisráðherra
sagði í Stokk-
hólmi í gær að
hann vonaðist til
þess að álitsgerð
framkvæmda-
stjórnar Evrópu-
sambandsins um
aðildarumsókn
Íslendinga myndi
liggja fyrir þegar í desember. Alex-
ander Stubb, utanríkisráðherra
Finnlands, sagði að ef það yrði nið-
urstaðan væri það met.
„Ég hef fengið mörg góð ráð frá
norrænum kollegum mínum,“ sagði
Össur við sænsku fréttastofuna TT.
„Það hefur verið markmiðið, meðan
Svíar fara með formennsku í Evr-
ópusambandinu, að Ísland verði
samþykkt sem umsóknarland, hugs-
anlega strax í desember eða þá í
mars á næsta ári.“
Össur benti á að Ísland hefði þeg-
ar svarað þúsundum spurninga, sem
framkvæmdastjórn ESB hefði lagt
fyrir, þótt svarfresturinn rynni ekki
út fyrr en um miðjan nóvember.
„Þótt við séum lítið land höfum við
einsett okkur að svara hratt. Boltinn
er þess vegna núna á vallarhelmingi
framkvæmdastjórnarinnar,“ sagði
Össur.
Alexander Stubb sagði við TT, að
hann teldi að Ísland hefði sett
Evrópumet í að svara spurningum
tengdum aðildarumsókninni.
Össur ætl-
ar að setja
nýtt met
Össur
Skarphéðinsson
Vonast eftir álitsgerð
ESB í desember