Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Elsku Diddi okkar, það er erfitt að trúa því að það sé komið að kveðjustund, jólin nálgast og gjörsam- lega ómögulegt að ímynda sér að þú munir ekki sitja með okkur í jólaboð- unum, svo glaður og yndislegur eins og þú varst alltaf. Við gæfum mikið fyrir að fá að taka utan um þig, syngja með þér og eyða fleiri ynd- islegum stundum með þér, elsku frændi. Það var alltaf svo gott að vera í návist þinni, þú bjóst yfir því barnslega sakleysi sem við missum flest þegar við vöxum úr grasi. Það var ekki að ástæðulausu að þú varst uppáhaldsfrændi okkur, alltaf hrók- ur alls fagnaðar. Þú kenndir okkur svo mikið um lífið, sýndir okkur heim sem við öll höfðum svo gott af að kynnast. Núna ert þú orðinn einn af englunum og þeir fá að njóta þinnar yndislegu nærveru, ef við þekkjum þig rétt þá ertu að skála við þá og segja þeim nokkra brandara úr Simpsons. Vertu sæll, elsku frændi, og takk fyrir dýrmætar samverustundir sem munu ylja okkur öllum um ókomin ár. Róbert, Kristín Jórunn, Anna Björk og Ólafur Skúli. Elsku karlinn minn, mikið sakna ég þín. Við kynntumst fyrir 17 árum og höfum fylgst að síðan með nokkr- um hléum, fyrst á Lyngási, svo í Gylfaflöt og líka í smátíma á heim- ilinu þínu á Barðastöðum. Það var svo auðvelt að heillast af þér elsku Diddi minn, húmorinn, söngurinn, dansinn, hlýjan og skemmtilegu frasarnir þínir, það var enginn eins og þú, þú varst algjör prins. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu og þú kenndir mér svo margt. Elsku Guðbjörg, Friðgeir og fjöl- skylda Didda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, minningin um ynd- islegan mann lifir. Hvíldu í friði. Þín vinkona, Birna Sigurðardóttir. „Ekkert líf er svo erfitt að þú getir ekki gert það léttara með því hvern- Kristinn Örn Friðgeirsson ✝ Kristinn ÖrnFriðgeirsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1985. Hann lést á heimili sínu 17. októ- ber síðastliðinn og var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 26. október. ig þú tekur því,“ sagði eitt sinn vitur kona. Þegar við félagarnir í Oddfellowstúkunni Baldri kynntumst honum Didda, heimil- isfólkinu á Barðastöð- um og hinni þrotlausu baráttu foreldra hans og starfsfólks heimil- isins fyrir velferð ung- linganna sem þar dvelja opnuðust augu okkar fyrir þessari staðreynd. Þarna hitt- um við hann Didda vin okkar kátan og hressan þrátt fyrir þá miklu fötlun sem hann bar og við skynjuðum að þar fór mikill baráttu- maður. Við félagarnir í Baldri komum venjulega að Barðastöðum á aðvent- unni og tendruðum jólaljósin með Didda og vinum hans. Það voru ávallt miklir fagnaðarfundir og gleðistund. Okkur var sannarlega vel tekið. Í dag hvílir skuggi yfir heimilinu á Barðastöðum sem ann- ars er alltaf svo bjart að utan sem innan, því þar vantar nú einn hlekk- inn, hann Didda sem við kveðjum í dag. Þarna átti Diddi öruggt og gott skjól, heimili með góðu og sérhæfðu fólki og þjónustu sem hvert þjóð- félag getur verið stolt af. Heimilið á Barðastöðum er okkur félögunum í Baldri mjög kært. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að koma í jólakaffið með eitthvert lít- ilræði í farteskinu. Þarna kynntumst við hinni sönnu gleði jólanna eins og í gamla daga, ekki stress né erill nú- tímans, heldur þessi fallega ró og gleði sem Diddi og félagar hans sýndu okkur með augum sínum sem sögðu þegar ljósin voru kveikt á trénu; nú eru jólin komin. Nú hefur hann Diddi vinur okkar fengið sitt frelsi. Hann hefur flogið á vit ævintýranna sem bíða hans í nýj- um víddum, laus úr fjötrum fjölfötl- unar. Við félagarnir í Baldri þökkum góð kynni og munum heiðra minn- inguna um baráttudrenginn hann Didda m.a. með stuðningi við Barða- staði. Foreldrum Didda, systkinum, fjölskyldu og öðrum ástvinum hans ásamt starfsfólki og vistmönnum Barðastaða vottum við dýpstu sam- úð. Kveðja frá félögum í st. nr. 20, Baldri, Stefán B. Sigurðsson. Ég trúði varla mínum eigin eyr- um, þegar ég fékk þær fréttir að Diddi væri dáinn. Ég spurði í tví- gang: „Sagðirðu örugglega Diddi?“ Þegar ég fékk já til baka fékk ég hálfgerðan sting í hjartað. Þó að ég hafi nú ekki þekkt þig mikið man ég samt alltaf eftir því þegar þú varst að koma með honum pabba þínum upp á Hamar þegar ég átti heima þar. Mig minnir að fyrst þegar þú komst með pabba þínum hafi ég bara farið að tala við þig og eftir það urðum við bara ágætis vinir. Það sem er mér þó efst í minningunni um hann Didda er þegar hann var að koma með honum pabba sínum fyrir jólin, þeir komu alltaf um hádegi á aðfangadag með kort til okkar og til að taka kortin sín. Hann hljóp alltaf beint inn til mömmu því hann vissi að hann fengi þar kex, nammi og smájólablöndu. Þeir stoppuðu alltaf í smátíma. Ég man að ég beið alltaf spennt eftir að það kæmi hádegi á aðfangadag uppi á Hamri því þá vissi ég að þeir færu að koma í heim- sókn, þeir feðgar Diddi og Friðgeir. En elsku Diddi, vonandi líður þér betur þar sem þú ert núna. Megi englarnir gæta þín. Ég votta fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Inga Kristín Hafliðadóttir. Mig langar að minnast vinar míns, hans Didda. Kynni okkar voru ekki löng en þau voru góð og væntum- þykja mikil, ég vildi helst taka þig með mér heim eftir vinnudaginn. Við tengdumst strax mjög sterkum böndum. Þú varst „prinsinn“ okkar. Minningarnar eru svo margar og skemmtilegar. Söngurinn og dans- inn var það skemmtilegasta sem þú gerðir. Það var engin lognmolla þar sem þú varst. Brosið þitt það falleg- asta sem maður sá. Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast þér og vildi að við hefðum fengið að hafa þig lengur hjá okkur á Gylfaflöt. Minningarnar streyma þegar ég hugsa um þær stundir sem við áttum saman, svo óendanlega margar. Blessuð sé minning þín, Diddi minn. Ég vona að góður Guð styrki ykkur, Guðbjörg, Friðgeir, börn og aðrir ættingjar. Þín vinkona, Rebekka. Fyrirliðinn Kristinn Örn hefur leikið sinn síðasta leik í bili. Við hefð- um óskað þess að leikirnir yrðu miklu fleiri og hann í lykilhlutverki. Leiðir okkar þriggja kennara og Kristins Arnar hafa legið saman í gegnum tíðina. Í tveimur grunnskól- um og í framhaldsskóla. Kristinn Örn brautskráðist frá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla vorið 2006. Hann stundaði námsgreinar sínar af orku og áhuga. Valgreinar og áhugamál beindust sérstaklega að listum og menningu. Kristinn Örn var fróður um íslensk- ar bíómyndir og gamanþætti, auk þess sem hann var vel inni í stefnum og straumum varðandi teiknimynd- ir. Íslensk tónlist var einnig í miklu uppáhaldi og er nokkuð ljóst að hann hefði skorað mörg stig í Popppunkti í valflokki um ákveðna íslenska hljómsveit. Kristinn Örn var bókhneigður og voru sumar bækur marglesnar og blöð skoðuð ofan í kjölinn. Við eigum góðar minningar um hann héðan úr FÁ og er margs að minnast. Við átt- um gott og náið samstarf við þá sem stóðu honum næst og eru nú erfiðar stundir fyrir alla þá sem tengdust honum svo sterkum böndum. Við eigum margar ljúfar minningar frá merkisdögum í lífi hans. Má þar nefna fermingu, tvítugsafmæli og brautskráningu. Þar tókum við al- veg sérstaklega vel eftir sterku og mjög svo nánu sambandi hans við fjölskylduna sína, vini og vanda- menn. Það er komið að kveðjustund. Við öll, starfsmenn og stjórnendur sem störfuðum með honum í FÁ, erum mjög sorgmædd yfir því hversu fljótt kveðjustundin rann upp. Við erum jafnframt þakklát fyrir góðar minningar um góðan dreng. Minningarnar munu lifa. Foreldr- um hans, systkinum, ættingjum og vinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldór, Kristinn og Pálmi. Í dag kveðjum við Lilju vinkonu okkar, sem var í dagþjónustu á Lyngási frá því hún var þriggja ára hnáta. Við fylgdumst með Lilju vaxa og dafna frá því að vera leikskólastelpa, fara í grunnskóla og nú á öðru ári í framhaldsskóla. Að loknum skóladegi nutum við sam- vista við hana í leik og starfi. Lilja kunni vel að meta gott dekur og nudd, fara í sund, eiga skemmtilegt spjall og hlusta á góða tónlist en hennar uppáhaldslag var „Ég leit eina lilju í holti“ eftir Þorstein Gísla- son. Minningin um sterka og ynd- islega stúlku mun lifa með okkur öll- Lilja Kjartansdóttir ✝ Lilja Kjartans-dóttir fæddist 20. mars 1991. Hún lést á barnaspítala Hrings- ins 19. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 28. október. um. Með nærveru sinni gaf Lilja okkur svo ótal margt án orða sem við munum geyma með okkur. Kæru foreldrar, bræður og aðrir að- standendur. Við send- um ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi góði guð og góðir englar geyma stúlk- una ykkar. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingrímur Thorsteinsson.) Fyrir hönd vina á Lyngási Birna Björnsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR JÓHANN NÍELSSON, Garðarsvegi 8, Seyðisfirði, andaðist þriðjudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn 30. október kl. 14.00. Anna Þorvarðardóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EDDU HJALTESTED hjúkrunarfræðings, Sóltúni 9, Reykjavík. Pétur Sveinbjarnarson, Grethe Hjaltested, Friðrik Örn Hjaltested, Óli Rafn Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Ármann Pétursson, Birna Ásbjörnsdóttir, Eggert Pétursson, Malin Svenson, Walter Hjaltested, Svandís Guðmundsdóttir, Jytte Hjaltested, Gunnar Geirsson, Jens Pétur Hjaltested, Anna Kristín Kristinsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, RÖGNVALDUR ÞORSTEINSSON, Dalbraut 59, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 30. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Akraness (Model). Fyrir hönd fjölskyldunnar, Halldóra Engilbertsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVANFRÍÐUR KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR frá Hnífsdal, Sóltúni 2, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 12. október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 30. október kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Ágúst Jónsson, Birna Geirsdóttir, Sigurborg Sveinbjörnsdóttir, Jón K. Guðbergsson, Anna Jenný Rafnsdóttir, Gylfi Ingólfsson, Ásdís Lára Rafnsdóttir, Elinborg Jóna Rafnsdóttir, Edda Maggý Rafnsdóttir, Þórarinn Kópsson, Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN I. JÓNSSON, Sóleyjarima 15, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 23. október, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 30. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Ingibjörg Ámundadóttir, Árni Hrafnsson, Birna Guðjónsdóttir, Jóhann B. Kjartansson, Lotte Munch, Margrét B. Kjartansdóttir, Stefán H. Birkisson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.