Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is EINKENNILEGT mál kom upp eftir kjör Helga Hjörvars til forseta Norðurlandaráðs á þriðjudag. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokks, sakaði þingmenn Sjálf- stæðisflokks um að hafa farið bak við sig, látið af áður heitnum stuðningi Helga til heilla. Þingmaður Sjálf- stæðisflokks segir hluta af lýðræðinu að meirihlutinn ráði för, þó svo að maður sé ekki endilega sáttur við niðurstöðuna. Á fundi Íslandsdeildar Norður- landaráðs 15. september var tilnefn- ing til forseta ákveðin. Helgi hlaut fjögur atkvæði en Siv þrjú, þ.m.t. tvö atkvæði sjálfstæðismanna. „Við tók- um í kjölfarið þá ákvörðun að beygja okkur fyrir þeirri niðurstöðu sem varð, að tilnefning Íslands væri Helgi Hjörvar og að við myndum ekki beita okkur gegn henni á vettvangi Norð- urlandaráðs,“ segir Illugi Gunnars- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Átök slæm fyrir Ísland Illugi segir málum ætíð hafa verið háttað þannig að meirihluti Alþingis ráði tilnefningunni. Þannig hafi það verið á meðan Sjálfstæðisflokkur var í ríkisstjórn og undarlegt ef hlaupið yrði frá því. „Við vildum ekki breyta þeirri hefð og vorum þeirrar skoð- unar að það kæmi ekki vel út fyrir Ís- land að það kæmi til kosninga og átaka um þetta mál í Stokkhólmi. Það væri fordæmalaust og slæmt fyrir Ísland. Mér finnst rétt að svona mál séu kláruð á Íslandi og þing- menn komi sameinaðir fram í alþjóð- legu samstarfi.“ Siv hefði getað farið fram á að kos- ið yrði á milli hennar og Helga á vettvangi Norð- urlandaráðs en lét að lokum af því. „Í svona málum finnst mér að menn verði að tempra persónu- legan metnað sinn í ljósi þeirrar venju og hefða sem hafa gilt um þessi mál á Íslandi. Það er hluti af lýðræð- inu að meirihlutinn ráði för. Eftir því unnum við,“ segir Illugi og viður- kennir að það sé honum ekkert sér- staklega að skapi að sósíaldemókrat- ar haldi embættinu þrjú ár í röð, en hefð er fyrir því að formennska fær- ist á milli flokkahópa eftir tvö ár. Meirihlutinn tók ákvörðunina  Sjálfstæðismenn studdu Siv Friðleifsdóttur til forseta Norðurlandaráðs en ákváðu að lúta meirihluta- valdi Íslandsdeildar  Á fundi hennar hafði Helgi Hjörvar betur með fjórum atkvæðum gegn þremur Eftir að ljós var að Helgi Hjörvar yrði frambjóðandi Íslands ákvað Siv að vera varaforsetaefni hans. Skömmu fyrir fund Norð- urlandaráðs barst Helga til- kynning frá Siv þar sem hún dró framboð sitt til varaforseta til baka. Þar með var Íslandsnefndin sett í þá stöðu að finna nýjan varaforseta. Haldinn var fundur síðastliðinn mánudag úti í Stokkhólmi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Illugi Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, tæki slaginn. Illugi varaforseti Illugi Gunnarsson Helgi Hjörvar Siv Friðleifsdóttir Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BÚAST má við að hátt í þrjú þús- und manns haldi til rjúpnaveiða strax á morgun, á fyrsta degi veiði- tímabilsins. Margir hafa beðið lengi eftir að mega byrja og segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiði- félags Íslands, að löng hefð sé fyrir því að langflestar rjúpnaskyttur reyni fyrir sér fyrstu veiðihelg- ina. Sigmar segir að mikil breyting hafi orðið á út- haldi veiðimanna síðustu ár. Ekki aðeins hafi rjúpnaskyttum fækkað úr um fimm þúsund fyrir 14 árum þegar veiði- kortakerfið var tekið upp í um fjög- ur þúsund núna, heldur hafi hóp- urinn líka elst. „Fyrir um aldarfjórðungi hugs- uðu menn um að veiða vel og ef tækifæri gafst þá var fengurinn seldur,“ segir Sigmar. „Þeir sem ekkert veiddu voru alveg eyðilagð- ir. Núna eru menn að veiða fyrir sig og sína og oft með sömu félögunum ár eftir ár og verða ekkert svaka- lega sárir þótt þeir veiði lítið eða ekkert.“ Margir vilja hafa það gott að loknum erfiðum degi Sigmar segir að samfara breyt- ingum í ferðaþjónustu síðustu 2-3 árin séu auknir möguleikar í gisti- aðstöðu á landsbyggðinni og rjúpnatíminn lengi ferðatímabilið hjá mörgum. „Áður vildu veiðimenn spara, bjuggu þröngt og eyddu ekki í íburð. Nú er þetta breytt og marg- ir vilja hafa það gott að loknum erf- iðum degi, borða góðan mat og slaka á í heitum potti. Þannig hefur eðli þessara veiðiferða breyst tals- vert á skömmum tíma. Aðalatriðið hjá flestum skotmönnum er þó að þeir vilja fá að vera í leyfi og í næði og síðan er það góður valkostur að eiga möguleika á þessari aðstöðu,“ segir Sigmar. Hann segir að alls konar pakkar séu í boði, en bændur sem selji veiðileyfi taki gjarnan 3-7 þúsund krónur fyrir daginn. Þá sé mikil ásókn veiðimanna í gistingu í or- lofshúsum stéttarfélaga og á vin- sælum veiðisvæðum séu þau nánast fullnýtt þær helgar sem rjúpnaveiði er leyfð. Stofnkostnaður hátt í hálf milljón króna Spurður um kostnað við rjúpna- veiðina segir Sigmar að stofnkostn- aður geti verið á bilinu 3-500 þús- und krónur og það sé í raun ekki mikið miðað við að búnaðurinn end- ist í kannski áratug. „Sæmilegt vopn kostar 160-180 þúsund krónur og svo eru góðir gönguskór nauð- synlegir, en þeir gætu kostað um 30 þúsund krónur. Áttaviti er nauðsyn og auðvitað er æskilegt að menn eigi GPS-leiðsögutæki, sem kannski kostar 100 þúsund krónur. Goretex- galli kemur sér vel en hann nýtist einnig í annarri útivist. Þetta er náttúrlega spurnig um hvað menn vilja veita sér mikið,“ segir Sigmar. Hann vonast eftir góðu veðri um helgina og segist vona að veiðunum fylgi ekki mikið álag á Landsbjörg og hjálparsveitir. „Auðvitað er allt- af eitthvað um að menn lendi í ógöngum,“ segir Sigmar. „Reikni- meisturum Skotvíss reiknast hins vegar til að hátt í 3000 þúsund manns verði úti á rjúpu um helgina og miðað við fjölda útkalla Lands- bjargar yfir árið þá eru útköll vegna rjúpnaskyttna fá miðað við umfang,“ segir Sigmar. Hátt í þrjú þúsund manns til rjúpnaveiða um helgina  Verða ekkert svakalega sárir þótt þeir fái lítið  Rjúpnaskyttum hefur fækkað  Eðli veiðiferðanna hefur breyst  Veiðileyfi fyrir daginn á 3-7 þúsund krónur Morgunblaðið/Árni Sæberg Annir Jóhann Vilhjálmsson og Sveinbjörn Hjálmarsson skoða tvíhleypta haglabyssu í verslun Ellingsen, en byssur sem þessar eru léttar og meðfærilegar og vinsælar meðal veiðimanna. Jóhann segir að mikið hafi verið að gera undanfarið við byssusölu, skoðun og viðgerðir. Margir séu á síðustu stundu, en topparnir séu í kringum upphaf gæsavertíðar og rjúpnaveiðitímans, sem byrjar á föstudag. Heimilt er að veiða um helgar fram í desemberbyrjun. Sigmar B. Hauksson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hefur þurft að hafa afskipti af allnokkrum ökumönnum, sem ýmist voru ölvaðir undir stýri eða höfðu ekki ökuréttindi. Þetta gerist þótt ekki sé komið fram á helgi. Kona um fimmtugt var tekin fyrir ölvunarakstur en bíll hennar var stöðvaður á Nesjavallaleið. Sama dag lenti karlmaður á fertugsaldri í umferðaróhappi á Miklubraut en hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna. Þá var 18 ára piltur stöðv- aður við akstur á Grensásvegi en sá hefur aldrei öðlast ökuréttindi og var nú tekinn fyrir þetta brot í þriðja sinn á skömmum tíma. Loks var karlmaður á þrítugsaldri á ferð í pallbíl í Hafnarfirði og virðist hafa ekið ógætilega því húsið á pall- inum losnaði af og kastaðist á tvo kyrrstæða bíla. Í ofanálag hafði öku- maðurinn þegar verið sviptur öku- leyfi. Ölvaðir og án réttinda SAMKVÆMT tölum frá Hagstofu Íslands voru 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í september sl., samanborið við 52 fyrirtæki í sama mánuði árið 2008. Það jafngildir fjölgun á milli ára um 65%. Flest urðu gjaldþrotin í bygginga- starfsemi og mannvirkjagerð, eða 29 af þessum 86 í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins var 641 fyrirtæki tekið til gjald- þrotaskipta en það er aukning milli ára um 23% þegar 522 fyrirtæki urðu gjaldþrota frá janúar og út septembermánuð, rétt fyrir banka- hrunið. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa 179 bygginga- og verktaka- fyrirtæki orðið gjaldþrota, sem er aukning á milli ára um 83%. Í Morgunkorni Íslandsbanka seg- ir m.a. að fjölgun gjaldþrota komi ekki á óvart, í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa ríkt í íslensku efnahagslífi. Gjaldþrot hafi verið tíðust í þeim greinum sem verst hafa orðið úti í kreppunni, t.d. mannvirkjagerðin. Benda sérfræðingar greiningar- deildar bankans á að horfurnar séu ekki góðar hjá þessum fyrirtækjum. Einnig megi ráða af nýlegri skýrslu Seðlabankans að fjöldi fyrirtækja sé í verulegum greiðsluerfiðleikum. Því bendi flest til þess að gjaldþrotum fyrirtækja fjölgi verulega næstu mánuði. bjb@mbl.is Gjaldþrot- um fjölgaði um 65% Líkur á enn meiri fjölgun gjaldþrota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.