Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 15
Íbúafjöldi Peshawar er um 2,5 milljónir en borgin gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu hersins gegn tali- bönum og stuðningsmönnum þeirra. Tugþúsundir á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 180.000 óbreyttir borgarar hafi flúið yfirráðasvæði talibana nærri landa- mærunum að Afganistan og sest að í Peshawar og nágrenni. Handan landamæranna féllu minnst sex starfsmenn SÞ í árás á gistihús í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Óttast er að fleiri hafi fallið. ríkjanna, til landsins en hún er æðsti embættismaður stjórnar sinnar sem sækir landið heim frá því að Barack Obama varð forseti í janúar. Líkt og í Afganistan hefur Banda- ríkjastjórn lagt mikið undir í baráttu sinni gegn hryðjuverkum í Pakistan, þar sem 2.370 hafa látið lífið í sprengjuárásum frá því í júlí 2007, að sögn AFP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir óöldina fullyrða stjórn- völd í Islamabad að talibanar eigi í vök að verjast í héraðinu Suður- Waziristan þar sem 30.000 manna lið stjórnarhersins sæki að þeim. Á SAMA tíma og fregnir af ódæðinu í Peshawar fylltu forsíður fréttavefjanna greindi dagblaðið New York Times frá því að Ah- med Wali Karzai, bróðir Hamids, forseta Afganist- ans, hefði þegið greiðslur frá Bandarísku leyniþjón- ustunni (CIA) í um átta ár. Blaðið hefur þetta eftir fyrrverandi og núverandi embættismönnum í Afganistan en í frétt þess segir að málið setji spurningarmerki við stefnu Bandaríkjastjórnar í Afg- anistan, enda sé Ahmed Wali Karzai bendlaður við ópíumsölu í landinu. Uppljóstrunin bendi þannig til að Bandaríkja- stjórn sé ekki að gera nóg í því að uppræta eitur- lyfjaframleiðslu í Afgan- istan, eina helstu tekju- lind talibana, sem lýst hafi forsetanum sem strengjabrúðu CIA. Ahmed Wali Karzai er m.a. greitt fyrir að ráða hersveitir á mála hjá CIA. Bróðir forsetans á mála hjá CIA Ahmed Wali Karzai Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is BRAKIÐ lá á víð og dreif og nær- staddir leituðu í örvæntingu að fólki sem komst lífs af eftir að öflug bíl- sprengja sprakk á útimarkaði í pak- istönsku borginni Peshawar í gær. Heimamenn gruna talibana um verknaðinn en enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Óttast er að tala látinna muni hækka en síðdegis í gær var staðfest að 92 hefðu beðið bana og 217 særst í ódæðinu. Meðal hinna látnu voru minnst 19 konur og 11 börn. Tugir særðust í árásinni á mark- aðinn, sem er sú mannskæðasta í Pakistan í ár, en fjöldi kvenna og barna var við sölubásana þar sem meðal annars eru seld kvenföt. „Það var gífurleg sprenging. Það var reykur og ryk alls staðar. Ég sá fólk deyja og öskra á götunni,“ sagði sjónarvotturinn Mohammad Siddi- que í samtali við AFP-fréttastofuna. Hrina ódæðisverka Mjög róstusamt er í Pakistan en á undanförnum vikum hafa að minnsta kosti 289 hermenn og óbreyttir borgarar beðið bana í níu árásum frá 5. október síðastliðnum. Ódæðið í Peshawar varpaði skugga á opinbera heimsókn Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- Blóðbað í Pakistan  Minnst 92 létu lífið í sprengjuárás á útimarkað í Peshawar  Hátt í 300 manns hafa fallið í árásum í Pakistan í október Reuters Örvænting Slasaður drengur er fluttur á brott frá útimarkaðnum þar sem bílsprengjan sprakk. Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 FJÖLDI hermanna á vegum Banda- ríkjahers og Atlantshafsbandalags- ins (NATO) sem fallið hefur í Afg- anistan frá því að talibönum var steypt af stóli haustið 2001 nálgast nú 1.500 og hafa Bandaríkin misst langflesta, eða rúmlega 900. Eins og sjá má á súluritinu hér fyrir ofan hafa aldrei jafnmargir hermenn fjölþjóðaherliðsins fallið í einum mánuði og nú í október. Til samanburðar hafa 4.670 her- menn Bandaríkjahers, breska hers- ins og samstarfsríkja þeirra fallið í Írak frá innrásinni vorið 2003. Þar af hafa 4.352 bandarískir hermenn látið lífið og hefur Banda- ríkjaher því misst 5.257 hermenn í Írak og Afganistan í hryðjuverka- stríðinu. baldura@mbl.is 0 10 20 30 40 50 60 70 MANNFALL Í AFGANISTAN Átta bandarískir hermenn féllu í sprengjuárás í suðurhluta Afganistans í fyrradag í aðdraganda annarrar umferðar forsetakosninganna. Þar með höfðu aldrei jafn margir bandarískir hermenn fallið í einum mánuði frá því að átökin hófust 2001. Heimild: Reuters /icasualties 2002‘01 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Frakkland* 36 Danmörk** 26 Spánn 26 Aðrar þjóðir 108 Bretland 223 Bandaríkin 905 Kanada 131 Þýskaland*** 36 Samtals 1,491 Mannfall í hersveitum NATO og Bandaríkjanna í árásum og vegna slysa frá haustinu 2001 † * Tölur frá franska hernum ** Tölur frá yfirstjórn danska hersins að einu sjálfsvígi meðtöldu *** Tölur frá þýska varnarmálaráðuneytinu †Til og með 28. október Júlí 2009 76 Mannfall í liði Bandaríkjahers í október † 54 Ágúst 2008 46 September 2006 38 Mannfall í fjölþjóðaher NATO/BNA Mannfall í Bandaríkjaher Aldrei jafnmargir fallið VA LHÖL L BÁSAR Mjúk kláðafrí ullarnærföt úr 100% Merino ull. 100% Merino ull sem heldur vel hita á líkamanum og dregur raka frá húðinni. fyrir börn fyrir fullorðna Verð bolur: 5.800 kr. Verð buxur: 4.500 kr. Verð bolur: 10.500 kr. Verð buxur: 9.100 kr. Kláð afrí ull Kláð afrí ull SPÓI Góð 100% Merino ullarnærföt sem halda barninu þurru og hlýju. fyrir ungbörn Verð bolur: 3.200 kr. Verð buxur: 2.800 kr. Kláð afrí ull Opið hús í Ingunnarskóla, þriðjud. 27. október, kl. 17.00 - 18.30 Umræður um framtíðarskipulag í þínu hverfi Vinnuhópar með aðferðum Air Opera. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, kynnir stuttlega vinnu við nýtt aðalskipulag áður en umræður hefjast. Hugmyndasmiðja Hugmynda- og teiknivinna með ungum arkitektum. Vinnustofa fyrir börn Undir stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík. www.adalskipulag.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.