Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 12

Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 12
42 VILJI nema 7, afklæddi hann sig og- hugsaði með örvæntingu um framtíðina, þangað til hann sofnaði. Er hann vaknaði aftur var liðið að hádegi. Hann klæddi sig í snatri og nú sá hann skyndilega ráð til að minka hælaskekkjuna. Hann kipti tveimur leðurplötum neðan af, síðan hjelt hann til miðdegisverðarins, ljettur í spori og fanst sem framtíðin væri mikið bjartari en áður. Á aðfangadag hitti hann einn af bekkjarbræðrum sínum. Hann gekk með honum heim og fjekk þar kaffi og kökur og að því loknu röbbuðu þeir saman þar til klukkan var langt gengin sex. Þá fór Kjartan að týgja sig til ferðar. Bekkjarbróðir hans gekk með honum út og spurði hann, hvar hann yrði um jólin. Er hann heyrði, a'i það væri nú ekki beint ákveðið, bauð hann honum að koma til sín þann fyrsta og svo skyldi hann koma eins oft og hann vildi, hann skyldi það ósköp vel, að honum myndi leiðast ]>ar eð hann væri einn síns liðs hjer í bænum. Kirkjuklukkurnar tóku að hringja, tónarnir liðu hægir og hátíðlegir um loftið og fyltu hjarta hans fögn- uði. Hann ijet berast með fólksstraumnum til kirkjunnar. Messan var búin. Kjartan gekk ósjálfrátt heim tii sín. Hann var í angurværu skapi. Hann var að hugsa heim í sveitina. Hann sá föður sinn og móður sitja við jólaborðið með yngri börnunum og jólatrjeð uppljómað á gólfinu. Nú varð hann að setja einn upp í súðarher- berginu og láta sig dreyma að hann væri með í gleðinni, sem alstaðar ríkti. Honum brá eigi lítið í brún, er hann opnaði her- bergisdyrnar. Inni var alt hreint og fágað og það skíð- logaði í ofninum. Á borðinu lá böggul) og kassi. Nafn hans var ritað á hvorutveggja. Hann svifti umbúðunum utan af, og varð sem steini lostinn af undrun er hann sá innihaldið, skyrta, bindi og ljómandi fallega nýja skó.

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.