Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is CHARLES Pasqua, innanríkisráð- herra Frakklands í stjórnartíð Francois Mitterrands forseta, var dæmdur til árs fangelsisvistar og til að greiða sem svarar 18 milljónum króna í skaðabætur vegna aðildar sinnar að vopnasölubraski til Angóla sem þá logaði í skæruhernaði. Pasqua fullyrti í sjónvarpsviðtali nýverið að Mitterrand forseti hefði vitað af viðskiptunum en sonur þess síðarnefnda, Jean-Christophe Mitt- errand, var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 69 milljónir króna í bætur. Jean-Christophe þáði þannig á sínum tíma „ráðgjafaþóknun“ fyrir milligöngu um sölu á vopnum til stjórnar Eduardo Dos Santos Angólaforseta á árunum 1993-1998, þegar stjórnarherinn átti í skærum við uppreisnar- menn úr röðum UNITIA. Vopnin komu frá fyrrver- andi lýðveldum Sovétríkjanna og voru send til Afríku með milli- göngu fransks fyrirtækis og dótturfélags þess í Austur-Evrópu. Málið hefur valdið spennu í sam- skiptum Frakka og Angólastjórnar en í maí í fyrra fór Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á fund stjórnar- innar í Luanda til að lægja öldurnar, meðal annars í von um olíusamning. Höfðu þarlend stjórnvöld þá kraf- ist þess að málareksturinn félli nið- ur. Þrátt fyrir að enginn úr Angóla- stjórn hafi verið sakfelldur er talið fullvíst að erindrekar hennar hafi fengið hundruð milljóna króna, ef ekki milljarða króna, fyrir aðkomu sína að vopnabraskinu. Rússnesk-ísraelski auðjöfurinn Arkady Gaydamak var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að skipuleggja söluna en hann er talinn hafa nýtt sér sambönd sín í Austur-Evrópu. Vopnabrask afhjúpar spillingu á efsta stigi  Sonur fyrrverandi Frakklandsforseta á meðal þeirra sem fá fangelsisdóm fyrir vopnasölu til Angóla  6 af 42 sýknaðir Í HNOTSKURN »Vopnasalan hófst árið1993 þegar sósíalistinn Francois Mitterrand var for- seti og stóð yfir til 1998, eftir að hann hafði látið af embætti. »Þræðir málsins liggja víðaá meðal frönsku stjórn- mála- og viðskiptaelítunnar og komst Jean-Baptiste Parlos dómari svo að orði að svikin væru óvenjuleg að umfangi. Jean-Christophe Mitterand KENNARAR við ríkisháskólann í St. Pétursborg óttast um akadem- ískt sjálfstæði sitt eftir að ný lög voru innleidd sem kveða á um að bera þurfi fræðigreinar og fyrir- lestra undir ritnefnd áður en grænt ljós er gefið á birtingu og fyrirlestrahald erlendis. Fjallað er um málið á vef New York Times en þar er haft eftir Dmítrí A. Dubrovskí, dósent í al- þjóðasamskiptum og mannrétt- indum við Smolní-háskóla, sem er deild innan ríkisháskólans, að hann óttist að samkennarar sínir hætti að birta greinar þar sem lýst sé yfir áhyggjum af stöðu mann- réttindamála. Það sama gildi um greiningu á stjórnmálunum og frelsi framboða. Jafnframt er vitnað til Vyach- eslavs Y. Morozovs, dósents í al- þjóðasamskiptum við skólann, sem áætlar að 70% fræðimanna í hans deild flytji bæði fyrirlestra og birti fræðigreinar reglulega í útlönd- um. Líkt og Dubrovskí óttast hann að með nýju kröfunum verði jafn- tíð samskipti við erlenda fræði- menn illmöguleg. „Þetta gæti ver- ið til fyrirmyndar hjá varnarmálastofnunum en ég held að ekkert þessu líkt sé til í háskól- unum. Kannski í Kína. Kannski í Íran,“ segir hann. Velgjörðarmaður Pútíns Blaðið rifjar upp að Dmítrí Medvedev Rússlandsforseti og Vla- dímír Pútín forsætisráðherra, sem margir telja að stjórni á bak við tjöldin, hafi verið nemendur við skólann og sá fyrrnefndi kennt þar lög um níu ára skeið. Þá sé rektor skólans, Nikolai M. Kropachev, góður félagi tvímenn- inganna og hafi m.a. stutt að stjórnendum sjónvarpsþáttar þar sem Pútín var gagnrýndur í að- draganda forsetakosninganna árið 2000 skyldi refsað. Skrifaði rekt- orinn þá undir bréf þar sem sagði að dagskrárgerðin væri prýðilegt dæmi um „misnotkun á málfrels- inu“. baldura@mbl.is Menntafólk ritskoðað Kennarar við ríkisháskólann í St. Pétursborg þurfa að fá leyfi frá ritnefnd áður en efni telst birtingarhæft erlendis Uss! Spjald frá Sovéttímanum. HANN er með krepptan hnefann á lofti bóndinn sem krefst þess að stjórnvöld í Perú dragi til baka áætlun um að eyðileggja kókarunna. Markmið stjórnarinnar er að skera upp herör gegn kókaínframleiðslu en eiturlyfið er unnið úr þurrkuðu laufi kókarunna, sem er hitabeltisrunni. Reuters Með kókalauf í hattbarðinu – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLABLAÐIÐ Morgunblaðið gefur út stór- glæsilegt jólablað föstudaginn 27. nóvember 2009 Í jólablaðinu í ár komum við víða við, heimsækjum fjölda fólks og verðum með fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Jólablaðið er flottasta sérblaðið sem Mogginn gefur út og er eitt af vinsælustu blöðum lesenda. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 12 mánudaginn 23. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Meðal efnis verður : Uppáhalds jólauppskriftirnar. Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. Villibráð. Hefðbundnir jólaréttir og jólamatur. Smákökur. Eftirréttir. Jólakonfekt. Grænmetisréttir og einnig réttir fyrir þá sem hafa hollustuna í huga þegar jólin ganga í garð. Jólasiðir og jólamatur í útlöndum Jólabjór og vínin. Gjafapakkningar. Tónlistarviðburðir, söfn, kirkjur á aðventu og í kringum jólahátíðina. Kertaskreytingar, þar á meðal jólakerti. Heimagerð jólakort. Jólaföndur. Jólabækur og jólatónlist. Jólaundirbúningur með börnunum. Margar skemmtilegar greinar sem tengjast þessari hátíð ljóss og friðar. Ásamt fullt af öðru spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.