Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009
ÞEGAR naumur
meirihluti alþingis
samþykkti að ganga til
aðildarviðræðna við
Evrópusambandið,
byggðist sú samþykkt
á þingsályktun-
artillögu. Túlkun og
verkferlum var lýst í
greinargerð. Þegar
ríkisábyrgð vegna Ice-
save-reikninganna var
samþykkt með naumum meirihluta
nú í haust þá var það gert með lög-
um og ítarlegri túlkun þeirra í grein-
argerð.
Ég hef gagnrýnt þau vinnubrögð
að treysta á greinargerðir í stað þess
að gera efnisinnihaldinu gleggri skil
í megintexta laga eða ályktana.
Þingmenn stjórnarflokkanna hafa
hvað eftir annað sagt þetta bull því
greinargerðir séu lögskýringargögn
og hafi því vægi sem slíkar. Nú ger-
ist það tvisvar í mjög stórum málum
að framkvæmdavaldið virðir vilja al-
þingis að vettugi.
Í fyrsta lagi voru lög um ríkis-
ábyrgð á Icesave-reikningum ekki
umsemjanleg, frekar en önnur lög er
alþingi setur. Ríkisstjórnin ákvað að
nálgast kúgara íslenskrar þjóðar í
Icesave-málinu með lögin sem samn-
ingstilboð. Þannig setur fram-
kvæmdavaldið Alþingi niður.
Í öðru lagi kemur eftirfarandi
fram í greinargerð með samþykktri
tillögu um aðildarviðræður ESB:
„Þessir hópar halda utan um samn-
ingaviðræður, hver á sínu sviði, allt
frá upphafi ferlisins til enda. Það
felst m.a. í því að undirbúa svör við
spurningum sambandsins, taka þátt
í yfirferð yfir regluverk Íslands og
ESB og undirbúa samningsafstöðu
Íslands, auk þess að
taka þátt í samninga-
viðræðum.“ Hér sam-
þykkti alþingi að vinnu-
hópar, sem ekki enn
hafa verið skipaðir,
hefðu ákveðnu hlut-
verki að gegna í aðild-
arumsóknarferlinu.
Þessa samþykkt alþing-
is ákveður ráðherra að
hunsa og hefur nú þeg-
ar sent vinum sínum hjá
ESB svörin. Þessi
vinnubrögð eru til skammar og sýna
enn og aftur að allt tal ríkisstjórn-
arflokkanna um samvinnu og sam-
ráð eru innantóm orð. Ríkisstjórnin
hefur gefið sig á vald erlendum ný-
lenduríkjum sem sýna mátt sinn og
megin.
Undanfarnar vikur hef ég staðið í
bréfaskriftum við utanríkisráðu-
neytið þar sem ég hef óskað eftir því
að fá spurningalistana og svörin af-
hent á íslensku. Enn hefur ekki bor-
ist formlegt svar en af þeim við-
brögðum sem komið hafa sýnist mér
að takmarkaður áhugi sé á því að
kynna spurningar og svör á móður-
málinu. Ég leyfi mér þó að vona að
utanríkisráðherra láti það ekki ger-
ast að fyrsta fórnin í þessu stóra
máli verði íslenskan.
ESB-spurninga-
listar og fyrsta fórn-
in; tungumálið?
Eftir Gunnar
Braga Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson
»Ég leyfi mér þó að
vona að utanríkis-
ráðherra láti það ekki
gerast að fyrsta fórnin í
þessu stóra máli verði
íslenskan.
Höfundur er alþingismaður.
UNDANFARIÐ
hafa komið fram hug-
myndir um að breyta
skattalegri meðferð líf-
eyrissparnaðar og
skattleggja iðgjöld í
staðinn fyrir lífeyr-
isgreiðslur. Með þessu
móti fengi ríkið strax
tekjur af lífeyr-
isiðgjöldum í stað þess
að fá þær þegar sjóð-
félagarnir fá lífeyri í framtíðinni.
Fljótt á litið hljómar þetta vel og virð-
ist verða góð leið til að leysa erfiða
fjárhagsstöðu ríkisins í kjölfar efna-
hagshrunsins.
Nýjasta viðbótin við þessa hug-
mynd er að skattleggja eingöngu sér-
eignarsparnað. Þar sem hugmyndir
um að breyta skattlagningu lífeyr-
issjóðsiðgjalda hafa fengið misjafnar
viðtökur er því nú varpað fram að
breyta skattlagningu séreign-
arsparnaðarins og skattleggja sér-
eignariðgjöld í stað lífeyris. Þar sem
séreignariðgjöld eru aðeins hluti af
lífeyrisiðgjöldum er lagt til að gengið
verði lengra og að ríkið taki til sín
strax þann hluta inneigna sjóðfélaga
sem ætla má að verði greiddur í
tekjuskatt í framtíðinni, u.þ.b. 37% af
eignum. Með þessu móti mætti leysa
úr erfiðri stöðu ríkis og sveitarfélaga
árið 2010 og létta vandann 2011. Ekki
er allt sem sýnist og vonandi láta
stjórnvöld og ráðamenn þessar til-
lögur eiga sig.
Hver kynslóð sér um sig
Grunnhugmyndin með lífeyriskerf-
inu (lífeyrissjóðum og viðbótarlífeyr-
issparnaði) er að hver kynslóð safnar
upp sjóði til að standa undir eigin eft-
irlaunum og framfærslu í starfslok.
Þegar vinnu lýkur fær hver sjóðfélagi
lífeyri úr lífeyrissjóði og frá vörslu-
aðila séreignarsparn-
aðar og greiðir skatta af
lífeyrinum eins og öðr-
um tekjum. Kosturinn
við sjóðssöfnunarkerfi
er að hver kynslóð sér
um sig og leggur ekki
byrðar á næstu kyn-
slóðir. Gallinn við kerfið
er hins vegar sá að það
tekur mjög langan tíma,
marga áratugi, að
byggja upp sjóð sem
greiðir eftirlaun og
skatta.
Viðbótarsparnaður
er nauðsynlegur
Séreignarsparnaður á sér langa
sögu þó svo að flestir tengi upphaf
hana við almenna heimild til viðbót-
arlífeyrissparnaðar frá og með 1. jan-
úar 1999. Séreignarsparnaður er ekki
skylda heldur geta einstaklingar ráð-
ið hvort þeir leggja fyrir aukalega til
að byggja upp viðbótareftirlaunasjóð.
Sem betur fer nýta margir þessa
heimild enda er þetta sparnaðarform
það hagstæðasta sem völ er á. Það
stafar af því að í flestum tilvikum
greiða launagreiðendur mótframlag
gegn framlagi launþega en einnig er
séreignarsparnaðurinn skattalega
hagstæður þar sem ekki er greiddur
fjármagnstekjuskattur af vaxta-
tekjum. Stundum lækkar líka tekju-
skattur t.d. ef sjóðfélagar geta nýtt
persónuafslátt við úttekt eða ef skatt-
hlutfall er lægra við úttekt en þegar
sparnaðurinn er lagður til hliðar.
Séreignarsparnaður er órjúf-
anlegur hluti af lífeyriskerfinu. Með
greiðslum í grunnlífeyrissjóð safna
sjóðfélagar upp réttindum sem nema
um 40%-50% af lokalaunum. Með sér-
eignarsparnaðinum geta ein-
staklingar bætt við viðbótarsjóði og
safnað upp sjóði sem bætir 10%-20%
við eftirlaunin. Þar sem lífeyrissjóðir
og einstaklingar hafa orðið fyrir eign-
arýrnun vegna efnahagsáfallsins er
aldrei jafn brýnt og núna að spara
aukalega með séreignarsparnaði.
Hugmyndir um að breyta skattlagn-
ingu séreignariðgjalda og að ríkið
taki til sín 37% af núverandi séreign-
arsparnaði munu draga úr hvata til
að nota þessa sparnaðarleið sem væri
mjög miður.
Við þetta bætist að breyting á
skattalegri meðferð iðgjalda og líf-
eyris eru flóknar og tímafrekar.
Kostnaðurinn við að halda utan um
skattlögð og óskattlögð iðgjöld, skatt-
lagðar og óskattlagðar eignir, mun
lenda á sjóðfélögum og verður um-
talsverður þrátt fyrir nútíma upplýs-
ingakerfi.
Vandinn fluttur
á framtíðarkynslóðir
Íslenska lífeyriskerfið þykir ein-
stakt í sinni röð og margar erlendar
þjóðir öfunda okkur af því að hafa
byggt upp slíkt kerfi á löngum tíma.
Með því að breyta skattlagningu líf-
eyrissjóðsiðgjalda og séreign-
arsparnaðar er vegið að grunn-
stoðum kerfisins og gengið að því
sem hefur tekið langan tíma að safna
og byggja upp. Það er sjálfsagt að
skoða ýmsar hugmyndir þegar illa
árar en hins vegar eru þessar tillögur
ekki leiðin til að leysa erfiða fjárhags-
stöðu ríkissjóðs. Með því er núver-
andi vanda frestað og hann færður
yfir á næstu kynslóðir. Það væri mjög
óskynsamlegt og beinlínis ósann-
gjarnt gagnvart framtíðarkyn-
slóðum.
Um skattlagningu lífeyrisið-
gjalda og séreignarsparnaðar
Eftir Gunnar
Baldvinsson »Ekki er allt sem sýn-
ist og vonandi láta
stjórnvöld og ráðamenn
þessar tillögur eiga sig.
Gunnar Baldvinsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Al-
menna lífeyrissjóðsins.
ÍSLENSKUR sjáv-
arútvegur er í járnum.
Hann þarf nýjar
lausnir. Atvinnugrein-
in skuldar 550 millj-
arða. Gífurleg
óánægja er með kvóta-
kerfið sem hefur skilið
mörg byggðarlög eftir
í flakandi sárum. Við-
leitni stjórnvalda til
þess að breyta kerfinu
hefur mætt hörku og hótunum út-
vegsmanna. Skapaður hefur verið
skortur á leigukvóta svo margir
hafa neyðst til að binda báta sína
við bryggjur. Með þessu er verið að
mynda þrýsting á stjórnvöld gegn
boðaðri fyrningarleið.
Það er með öðrum orðum skollið
á grimmdarstríð í greininni og óvíst
um lyktir.
Við þetta bætist annar vandi,
ekki síður alvarlegur. Það er óein-
ingin um hina árlegu veiðiráðgjöf
og fiskveiðistjórnunina.
Vandinn í fiskveiðistjórnuninni
Veiðar á Íslandsmiðum eru ekki
svipur hjá þeirri sjón sem var á ní-
unda áratug síðustu aldar þegar ár-
lega voru veidd hér við land 300-500
þúsund tonn. Í fyrra var heildar-
þorskaflinn aðeins 147 þúsund tonn,
en það er minnsti ársafli í hartnær
70 ár. Samt segja sjómenn og skip-
stjórar að miðin séu full af fiski,
bæði þorski og ýsu og telja það hart
að geta ekki veitt hann. „Þorsk-
urinn kemur og fer“ sagði gamall
skipstjóri við mig á dögunum. „Við
eigum að veiða þennan fisk áður en
hann hverfur aftur.“
Spár Hafrannsóknastofnunar um
ástand þorskstofnsins
hafa ekki gengið vel
eftir. Á heimasíðu
Hafró nær tölfræðin
aðeins aftur til ársins
1984. Þeir sem til
þekkja muna þó vel að
1980-1983 hrundi
stofninn um 700 þús.
tonn. Hafró kenndi um
ofveiði og kvótakerfinu
var komið á. Sjómenn
bentu á að þessi 700
þúsund tonn hefðu
ekki komið fram í
löndunartölum – fiskurinn hefði lík-
legast soltið til dauða, étið úr eigin
stofni eða synt til Grænlands.
Svipað var uppi á teningnum
1999 þegar þorskstofninn mældist
1031 þúsund tonn og spár gerðu ráð
fyrir að hann yrði 1046 þúsund tonn
2001. Það ár mældist hann 577 þús-
und tonn. Hafró kunni litlar skýr-
ingar á því sem gerst hafði. Reynd-
ir menn telja að þorskurinn hafi
þarna verið farinn að drepast úr
hungri.
Hvað gerðist í Barentshafi?
Fyrir fáum árum var talið að
þorskstofninn í Barentshafi væri að
hruni kominn vegna ofveiði. Ráð-
lagður var stórlegur niðurskurður á
veiðum, en eftir því var ekki farið.
Á fáum árum rétti stofninn þó hratt
úr sér og er nú talinn 70% stærri
en Alþjóðahafrannsóknaráðið
(ICES) hefur haldið fram. Fiski-
fræðingar við VNIRO hafrann-
sóknastofnunina í Rússlandi ákváðu
að fylgjast með skipum að veiðum
með hjálp gervitungla. Skipin
veiddu eins og ekkert hefði í skor-
ist, en vísindamenn fylgdust náið
með aflabrögðum, yfirborðshita og
ástandi sjávar hverju sinni. Nið-
urstöður benda til að stofnstærð
þorsksins í Bartentshafi sé 2,56
milljónir tonna en ekki 1,50 millj-
ónir tonna eins og áður var talið (af
ICES).
Varð umframveiðin þorskinum
til bjargar?
Jón Kristjánsson fiskifræðingur
hefur haldið því fram að umfram-
veiði í Barentshafinu hafi í reynd
orðið þorskstofninum þar til bjarg-
ar. Hún hafi forðað fiskinum frá
hungurdauða. Líkt og rússnesku
fiskifræðingarnir telur hann að
hefðbundnar aðferðir við fisk-
veiðistjórnun taki ekki tillit til nátt-
úrunnar og áhrifa hennar á nýliðun
og breytileika í stærð fiskistofna.
Getan til að stjórna fiskistofnum sé
ofmetin, hið eina sem við getum
haft áhrif á séu veiðarnar sjálfar.
Því sé skynsamlegast að fylgja takti
náttúrunnar og veiða meira í upp-
sveiflunni, „læra að skilja náttúruna
og vinna með henni, ekki reyna að
stjórna henni“ svo notuð séu hans
eigin orð.
Kristinn Pétursson, fv. alþing-
ismaður og fiskverkandi á Bakka-
firði, hefur tjáð viðlíka skoðun m.a.
í Silfri Egils nýlega. Hann mælir
með því að fengin verði verk-
fræðistofa til að leiða faglega verk-
efnastjórn um hlutlaust endurmat á
stofnstærðum botnlægra fiski-
stofna. Þessi verkefnisstjórn verði
skipuð hæfu fólki, en engum hags-
munaaðilum, hvorki fulltrúum
Hafró né LÍÚ.
Veiðum þorskinn
Það væri tilraunarinnar virði fyr-
ir okkur Íslendinga að yfirfæra
rannsókn rússnesku fiskifræðing-
anna á íslensk fiskimið. Þarna
myndu reynsluvísindin vinna með
akademískum vísindum. Við gætum
takmarkað fjölda þeirra skipa sem
fengju að veiða: Sent 20 togara, 10
línubáta, auk tiltekins fjölda snur-
voðabáta, netabáta og hand-
færabáta, til frjálsra veiða í 6-9
mánuði og safnað um leið gögnum
um veiðarnar. Þarna gætu alþjóð-
legir vísindamenn komið að verki
með styrk úr alþjóðlegum rann-
sóknasjóðum. Niðurstöður gætu
varpað nýju ljósi á ástand fiski-
stofna hér við land auk þess að
veita samanburð við Barents-
hafstilraunina.
Hér er mikið í húfi því fiskimiðin
eru okkar verðmætasta auðlind.
Aldrei hefur verið brýnna að ná
fram „hagkvæmri nýtingu“ fiski-
stofna og tryggja með því „trausta
atvinnu og byggð í landinu“ sem er
markmið fiskveiðistjórnunarlaga.
Það er brýnna nú en nokkru sinni
að ná sátt um málefni þessarar
undirstöðuatvinnugreinar.
Til þess að það megi takast þurf-
um við að þekkja auðlindina og
möguleikana sem í henni felast.
Öðruvísi náum við ekki sátt um nýt-
ingu fiskistofnanna, og þar með
framtíð íslensks sjávarútvegs.
Frjálsar vísindaveiðar á þorski
Eftir Ólínu Þor-
varðardóttur » Frjálsar vísindaveið-
ar tiltekins fjölda
fiskiskipa um ákveðinn
tíma gætu varpað nýju
ljósi á ástand fiski-
stofna. Mikið er í húfi
fyrir þjóðarbúið.
Ólína Þorvarðardóttir
Höfundur er varaformaður sjávar-
útvegs- og landbúnaðarnefndar Al-
þingis.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla
útgáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið
áskilur sér rétt til að hafna grein-
um, stytta texta í samráði við höf-
unda og ákveða hvort grein birt-
ist í umræðunni, í bréfum til
blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar, sem
eru skrifaðar fyrst og fremst til
að kynna starfsemi einstakra
stofnana, fyrirtækja eða samtaka
eða til að kynna viðburði, svo sem
fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Formið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á for-
síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/senda-
grein
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er not-
að þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið, en næst þegar kerfið
er notað er nóg að slá inn netfang
og lykilorð og er þá notanda-
svæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri há-
markslengd sem gefin er upp fyr-
ir hvern efnisþátt en boðið er upp
á birtingu lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka
aðsendra
greina