Vilji - 01.10.1927, Side 9
V IL J I
7
og skal jeg nú gera grein fyrir henni. Menn munu ef
til vill segja, að þetta komi ekkert því máli við, sem
fyrirsögnin gefur í skyn, að hjer eigi að ræða. En jeg
hygg, að með því að sýna fram á, hvort aðferð skól-
anna, sem sje að veita nemendum sínum nasasjón af
ýmsum greinum vísindanna, nál tilgangi sínum eða
ekki, sem vafalaust á að vera að búa þá undir lífið, þá
sýni jeg um leið fram á, hvort við lærum fyrir lífið
eða skólann.
Nú á dögum hafa menn hjákátlega tröllatrú á svo-
kallaðri „almennri mentun“ — orð, sem mjer er hálf-
illa við. Menn læra til þess að fá „almenna mentun“.
En hún verður, að mínu áliti, svo almenn eða tvístruð
þessi blessuð mentun okkar, að það verður alls engin
mentun. Við lesum ýmist stærðfræði, sögu, guðfræði og
fornaldarfræði, hvort sem við höfum áhuga fyrir þeim
eða ekki, — hvað innan um annað, til þess að ment-
unin sje „almenn'1. En allir, sem eitthvað kunna, kunna
eitthvaS sjerstakt. Frá hinu sjerstaka opnast gluggar út
yfir hið almenna. En það liggja langtum færri leiðir
frá hinni almennu þekkingu til sjerþekkingarinnar.
Það er því, að mínu áliti, eingöngu tímatöf eð vera
að lesa um efni, sem maður hefir engan áhuga fyrir,
nema þá aðeins, að það sje nauðsynlegur liður í þeirri
þekkingu, sem maður þarf að hafa til þess, að geta
gegnt því starfi, sem maður hefir valið sjer í lífinu.
— Spyrji því einhver: „Hvað á jeg að lesa?“ þá svara
jeg: „Lestu miklu heldur tiu bækur um eitt efni, sem
þú hefir áhuga fyrir, en hundrað bækur um hundrað
misjöfn efni.
Jeg hefi hitt fyrir menn, sem hafa lesið fjölda
bóka um ýms efni, sem þeir hafa ekki haft minsta
áhuga fyrir. Þegar jeg hefi svo spurt þá, hvers vegna
þeir hafa verið að lesa um þetta, þá hafa þeir svarað:
„Jú, maður verður að kynna sjer öll þessi mál, til
þess að geta „talað með“!!“ — Slíkri vitleysu hirði jeg
ekki um að eyða orðum að. Hlutverk okkar í lífinu er