Vilji - 01.12.1927, Síða 5

Vilji - 01.12.1927, Síða 5
V I L J I 35 öll þau ljóð listaverk, en misjöfn geta þau verið að gæðum, og því er ástæðulaust, að fella sama dónr um þau öll. Jeg gat um það, að íslendingar væru þrautheldrir við gamlar venjur; skal nú sýnt lítillega fram á ]mð. Þegar Jónas Hallgrímsson hóf árás sína á rímurnar, var það roskna fólkið, sem vítti hann mest, en unga kyn- slóðin fylgdi honum að málum. Svo var og, er Hannes Hafstein, Einar H. Kvaran og Gestur Pálsson fluttu raunsæisstefnuna (Realismann) inn í landið. J>egar nútíma lyrik kom hjer fyrst fram, átti hún örðugt uppdráttar. Jónas Guðlaugsson var fyrsti boðberi hennar og muna menn efalaust það háð og spott, er hann hlaut að launum fyrir kvæðið „Æskuást“, sem nú mun þ>kja eitthvert hið ágætasta kvæði í sinni röð. Si-oðanir manna munu ])ó allskiftar um ])að kvæði. Jakob skáld Smári hefir veitt því rúm meðal „Hundrað bestu ljóða“, en Árni bókavörður Pálsson virðist ekki hafa álitið það nje annað eftir Jónas tækt í „íslensk ástaljóð“, er hann hefir tekið saman. Danski heimspekingurinn Sören Kierkegaard segir meðal annars: „Hvad er Ungdom? En Dröm. Hvad er Drömmens Indhold? I£ærlighed“. I>etta ætti hið ráðsetta, roskna fólk, að skrifa á bak við eyrað og sýna framvegis meiri skilning á æskunni, en það hefir hingað til gert. Fullur skilningur og samúð ])arf að ríkja meðal beggja kynslóða, ef vel á að vera. Unga kynslóðin á að' kunna að meta og virða verk hinnar rosknu og setja sjer það mark að komast lengra, og í þeirri baráttu á ellin að rjetta ])eim hjálpandi hönd og viðurkenna við- leitni þeirra. Sleggjudómar, sem sprottnir eru af misskilningi eða öllu heldur af því, að fólk hefir ekki lesið verk ])au, er það dæmir um, verða aldrei til þess, að yfir ísland renni ný blómaöld bókmenta og lista. Kristján Guðlaugsson.

x

Vilji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.