Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 302. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
124,47
203,25
116,01
24,728
21,845
17,772
121,76
1,3671
197,57
184,07
Gengisskráning 28. október 2009
124,77
203,74
116,35
24,8
21,909
17,824
122,1
1,3711
198,16
184,58
236,9091
MiðKaup Sala
125,07
204,23
116,69
24,872
21,973
17,876
122,44
1,3751
198,75
185,09
Heitast 13°C | Kaldast 7°C
SA-átt, 8-15 m/s,
hvassast suðvestantil.
Rigning eða súld með
köflum, en úrkomulítið
norðaustantil. » 10
Viðtökur á verkum
Nínu Sæmunds-
dóttur hérlendis eru
merkilegur vitnis-
burður um íslenskt
menningarlíf. »35
MYNDLIST»
Dulúð og
dýrðarljómi
FÓLK»
Morrissey gantaðist með
yfirliðið. »41
„Við upplifum
stundina og leggjum
á hana mat, vinnum
úr reynslu og
miðlum til komandi
kynslóða.“ »41
AF LISTUM»
Fjarlægð
tímans
KVIKMYNDIR»
Stjörnurnar þyrpast
á Jackson. »41
TÓNLIST»
Vinalög Jógvans og
Friðriks virka vel. »40
Menning
VEÐUR»
1. Lést í dráttarvélarslysi
2. Fundinn sekur um vanrækslu
3. Helgi Hjörvar verður forseti
4. Vann of mikið og lést
Íslenska krónan hélst óbreytt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Bjargvættur ís-
lenska landsliðsins
í sigrinum yfir
Norður-Írum í
gærkvöldi var
Katrín Ómars-
dóttir, sem kom inn
á sem varamaður
og skoraði sigurmarkið. Hún dvelur
við nám í Bandaríkjunum og missti
af leiknum við Eistland í síðasta
mánuði af þeim sökum.
Eftir leikinn vildi Katrín tileinka
liðsstjóranum, Margréti Ákadótt-
ur, sigurmarkið. „Magga átti afmæli
í dag og hún er besti liðsstjóri í
heimi,“ sagði Katrín Ómarsdóttir.
KNATTSPYRNA
Katrín tileinkaði liðsstjór-
anum sigurmarkið
Píanóleikarinn
Víkingur Heiðar
Ólafsson fær frá-
bæra dóma og
fjórar og hálfa
stjörnu fyrir nýja
diskinn sinn hjá
Jónasi Sen í
blaðinu í dag.
„Þótt Víkingur sé ungur að árum
er ljóst að hann er nú þegar full-
mótaður listamaður og þroskaðri en
margir helmingi eldri menn,“ segir
Jónas.
Diskurinn heitir Debut og segir
Jónas hann með því betra sem hér
hafi komið út í langan tíma.
TÓNLIST
Víkingur Heiðar fær fína
dóma fyrir nýja diskinn
Verðlaunahátíðin
Prix Europa var
haldin í Berlín í síð-
ustu viku en þar
kepptu evrópskar
útvarps- og sjón-
varpsstöðvar um
besta útvarps- og
sjónvarpsefni ársins.
Útvarpsleikhúsið á Rás 1 sendi til
keppni leikrit Bjarna Jónssonar
sem hann vann upp úr samnefndri
skáldsögu Sjón, Augu þín sáu mig,
og varð það í 7. sæti yfir bestu út-
varpsleikrit Evrópu. Verkið var jóla-
leikrit RÚV í fyrra. Það verður end-
urflutt 29. nóvember kl. 14 á Rás 1.
LEIKLIST
Útvarpsleikritið Augu þín
sáu mig varð í 7. sæti
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„SKÓLASYSTKINI mín gerðu mér
ljóst að ég væri ekki velkomin í hóp-
inn. Sögðu að ég væri í ljótum fötum
og af mér væri vond lykt. Kannski
var ég bara leiðinleg og vel má vera
að áhrif hafi haft, að ég heiti óvenju-
legu nafni. Þá var pabbi skólastjóri
og mamma kennari sem vissulega
hafði áhrif. Meðal krakkanna lenti
ég neðst í goggunarröðinni,“ segir
Þorkatla Sigurðardóttir, grunn-
skólakennari í Keflavík.
Peð sem mátti fórna
Þorkatla er ein þeirra sem stigið
hafa fram og lýst reynslu sinni af
einelti í tilefni af átaki Heimilis og
skóla. „Krakkarnir vildu helst ekki
sitja við hliðina á mér og komu með
allskonar skýringar. Ef ég slysaðist
til að gera eitthvað vel, sem kenn-
ararnir vöktu athygli á, voru krakk-
arnir fljótir að gera lítið úr því,“ út-
skýrir Þorkatla sem segir þetta hafa
brotið sjálfsmynd sína.
„Ég eignaðist vinkonur sem voru í
sömu sporum og ég en það var
ótraustur vinahópur. Ég var peð
sem mátti fórna.“
Sjálfstraustið brotið
Skammt er síðan veruleiki eineltis
og afleiðingar þess urðu ljósar svo
málið fékk vægi í umræðu. Þetta
segir Þorkatla hafa átt sinn þátt í því
að hún fékk ekki þá aðstoð sem hún
hefði þurft. Reynslan sýni sömuleið-
is að oft verði þolandi nánast háður
einelti. Sér hafi gert gott að fara í
heimavistarskóla norður í land þar
sem hún gat byrjað með autt borð.
Það hefur tekið Þorkötlu bráðum
tuttugu ár að vinna úr reynslu sinni
af eineltinu, þar sem hún hefur notið
hjálpar sérfræðinga, vina og fjöl-
skyldu.
„Að skilja ágæti manns sjálfs er
erfitt þegar grunnurinn er skadd-
aður og sjálfstraustið brotið. Hins
vegar hef ég á síðustu árum náð
miklum árangri, þó ég setji mér og
umhverfi mínu stundum nánast óyf-
irstíganlegar kröfur. Mér hefur til
dæmis lærst að hemja skap mitt,
sem ég missti oft stjórn á meðan þau
sár sem eineltið olli voru enn opin,“
segir Þorkatla.
Hét óvenjulegu nafni og
var kannski bara leiðinleg
Varð fyrir lang-
varandi einelti
í grunnskóla
Morgunblaðið/Víkurfréttir
Mæðgur „Meðal krakkanna lenti ég neðst í goggunarröðinni,“ segir Þorkatla Sigurðardóttir sem er hér með dóttur
sinni, Hildi Ósk Þrastardóttur. Hún segist enn vera að vinna úr afleiðingum eineltisins sem varði árum saman.
TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag kl. 17. Annars
vegar opnar Egill Sæbjörnsson sýninguna Stað-
arandi og frásögn, sýnir þar verk unnin á sein-
ustu þremur árum. Á sýningunni er lögð áhersla
á frásögnina í verkum Egils. „Við erum með ein-
hverjar ákveðnar hugmyndir um heiminn, hvað
sé hægt og hvað sé ekki hægt … maðurinn er
eins og vídeóvarpi og kvikmyndavél um leið, við
erum bæði að varpa einhverjum hugmyndum
sem við höfum um heiminn ofan á það sem við
erum að sjá, af því að heilinn virkar þannig,“
segir Egill m.a. um verk sín.
Í D-sal opnar Ryan Parteka sýninguna Þúsund
ár dagur, ei meir (fyrir Caspar David Friedrich)
en ringulreið og skipulag eru sögð grunnstefin í
myndlist hans. | 36
Maðurinn eins og
kvikmyndavél
ÍSLAND er áfram með í baráttunni um sigur í 1.
riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu, eftir nauman sigur á Norður-Írum í Bel-
fast í gærkvöldi, 1:0. Liðið má ekki tapa stigi í
þeim leikjum sem eftir eru í keppninni til að eiga
möguleika á að skáka Frökkum þegar liðin mæt-
ast í ágúst á næsta ári á Laugardalsvellinum. Nú
eru eftir útileikir gegn Serbíu og Króatíu í mars
og heimaleikir við Norður-Írland og Króatíu í júní
áður en kemur að seinna uppgjörinu við Frakka
þann 21. ágúst. Frakkar sigruðu Eista auðveld-
lega í Le Havre í gærkvöld, 12:0, og eru með fullt
hús stiga eftir þrjá leiki. Ísland er einnig með níu
stig en eftir fjóra leiki. | Íþróttir
Ísland á enn möguleika
Naumur sigur vannst
á Norður-Írum í Belfast
Morgunblaðið/Golli