Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 13
VI L J I
43
Undrunin breyttist í gleði — óumræðilega, ákafa
gleði. Hann fór í skyrtuna og batt á sig bindið og þreytt-
ist ekki á, að skoða sig í speglinum. Og svo skórnir.
Hann gat í hvorugan fótinn stigið. Hver skyldi hafa
sent honum þetta? Hann leit á skriftina. Það var rit-
hönd kaupmannsdótturinnar.
Það var barið að dyrum. Hann opnaði dyrnar, úti fyrir
stóð kaupmannsdóttirin.
„Pabbi og mamma biðja þig um að koma niður og
vera hjá okkur í kvöld“. Kjartan kom í fyrstu engu orði
upp, en svo stamaði hann: „Þökk fyrir, þökk fyrir alt“.
Hann hefir síðan verið hjá þeim mörg aðfangadags-
kvöld og er nú komin í heilagt hjónaband.
Konan er kaupmannsdóttirin.
Einn af þeim ungu.
Minni íslands
flutt á ársskemtun „Fjölnis" hinn 13/11 1927.
Háttvirta samkoma! Jeg er viss um það, að fegurri
sjón hefir víkingurinn Garðar Svafarsson aldrei sjeð,
en þegar hann sá Island rísa úr hafi fyrsta sinni.
Við skulum segja, að ]jað hafi verið fagran sumar-
dagsmorgun. Bárurnar gjálfruðu ])ýtt við sólheita sand-
ana. Lim skógarins bærðist í blænum, sem bar blóma-
angan móti hinum þreyttu sæförum, sem vikum saman
höfðu velkst í ölduróti úthafsins. Alt var hljótt, aðeins
bárugjálfrið, árniðurinn og fuglakvakið rauf þögnina. Þá
átti ísland enn enga mannlega íbúa.
Skógarnir teygðu sig upp í fjallahlíðarnar og þöktu
mikinn hluta láglendisins. En fyrir ofan skógana tóku
við sandar, hraun og urðir og svo hvítar kórónur jökl-
anna, sem bar við bláan himininn. Þung hitamóða hvíldi
yfir landinu.