Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009
Mínar fyrstu minning-
ar um samverustundir
okkar ömmu eru úr
Skipholtinu þar sem
amma átti svo fallegt
heimili ein síns liðs eftir að afi dó. Það
var ekkert slor að heimsækja ömmu
þangað. Þar var undantekningalaust
tekið á móti manni af mikilli gestrisni
og hjartahlýju. Okkur krökkunum
þótti það ekki leiðinlegt að fá að leika
okkur með allt dótið uppi á háalofti
hjá ömmu. Amma naut þess að geta
glatt okkur sem hún svo sannarlega
gerði. Oftar en ekki beið hún okkar
með jólaköku, nýbakaðar pönnukök-
ur og ískalda mjólk.
Við amma gátum setið saman,
spjallað og spilað á spil tímunum sam-
an og höfðum báðar jafn gaman af.
Ég gleymi því aldrei þegar við amma
sátum svo oft saman við svefnher-
bergisgluggann í Skipholtinu með
blað og blýant við hönd og skráðum
niður bílana sem keyrðu framhjá. Það
var hin mesta skemmtun síns tíma.
Amma sýndi öllum hugmyndum
áhuga, hversu góðar sem þær voru og
voru bæjarferðir okkar niður að
Tjörn með strætó mikið tilhlökkunar-
efni. Oft fengum við okkur ís eða kom-
um við á kaffihúsi á eftir.
„Hver fugl verður að fljúga eins og
hann er fiðraður.“ Var orðtak sem
maður heyrði af vörum ömmu, en ein-
ungis eitt fjölmargra. Amma kunni
mikið af vísum og ljóðum sem hún
kenndi mér. Hún kenndi mér svo
margt. Til dæmis það að gera gott úr
og vera ánægður með það sem maður
hefur. Hún tók ætíð vel undir þegar
sungið var og þótti mér aðdáunarvert
að sjá hversu marga íslenska texta
hún kunni.
Guðbjörg
Þorsteinsdóttir
✝ Guðbjörg Þorsteins-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 10.
apríl 1921. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
þriðjudaginn 20. októ-
ber sl. og fór útför
hennar fram frá Bessa-
staðakirkju 28. október.
Amma var sterkur
persónuleiki og mjög
dugleg á meðan hún
hafði heilsu til. Dugn-
að ömmu tek ég mér
til mikillar fyrirmynd-
ar. Hún var frábær fé-
lagi og hélt góðu sam-
bandi við þá sem henni
stóðu næst. Hún var
sífellt að gefa eitthvað
af sér.
Ég er mjög þakklát
fyrir þau ár sem mér
voru gefin til þess að
verja með ömmu. Þeg-
ar ég hugsa til baka til þeirra stunda
og allra skemmtilegu minninganna
sem ég átti með henni geri ég mér
betur grein fyrir því hve mikilvægar
þær voru mér og eru enn. Hún lét það
svo skýrt í ljós hvað hún vildi, hvað
skipti hana raunverulega máli og var
ég svo heppin að vera hluti af því.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma mín
Þín,
Kristín.
Sjaldan hefur mér liðið jafn illa og
þegar ég fékk að heyra í síma að hún
amma væri farin frá okkur. Það hafði
verið ljóst í nokkra daga hvert stefndi
og höfðum við setið við rúm hennar
þann tíma til að kveðja hana, en samt
kom þetta manni úr jafnvægi.
Hún amma mín, Guðbjörg Þor-
steinsdóttir, hefur ávallt verið ein af
mínum stóru stoðum í lífinu. Nokkr-
um hluta af uppeldistíma mínum
eyddi ég með henni meðan foreldrar
mínir sátu við námsbækur, byggðu
íbúð og komu undir sig fótunum. Sá
tími sem þetta gaf mér með ömmu
Guggu hefur í gegnum árin verið mér
mikil forréttindi, hvort sem um er að
ræða göngutúr í bænum, að renna á
snjóþotu í Klambratúnsbrekkunni
eða þegar ég fékk að koma með henni
þegar hún var við vinnu í kaffihúsinu í
Brunninum. Alltaf virtist amma hafa
tíma fyrir mig og þolinmæðin gagn-
vart forvitnum og virkum pilti virtist
vera óendanleg. Einnig virtist amma
getað galdrað fram jólakökur, kleinur
og pönnukökur hvenær sem var, sem
alltaf kætti lítinn pjakk.
Á unglingsárum átti amma eftir að
reynast mér dyggur stuðningsaðili
því foreldrar mínir höfðu tekið upp á
því að flytja frá Reykjavík sem vakti á
þeim árum litla lukku hjá mér. Þegar
það kom í minn hlut að velja mér
framhaldsskóla ákvað ég fljótt að ég
þyrfti að sækja skóla til höfuðborg-
arsvæðisins og úr varð að ég sótti í
skóla með aðsetur í Reykjavík. Amma
opnaði enn á ný dyr sínar fyrir mér og
flutti ég inn til hennar og gat stundað
nám þar sem ég hafði hug á. Átti ég
þar tvö góð ár, þar sem amma sýndi
alveg ótrúlega óeigingirni, að takast á
við óstýrilátan ungling sem var að
stíga sín fyrstu skref í samfélaginu.
Ekki þótti það heldur slæmt að enn
var drjúgt til af jóla- og pönnukökum,
en amma treysti sér síður í kleinurnar
enda meira verk. Það er á þessum ár-
um sem fyrst ber á einkennum sjúk-
dóms, sem átti síðar meir eftir að hrjá
hana. Upp úr því fluttu foreldrar mín-
ir aftur í bæinn og ég flutti út frá
ömmu á ný.
Sá tími kom að amma átti erfitt
með að vera ein, þótt dætur hennar
Steina og Danna reyndu að hjálpa
henni eftir mætti. Farið var í að leita
að nýju plássi fyrir ömmu, þar sem
hún hefði stuðning og öryggi af meiri
félagsskap. Fór svo vel að pláss
fannst í litlu stoðbýli í Grafarvogin-
um, þar sem haldið var heimili fyrir 8
eldri konur. Amma flutti inn í Folda-
bæ og átti eftir að eiga mörg góð ár í
Grafarvoginum í ótrúlega heimilis-
legu umhverfi og kann ég starfsfólki
Foldabæjar miklar þakkir fyrir þann
tíma sem amma naut þar.
Þegar amma gat ekki verið lengur í
Foldabæ fluttist hún á hjúkrunar-
heimilið Droplaugarstaði þar sem
hún eyddi síðustu árum sínum.
Í nokkur ár hef ég kviðið því að
skrifa minningarorð um hana ömmu
og kveðja. Alltaf hefur maður haldið í
þá von að góðum stundum með fólk-
inu sem manni þykir vænt um ljúki
aldrei, en það er víst flónska. Maður
deilir ekki við dómarann.
Amma, ég veit að þú ert komin á
betri stað í dag og vona að þú, afi og
Diddi horfið saman niður á okkur sem
erum eftir.
Hvíl í friði, elsku amma mín, þín
verður sárt saknað.
Kristjón.
✝ Anton ValdimarJónsson fæddist
á Naustum við Ak-
ureyri 13. apríl 1928.
Hann lést á Akureyri
20. október 2009.
Foreldrar hans voru
Sæunn Davíðsdóttir,
f. á Reykjum í
Fnjóskadal 26. apríl
1897, d. 19. janúar
1976, og Jón Guð-
mundsson, f. á
Syðra-Hóli í Eyja-
fjarðarsveit 30. sept-
ember 1892, d. 22.
desember 1979, búsett á Naustum.
Systkini Antons eru
Guðrún, f. 1930, Anna
Sigríður, f. 1934, d.
2006, og Davíð Guð-
mundur, f. 1940.
Anton var bóndi og
bjó alla sína tíð á
Naustum. Hann var
mjög virkur í Ferða-
félagi Akureyrar og
ferðaðist mikið um
landið á sínum yngri
árum.
Anton verður jarð-
sunginn frá Akureyr-
arkirkju í dag, 29.
október, kl. 13.30.
Í dag kveðjum við Anton, móður-
bróður okkar, og langar til að minnast
hans með örfáum orðum.
Anton fæddist á Naustum og var
það hans staður alla tíð. Átti hann
sama herbergi alla tíð utan fárra ára
er hann eftirlét foreldrum okkar það
ásamt okkur. Við systkinin fæddumst
öll í litla herberginu hans og urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa
með stórfjölskyldunni, ömmu, afa og
móðursystkinum okkar, Anton átti
því stóran þátt í uppeldi okkar systk-
inanna. Nú þegar hann hefur kvatt
þennan heim er margs að minnast og
fyrir margt að þakka. Þá minnist
maður allra góðu stundanna sem við
áttum saman. Við fengum alltaf að
taka þátt í þeim verkum sem voru
unnin hverju sinni, það var t.d. alltaf
gaman að vera með Tona frænda í
gamla kanadíska hertrukknum sem í
þá daga var notaður til allra verka.
Hann kenndi okkur að bera virð-
ingu fyrir sveitinni, gróðrinum og
náttúrunni í allri sinni mynd. Hann
minnti okkur ávallt á upprunann og
gömlu góðu gildin sem ekki mætti
gleyma.
Anton var mjög merkilegur maður,
sumir myndu segja hann kynlegan
kvist. Hann hafði áhuga og skoðanir á
öllu, sama hvar komið var við. Dug-
legri mann þekktum við ekki, hann
átti við mikla fötlun að stríða hin síð-
ari ár en aldrei var hann aðgerðalaus
og aldrei kvartaði hann.
Hann smíðaði sér hjálpartæki
hverju sinni og fór um allt innan dyra
sem utan. Honum féll aldrei verk úr
hendi, var alltaf að alveg fram á sein-
asta dag. Ekki datt honum í hug að
þiggja örorkubætur, það taldi hann
að ætti ekki við sig, þá fyrst myndi
hann leggjast í kör. Það er svo ótal
margt sem hægt er að minnast að það
væri efni í heila bók, það var mikill
hugur í honum að byggja upp á
Naustum og eftir að hann hætti bú-
skap fór allur hans tími í uppbygg-
ingu, ásamt skógrækt og að huga að
gömlum munum. Héldu þessi áhuga-
mál honum gangandi fram á seinasta
dag þegar kallið kom.
Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði,
kæri frændi.
Sæunn, Jón, Elísabet
og Halldór.
Anton Valdimar
Jónsson
NÝLEGA féll dóm-
ur í Hæstarétti í svo-
kölluðu Teigsskógar-
máli (nr. 671/2008). Í
fjölmiðlaumræðu síð-
an virðist gæta nokk-
urs misskilnings um
hvaða áhrif dómurinn
hafi á fyrirhugaða
vegalagningu um
Teigsskóg og þverun
Djúpafjarðar og Gufu-
fjarðar. Túlka sumir dóminn sem
svo að með honum sé komið í veg
fyrir framangreinda vegalagningu.
Þannig er því hins vegar ekki farið.
Framangreind vegalagning er
háð mati á umhverfisáhrifum. Vega-
gerðin lagði fram þrjár leiðir í mats-
skýrslu í 2. áfanga verksins, leiðir,
B, C og D. Af þessum leiðum felur
leið B í sér mesta styttingu á vega-
lengdum auk þess sem hún hefur
þann augljósa kost umfram aðra
kosti að vera á láglendi alla leiðina.
Jafnframt er hún talin besta leiðin
út frá svokölluðum vegtæknilegum
sjónarmiðum. Leiðir C og D hafa
báðar þann ókost að þær liggja yfir
Hjallaháls auk þess sem leið C er
talin hafa óæskileg áhrif á arnar-
varp.
Skipulagsstofnun kvað upp úr-
skurð um mat á umhverfisáhrifum
og í 2. áfanga verksins féllst hún á
lagningu vegar samkvæmt leið D en
lagðist gegn leiðum B og C á þeim
grunni að lagning samkvæmt þeim
leiðum ásamt tilheyrandi efnistöku
myndi hafa í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif.
Vegagerðin kærði úrskurð Skipu-
lagsstofnunar til umhverfisráðherra
sem staðfesti úrskurð Skipulags-
stofnunar nema að því er varðaði
leið B í 2. áfanga, sem ráðherra
féllst á með tilgreindum skilyrðum
(mótvægisaðgerðum) til að draga úr
umhverfisáhrifum framkvæmdar-
innar.
Nokkrir aðilar höfðuðu mál á
hendur Vegagerðinni til þess að
freista þess að fella úrskurð um-
hverfisráðherra úr gildi. Héraðs-
dómur féllst á kröfur þeirra og felldi
úrskurð ráðherra úr gildi. Byggði
héraðsdómur einkum á því að í úr-
skurði Skipulagsstofnunar hafi ekki
verið lagt mat á hvort upplýsingar
um áhrif þverunar Djúpafjarðar og
Gufufjarðar á umhverfið væru full-
nægjandi og að slíkt mat hafi ekki
heldur farið fram á vegum umhverf-
isráðuneytisins og að upplýsingar
um áhrif þverunar fjarðanna á um-
hverfið hefðu ekki legið fyrir þegar
ráðherra kvað upp úrskurð sinn. Því
hafi honum borið að rannsaka þau
áhrif sérstaklega í samræmi við
rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Þá gerði dómurinn athugasemdir
við orðalag í matsskýrslu og skjala-
framlagningu Vegagerðarinnar.
Vegagerðin áfrýjaði dómi héraðs-
dóms til Hæstaréttar sem hafnaði
forsendum héraðsdóms með öllu.
Gerði Hæstiréttur hvorki at-
hugasemdir við matsskýrslu né
annan undirbúning Vegagerð-
arinnar. Byggði rétturinn niður-
stöðu sína um ógildingu úrskurðar
ráðherra alfarið á því,
að ráðherra hefði ekki
verið heimilt að lögum
að taka tillit til sjónar-
miða um umferðar-
öryggi í úrskurði sínum
um mat á umhverfis-
áhrifum vegafram-
kvæmdanna. Þar væri
um að ræða ávinning af
framkvæmdum sem
breyti ekki umhverfis-
áhrifum þeirra.
Niðurstaða Hæsta-
réttar þýðir alls ekki að útilokað sé
að leggja Vestfjarðaveg um Teigs-
skóg og þvera Djúpafjörð og Gufu-
fjörð. Hafa verður í huga að til-
gangur laga um mat á
umhverfisáhrifum er fyrst og
fremst að upplýsa um umhverfis-
áhrif framkvæmda en ekki almennt
að koma í veg fyrir framkvæmdir.
Um þetta var fjallað sérstaklega í
dómi Hæstaréttar í málinu nr. 280/
2003 (Kárahnjúkadómur). Þar segir
m.a.:
„Með lögum nr. 106/2000 um mat
á umhverfisáhrifum er að því stefnt
í fyrsta lagi að tryggja að áður en
leyfi er veitt fyrir framkvæmd, sem
kunni vegna staðsetningar, starf-
semi sem henni fylgi, eðlis eða um-
fangs að hafa í för með sér umtals-
verð áhrif á umhverfið, hafi farið
fram mat á þeim áhrifum … að
kynna fyrir almenningi umtalsverð
umhverfisáhrif framkvæmdar og
fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir
vegna þeirra þannig að almenn-
ingur fái komið að athugasemdum
og upplýsingum áður en úrskurður
um mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmdar er kveðinn upp … Yfirlýst
markmið laganna er því ekki að
banna almennt framkvæmdir vegna
umhverfisáhrifa. Umhverfis-
ráðherra er falin yfirstjórn þeirra
mála sem lögin taka til og Skipu-
lagsstofnun skal vera honum til ráð-
gjafar, annast eftirlit með fram-
kvæmd laganna og veita
leiðbeiningar samkvæmt þeim og
úrskurða um mat á umhverfisáhrif-
um framkvæmdar …“.
Þessi dómur Hæstaréttar er enn í
fullu gildi og hefur fordæmisáhrif
sem slíkur. Dómur Hæstaréttar í
Teigsskógarmálinu breytir þar
engu um. Það er því undir stjórn-
völdum komið hvort Vestfjarðaveg-
ur verður lagður samkvæmt leið B í
2. áfanga verksins. Dómstólar eiga
ekki ákvörðunarvald um það, en
hins vegar um það hvort byggt hafi
verið á lögmætum sjónarmiðum við
meðferð máls, þ.m.t. hjá stjórnvöld-
um. Ekki er því nauðsyn á að breyta
lögum um mat á umhverfisáhrifum
sérstaklega vegna dóms Hæsta-
réttar í Teigsskógarmálinu.
Tryggja þarf hins vegar að allur
undirbúningur verksins sé í sam-
ræmi við lög, en Hæstiréttur taldi
eins og áður greinir að ráðherra
hefði ekki byggt á lögmætum sjón-
armiðum. Úr því er hægt að bæta.
Sú spurning á hins vegar rétt á sér,
hvort ekki sé rétt að Alþingi gefi
umferðaröryggissjónarmiðum auk-
ið vægi með nýrri lagasetningu.
Framtíð Vestfjarða-
vegar að gengnum
dómi Hæstaréttar í
Teigsskógarmálinu
Eftir Reyni
Karlsson
Reynir Karlsson
»Niðurstaða Hæsta-
réttar þýðir alls ekki
að útilokað sé að leggja
Vestfjarðaveg um Teigs-
skóg og þvera Djúpa-
fjörð og Gufufjörð.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
lögmaður Vegagerðarinnar í Teigs-
skógarmálinu.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morg-
unblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi
verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir
tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrr-
þey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviá-
grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í
greinar á vefnum.
Minningargreinar