Víkingur - 17.03.1933, Page 12
Hann ákvað sig að gæta nánar að þessu,
og með því að horfa í gegnum skráar-
gatið hafði hann séð nóg til að þjóta
inn og hrópa á hjálpina. Hjálpin kom á
síðast.a augnabliki, og vitfirririgurinn var
loks yfirunninn og sendur á vitfirringa-
hælið aftur.
. Frh. frá bls. 7
Gruerehard hristi bara höfuðiö. Slíka
frekju og biræfni hafði hann aldrei þekt.
»Ég ætlaði líka að segja yður það,
herra Huerchard, að ég hefi látið faka
dóttur yðar fasta, og hefi hana í haldi,
sem eins konar trygginnu fyrir því, að
ég komist heim aftur«.
(íuerchard ætlaði að stökkva á fætur,
en stilti sig í tíma og sagði rólega: »Nú
eruð þér á inínu valdi lierra Lupin, og
ég neyðist til þess að taka yöur fastan,
hvað sem öilu öðru líður«~
Hertoginn brosti vingjarnlega.
»Jæja herra Guerchard. Ég sé að þér
ætlið að gera skyldu yðar, þrátt fyrir
allar ógnanir, svo að ég er fús til að
gefast upp, og láta dóttur yðar lausa,
ef þér viljið ganga að þessum skilmál-
um mínum«.
»Ég skal láta þessa sjö menn lausa,
og hætta við að láta handtaka Sonju,
jafnvel þótt þér kynnuð áð sleppa, ef
þér þá viljið láta dóttur mína lausa«,
sagði Guerchard alvarlega«.
»Yður er óhætt að treysta því«.
Hertoginn hringdi í síinann og gaf
skipun um að láta dóttur Guerchards
lausa þegar í stað.
»Jæja, þá er víst bezt að fara í fang-
elsið«, mælti Lupin, um leið og hann
lagði heyrnartólð frá sér. —
Tveim mínútum seinna sátu þeir í bif-
reið á leið til hegningarhússins.
Guerchard hrósaði sigri í liuga sín-
um yfir að vera nú búinn að klófesta
hinn fræga meistaraþjóf, og þar með að
auka frægð sína um allan helming. —
En alt i einu fann hann iskalda vatns-
gusu koma í andlit sér, svo að liann
varö að loka augunum. Hann var ekki
nógu fljótur að átta sig, því að áður en
hann vissi af var Lupin horfinn út úr
bifreiðinni, sem nú var einmitt að aka
yfir eina brúna á Signu. Hann sá nú
hvar Lupin var að klifra yfir handrið. á
brúnni, og kastaði sér í ána. Hann hafði
heldur kosið að deyja, en að fara í fang-
elsi. •—
Morguninn eftir sögðu blöðin frá þvi,
að nú þyrfti engii.n að vera hræddur um
fjármuni sína fyrir Arsene Lupin, því að
hann hefði kastað sér í Signu í gær-
kvöldi, í stað þess að þurfa að fara í
fangelsi. Petta bæri að þakka hinum
fræga Guerchard leynilögregluforingja
— o. s. frv.
Klukkutíma eftir aö hertoginn kastaði
sér í ána, var hringt dyrabjöllunni hjá
Sonju. Hún fann, að hún roðnaði, er hún
sá, hver gesturinn var. I}au horfðu þegj-
andi hvort á annað nokkur augnablik,
eins og þau væru að átta sig.
»Ég hefi skilað aftur öllu, sem ég hefi
stolið, og á ekki eftir nema mínar frjálsu
eignir, en þær eru nógar til þess að
byrja með þeim nýtt. og betra líf. Nú
.er ég kominn til þess að segja yður það,
sem mig langaði til að segja yður í garð-
inum um kvöldið:
Að ég' elska yður«.
Hún kastaði sér eins og ósjálfrátt í
faðm honum, og hann heyrði hvíslað í
eyrað á sér: »Ég elska þig h'ka, hjart-
ans vinurinn minn!« —
Morguninn eftir sátu nýgift hjón í
Monte Carlo lestinni. Þau voru að leggja
af stað í brúðkaupsferð sína, og höfðu
ákveðið að byrja nýtt og betra líf.
Farseðill meö flugvél frá Hollandi
austur til Java kostar 3640 kr. ^liklir
peningar það! En veglengdin er líka
14,500 kílómetrar, og lengsta áætlunar-
ferð, sem farin er í lofti.
I. Lundúnaborg einni er verzlað með
notuð frímerki fyrir ca. 18 milj. kr. á ári.