Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 14

Vilji - 01.12.1927, Blaðsíða 14
44 VIL JI Menn af ættstofni þeim, er vjer erum komnir af, höfðu sjeð ísland í fyrsta sinni. Hundrað ár eru liðin. Skógarnir fögru, er áður prýddu landið, eru nú að.miklu leyti horfnir, en nú blasa einnig við reisulegir bóndabæir, tún, engi og jafnvel akrar. Hraustlegir menn í litklæðum ríða um hjeruð, og glampar á skildi þeirra og önnur vopn. Allir stefna að sama stað, við stórt vatn á Suðurlandsundirlendinu. — Þangað er þegar kominn múgur og margmenni. Búðir eru reistar og búist þar um, ]jví að þar á að halda fyrsta alþingi íslendinga, hinnar ungu, sjálfstæðu þjóðar. Gull- öld fslendinga er hafin. Enn eru liðin sex hundruð og tuttugu ár. Reisulegt höfðingjasetur blasir við oss. Hópur manna kemur út og leiðir með sjer þrjá bandingja, og er einn aldurhnig- inn.. Flestir af vörðunum eru danskir, því að nú ráða Danir lögum og lofum í landinu og eru í þann veginn að svifta hinn síðasta sjálfstæðisfrömuð, Jón biskup Ara- son, lífi. Sjálfstæði þjóðarinnar er farið vel allrar ver- aldar, og feðranna frægð er fallin í gleymsku og dá. Enn eru liðin þrjú hundruð sjötíu og sjö ár, og nú erum vjer hjer saman komin og lítum yfir ]>að, sem á daga lands vors hefir drifið síðan 1550. Nú er land vort orðið fullvalda ríki eftir mikla baráttu, og mun ]>að mest að þakka ]>jóðhetjunni frægu, Jóni Sigurðs- syni. Blessuð sje minning hans. Við, sem hjer erum stödd í kvöld, erum öll á þroska- skeiði, og áreiðanlegt er, að að minsta kosti einhverjir okkar eiga eftir að eiga ]>átt í stjórn ættjarðar vorrar um ókomin ár. Elskum ættjörðu vora, virðum hana og reynum að efla sjálfstæði hennar í öllu. ísland var sjálfstætt, kúgað og undirokað, og aftur sjálfstætt. Kúgað og undirokað má það aldrei aftur verða. Berjumst því fyrir velferð og fram]>róun ætt- jarðar vorrar, og mörkum djúp spor framfara í sögu

x

Vilji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vilji
https://timarit.is/publication/776

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.