Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009
Héraðsdómur
Reykjaness
féllst í gær á
kröfu
lögreglu-
stjórans á
Suðurnesjum
um að sex
karlmenn, sem
setið hafa í
gæsluvarðhaldi að undanförnu,
sæti áframhaldandi varðhaldi
næstu vikuna, eða fram til 4. nóv-
ember.
Einum hefur verið sleppt, Ís-
lendingi, sem setið hefur í gæslu-
varðhaldi í viku. Hinir mennirnir
sex, fimm Litháar og einn Íslend-
ingur, hafa setið í gæsluvarðhaldi
að undanförnu vegna rannsóknar
lögreglu á skipulagðri glæpa-
starfsemi en koma ungrar konu,
sem talin er fórnarlamb mansals,
hratt af stað lögreglurannsókn
sem hefur orðið stöðugt umfangs-
meiri og teygir anga sína víða.
Lögreglan á Suðurnesjum segir
í fréttatilkynningu sem hún sendi
frá sér í gærkvöldi að rannsókn
málsins miði vel en vill að öðru
leyti ekki greina frá málavöxtum
né hvað hún hefur nákvæmlega
leitt í ljós. sbs@mbl.is
Einum sleppt en
sex menn verða
áfram í gæslu
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„SAFNIÐ er mikilvæg heimild um sögu þjóðarinnar og stjórn-
málabaráttu. Það hvernig úr heimildunum er unnið er vitaskuld
undir hverjum og einum sem þær kannar komið, en mestu
skiptir að þær séu aðgengilegar og safnið varðveitist í öruggum
höndum,“ segir Guðrún Pétursdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri tók í gær formlega
við einkaskjalasafni Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra,
sem varðveitt verður í Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Skjala-
safn Ólafs er mikið að vöxtum og spannar langan tíma. Þar er að
finna ýmis skjöl er varða feril Ólafs sem snemma lét að sér
kveða. Með föður sínum og bræðrum stofnaði hann togaraút-
gerðarfélagið Kveldúlf 1912 sem varð mikið stórveldi. Ólafur
var einn af stjórnendum útgerðarinnar uns hann ákvað að ein-
beita sér að stjórnmálum eftir að hann tók við formennsku í
Sjálfstæðisflokknum árið 1934. Þá hafði Ólafur setið á Alþingi
frá 1926 eins og hann gerði óslitið til dánarárs, 1964. Fimm sinn-
um var Ólafur forsætisráðherra.
Ólöf og Guðrún Pétursdætur gefa safnið í minningu foreldra
sinna, Mörtu Thors og Péturs Benediktssonar. Eftir lát Ólafs
tók Marta, sem var dóttir Ólafs, safnið í sína vörslu. Pétur eig-
inmaður hennar ráðgerði þá að skrá ævisögu tengdaföður síns
sem honum auðnaðist ekki. Þegar Marta lést árið 1998 tók Guð-
rún við safninu sem borginni hefur nú verið falið til varðveislu.
„Okkur er mikill fengur í þessu safni sem er afar heillegt. Að
stórum hluta eru þetta einkabréf Ólafs sem lýsa glöggt því sem
var að gerast á bak við tjöldin á vettvangi stjórnmálanna. Þarna
má líka finna til dæmis skemmtileg bréf sem gengu milli Ólafs
og Thors bróður hans, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, þar
sem þeir fjalla bæði um pólitíkina en einnig málefni fjölskyldna
sinna í skemmtilegum og glettnum stíl,“ segir Svanhildur Boga-
dóttir borgarskjalavörður.
Mikil heimild um sögu þjóðar
Skjalasafn Ólafs Thors afhent Einkabréf um stjórnmál og fjölskyldumál Safnið afar heillegt
Morgunblaðið/Ómar
Undirritun Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, þá af-
komendur Ólafs Thors, þær Ingibjörg og Marta María Frið-
riksdætur og móðursystir þeirra Guðrún Pétursdóttir, og
lengst til hægri Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður.
Á dagskrá stjórnarfundar Century
Aluminum, móðurfélags Norður-
áls, í næsta mánuði eru málefni ál-
vers í Helguvík. Leitast verður við
að svara spurningum um framtíð
verkefnisins, hvort fýsilegt sé að
halda áfram við núverandi ástand.
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis, segir það
valda sér ógurlegum áhyggjum.
„Menn hafa keppst við að reyna að
finna endi á þessum orkuöfl-
unarmálum og í því ljósi horft til
stöðugleikasáttmálans.“
Meðal þess sem um er rætt í
viðræðum milli SA og ASÍ og
ríkisstjórnarinnar eru málefni
Helguvíkur. Þau mál voru í farsæl-
um farvegi snemma kvölds og
segist Kristján þá hafa séð til
lands. En skömmu síðar hafi
breytingar verið gerðar. „Við
erum að gefa ríkisstjórninni
tækifæri til að hoppa á vagninn
aftur. Ef hún vill vera ein með sinn
sáttmála verður að hafa það, en
ég hélt að það væri einhvers virði
að vinna þetta saman og vera
ekki með óstöðugleika.“
Móðurfélag Norðuráls tekur Helguvík fyrirFRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
EFLAUST fylgdust margir spennt-
ir með viðræðum um stöðugleika-
sáttmálann á þriðjudag og hvort
þær leiddu til þess að kjarasamn-
ingum yrði sagt upp eður ei. At-
hyglisverð var þróunin þar sem
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins og forseti ASÍ skiptust
á í fjölmiðlum að vera svartsýnir og
bjartsýnir þegar leið á daginn. Fór
svo að enn ríkir óvissa um sáttmál-
ann en kjarasamningarnir héldu þó.
„Stundum var maður búinn að
semja og stundum ekki. Að lokum
ekki,“ sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA, við fréttavef
Morgunblaðsins í gær. Hann sagði
alla aðila sátta við tilboð ríkis-
stjórnarinnar síðdegis. Það tilboð
var sent út til Stokkhólms og kom
til baka seint að kvöldi breytt. Gjá-
in var því opnuð að nýju.
Raunar var ekki nema eitt atriði
sem stóð út af borðinu á miðnætti,
þ.e. skattamálin, en menn urðu
ásáttir um að taka upp viðræður að
nýju eftir helgi. Því kom yfirlýsing
ríkisstjórnarinnar síðdegis í gær
aðilum vinnumarkaðarins nokkuð á
óvart.
„Ég hélt að vegna tímanauðar,
fjarveru ráðherra og kjördæmis-
daga hefðu menn sammælst um að
kæla þetta og setjast að viðræðum
eftir helgina. Ég verð að viður-
kenna að það kom mér í opna
skjöldu að ríkisstjórnin sendi þetta
frá sér í dag og lokaði málinu,“
sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti
Alþýðusambands Íslands, í samtali
við mbl.is.
Gylfi og Vilhjálmur segja báðir
að það verði að láta reyna á hvað
ríkisstjórnin er tilbúin að gera til
að koma til móts við kröfur þeirra
sem koma að sáttmálanum. Í yfir-
lýsingunni hefði þó mátt koma
skýrar fram að fallið verði frá
orku- og auðlindasköttum.
„Ef þetta kemur niður á fjárfest-
ingum, eins og við óttumst, þá
hrynur tekjugrunnurinn næsta ár
með tilheyrandi auknu atvinnuleysi.
Við verðum að halda þessum fjár-
festingum,“ segir Vilhjálmur og er
ekki sáttur við að ríkisstjórnin skuli
halda sköttunum inni í öllum sínum
hugmyndum.
Ef miðað er við hversu langt
samningaviðræður náðu á þriðju-
dag, þ.e. áður en forsætisráðherra
sagði sitt, hlýtur að teljast líklegt
að hægt verði að ná saman um
stöðugleikasáttmálann. Fátt stend-
ur út af borðinu og ljóst að viljinn
er fyrir hendi. Það er bara spurn-
ing um hvor teygir sig lengra,
vinnumarkaðurinn eða ríkis-
stjórnin.
Enn er fremur óstöðugt
Síðdegis á þriðjudag var svo gott sem búið að semja um stöðugleikasáttmálann
Ríkisstjórnin sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í gær en hún fékk dræm viðbrögð
Stöðugleikasáttmálinn er mörg-
um hugleikinn um þessar mundir
og tók við af Icesave-málinu sem
vinsælasta umræðuefnið á
mannamótum. Þær umræður ná
alla vega framyfir næstu helgi.
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Ís-
lands, gegndi lykilhlutverki á fyrstu Menning-
ardögum Árbæjar með því að heimsækja alla
skóla hverfisins, ræða við nemendur um mik-
ilvægi íslenskrar tungu og menntunar og lesa fyr-
ir þá. Hér ræðir Vigdís við börnin í Selásskóla.
Menningardagarnir voru formlega settir í Ár-
túnsskóla í tengslum við átaksverkefnið Lesum
enn meira, en markmið þess er að glæða og auka
áhuga á lestri. Björn Gíslason, formaður hverfis-
ráðs, setti Menningardagana að viðstöddum nem-
endum, starfsfólki skólans og sérstökum gestum.
Morgunblaðið/Heiddi
Vigdís Finnbogadóttir ræðir við börnin
STJÓRNVÖLD
munu hraða úr-
vinnslu mála sem
tengjast þegar
ákveðnum og
fyrirhuguðum
stórfram-
kvæmdum eftir
því sem efni máls
og lögbundnir
lágmarkstímafrestir leyfa. Ríkis-
stjórninni er ljóst að mikilvægar
ákvarðanir hjá viðkomandi fyrir-
tækjum um stórframkvæmdir eru
framundan fyrir lok nóvembermán-
aðar.“ Svo segir í yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar.
Í stöðugleikasáttamálanum sem
undirritaður var í júní sl. var
ákvæði um að greiða ætti fyrir
framkvæmdum. Fjölmargir hafa
hins vegar gagnrýnt framgang ein-
stakra ráðherra sem þeir segja
vinna gegn sáttmálanum. Þar sem
ríkisstjórninni er ljóst að mikil-
vægar ákvarðanir verða teknar á
næstunni vakna spurningar um
hvort ráðherrum verði lagðar lín-
urnar.
Einnig kemur fram í yfirlýsing-
unni að orku- og auðlindaskattar
verði teknir til endurskoðunar. „Í
stað þeirrar skattheimtu er að
hluta til […] horft til þess að at-
vinnulífið taki á sig nauðsynlega
hækkun á atvinnutryggingagjaldi.“
Munu hraða
úrvinnslu mála