Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 ✝ Björn Ólafssonfæddist á Háfelli í Skorradal 28. ágúst 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. októ- ber 2009. Foreldrar hans voru Ólafur Björnsson Benón- ýsson, f. 19. júní 1907, d. 8. janúar 1978, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 14. janúar 1911, d. 27. nóvember 1990. Systkini Björns eru Birgir Sigurðs- son, f. 9. apríl 1939, Sigríður Guð- rún Ólafsdóttir, f. 9. febrúar 1946, Jökull Ólafsson, f. 24. mars 1947, d. 31. júlí 2009, og Sigurður Ólafsson, f. 19. september 1951. Eiginkona Björns er Kolbrún Dísa Magnúsdóttir, f. 5. september 1944. Foreldrar hennar voru Magnús A. Magnússon, f. 20. júlí 1916, d. 25. desember 1996 og Ólöf Ingunn Björnsdóttir, f. 28. október 1921, d. 22. september 1993. Börn Björns og Kolbrúnar eru: 1) Erla María Kristinsdóttir, f. 31. október 1963, maki Ómar Óskarsson, f. 18. febrúar 1963. Börn þeirra eru Ólafur Ingi, f. 1984, maki Tinna ember 1976. Dóttir þeirra er Aníta Ágústa, f. 2003. 6) Berglind Björnsdóttir, f. 7. ágúst 1977, maki Ólafur Tryggvason, f. 26. október 1976. Synir þeirra eru Tryggvi, f. 2001, Björn, f. 2003, Pétur, f. 2006, og Halldór, f. 2008. Alla sína starfsævi var Björn meira og minna viðloðandi bíla- og vélageirann. Hann starfaði um tíma hjá Hjalta í Vöku, fór síðan að keyra hópferðabíl og flutningabíla í nokkur ár. Björn og Kolbrún hófu sambúð 1969, fyrst í Reykjavík en fluttu síðan í Kópavoginn. 1975 flutti fjölskyldan austur á Höfn í Hornafirði og var þar til ársins 1981. Á þeim árum var Björn með flutninga á milli Reykjavíkur og Hafnar sem og á sunnanverða Austfirði. Einnig keypti hann nokkra snjóbíla og fór að fara ferð- ir upp á Vatnajökul með ferða- menn. Árið 1981 flutti fjölskyldan suður aftur og Björn fór að ein- beita sér að innflutningi á vinnu- vélum og vörubílum, en hann hafði gert það jafnframt vöruflutning- unum. Seinna bættist við innflutn- ingur á varahlutum í bíla, Þá sér- staklega í Land Rover bíla. Ættfræði var mikið áhugamál hjá Birni og grúskaði hann mikið í því þegar tími vannst til. Útför Björns fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 29. október, kl. 13. Bergþórsdóttir, f. 1985, börn þeirra eru Bryndís Ösp, f. 2005, og Gunnar Breki, f. 2007, Stefán Örn, f. 1988, og Hilmar Örn, f. 1988. 2) Hrafnhildur Björnsdóttir, f. 17. júní 1970, maki Jón Magnús Kat- arínusson, f. 9. nóv- ember 1964. Börn þeirra eru Katarínus Jón, f. 1988, maki Bergþóra Hólm Jó- hannsdóttir, f. 1988, Kolbrún Arna, f. 1991, Björn Magnús, f. 1998, Óskar Skúli, f. 2000, Ólafur Ben- óný, f. 2004, og Gunnar Héðinn, f. 2005. 3) Magnús Ólafur Björnsson, f. 9. febrúar 1973, maki Aníta Ýr Eyþórsdóttir, f. 18. mars 1984. Synir hans eru Kristófer Darri, f. 2002 og Sigurður Gils, f. 2008. 4) Oddný Björnsdóttir, f. 22. desem- ber 1975, maki Róbert James Ab- bey, f. 8. júlí 1978. Börn þeirra eru Þórdís María, f. 1994, Eva Rós, f. 1995, Rebecca Michelle Líf, f. 1999, og Róbert Gabríel, f. 2008. 5) Eygló Björnsdóttir, f. 7. ágúst 1977, maki Friðrik Þór Hjartarson, f. 1. des- Upp í hugann koma margar minningar þegar minnst er á pabba. Æskuárin á Höfn, ferðirnar á Breiðamerkurjökul, keyrslan á milli Reykjavíkur og Hafnar þar sem hann átti í pokahorninu sögur og fróðleik um nánast alla bæi á leiðinni, maður farinn að rang- hvolfa í sér augunum (því maður hafði sko heyrt þetta allt áður). Sumarbústaðaferðir í Skorradal- inn, þar sem manni fannst maður vera í vinnubúðum, því það þurfti að slá blettinn sem var ansi stór, enda gamalt tún, raka saman og klippa af trjám. En það var líka farið niður að vatni að veiða og út á bátnum. Þegar ég sagðist ætla að fara í bændaskóla studdi pabbi mig í því og keyrði mig sjálfur ásamt mömmu upp á Hvanneyri, kynnti mig fyrir Guðnýju Halldórsdóttur, frænku sinni, sem þá bjó þarna á staðnum og hefur eflaust beðið hana að hafa auga með mér enda ég ekki nema rúmlega 16 ára. Þegar ég kynnist manninum mínum var fyrsta spurning pabba: Hverra manna er hann? Var fljót- ur að reiða fram ættartölu Jóns enda ættfræðin mikið áhugamál hjá pabba. Þegar Kati og Kolla fæddust átti hann alltaf tíma fyrir þau og Kati var mikið hjá afa sínum í vinnunni, eftir að skóla lauk á daginn, frá afa sínum hefur hann eflaust erft véla- og Land Rover-delluna. Ég veit ekki til þess að pabbi hafi nokkurn tímann skipt um bleiu á okkur systkinunum en þegar Erla systir eignaðist Óla fór pabbi og hjálpaði henni með drenginn og skipti líka á honum, okkur hinum til mikillar furðu. Barnabörnin gátu alltaf leitað til afa síns hvort sem það var út af heimalærdómi, að þau vantaði eitt- hvað eða bara að kvarta yfir því hvað þau ættu slæma foreldra. Ég vil þakka pabba mínum fyrir alla aðstoðina sem hann hefur veitt okkur Jóni í gegnum tíðina, alltaf boðinn og búinn að koma í sveitina að rétta hjálparhönd, hvort sem það var að koma upp nýju vatns- bóli, koma dráttavél í viðgerð eða hvaðeina. Síðustu árin hefur pabbi verið mikið í Skagafirðinum, en hann og mamma fengu sér „skúra“ á hólinn í Syðra-Vallholti sem pabbi hefur verið að dytta að þegar tími hefur gefist til. Oftast voru einhver barnabörnin með í för, oftast þó Tryggvi, hennar Berglindar syst- ur, og hafði hann mikla ánægju af að vera með afa og ömmu á hóln- um og stússast í sveitinni. Á síð- asta ári keypti pabbi íbúð í Varma- hlíð og var ætlunin að flytja þangað á næstu árum og eyða efri árunum þar. Hvíl í friði, pabbi minn, þín dótt- ir Hrafnhildur. Elsku afi, ég vildi að þú værir enn hérna hjá mér, þú varst svo skemmtilegur og góður við mig, ég sakna þín mjög mikið. Það var alltaf gaman hjá okkur þegar við fórum saman í sveitina fyrir norðan, þú leyfðir mér að slá með stóru sláttuvélinni, við tíndum fullt af kartöflum saman og fórum að veiða í námunum rétt hjá Vall- holti. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Kveðja Tryggvi Ólafsson. Við Björn vorum og verðum systrasynir; hann sonur Siggu kennara; ég sonur Gunnu fisk- verkakonu. Afi okkar og amma voru Sigurður bóndi og Sigríður ljósmóðir í Syðri-Gegnishólum í Flóa. Okkur systrunga tengdi sterkur strengur frændsemi, væntumþykju og gagnkvæmrar virðingar. Sú taug hafði eflst síð- ustu ár. Björn var í senn stórfrændi minn og stór frændi minn, með vöxt föður síns, Ólafs Benónýsson- ar kjötvinnslumanns. Hár og þrek- inn. Hendurnar stórar og þykkar. Þó fimar að eiga við vélar og vara- hluti. Það voru hans ær og kýr. Hann átti BSA-varahluti í Kópa- vogi. Flutti inn vinnuvélar og jeppa og hluti í slík tæki. En Björn frændi minn var ekki aðeins stór að utan heldur innan líka. Stórt hjarta sló honum í brjósti. Bjartur svipurinn speglaði það. Og tær röddin. Hláturinn. Jafnvel nafn hans var stórt þótt stutt væri. Jag- aðist aldrei í Bjössi. Var bara Björn. Og ekkert bara við það. Hugmaður var hann, dugnaðarforkur, glöggur og gáf- aður. Vakinn og sofinn yfir fyr- irtækinu. Ræðinn og rökvís, með brennandi áhuga á þjóðmálum og ættfræði. Björn fæddist 28. ágúst 1942 á Háafelli í Skorradal en þaðan var faðir hans. Hann var samt Reyk- víkingur og var um tvítugt þegar farið var að senda mig, 10 ára peyja, í flugvél suður utan úr Eyj- um á leið í sveit. Og síðan sumar eftir sumar. Aldrei brást að Óli pabbi hans sótti mig út á flugvöll, á rússajeppanum sínum sem ang- aði af hangikjöti og reyktum laxi. Og reyktum vindlum. Ég gisti hjá þeim Siggu móðursystur. En mér finnst í minningunni sem Björn hafi oftast verið fjarri, í bláma æv- intýra og svaðilfara; einhvers stað- ar uppi á reginfjöllum akandi rútu eða torfærubíl. Víðförul hetja í stráksaugum. Oft hin síðari ár lánaði Björn mér jeppa þegar ég kom til Ís- lands. Bauðst til þess. Ætti nóg af þeim. Og náði tíðum í mig og mína út á Keflavíkurflugvöll. Bauðst líka til þess. Nú síðast í vor léð hann mér spænskan jeppa í viku. Kom enn út á völl, síðla kvölds. Sem oft áð- ur var það hann sem leysti mig út með gjöfum þegar hann afhenti mér bílinn. Gaukaði að mér nesti: vestfirskum eðalharðfiski í pokav- ís. Svona var Björn. Hugulsamur höfðingi. Ég var í Reykjavík um síðustu mánaðamót. Við frændur mæltum okkur mót við Hótel Borg. Hann kom á jeppa. Ók með mig niður á bryggju, út á Granda …, skraf- hreifur sem fyrri daginn. Hugur í honum. Enginn kreppubarlómur. Og gerði lítið úr erfiðri skurð- aðgerð sem hann átti að fara í eftir nokkra daga. Þegar við kvöddumst komst ég ekki út úr jeppanum nema þiggja nesti suður á Spán: vestfirskan eðalrikling. Ég tók í hlýja þykka hönd honum. Það varð hinsta handabandið okkar frænda. Hann átti ekki afturkvæmt úr að- gerðinni. Ég sendi Kolbrúnu konu hans, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Líka Birgi, Sissu og Sigga, systkinum hans. Hjá þeim er höggvið þungt í sama kné- runn á skömmum tíma við dauða Björns. Jökull bróðir þeirra lést í sumar, einnig fyrir aldur fram. Og ég kveð Björn frænda minn með söknuði. Græt góðan dreng. Ættarsóma. Kristinn R. Ólafsson í Madríd. Það mátti litlu muna að ég læsi almættinu pistilinn þegar mér bár- ust þau hörmulegu tíðindi að Björn, móðurbróðir minn, væri lát- inn, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að við bárum Jökul, bróður hans, til grafar en eins og ónefnd- ur þingmaður orðaði það „á einu augabragði“ náði ég tökum á reiði minni sem gaus upp við þessar fréttir. Minningarnar spruttu fram um heljarmennið sem ég taldi ósigrandi. Mann sem af mikilli ósérhlífni barðist við náttúruöflin og ónýta vegi til að þjónusta Aust- firðinga með vöruflutningum og tengdri þjónustu. Mann sem var með 24 tíma þjónustu við vara- hlutaöflun eftir að hann flutti suð- ur og hætti í bílaútgerð. Það var gott að leita ráða hjá Birni. Eitt sinn fór mótorinn í gröfu hjá mér og ég hringdi í Björn og viti menn, rúmum sólar- hring síðar gangsetti ég gröfuna með nýjum mótor sem hann útveg- aði mér með flugi frá Hollandi fyr- ir brot af því verði sem kostaði að gera við þann gamla. Svona var Björn bóngóður og fljótur til, enda voru kjörorð hans: „Ég er aldrei lengra frá þér en næsta símtæki.“ Það er skrítin tilhugsun að eiga ekki von á símtali næst þegar kemur bylur sem hefði hafist á þeim orðum hans: „Sæll vertu, hvar ert þú að berjast?“ Svona fylgdist hann vel með fólkinu sínu því hann þekkti svo vel hvernig var að vera einn í keðjubasli og ófærð. Að telja upp allar góðu minning- arnar tengdar Birni er ekki mögu- legt hér því það er sjálfsagt efni í heila bók og bíður hún betri tíma. Að lokum viljum við Camilla votta Kollu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri vinur. Pétur Óli Pétursson. Látinn er langt um aldur fram kær vinur okkar Björn Ólafsson, maðurinn hennar Kollu frænku á hólnum/vesturbænum.Við erum harmi slegin, orða vant, vissum að Björn var veikur en hann talaði ekkert um veikindin, tók þessum dómi með miklu æðruleysi og þrautseigju. Okkur varð um og ó þegar hann birtist tveim vikum fyrir uppskurð og hamaðist eins og ekkert væri við að dytta að hreiðr- inu þeirra Kollu. Björn kom við hjá okkur áður en hann fór suður. Þá fyrst sagði hann okkur sjálfur frá stöðu mála hjá sér en lét engan bilbug á sér finna. Sagðist ætla að gefa þessu „svona hálfan mánuð eða svo“ svo færi hann á stað aftur að sinna sínum verkefnum. Svona var Björn, þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Þess ber líka gamla bæjarstæðið merki, en þar eru Björn og Kolla búin að setja niður hinn snotrasta bústað og gróðursetja í reitinn í kring af miklum hlýleika og natni. Björn var afar orðvar maður og ekki man ég til þess að hafa heyrt hann hallmæla nokkru nema þá helst njólanum og túnfíflinum. Njólinn í Vallholti og Björn voru ekki vinir og réðst Björn á skóginn sem er að vaxa okkur yfir höfuð. Vorum reyndar löngu búin að gefast upp fyrir þessu ofurefli. Fylgdumst við grannt með Birni út um eldhús- gluggann þegar hann reyndi hinar og þessar aðferðir við að uppræta illgresið. Ekki var stundum laust við glott út í annað í vesturglugg- anum og tautað „þetta gengur aldrei hjá honum Birni“. En svei mér þá ef hann hafði ekki betur og skógurinn lét á sjá. Hjálpsamari mann er vart hægt að finna og munum við sakna þess að geta ekki leitað til Björns. Ef hann hafði ekki svarið strax á reiðum höndum sagði hann: „heyrðu, bíddu aðeins, ég hringi í þig á eftir“ og viti menn ekki leið langur tími þar til Björn hafði leyst málið. Já, svona var Björn, gafst ekki upp, átti alltaf ráð í handraðanum. Eyþór þakkar þér, kæri Björn, allar samverustund- irnar á hólnum, hann saknar þess að geta ekki fylgt þér eftir með hrífuna, skófluna og hjólbörurnar, fengið ýmis góð ráð og spjall um lífið og tilveruna í leiðinni. Við þökkum Birni samfylgdina og vottum Kollu frænku, börnum og öllum öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð. Þess verður sárt saknað að heyra ekki vél- arhljóðið í Range Rovernum og sjá hann þjóta um hlaðið, vestur á hól og geta sagt: „jæja þá er hann Björn kominn“. Húmar hægt að kveldi, og hljóðlát kemur nótt. Í aftan sólar eldi er allt svo kyrrt og rótt. Nú andar aftan blærinn, svo undurþýtt og rótt og gamli bóndabærinn þér býður góða nótt. (Gunnar Gunnarsson.) Jónína, Hólmar, Gunnar, Stef- anía Sif og Eyþór Andri. Mig langar að skrifa nokkur orð um tengdaföður minn Björn Ólafs- son sem féll frá langt fyrir aldur fram. Laugardaginn 10. október sl. þegar ég var að vinna á verkstæð- inu mínu kom Björn í heimsókn og við spjölluðum saman. Hver hefði trúað því að það væri í síðasta skipti sem við hittumst. Hann var svo hress að sjá. Ég kynntist Birni haustið árið 1981. Þá fórum við Erla, elsta dóttir Kollu, í helgarreisu til Hornafjarðar. Á leiðinni til baka bilaði bíllinn hjá okkur og við vor- um strandaglópar í Vík í Mýrdal. Þegar við hringdum heim og sögð- um frá hvað hefði gerst fannst Birni ekkert mál að koma og sækja okkur alla leið í Vík. Á leið- inni í bæinn töluðum við Björn heilmikið saman og þannig upphóf- ust kynni okkar. Þegar ég stofnaði fyrirtæki árið 1986 var Björn mér mikið innan handar. Hann sagði mér m.a. að ef ég ætlaði að reka fyrirtæki þyrfti ég að vinna helmingi meira en starfsmennirnir. Þannig var Björn sjálfur – alltaf vinnandi. Hann var einn sá duglegasti maður sem ég hef kynnst. Björn og Kolla eiga sumarbú- stað í Skorradal sem þeim fannst gaman að fara í. Stundum fórum við hjónin með þeim. Björn tók daginn alltaf snemma og fór út að vinna í garðinum. Mér fannst sjálf- sagt að hjálpa honum en eftir stanslausa vinnu í 4-5 tíma var ég farinn að hugsa hvort hann ætlaði aldrei að hætta. Hér á árum áður fórum við Björn saman til útlanda á sýningar þar sem Björn kenndi mér allt í sambandi við innflutning. Við fór- um til Hollands, Þýskalands og Ítalíu. Hann var fullur af fróðleik og ef ég spurði hann um einhverja vél vissi hann allt um hana. Ég lærði heilmikið af Birni og er hon- um mjög þakklátur fyrir. Kolla, ég votta þér og börnunum ykkar mína dýpstu samúð. Ómar Óskarsson. Björn Ólafsson ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLAFÍA ÁSBJARNARDÓTTIR, Lollý, Gerðhömrum 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 30. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Systrasjóð St. Jósefsspítala (reikn. 1101-05- 401457, kt. 670169-2789) eða Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Kristófer Kristjánsson, Ásbjörn Björnsson, Helga Einarsdóttir, Ásta Friðrika Björnsdóttir, Svafar Magnússon, Guðmundur Karl Björnsson, Guðrún Svava Þrastardóttir, Gunnlaugur Rafn Björnsson, Linda Gunnarsdóttir, Ólafur Björn Björnsson, Linda Björk Ingadóttir, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.