Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 NÆR 2.000 listaverk af öllu tagi, eftir brasilíska myndlistarmanninn Hélio Oiticica (1937-1980), eyðilögð- ust í bruna í Rio de Janeiro á dög- unum, þegar geymsluhúsnæði við heimili bróður hans varð fyrir veru- legum skemmdum. César Oiticica, bróðir listamannsins, hefur stýrt dánarbúi bróður síns, og stofnun sem kennd er við hann, frá árinu 1981. Hann metur tjónið á 200 millj- ónir dala, eða um 25 milljarða króna. Verkin voru ótryggð. Hélio Oiticica er álitinn einn merkasti listamaður Suður-Ameríku á síðari hluta 20. aldar. Fyrir tveim- ur árum setti Tate Modern í London upp yfirlitssýningu á verkum hans og hafa verk hans sést reglulega á helstu söfnum og listmessum síðustu ára. Samkvæmt César Oiticica skemmdust um 90% verkanna sem voru í geymslunum í brunanum. Sagt er að hann hafi reynt að bjarga verkum en þykkur reykur hindraði hann í verkinu. Einnig brann fjöldi frummynda og filmusafn Josés föður þeirra, sem var kunnur ljósmyndari í Brasilíu. Óboðlegar geymslur Verk Hélios Oiticica höfðu verið geymd við heimili Césars síðustu tvö árin, en þau voru flutt þangað vegna deilna bróðurins við Centro de Arte Hélio Oiticica, listamiðstöð þar sem settar eru upp sýningar með sam- tímalist; honum þóttu geymsluað- stæður óboðlegar verkunum, sem hafa orðið verðmætari með hverju árinu sem líður. Meðal verkanna sem brunnu munu vera öll listaverk Oiticica sem hægt var að klæða sig í og kölluðust Parangolés. 2.000 verk brunnu Stór hluti æviverks Hélios Oiticica Oiticica Gjörningur á ljósmynd. CHARLOTTA Sveinsdóttir myndlistarkona opnaði um liðna helgi sýningu í hinum nýja Listasal Garðabæjar, á Garðatorgi 7. Salurinn er fyrir ofan bókasafnið. Charlotta kallar sýningu sína Húsin mín í Sjálands- hverfinu. Hún túlkar í mynd- verkum sýn sína á húsin, hvernig arkitektinn tengir hús- in við umhverfið og náttúruna; kveðst hún vera undir áhrifum frá hollenska myndlistarmanninum Mondrian í verkunum. Sýningin stendur til 8. nóvember og er opin 15- 18 þriðjudaga til fimmtudaga, en kl. 14-17 föstu- daga til sunnudaga. Myndlist Málar húsin í Sjálandshverfinu Hluti af einu verka Charlottu. SÖNGVARARNIR Diddú, Jó- hann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson halda tónleika í Íslensku óperunni á sunnu- dagskvöldið 1. nóvember kl. 20 og kalla þá „Frá suðri til norð- urs með sópran í eftirdragi!“ Með söngvurum leikur píanó- leikarinn Jónas Þórir. Efnis- skráin er í léttari kantinum og glens og gaman haft í hávegum, þó dramatíkin komi að sjálf- sögðu með. Á meðal söngatriða á efniskránni eru bæði íslensk og erlend lög og aríur. Fullt hús var á fyrri tónleikum söngvaranna í september. Þriðju tónleikar þeirra verða í Ak- ureyrarkirkju þann 8. desember kl. 17. Tónlist „Með sópran í eftirdragi“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson ÍSLENSKI dansflokkurinn sýnir þrjú vinsæl og verðlaun- uð verk í Samkomuhúsi Leik- félags Akureyrar á morgun, föstudag, og á laugardag. Sýn- ingarnar tvær eru í samstarfi við LA en verkin gefa góða mynd af þeirri fjölbreytni sem einkennir dansflokkinn. Verkin sem verða sýnd eru Skekkja eftir Sveinbjörgu Þór- hallsdóttur, Svanurinn sem er fallegur og erótískur dúett eftir Láru Stef- ánsdóttur, og Kvart eftir Jo Strömgren en þar dansa dansararnir hver fyrir annan líkt og hipp- hopparar á götum stórborga eða ættbálkar í Afr- íku gera. Dans Íslenski dansflokk- urinn á Akureyri Úr sýningu dansflokksins. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „HERBERGI 408 er netleikhús og er til húsa á veraldarvefnum. Á laug- ardaginn verður leikhúsið opnað, um leið og við frumflytjum nýtt verk, Herbergi 408,“ segir Steinunn Knútsdóttir, en hún og Hrafnhildur Hagalín eru leikhússtjórar þessa nýja og óvenjulega leikhúss og um leið höfundar nýja verksins. „Leikhúsið hefur ýmsa möguleika. Í þessu fyrsta verki, sem er hljóð- verk, eru þrjár persónur og sögur þeirra fléttast saman í eina heild. Á netinu getur leikhúsgesturinn drep- ið niður í verkinu að vild, þar sem honum sýnist.“ Við opnun leikhússins verður gjörningur í rauntíma fyrir áhorf- endur í Hugmyndahúsi háskólanna og leikið verður yfir höf og lönd til Finnlands, þar sem finnskur leikari verksins verður ásamt finnskum áhorfendum. Opnuninni verður jafn- framt varpað á netið fyrir þá sem heima sitja. „Hugmyndin með net- leikhúsinu er einmitt sú að nýta þá möguleika sem netið býður upp á.“ Svalar upplýsingafýsninni Steinunn segir að opnunarverkið sé ættingi útvarpsleikhússins. „Í útvarpsleikhúsi heyrir hlust- andinn tilbúið verk sem hann hefur engin áhrif á. En um leið og fólk sest fyrir framan tölvu verður það virkt. Fólk er stöðugt í upplýsingaleit og stoppar og leitar annað ef því líst ekki á það sem það sér. Herbergi 408 svalar þessari þörf, þar sem net- verjinn getur skoðað það nánar, sótt sér upplýsingar um persónurnar og fundið ýmsar leiðir til að komast að kjarnanum. Þannig tökum við mið af þörfum leikhúsgestsins sem situr heima hjá sér við tölvuna.“ Netleikhúsið er því ekki bara net- útsending á leikverkum heldur líka gagnvirkur miðill sem áhorfandinn getur skoðað á ýmsan máta. Áhorf- andinn getur nálgast verkið hvenær sem er og hvar sem er á netinu. Leikið yfir landið Næsta verk Netleikhússins Her- bergis 408 verður leikið í rauntíma og samtímis á fjórum stöðum á land- inu. „Þá getur fólk komið og séð verkið á einhverjum af stöðunum fjórum. Reykjavík, Ísafirði, Ak- ureyri og Seyðisfirði og upplifað þar ákveðna atburðarás sem teygir sig yfir landið og horft á söguna gegn- um eina persónu. En það verður líka hægt að sitja heima og horfa á allar sýningarnar fjórar í einu og sjá hvernig þær fléttast saman. Það verður svo vistað á vefinn og heldur áfram að lifa þar þótt það verði hætt að lúta klassískum lögmálum leik- hússins, að vera list augnabliksins.“ Leikhúsvígslan og frumsýningin fara fram á laugardag kl. 20.30. Vírað og víðförult leikhús  Netleikhúsið Herbergi 108 tekur til starfa á laugardagskvöld með farsakennd- um trylli  Steinunn Knútsdóttir og Hrafnhildur Hagalín eru höfundarnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikhús á skjá Leikskáldin Steinunn Knútsdóttir og Hrafnhildur Hagalín. Nafn Nínu Sæmundsson(1892-1965) hefur löngumverið sveipað dulúð ognokkrum dýrðarljóma. Styttan Afrekshugur prýðir eitt þekktasta glæsihótel heims, listakon- an var eftirsótt í Hollywood til port- rettgerðar og útilistaverkið Hafmeyj- an við Tjörnina í Reykjavík var hvorki meira né minna en sprengt í loft upp á nýársnótt 1960. Í Galleríi Fold má nú sjá um 60 áður ósýnd verk eftir Nínu; teikningar (kol, blý, pastel, krít), málverk og höggmyndir – þar á meðal er steypt frummynd af hinni upprunalegu Haf- meyju frá 1944. Meirihluti mynd- anna er án ártals, en þær virðast flest- ar gerðar á 5. og 6. áratugnum, líkt og verkin þar sem ártöl fylgja. Raunar var afsteypu af Hafmeyj- unni komið fyrir utan við Smáralind (en á fremur lítið áberandi stað) fyrir 8 árum og eru því mestu nýmælin fólgin í hinum verkunum á sýningunni. Þau lýsa liprum teiknara með næmi fyrir blæbrigðum lífsins og talsvert ímynd- unarafl. Með snörpum, leikandi drátt- um dregur Nína upp raunsæislegar en þó stíliseraðar myndir og skissur sem lýsa kjarna fyrirmyndanna; t.a.m. yndisþokka og mýkt æskunnar, for- vitni barnsins, varnarleysi unglings- ins eða ljúfri hamingju nýbakaðrar móður, t.d. á myndum nr. 9-14 eða 39- 49. Kraftmikil og hrá teikning sést í 37-38 og Nautadansmyndirnar lýsa erótískri fantasíu þar sem sterkvaxn- ar konur glíma við naut. Trúðum, álf- um og verum af ýmsu tagi bregður fyrir í myndum sem gæddar eru glettni og léttleika, og stundum barnslegum innileika sem leiðir hug- ann að teikningum Muggs. Þess má geta að á námsárunum í Kaupmanna- höfn missti Nína unnusta sinn, Gunn- ar Thorsteinsson, úr berklum, en hann var bróðir Muggs. Má því ætla að söknuður búi í þeirri angurværu fegurð sem einkennir myndir hennar af fíngerðum, ungum mönnum. Mýkt mannamyndanna – sem fæst með sléttri áferð í höggmyndunum, ávölum formum og misturkenndri munúð í teikningunum, og útfærsla hárs í takti við tískustrauma – minnir eilítið á konumyndir Gunnlaugs Blön- dals. Tíska er hér á vissan hátt lykil- orð því að Nína, klassískt menntuð og tæknilega örugg, hræddist hvorki tískustrauma né tengsl listar og hönnunar, líkt og verkið Afrekshugur ber vott um. Með verkinu markar hún spor í sögu Art Deco- hreyfingar- innar í Bandaríkjunum við upphaf 4. áratugarins en það var unnið fyrir Waldorf-Astoria hótelháhýsið, sem telst einkar glæsilegur vitnisburður um Art Deco-stílinn. Tengsl Nínu við Hollywood koma ekki á óvart, enda eru þræðir milli stílsins og rökkur- mynda. Sköpun fágaðrar, upphafinn- ar kvenmyndar á borð við straum- línulagaða Hafmeyjuna – sem er í senn nútímaleg og með goðsögulegu ívafi – skýrir áhuga fólks í kvik- myndabransanum á verkum hennar. Viðtökur á verkum hennar hérlendis eru merkilegur vitnis- burður um íslenskt menningarlíf. Bundnar voru talsverðar vonir við Nínu eftir að hið látlausa og stílhreina útilistaverk Móðurást var sett upp í Mæðragarðinum við Lækjargötu árið 1928. Fjandsamlegar viðtökur Haf- meyjunnar – sem vert er að rannsaka nánar – um 30 árum síðar, þegar af- straksjónin var allsráðandi, lýsa hins vegar skorti á umburðarlyndi og víð- sýni. Hafmeyjan situr nú óáreitt í brunni sínum við verslunarmiðstöð að bandarískri fyrirmynd og verk Nínu eru viðurkenndur þáttur í íslenskri listasögu. Verkin sem nú eru til sýnis, eru þar kærkomin viðbót. Hin upp- runalega hafmeyja, dálítið löskuð á hendi, bíður í þokkafullri reisn eftir að komast á verðugan stall. Hafmeyjan sem ögrar Gallerí Fold Nína Sæmundsson, Hafmeyjan Til 1. nóvember 2009. Opið mán.-fös. kl 10-18, lau. kl. 11 – 16, sun. kl. 14-16. Ókeypis aðgangur. ANNA JÓA MYNDLIST Nína Sæmundsdóttir HERBERGI 408 er farsakenndur þriller sem fjallar um hjónin Önnu og Einar og dóttur þeirra Sonju sem virðast lifa hamingjuríku lífi í smábæ úti á landi. En þegar náin vinkona fjölskyldunnar deyr á dul- arfullan hátt fara hlutirnir á verri veg, ýmislegt kemur í ljós um hina yfirborðsfáguðu fjölskyldu og af stað fer ógnvænleg at- burðarás. Opnunargjörningur leikhússins er yfirheyrsla lögreglunnar yfir persónum verksins vegna dauða fjölskylduvinkonunnar. Auk ís- lensks lögreglumanns hefur verið fenginn erlendur sérfræðingur til þess að taka þátt í yfirheyrslunni og talar hann beint frá Helsinki við persónur verksins. Þessi gjörningur er lokakaflinn í verkinu og verður tekinn upp og lagður á netið sem hluti af netverkinu. Netleikhúsið: www.herbergi408.is Finnski sérfræðingurinn: www.todellisuus.fi Dularfullur dauðdagi fjölskylduvinkonu Handrit og leikstjórn: Hrafnhildur Hagalín og Steinunn Knútsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Kira Kira. Nethönnun: Þorlákur Lúðvíksson. Upptökur og hljóðblöndun: Sig- urður Ingvar Þorvaldsson. Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Harpa Arnardóttir. Einnig: Áslaug Skúla- dóttir, Hrafnhildur Hagalín, Stein- unn Knútsdóttir, Jussi Johnson, taí- lensk kona á förnum vegi, sölufólk Víetnömsku búðarinnar. Herbergi 408 Ingó, Egó og Hjálmar … næstum því eins og Gísli, Eiríkur og Helgi 40 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.