Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 „NÓTTIN saumar poka úr myrkri,“ yrkir nýjasti nóbelsverð- launahafinn í bók- menntum, Herta Müll- er í skáldsögunni Ennislokkur einvalds- ins. Þetta er mynd- rænt. Blaðamanni Morgunblaðsins, sem jafnframt er launaður bókmenntagagnrýn- andi hins opinbera, þykir þetta kald- ranalegt. Lög um persónukjör til þings og sveitarstjórna var lagt fram á Alþingi. Það var illa smíðað frumvarp og sent til nefndar. Þaðan mun það vera komið, lítið breytt og engu skárra. Á næstu dögum verður það tekið til annarrar umræðu. Þá þyrftu allir þingmenn að lesa það allsgáðir. Ef þeir gera það verður það fellt. Sé vilji til að breyta kosn- ingalögunum þarf að kveðja til hug- sjónafólk að semja nýtt frumvarp. Ég hef marglesið frumvarpið. Það er óskýrt og illa orðað. Ég hef spurt mig, eftir hvern lestur, hvort það muni auka lýðræðið í landinu á ein- hvern hátt verði það að lögum. Svar- ið er alltaf hið sama; nei. Það mun draga úr lýðræði með ýmsu móti, takmarka möguleika einstaklinga og samtaka til þess að bjóða fram og það gæti stóraukið kynjamisrétti í bæjarstjórnum og á þingi; grunnur þess er vinsældakosning, sökkullinn fullur af brotgjörnum orðum. Þetta er embættismannafrumvarp. Laga- textinn rúmast á 5 blaðsíðum A4. Athugasemdir höfundanna þurfa undir sig 31 blaðsíðu af sömu stærð. Frumvarpinu er stefnt gegn stjórn- málaflokkum og samtökum fólks sem vill bæta umhverfi sitt og lífið í landinu með þátttöku í stjórn- málum. Þetta kemur í ljós þegar les- inn er yfirlætisfullur texti athugasemdanna. Þar segir: „Má … segja að persónukjör dragi úr flokksræði eða möguleikum flokkanna til þess að ákveða sjálf- ir hvaða fulltrúar þeirra nái kjöri í kosn- ingum.“ Og síðar: „Þeir (stjórnmálaflokkarnir, innskot höf.) þurfa víð- tækara aðhald en það sem fæst með einum krossi í kosningum á nokkurra ára fresti.“ Hinir mikillátu embætt- ismenn, sem vita upp á hár hvernig aðrir eiga að lifa og starfa, sömdu nýtt hugtak handa þjóð sinni. Það er falið í frumvarpsdrögunum, þessari málsgrein, sem á að segja til um það hvernig kjörstjórnarmenn eigi að haga sér þegar þeir telja atkvæði: „Hafi frambjóðandi ekki verið til- greindur (svo) númer 1 (svo) á nein- um kjörseðli skal hann fá tóman bunka (svo) í upphafi, (svo) sbr. 8. tölulið.“ Tómur bunki er naumast mynd- rænt hugtak. Samkvæmt orðanna hljóðan framkallar það enga mynd, hvorki fagra né ljóta, sanna né logna, svarta né hvíta; enga. Hvað bókadómaranum þykir um það, veit ég ekki. Hann hefur ekki tjáð sig þrátt fyrir hraðlæsið. Poki úr myrkri Eftir Úlfar Þormóðsson Úlfar Þormóðsson »Ég hef marglesið frumvarpið og spurt jafn oft, hvort það muni auka lýðræðið í landinu verði það að lögum. Svarið er alltaf hið sama; nei. Höfundur er rithöfundur. ÞÓR Saari, þing- maður Hreyfing- arinnar, hefur farið mikinn um helgina og fullyrt að ný lög um skuldaaðlögun heimili fólki að fá afskriftir skulda sinna en geti haldið eftir eignum. Hér misskilur Þór hrapallega umrætt frumvarp. Í stuttu máli gengur úrræðið (sértæk skuldaað- lögun) út á að skuldir fólks eru lagað- ar að greiðslugetu þess. Allar eignir umfram hóflegt húsnæði og eina bif- reið eru seldar eða teknar upp í skuldir. Aðrar skuldir eru afskrif- aðar. Þannig greiðir fólk af skuldum sínum eins mikið og greiðslugeta þess leyfir, en aðrar skuldir eru af- skrifaðar. Því er forsenda þess að fólk fái afskriftir, að allar eignir þess (hlutabréf, inneignir, sumarhús, bif- reiðar o.s.frv.) umfram hóflegt íbúð- arhúsnæði og ein bifreið, verði tekn- ar upp í skuldir. Þetta úrræði mun nýtast þúsundum heimila sem hafa orðið fyrir tekjufalli, mikilli aukningu skulda eða áföllum (t.d. keypti íbúð 2 en náði ekki að selja íbúð 1). Það er skýrt tekið fram í lögunum að skuldaaðlögun nýtist ekki eignarhalds- félögum sem stofnuð voru um kaup á hluta- bréfum eða til afleiðu- viðskipta (spákaup- mennsku með krónu). Þeirra bíður ann- aðhvort greiðsluaðlög- un fyrir dómi eða gjald- þrot. Þingmaður Hreyf- ingarinnar hefur farið fram með innistæðu- lausar fullyrðingar og villt fólki sýn um annars ánægjulega lagasetningu. Fulltrúar allra annarra flokka á Al- þingi studdu frumvarpið á Alþingi, enda þingmenn sammála um að hér sé á ferð mikilvæg réttarbót fyrir þúsundir Íslendinga. Á villigötum Eftir Magnús Orra Schram Magnús Orri Schram » Forsenda afskrifta er að eignir fólks umfram hóflegt íbúðar- húsnæði og bifreið, (s.s. hlutabréf, inneignir, sumarhús) verði teknar upp í skuldir. Höfundur er þingmaður. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar birtist sú stefna sem ríkisstjórn- arflokkarnir ætla að framfylgja. Fjárlagafrumvarp VG og Samfylking- arinnar fyrir árið 2010 ber með sér að þessir flokkar munu leynt og ljóst vinna að því að skera þannig niður í op- inberum rekstri að verkefni og störf víða um land, sem tekið hefur mörg ár að berjast fyrir, munu að óbreyttu flytjast aftur til höfuðborgarsvæð- isins. Augljóst er hverjum þeim sem skoðar tölur um afkomu ríkissjóðsins að allir munu þurfa að taka á sig auknar byrðar á næstu árum. Sumar þeirra tillagna sem fjárlaga- frumvarpið inniber eru hins vegar svo ósvífin atlaga að landsbyggðinni að ekki er annað hægt en undrast þann viðsnúning sem hefur orðið á viðhorfi ríkisstjórnarflokkanna, sér- staklega þó VG. Nú dugar lítt að segja að hér sé um dæmigerðan málflutning stjórn- arandstöðu að ræða. Þessi viðhorf ganga þvert á stjórnmálaskoðanir fólks og menn hafa ekki látið flokks- línur þagga niður í sér í þessum efn- um. Þannig hafa t.d. svæðisfélög VG í Skagafirði og Húnavatnssýslum ályktað í þessa veru, sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum og fleiri mætti upp telja. Sérstakar áhyggjur hefur fólk vítt um land af áformum um að leggja niður sýslumannsembætti, skattstofur, embætti lögreglustjóra og héraðsdómstóla. Engan rökstuðn- ing er að finna fyrir þessum áformum í fjárlagafrumvarpinu. Forkólfar stjórnar- flokkanna hafa ekki heldur gefið viðhlítandi skýringar á því hvernig og hverju þetta á að breyta. Því síður hafa verið færð fram hald- bær rök fyrir sparnaði af þessum tilfæringum. Ef þessi áform eru skoðuð í samhengi við önnur verkefni sem rík- isstjórnarflokkarnir eru að vinna að kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós varðandi forgangsröðun þeirra. Hér skulu nefnd nokkur dæmi:  Á sama tíma og fækka á sýslu- mannsembættum og lög- reglustjórum liggur fyrir að rík- isstjórnin vinnur að því að fjölga þeim sem þiggja listamannalaun frá skattgreiðendum úr 100 ein- staklingum í 133 á ári.  Á sama tíma og leggja á niður héraðsdómstóla landsbyggð- arinnar og flytja til höfuðborg- arinnar þá ætlar ríkisstjórnin að leggja 300 milljónir króna í bók- aráðstefnu, sem haldin verður í Þýskalandi (hækkar um 75 m.kr. milli áranna 2009-2010).  Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sagt upp samningi um verklegt nám læknanema við Sjúkrahúsið á Akureyri sem kostar einungis 4 milljónir króna á ári þá fjölgar aðstoð- armönnum ráðherra sífellt. For- sætisráðherra hefur nú þrjá og fjármálaráðherra sömuleiðis.  Á sama tíma og nota á lífeyri landsmanna til að fjármagna fjölda stórframkvæmda á suð- vesturhorni landsins verður ekki boðinn út vegspotti í öðrum landshlutnum á næsta ári og allt viðhald verður í algeru lág- marki. Tillögur sem fela í sér uppstokkun stjórnkerfisins með aukinni miðstýr- ingu eru til þess eins fallnar að rjúfa tengsl við grunnatvinnuvegi þjóð- arinnar og takmarka möguleika landsbyggðarinnar til að nýta auð- lindir sínar og mannauð. Að óbreyttu er fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sóknaráætlun gegn landsbyggðinni. Allar hlut- lægar athuganir sem gerðar hafa verið sýna að þensla síðustu ára var á höfuðborgarsvæðinu. Þar blés rík- isreksturinn út á sama tíma og lífið á landsbyggðinni gekk sinn vanagang, samdráttur opinberrar þjónustu var þar víðast hvar regla fremur en und- antekning. Það er því bæði augljós og sann- gjörn krafa skattgreiðenda um allt land að þegar kreppir að sé eðlilegt að mest dragi saman þar sem svig- rúmið er fyrir hendi. Í megrun getur ekki verið vænlegt til árangurs að byrja á því að skrapa þar sem enga fitu er að finna. Sóknaráætlun gegn landsbyggðinni Eftir Kristján Þór Júlíusson »… að rjúfa tengsl við grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og takmarka möguleika landsbyggð- arinnar til að nýta auð- lindir sínar og mannauð. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er alþingismaður. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga veitir aðstoð og leiðbeiningar varðandi lýsingu fyrir sjónskerta. Nánari upplýsingar og fróðleikur í síma 54 55 800 og á www.midstod.is SJÁÐU TIL Birtan er mikilvæg. Með aldrinum eykst þörfin fyrir góða lýsingu, t.d. við handavinnu eða lestur. Rétta ljósið léttir okkur að koma auga á öll smáatriðin sem skipta svo miklu máli. ÍS L E N S K A S IA .I S S JO 47 63 1 10 /0 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.