Vilji - 01.12.1927, Side 15
V I L J I
45
hennar. Helgum henni hugsjónir vorar og krafta og
vinnum henni alt gott, sem við getum. Þá fyrst erum
við sannir íslendingar! En vegna ])ess að sjálfstæði vort
er enn svo ungt, er þjóð vorri hætt við áhrifum frá öðr-
um þjóðum, bæði til góðs og ills. Við verðum því að vera
glöggskygnir á að greina þau sundur, og umfram alt að
sporna við hinum iilu áhrifum.
Við verðum að reyna að sameina hin góðu utanað-
komandi áhrif við ])að, sem þjóðlegt er og gott hjá oss
sjálfum. Þá fyrst er takmarki því náð, er sett var um
þjóðlíf vort og sjálfstæði í byrjun frelsisbaráttu vorrar.
Hvert sem vjer kunnum að fara í heiminum, ef
vjer dveljum ekki hjer heima og störfum fyrir ættjörð
vora, þá megum við aldrei gleyma því, að við erum Is-
lendingar, fæddir á sögufræga landinu í norðurhöfum,
])ar sem mannlífið heyir baráttu sína við eld og ís. Þótt
oft sje vetrarhart á landi voru, þá eru vorin og sumrin
]>ví unaðslegri með svanasöng og blómaangan, og þegar
miðnætursólin skín yfir öldunum. Og jeg efast um, að
nokkur Islendingur geti nokkurn tíma gleymt ættlandi
sínu, ])ótt ]>að hafi ekki til að bera stórborgir með alt
])eirra glys og prjál, heldur hraun, heiðar, jökla og
unaðsfagrar sveitir.
Nei, enginn sannur íslendingur gleymir nokkru sinni
föðurlandi sínu, hinni fornfrægu ey í norðurhöfum, sem
stendur föst og bifast hvergi í hafróti tímans.
Jens Benediktsson.
Breyting á útgáfu ritsins.
Kftir ráðleggingum ýmsra góCra manna, hefi jeg' ákvebiö att
breyta ritinu þannig að þaö vertSur elcki lengur mánaöarrit
heldur ársfjóröungsrit.
Kemur næsta blað út í marslok. Blaðslður heftisins mun
framvegis verða 48.
Hygg jeg að þessi breyting verði ekki á móti skapi lesenda
».Vilja“, því að með þessu fyrirkomulagi eru öll skilyrði til þess, að
ritið geti orðið vandaðra.
Gjalddaga liefi jeg ákveðið 1. apríl. — S. H.