Vilji - 01.12.1927, Qupperneq 11
VIL J1
41
hjá sjer og horfði með kvíða fram á næstu daga. I>að,
sem olli honum þyngstra áhyggja, Voru skórnir hans.
I>eir voru gatgengnir og það, sem verra var, hælarnir
voru rammskakkir. Hann átti enga peninga og gat með
engu móti beðið aðra um lán. Bar tvent til ]>ess. Fyrst
og fremst áleit hann það lítillækkun fyrir sig, og svo
vissi hann ekki, hvort hann mundi geta borgað ])að aftur.
Kjartan sat og hugsaði lengi um hvað gera skyldi,
en hann komst ekki að neinni niðurstöðu. Að endingu af-
rjeð hann, að ganga niður í bæinn. Það var lítið eitt far-
ið að skyggja, ér hann gekk niður Laugaveginn, og hcn-
um fanst, sem allir horfðu á eftir sjer, líklega vegna
skökku hælanna. í Skólanum var uppi fótur og fit, piltar
voru að undirbúa dansleik, sem ]>eir ætluðu að halda um
kvöldið. Niðri í bænum mætti hann þeim í hópum og
allir spurðu hann, hvort hann kæmi ekki á skemtunina.
Eitt sinn er ])eir stóðu fyrir utan búðarglugga, vakti einn
þeirra athygli hans á því, að hann þyrfti að láta laga
hælana. Þeir væru orðnir helst til skakkir.
Þá |)oldi Kjartan ekki lengur mátið. Hann skyldi
við ])á og gekk suður á „Mela“. Á leiðinni fanst honum
sem allir hlutu að horfa á hælana, og áður en hann vissi
af var hann tekinn að hlaupa, sem óður væri. Hann lagð-
ist niður sunnan við íþróttavöllinn og grjet þar lengi og
innilega. Síðan hjelt hann heim á leið.
Er hann kom að dyrum hússins, sem hann bjó í,
mætti hann kaupmannsfrúnni og dóttir hennar, sem
hann hafði kent þá um veturinn, hún var 15 ára. Þær
mæðgurnar báru óhemju af böglum, sem þær ætluðu til
jólagjafa. Kjartan bauð ]>eim, að halda á nokkrum upp
stigann og var það þegið.
Er hann var kominn að íbúð þeirra afhenti hann
]>eim bögglana og hjelt síðan áfram. Hann hafði stokkið
upp tvær, þrjár tröppur, er hann heyrði, að sagt var fyr-
ir innan dyrnar: „Mamma! tókstu eftir hvað hælarnir
hans voru skakkir“. Enn ]>á hælarnir. Nú var nóg komið.
Hann þaut upp í herbergið sitt og þótt klukkan væri ekki